Morgunblaðið - 05.01.2018, Síða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018
✝ Elín FanneyÞorvaldsdóttir
fæddist á Vatns-
enda í Héðinsfirði
10. nóvember 1929.
Hún lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
26. desember 2017.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Þor-
valdur Sigurðsson,
f. í Grundarkoti í
Héðinsfirði 27. apr-
íl 1899, d. 17. 1981 á Siglufirði,
og Ólína Einarsdóttir, f. á Ámá í
Héðinsfirði 18. desember 1904,
d. á Siglufirði 22. nóvember
1976.
Systkini Elínar eru: Einar Ás-
grímur, f. 1924, d. 1952. Hall-
dóra María, f. 1925, d. 1982. Sig-
Ólafur H. Kárason. Þau eiga tvö
börn. 4) Hulda Björk, f. 29. sept-
ember 1964, maki Ólafur Guð-
mundur Ragnarsson. Þau eiga
tvö börn. Barnabörn Elínar eru
fjögur og barnabarnabörnin sex.
Elín bjó fyrstu ár ævi sinnar
með foreldrum sínum og syst-
kinum á Vatnsenda í Héðinsfirði,
eða þar til þau brugðu búi og
fluttu til Siglufjarðar árið 1949.
Eftir að fjölskyldan fluttist til
Siglufjarðar bjó hún við
Grundargötu 22. Elín fór á
vetrarvertíð fljótlega eftir að til
Siglufjarðar var komið ásamt
systur sinni Önnu, en slíkt var al-
gengt meðal Siglfirðinga á þess-
um árum. Á Suðurnesjum kynnt-
ist Elín eiginmanni sínum,
Guðjóni. Elín var lengst af
heimavinnandi húsmóðir en
starfaði einnig við ræstingar
samhliða því.
Útför Elínar fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag, 5.
janúar 2018, og hefst athöfnin
klukkan 14.
urður, f. 1927, d.
1927. Sigurður, f.
1928, f. 2001. Anna
Lilja, f. 1931, búsett
í Reykjanesbæ.
Kristinn Ásgrímur,
f. 1933, d. 1955.
Haraldur Freyr, f.
1936, d. 1999. Helga
Ingibjörg, f. 1941.
Elín gekk að eiga
Guðjón Marinó
Sigurgeirsson hinn
15. apríl 1954. Guðjón lést 30.
janúar 2002. Þau eignuðust sam-
an fjögur börn og eru þrjú
þeirra á lífi. 1) Sigrún Helga, f.
23. september 1954, d. 28.
september 1954. 2) Sigurgeir
Helgi, f. 19. júní 1957. 3) Ólína
Þórey, f. 1. desember 1959, maki
Amma mín, Elín Fanney Þor-
valdsdóttir frá Vatnsenda í
Héðinsfirði, lést annan jóladag
síðastliðinn. Ævi ömmu var
hvorki spennusaga né heldur var
hún harmsaga. Hún er sagan um
íslenskan hversdagsleika, saga
alþýðukonunnar – hin ósagða
saga Íslands á tuttugustu öld.
Við þekkjum öll goðsögnina af
sterka sjómanninum eða verka-
manninum sem vann heilu sólar-
hringana í beit. Færri eru hins
vegar frásagnirnar af venjuleg-
um konum sem alla tíð stóðu
vaktina, héldu heimili, önnuðust
börnin, fæddu þau og klæddu.
Gerðu það sem gera þurfti til
þess að allt gengi snurðulaust
fyrir sig.
Amma var fædd í torfbæ árið
1929 í firði sem ekki komst í
tengingu við nútímann fyrr en
með jarðgöngum árið 2010.
Heimurinn sem hún fæddist í er
löngu horfinn og í raun ómögu-
legt fyrir okkur að skilja hann til
fulls, enda svo fjarlægur okkur í
háttum sem frekast getur orðið.
Það er samt svo merkilegt að
þegar ég hugsa til hennar, vit-
andi þetta, þá fannst mér hún
aldrei gamaldags, a.m.k. ekki í
minningunni. Mér fannst gaman
að sitja með henni þegar ég var
lítill í heimsókn og spyrja hana
spjörunum úr um lífið í Héðins-
firði. Hún sagði manni sögur frá
uppvextinum og æskuárunum og
maður trúði stundum ekki því
sem hún sagði, svo fjarlægt var
þetta. Þrátt fyrir að þetta væru
erfiðari tímar voru þetta að
mörgu leyti einfaldari og á sinn
hátt örugglega góðir tímar.
