Morgunblaðið - 05.01.2018, Page 30

Morgunblaðið - 05.01.2018, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 ✝ HalldóraKristín Þor- láksdóttir fæddist á Ísafirði 12. september 1936. Hún lést 27. des- ember 2017 á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykja- vík. Foreldrar Hall- dóru voru Ágústa Ebenezardóttir, f. 1915, d. 1992, og Þorlákur Guðjónsson, f. 1914, d. 1982. Alsystkini hennar eru Sigurður Brynjar, Guðmundína Salóme, Þorlák- ur, Jón Kristján og Gísley Að- björgu Magnúsdóttur og eiga þau fjögur börn og sex barna- börn. 2) Guðjón, f. 1957, kvæntur Guðrúnu S. Péturs- dóttur og eiga þau fjögur börn og sjö barnabörn. 3) Hjálmfríður, f. 1962, gift Sæv- ari B. Ólafssyni og eiga þau tvo syni og eitt barnabarn. 4) Bryndís Björk, f. 1965, gift Gunnari Þ. Gunnarssyni og eiga þau tvær dætur og eitt barnabarn. 5) Anna Dröfn, f. 1975, hún á tvær dætur. Doddý ólst upp og bjó á Ísa- firði fram til ársins 1970 þeg- ar fjölskyldan fluttist til Skagastrandar. Hún vann ým- is störf, m.a. í verslun, bakaríi og á netaverkstæði, en hús- móðurhlutverkið var henni ávallt mikilvægt. Útför Halldóru fer fram frá Lindakirkju í dag, 5. janúar 2018, og hefst athöfnin klukk- an 15. alsteina. Samfeðra eru Brandur og Gunnlaug Björk. Eiginmaður hennar til 60 ára var Guðjón Gísli Ebbi Sigtryggs- son, f. 22. septem- ber 1935, d. 16. júlí 2017. For- eldrar hans voru Hjálmfríður S. Guðmundsdóttir. f. 1914, d. 2006. og Sigtryggur Jörundsson. f. 1909, d. 2004. Ebbi og Doddý, eins og þau voru ávallt kölluð, eignuðust fimm börn og þau eru: 1) Gylfi, f. 1955, kvæntur Þor- Amma mín, Halldóra Kristín, lést aðfaranótt 27. desember síðastliðins eftir erfiða glímu við krabbamein. Þrátt fyrir að bera þetta fallega nafn var amma alltaf kölluð Doddý. Doddýjarnafnið kom frá henni sjálfri og er afbökun á Halldór- unafninu, sem henni fannst erf- itt að segja þegar hún var lítil. Mér hefur alltaf þótt bæði nöfnin hæfa ömmu vel. Þegar ég hugsa um Halldóru Kristínu sé ég fyrir mér glæsilegu kon- una ömmu en þegar ég hugsa um Doddý sé ég fyrir mér ljúfu og góðu ömmuna sem átti endalaust af hlýju, og kannski góðgæti í eldhúsinu, fyrir okk- ur barnabörnin. Ég man ekki eftir því að amma hafi nokkurn tímann skammað mig eða eitthvert af frændsystkinum mínum. Ekki einu sinni þegar við lokuðum okkur af í ysta herbergi til að spila Hæ gosi. Eins og allir sem hafa spilað Hæ gosi vita býður það upp á ágreining, jafnvel öskur og grát. Kannski hefur slegið einhverjum rós- rauðum bjarma yfir þessar æskuminningar frá Hólabraut 20 en ég held samt ekki. Amma var ákveðin og hafði skoðanir á hlutunum. Stundum lét hún þær í ljós, stundum ekki. Þá átti hún það til að segja þveröfugt við það sem henni fannst. Einkennilegur siður sem við í fjölskyldunni höfðum pínu gaman af. „En hvað þetta er fallegt málverk,“ sagði hún kannski með sérstak- an blæ á röddinni. Þá vissi maður að ömmu þætti málverk- ið ljótt. Mér er líka minnisstæð ítrekuð umræða um að það væri alltaf leyndarmál hvaða flokk amma kysi. Hún sagði svo seinna að það væri alls ekkert leyndarmál, það hefði bara aldrei neinn spurt. Ég hélt framan af að það væri ekkert mál að hugsa um heimili, eiga nýbakað bakkelsi inni í skáp og vera alltaf í