Amma var samt aldrei haldin
neinni nostalgíu varðandi árin í
Héðinsfirði, það voru sannarlega
góðar stundir en í grunninn var
þetta auðvitað kotbúskapur sem
einkenndist af harðri lífsbaráttu
og satt best að segja hokri. Ég
hef alltaf haft þann grun að
henni hafi ekki þótt þetta neitt
sérstaklega eftirsóknarvert líf,
svona innst inni, en samt talaði
hún alltaf um fjörðinn sinn, upp-
vöxtinn og fjölskylduna af virð-
ingu.
Ég hef verið þeirrar gæfu að-
njótandi að vera umkringdur
ömmum og öfum sem hafa hvert
á sinn hátt gefið mér tíma og
kennt mér margt um lífið. Amma
Ella var trúuð kona og mátti
ekkert aumt sjá. Hún var vinur
litla mannsins, lítilmagnans í
samfélaginu og þeirra sem áttu
erfitt. Allir voru velkomnir og
engum var vísað á dyr, ekki einu
sinni þeim sem stundum voru
búnir að fá sér vel neðan í því.
Það var bæði gott og gaman
að vera hjá henni þegar maður
var lítill gutti og alltaf hlakkaði
ég til þess að fara til Grindavíkur
til ömmu og afa.
Með henni og afa Gauja eign-
aðist ég margar góðar minningar
sem ég verð alltaf þakklátur
fyrir. Takk kærlega fyrir mig.
Sannlega segi ég yður, það allt, sem
þér gjörðuð einum minna minnstu
bræðra, það hafið þér gjört mér.
(Mt 25.40)
Guðjón M. Ólafsson.
Elín Fanney
Þorvaldsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Hún amma mín er mamma
hennar mömmu
og mamma er það besta sem
ég á.
Gaman væri að gleðja hana
ömmu
og gleðibros á vanga hennar sjá.
Í rökkrunum hún segir mér
oft sögur
og svæfir mig þá dimma
tekur nótt.
Hún syngur við mig sálmakvæðin
fögur
sofna ég þá bæði vært og rótt.
(Guðrún Jóhannsdóttir
frá Brautarholti)
Takk fyrir mig, elsku
amma, þín
Elín Fanney.
✝ Þórunn ÓlafíaKristbjörg Sig-
urðardóttir fæddist
í Reykjavík 21.
mars 1929. Hún lést
á Hrafnistu í
Reykjavík 27.
desember 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Jóhannsson, f: 7.5.
1905, d. 11.11. 1937,
og Guðlaug Ólafs-
dóttir, f. 1.11. 1898, d. 10.10.
1966. Fósturfaðir hennar var
Gísli Gíslason, f. 31.3. 1909, d.
19.2. 1994. Þórunn á yngri syst-
ur, Guðrúnu, f. 24.5. 1932, maki
Bragi Guðnason.
Þórunn giftist 30. desember
1950 Pétri Ágústi Þorgeirssyni,
f. á Akureyri 2. janúar 1928, d.
24. apríl 2003. Þau slitu sam-
vistum 1985. Börn þeirra eru: 1)
Sigríður Petra, f. 28.2. 1952,
maki Jónas Már Ragnarsson, f.
7.8. 1951. Börn Sigríðar eru:
Guðlaug Kristbjörg, maki Hann-
es Jónsson. Þau eiga tvö börn,
2017. 3) Guðlaug, f. 17.12. 1956,
d. 22.4. 2016. Eftirlifandi maki er
Bjarni Júlíus Einarsson, f. 22.4.
1953. Börn Guðlaugar eru Pétur
Þór, maki Sigríður Þóra Þor-
steinsdóttir, dóttir þeirra er Nat-
alía. Fyrir á Pétur Þór Pétur
Arnar og Sigríður Þóra Krist-
ófer og Sunnevu. Gísli, maki Kol-
brún Gígja Björnsdóttir, dóttir
þeirra er Kleópatra Rós. Fyrir á
Gísli Amelíu Rós. Elísa, maki
Baldur Brynjar Þórisson, dóttir
þeirra er Christel Gía. Fyrir á El-
ísa Gabríelu. 4) Gísli, f. 21.3.
1959. Hann býr á sambýli í Svölu-
hrauni 19, Hafnarfirði. 5) Rúna,
f. 23.7. 1965, maki Egill Lárus-
son, f. 9.6. 1964, börn þeirra eru
Jökull Alexander, Ragnheiður
Þóra og Hekla.
Þórunn, sem jafnan var kölluð
Þóra, tók fullnaðarpróf úr
Austurbæjarskólanum í Reykja-
vík og var í Húsmæðraskólanum
á Akureyri frá 1949-1950. Hún
vann við verslunarstörf frá unga
aldri. Var verslunarstjóri í Bóka-
búð Helgafells við Laugaveg 100.
Þau hjónin ráku einnig Verslun
Péturs Þorgeirssonar til nokk-
urra ára. Hún var heimavinnandi
en þegar börnin voru komin á
fullorðinsár starfaði hún sem
hjúkrunarritari á Landspítal-
anum.
Útför Þórunnar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 5. janúar
2018, klukkan 15.
Unni Ösp, maki
Haukur Björg-
vinsson, dóttir
þeirra er Guðmunda
Kristbjörg, og Arn-
ar Atla. Fyrir á
Hannes Jón Gunnar.
Pétur Gísli, maki
Bryndís Bergmann,
dóttir þeirra er Íris.
Fyrir á Pétur Gísli
Sigríði Birtu. Dóttir
Sigríðar og Jónasar
er Þórunn Hilda, maki Magnús
Þór Ágústsson, dóttir þeirra er
Kolbrún Lillý. Fyrir á Jónas
Hrafnhildi Jónu, maki Jóhann
Gunnar Elísson, þau eiga þrjú
börn, Ragnhildi Rún, f. 28.9.
1994, d. 16.4. 1998, Jónas Elís og
Rúnar Alexander. 2) Þorgerður
Rannveig, f. 7.11. 1954, maki Öy-
vind Glömmi, f. 29.8. 1952. Börn
þeirra eru Snorri, maki Kjersti
Gakkestad, börn þeirra eru Lilja
og Olav. Silja, dóttir hennar er
Indíana. Símon, maki Gintare
Siniauskaite, dóttir þeirra er
Emilía, f. 22.8. 2017, d. 22.8.
„Mamma þín væri ekki til ef ég
væri ekki til.“ Það er rétt sagt hjá
þér, elsku besta amma mín, enda
er ég endalaust þakklát að þú
hafir verið til og komið öllum þín-
um börnum í þennan heim.
Þú varst alltaf glöð og í fjöri,
einu skiptin sem þú skiptir skapi
og maður heyrði það á þér, þurfti
maður að bruna af stað og koma
með sikkur(sígó) handa þér. En
þú reyktir nú ekkert, þetta var
bara vinkona þín. Þitt hjarta og
ást var það stærsta sem fyrir-
finnst, enda áttir þú mörg ætt-
menni til að gefa alla þína ást, en
ég fann það innilega að ég var ein
af uppáhalds (það má rífast um
það seinna). Ég gat treyst þér
fyrir öllu enda rötuðu öll mín
vandamál og leyndarmál til þín,
þú varst alltaf tilbúin að hlusta og
koma með ráð. Gleymi ekki þegar
ég skrópaði heila önn í FÁ þegar
ég var 15 ára, kom þá á hverjum
morgni til þín og við kúrðum yfir
Bold og Nágrönnum. Og þegar
mamma hringdi sagðir þú ekki
orð um það að ég væri hjá þér.
Takk, elsku amma mín, fyrir að
vera til staðar allan þennan tíma
sem þú lifðir. Þú varst alltaf í takt
við tímann og við gátum hlegið
endalaust og gert grín, enda vildi
ég að allir gætu þekkt og kynnst
þér.
Þú varst engri lík og svona
ömmur eins og þú eru ekki á
hverju strái. Hverjum sem heils-
aði þér heilsaðir þú á móti eins og
þú þekktir viðkomandi, enda
kannaðist þú við alla „ég þekki
þennan“ eða „eitthvað kannast ég
nú við þennan“ sagðir þú oft, ekki
skrítið því öllum líkaði vel við þig
og voru tilbúnir að tala við þig og
eyða tíma með þér.
Þú ert drottning, elsku amma
mín. Ég elska þig, ég elska þig
líka.
Þín
Elísa.
Elsku amma Tóta.
Orð geta ekki á nokkurn hátt
lýst þeim tómleika sem þú skilur
eftir með brottför þinni úr þess-
um heimi. Þú varst alltaf það
fastur punktur í gegnum mitt líf
að það er óhugsandi að þú sért
ekki hér enn til staðar. Ef það er
til einhver með hjarta úr gulli þá
varst það þú.
Þú gast alltaf séð það besta í
öllum og varst fljót að fyrirgefa.
Þig skorti aldrei hlýju, umhyggju
né góðmennsku og ég gat alltaf
reitt mig á að þú lyftir mér upp
því hlýlegt eðli þitt var læknandi
og smitandi.
Mér líður eins og ég hafi alltaf
haft þig mér við hlið á einn eða
annan hátt. Jafnvel þegar ég bjó
erlendis í 10 ár þá héldust böndin
sterkari en nokkurn tíma og þeg-
ar ég flutti aftur til Íslands þá
bauðstu mig velkomna og opnað-
ir faðm þinn fyrir mig. Ég er inni-
lega þakklát fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig. Við vorum öll
mjög heppin að eiga að mann-
eskju eins og þig sem höfuð fjöl-
skyldunnar.
Hvíldu í friði, elsku engillinn
minn.
Þitt „litlabarn“,
Hekla.
Ömmur eru ótrúlega nauðsyn-
legar.