ný- straujuðum fötum. Amma er ein af ástæðunum fyrir þessum misskilningi. Einhvern veginn tókst henni alltaf, að því er virtist fyrirhafnarlaust, að baka fullkomnar smákökur, sem voru allar jafn stórar (og auð- vitað góðar). Svo rétt strauk hún yfir hreina þvottinn og þá varð hann samanbrotinn og sléttur. Hjá ömmu var allt hreint og beint. Ég áttaði mig fljótlega á því þegar ég komst á fullorðinsár að þessir hlutir eru ekki sjálfsagðir og taka sinn tíma. Amma tók gagnfræðapróf en hana langaði alltaf til að læra meira. Hún hafði því miður ekki tök á því. Hún hefði kannski orðið eitthvað allt ann- að ef hún hefði fæðst á tíma þegar menntun er á allra færi. En kannski ekki. Síðustu ár hefur amma margoft sagt mér hversu gaman hún hafi af börn- um og hún viti nú ýmislegt um uppeldi. Ég hef aldrei efast um þetta, enda átti amma fimm börn og uppskar barnabörn (og barnabarnabörn) eftir því. Reynslan kennir manni ýmis- legt. Síðustu árin glímdi amma við Alzheimer. Það er erfitt að horfa á persónu sinna nánustu hverfa smátt og smátt. Undan- farna mánuði finnst mér amma samt hafa verið líkari sér sjálfri en áður og við áttum nokkur góð samtöl um lífið og til- veruna. Í okkar síðasta samtali hugsaði amma mun rökréttar en ég, huggaði mig og studdi, þótt það hefði frekar átt að vera öfugt. Svoleiðis var hún. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Tinna Björk Gunnarsdóttir. Þær eru margar minningarn- ar sem flæða fram á kveðju- stund. Það sem helst situr þó eftir er þessi hlýja góða tilfinn- ing sem streymdi frá ömmu, væntumþykjan var svo augljós og hrein. Hún var stolt af okk- ur og mér leið alltaf aðeins bet- ur með lífið og sjálfa mig eftir að hafa verið með ömmu. Henni þótti ekki síður vænt um langömmubörnin sín og það sást langar leiðir þegar hún horfði á þau, faðmaði og kyssti. Hún kenndi mér einnig margt. Þeim sem þekktu ömmu kemur líklega ekki á óvart að þar ofarlega á lista sé þvottur og meðferð hans, en amma var mikill áhugamaður um þvott, bletti og það að strauja. Hún laumaði því oft að manni ýms- um góðum ráðum og orð henn- ar hljóma því reglulega um huga mér þegar ég sinni þess- um störfum. Ég viðurkenni þó að þau eru unnin af töluvert minni áhuga og sjálfsagt væri hún ekki alltaf stolt af mér í þeim efnum. Amma eldaði dásamlega góð- an mat og ekki voru kökurnar síðri. Að sjálfsögðu laumaði hún einnig að manni ráð á þessu sviði, en gætti þess þó að við ætluðum okkur ekki um of. Ég man þegar ég var einu sinni hjá þeim afa í mat og fékk af- skaplega gott lasagna. Þetta hefur verið þegar ég var í skóla, rétt rúmlega tvítug. Hún var ánægð með að mér þótti maturinn góður og sagðist gefa mér uppskriftina þegar ég væri hætt í skóla og hefði efni á að kaupa allt hráefnið. Þangað til yrði ég að gera einfaldari og ódýrari útgáfur af lasagna. En amma hafði ekki bara áhuga á húsverkum og elda- mennsku. Hún sagði mér líka oft og reglulega frá því hve mikið hana hefði langað að ganga menntaveginn þegar hún var ung, en peningaskortur hefði komið í veg fyrir það. Sem barn naut ég þess að geta rölt í heimsókn til ömmu, og afa þegar hann var í landi. Það voru góðar heimsóknir og ef ég loka augunum get ég horfið aftur á Hólabrautina, inn í eldhús og í sjónvarpssófann. Ég hef gert það oft undanfarna daga og mun gera það og njóta heimsóknanna til ömmu ásamt því að varðveita minninguna um síðasta knúsið. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. (Halldór Jónsson frá Gili) Þín Bergþóra. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við sendum aðstandendum öllum, börnum, barnabörnum og öðrum innilegar samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að leiða ykkur áfram í sorginni. Með þökk fyrir allt á liðnum árum, elsku Doddý, minning þín er okkur sem dýrmæt perla. Sigurður Brynjar Þorláksson og Elísabet Guðbjartsdóttir. Við kveðjum hér elskulega systur og mágkonu, Halldóru Kristínu Þorláksdóttur eða Doddý eins og hún var oftast kölluð. Aðeins er tæplega hálft ár síðan við kvöddum Ebba, eiginmann hennar, og er því stutt á milli þeirra hjóna eins og ávallt var í lífinu því þau voru einstaklega samhent hjón alla tíð. Doddý var elst sinna systk- ina og reyndist góður leiðtogi þeirra. Fjölskylda þeirra Dod- dýjar og Ebba var stór, fimm börn og Ebbi langtímum saman úti á sjó þannig að í mörg horn var að líta hjá húsmóðurinni. Í gegnum þetta allt fór Doddý á sínu rólega geði og var hún ein- staklega hjartahlý og hreinlynd manneskja. Því höfum við sem stöndum henni næst fengið að kynnast. Við minnumst allrar hjálp- semi og góðvildar sem hún sýndi okkur á lífsleiðinni, kom til okkar og sá um heimilið þeg- ar veikindi steðjuðu að og börn- in okkar voru lítil, hafði þau hjá sér þegar við fórum til útlanda og við vorum ávallt velkomin á hennar heimili. Heimilið var einstaklega notalegt og fallegt án nokkurs íburðar enda var það ekki í hennar stíl. Allt stílhreint og fallegt og aldrei sást kusk á nokkrum hlut. Þannig vildi hún hafa það. Síðustu æviár Doddýjar voru henni erfið þegar veikindin ágerðust en alltaf hélt hún reisn sinni, var ætíð vel tilhöfð um hárið og vel klædd. Hún hafði góðan fatasmekk og þeg- ar við heimsóttum hana á Grund í nóvember og hún orðin mjög veik þá talaði hún um fal- leg föt og skó, það var gróið í hennar hugarfar. Það var Gillu systur hennar mikils virði að fá að sitja hjá henni og halda í hönd Doddýjar á síðustu dög- um hennar hér í heimi. Að leiðarlokum þökkum við og fjöl- skylda okkar einstaka samleið í lífinu og biðjum góðan Guð að vaka yfir börnum Doddýjar og fjölskyldunni allri. Gísley Þorláksdóttir, Kristinn Örn Jónsson. Nú þegar skammdegið hefur náð hámarki sínu og sólin stíg- ur ögn hærra upp á himinhvolf- ið með degi hverjum kveður ástkær mágkona okkar þennan heim. Doddý, eins og hún var alltaf kölluð, giftist Ebba elsta bróður okkar um miðjan sjötta áratug síðustu aldar. Þau bjuggu sér fyrst heimili hjá for- eldrum okkar í Silfurgötu á Ísafirði en síðar ofar á eyrinni. Í lok sjöunda áratugarins fluttu þau til Skagastrandar, þar sem Ebbi stýrði skipum Skags- trendings í áratugi. Síðustu ár- in bjuggu þau í Reykjavík og í Kópavogi. Það var ævintýri fyrir okkur yngri systkinin að koma til Skagastrandar enda voru börn- in á heimilinu á aldur við okk- ur. Doddý og Ebbi voru meira eins og foreldrar okkar en bróðir og mágkona. Móttökurnar voru alltaf inni- legar og höfðinglegar hvort heldur við vorum á ferðalagi að sumri til eða við mættum í fermingar eða aðrar