Amma Tóta var ein af þessum
nauðsynlegu ömmum, samt var
hún ekki þessi venjulega amma
með svuntuna á lofti, alltaf eitt-
hvað að brasa í eldhúsinu og með
eitthvað á prjónunum.
En henni var mjög annt um
það að maður væri ekki svangur
þegar komið var í heimsókn til
hennar.
Maður gat bara fundið eitt-
hvað sjálfur inni í eldhúsi.
Hún var líka sjúklega fyndin
kona á margan hátt, enda eru til
óteljandi ömmu Tótu-sögur.
Það var líka svo heppilegt að
hún hafði svo mikinn húmor fyrir
sjálfri sér og í raun var ótrúlega
glaðlynd kona sama hvað á dundi.
Eins held ég að hún hljóti að
hafa verið drottning eða prins-
essa í fyrra lífi.
Því ég þekki engan sem átti
jafn auðvelt með að fá fólk til að
aðstoða sig og þjónusta án nokk-
urs hroka eða leiðinda. Hún bara
laðaði að sér fólk sem vildi allt
fyrir hana gera. Ég held t.d. að
hún hafi verið eini viðskiptavinur
Háteigskjörs sem fékk starfs-
manninn til að ganga á eftir sér
heim á Flókagötuna haldandi á
innkaupapokunum.
Hún elskaði að fá búkketta
(blómvönd), var með sólgleraugu
öllum stundum inni, úti, í sól og
myrkri. Glommaði í sig kók og
fékk sér sikku (sígó). Sagði alltaf
„ohh, það er svo langt síðan ég
hef séð þig“ og spurði svo alltaf
„og hvenær ætlarðu svo að koma
til mín næst?“
Við kveðjum þig kæra amma
með kinnar votar af tárum
á ást þinni enginn vafi
til okkar, við gæfu þá bárum.
Horfin er hönd þín sem leiddi
á hamingju- og gleðifundum,
ástúð er sorgunum eyddi
athvarf á reynslustundum.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína,
englar hjá guði þig geymi
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Elsku amma Tóta, það er í al-
vörunni enginn eins og þú, mikið
eru guðirnir ríkir að hafa fengið
þig til sín.
Kær kveðja, þín nafna,
Þórunn Hilda.
Þórunn Ólafía
Kristbjörg
Sigurðardóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HERMANN SIGURÐSSON,
lést á dvalarheimilinu Hvammi, Húsavík, að
kvöldi Þorláksmessu, 23. desember.
Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju
laugardaginn 6. janúar klukkan 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnþór Hákonarson Margrét Arngrímsdóttir
Olga Hermannsdóttir Friðrik Brynjarsson
Hrafnhildur Gunnþórsdóttir Sigurður Jóhannson
Sæþór Örn Þórðarson
Brynjar Magnús Friðriksson
Thelma Líf Friðriksdóttir
Alexía Líf Friðriksdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SOFFÍA BJARNADÓTTIR,
áður til heimilis að Skúlagötu 20,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 31. desember á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Útförin verður frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 12. janúar
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Kjartan Oddur Jóhannsson Björk Jónsdóttir
Jóhann Egill Jóhannsson Sigrún Erla Sigurðardóttir
Anna Sigríður Jóhannsdóttir Richard Ólafur Briem
Þórir Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
HAUKUR AÐALGEIRSSON,
Grímsstöðum 3, Mývatnssveit,
andaðist sunnudaginn 31. desember.
Jarðsungið verður frá Reykjahlíðarkirkju
laugardaginn 6. janúar klukkan 14.
Bjarnfríður Valdimarsdóttir
Örn Arnar Hauksson Þóra Ottósdóttir
Ellert Aðalgeir Hauksson Kristín A. Sigurðard. Hammer
Birgir Valdimar Hauksson Steinunn Ósk Stefánsdóttir
afa- og langafabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GÍSLI FINNBOGI GUÐMUNDSSON
skipstjóri
Prestastíg 6
Reykjavík
lést sunnudaginn 1. janúar á líknardeild
Landspítalans.
Jarðarförin fer fram frá Guðríðarkirkju þriðjudaginn 9. janúar
klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild
Landspítalans, Rjóður í Kópavogi.
Þórey Erla Ragnarsdóttir
Ágústa Finnbogadóttir Magnús Jónatansson
Guðmundur Finnbogason Þorgerður Guðrún Sveinsd.
Arnbjörg Gísla Finnbogad.
Ragnhildur Finnbogadóttir
Sólrún Elín Rögnvaldsdóttir Sigurður Ingason
Ragnar Rögnvaldsson
Rögnvaldur Rögnvaldsson Rakel Sigurðardóttir
Alda J. Rögnvaldsdóttir Arne Sólmundsson
barnabörn og barnabarnabörn