athafnir fjölskyldurnar. Doddý var einstaklega vönd- uð manneskja á allan hátt. Sem sjómannskona stýrði hún heim- ilinu af mikilli reisn og hafði fjölskylduna ávallt í fyrirrúmi. Samhentari hjón var vart að finna. Þau voru samstíga í einu og öllu á langri vegferð. Það var heldur ekki langur tími á milli þeirra, en Ebbi lést í júlí síðastliðnum. Elsku Gylfi, Jonni, Fríða, Bryndís og Anna Dröfn. Hugur okkar dvelur hjá ykkur á þess- um erfiðu tímum. Það er stutt stórra högga á milli í fjölskyld- unni. Við kveðjum móður ykkar með virðingu og þakklæti í hjarta. Blessuð sé minning Doddýj- ar mágkonu okkar. Fyrir hönd systkinanna, Hreiðar Sigtryggsson. Góð vinkona mín og frænka er fallin frá. Við Doddý fylgd- umst að í gegnum súrt og sætt allt lífið, við áttum börn á svip- uðu reki og mennirnir okkar urðu einnig góðir vinir. Dætur okkar eru mjög góðar vinkonur og þótti okkur það yndislegt. Doddý frænka bjó í langan tíma úti á landi, bæði á Ísafirði og á Skagaströnd, áður en hún flutti alkomin til Reykjavíkur en það hefti ekki vinskap okk- ar, regluleg símtöl og heim- sóknir voru tíðar á báða vegu. Hún kom oft í bæinn og stopp- aði í mislangan tíma og þótti okkur gaman að sitja saman yf- ir kaffibolla og tala saman um allt milli himins og jarðar. Þau Ebbi studdu okkur vel og voru okkur góðir vinir þegar við Gulli misstum yngsta son okkar og mátum við það mikils. Aðeins rúmir fimm mánuðir eru síðan Doddý missti Ebba sinn og er það huggun að vita af þeim saman nú. Elsku Gylfi, Jonni, Fríða, Bryndís og Anna Dröfn og fjöl- skyldur, ég sendi ykkur inni- legar samúðarkveðjur, Guð blessi ykkur öll. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Þorbjörg Einarsdóttir (Dodda). Í dag kveðjum við Halldóru Þorláksdóttur. Doddý, eins og hún var alltaf kölluð, var föð- ursystir mín en skipaði þó lengi vel stærra hlutverk í lífi mínu, sér í lagi þegar við bjuggum nær hvor annarri úti á landi. Seinna meir þegar við höfðum báðar flutt suður kom hún og vann sem matráður hjá mér á Felli, það voru góðar, fræðandi og skemmtilegar stundir sem við áttum þar. Hún Doddý var vel liðin og dáð af starfsfólki en ekki síður af vistmönnum, þar sem hún átti alltaf lausa stund fyrir alla, var alltaf brosandi, vel tilhöfð og tilbúin að hjálpa ef þess þurfti. Hún var þekkt fyrir dá- semdar grauta og lét það ekki eftir sér að græja nýjan graut daglega. Hann Ebbi var ekki síður vel liðinn, þar sem hann gaf sér einnig alltaf tíma fyrir vistmennina, hann bæði spjall- aði við þá og man ég vel eftir að hann hafi skutlað nokkrum einstaka sinnum og ekki talið það eftir sér. En þannig voru Doddý og Ebbi, alltaf tilbúin að gera allt fyrir alla. Ég er svo þakklát fyrir að hafa drifið mig suður með pabba, mömmu og Mundu frænku og kvatt hana frænku mína fyrir sitt síðasta ferðalag. Við vorum svo heppin að hún átti góða daga þá og gat bæði talað og hlegið með okkur. Elsku Doddý, ég er viss um að þú ert búin að finna hann Ebba þinn og er viss um að hann hafi tekið vel á móti þér. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Gylfi, Jonni, Fríða, Bryndís og Anna Dröfn, ég sendi ykkur og fjölskyldum ykkar innilegar samúðarkveðjur og vona að Guð gefi ykkur styrk í gegnum sorgina. Elva Sigurðardóttir. Halldóra Kristín Þorláksdóttir Í dag hefði Hólmar vinur minn orðið 65 ára og af því tilefni langar mig að minnast hans í nokkrum orðum. Leiðir okkar Hólmars lágu fyrst saman fyrir bráðum sjö árum þegar ég hóf störf í Mörk, þar sem hann var til heimilis síðustu árin. Með okkur tókst fljótt mikill vinskapur sem óx og dafnaði í vinnustofunni í Mörk. Þangað mætti Hólmar alla morgna með bók undir handleggnum, drakk kaffi eftir klukku, spilaði á harmónikku og spjallaði við fólk. Þetta fyrsta sumar tók hann upp vatnslitamálun og málaði íslensk fjöll, eitt á dag, Hólmar Henrysson ✝ Hólmar Hen-rysson fæddist 5. janúar 1953. Hann lést 8. mars 2017. Útför Hólmars fór fram 28. mars 2017. sumarlangt. Tók svo þátt í samsýn- ingu á verkum íbúa og starfs- manna í Mörk og gaf mér mynd af uppáhaldsfjallinu mínu. Við tókum upp þann sið að fara saman að borða hamborgara í hádeginu í hverj- um mánuði og hélst sú venja lengi eftir að ég var hætt að vinna í Mörk. Þegar ég var í burtu sendi ég Hólmari kort og tölvupóst og hann svaraði mér í símskeyta- stíl: „Ég var að spila með Markarbandinu. Ég vona að þú hafir það gott. Við förum út að borða þegar þú kemur til lands- ins. Þinn vinur Hólmar.“ Hólmar hafði gaman af að tefla skák og horfa á gamla vestra. Hann talaði áberandi fallegt mál og hefði leikandi getað drukkið síðustu kaffidreggjar heimsins. Hann spilaði á harm- ónikku og hlustaði á harmón- ikkutónlist, stundum hærra en sambýlingar kunnu að meta. Oftast var þó hægt að ná sam- komulagi varðandi hljóðstyrk- inn, enda var Hólmari annt um fólk og hann bar virðingu fyrir öðrum. Rík réttlætiskennd var einn þeirra eiginleika sem ein- kenndu Hólmar. Einu sinni lýsti hann því yfir að hann væri alveg að gefast upp á tiltekinni þjóð sem þá stóð í stríðsrekstri úti í heimi. „Ég er friðarsinni,“ útskýrði hann, og var mikið niðri fyrir. Einhverju sinni kom ég til Hólmars eftir nokkuð langan aðskilnað. Ég var sakbitin yfir að hafa ekki sinnt vini mínum og ætlaði að fara að afsaka mig en Hólmar greip fram í fyrir mér: „Þetta er allt í lagi Eyrún mín. Ég er besti vinur þinn og ég skil þig.“ Þessi orð lýsa Hólmari vel, hann var tryggur vinur, einlægur og umhyggju- samur. Alltaf fagnaði hann mér jafn innilega þegar ég bankaði upp á, aldrei sá ég eftir að líta inn til Hólmars þótt stundum hafi liðið langt á milli heimsókna. Með tímanum urðu samveru- stundirnar færri. Hamborgara- ferðirnar féllu alveg niður en við létum okkur nægja að fara niður í Boggubúð og drekka saman kók. Þótt yfirbragð sam- fundanna væri lágstemmdara var ekki síður gaman að hittast og Hólmar þakkaði mér alltaf jafn innilega fyrir komuna. „Verðum við ekki vinir svo lengi sem við lifum?“ spurði hann mig í hvert skipti og alltaf svaraði ég játandi: „Svo lengi sem við lifum.“ Ekki óraði mig fyrir því við fyrstu kynni að Hólmar ætti eftir að verða slíkur gleðigjafi í mínu lífi sem raun bar vitni, en það var hann og fyrir það er ég þakklát. Það var því ekki tregalaust sem ég kvaddi vin minn hinstu kveðju í fyrra. Í dag, á afmælis- degi hans, sendi ég aðstand- endum Hólmars hlýjar kveðjur. Minningin um góðan dreng lifir. Takk fyrir samfylgdina, kæri Hólmar. Þín vinkona, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.