Morgunblaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 Ármúla 24 • S. 585 2800Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16 – www.rafkaup.is DOKKA frá Mikael er almennt kallaður Mikkó. Hann fæddist í Reykjavík5.1. 1978 en flutti fjögurra ára með foreldrum sínum til Car-mel í Kaliforníu þar sem faðir hans vann við matreiðslu. Mikael var í grunnskóla í Kaliforníu, flutti heim árið 1989 og lauk grunnskólanámi hér heima. Þá fór hann að vinna fyrir sér: „Ég mátti ekkert vera að því að læra meira, fór því strax að vinna, sinnti ýmsum verkamannastörfum, var síðan við lagerstörf, verslunarstörf, sinnti verkstjórn og vann við ferðaþjónustu um nokkurt skeið, bæði fyrir Ís- lendinga og erlenda ferðamenn. Auk þess vann ég við ferðaþjónustu fatlaðra um skeið.“ En síðan fórstu að vinna við tónleika, viðburðahald og kvik- myndgerð og hefur fyrst og fremst sinnt störfum tengdum slíkum verkefnum? „Já. Það er engin tilviljun að ég hef sótt í slík verkefni. Þau eru af- skaplega spennandi og skemmtileg. Ég er hvorki tökumaður, klipp- ari, hljómaður, leikari né leikstjóri, söngvari né tónlistarmaður. En það koma fleiri að kvikmyndagerð og tónleikum en þessir aðilar. Við kvikmyndagerð og tónleika þarf góða reddara sem eru fljótir að hugsa, finna raunhæfar lausnir á ófyrirséðum vandamálum sem upp koma, leigja, kaupa eða útvega á annan hátt ýmiskonar búnað og koma honum á staðinn sem allra fyrst. Þetta hafa verið mín verkefni og það er afskaplega gaman að geta leyst vanda á einfaldan hátt.“ Hjónin Mikkó og Íris Mjög nálægt því hér að vera kominn í hlutverk. Allsherjarreddarinn Mikael Jón Jónsson er fertugur í dag B jarni Reynarsson fædd- ist í Reykjavík 5.1. 1948: „Ég á góðar minningar frá æsku minni í Reykjavík upp úr miðri síðustu öld. Við eldri systk- inin fórum öll í sveit á sumrin til móðurbræðra okkar í Strandasýslu. Um fermingaraldur fór ég í sveit í Borgarfjörð að Eskiholti og Brenni- stöðum. Sveitadvölin var mér góð lífsreynsla. Á mínum yngri árum stundaði ég svo frjálsar íþróttir hjá KR og körfu- bolta hjá KFR í íþróttahúsinu að Hálogalandi.“ Bjarni var í Ísaksskóla, Laug- arnesskóla, lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands og síðan stúd- entsprófi þaðan og lauk BSc-prófi í landfræði frá HÍ vorið 1973. Árið 1974 fékk Bjarni Fulbrightstyrk til náms í Bandaríkjunum og nam land- fræði og skipulagsfræði við Illinois háskólann. Þaðan lauk hann dokt- orsprófi 1980. Bjarni Reynarsson, land- og skipulagsfræðingur – 70 ára Vetrarmynd af fjölskyldunni Bjarni og Jóhanna heima á verönd með börnum, tengdabörnum og barnabörnunum. Lífið hefur leikið við mig Hjónin Bjarni og Jóhanna hafa ferðast víða. Hér eru þau á Azoreyjum, 2016. Reykjavík Sara Dögg Ma- ier fæddist á fæðing- ardeild Landspítalanns 6. júní 2017 kl. 4.20. Hún vó 3.556 g og var 52 cm að lengd. Foreldrar Söru Daggar eru Rebekka Júlía Magn- úsdóttir og Óskar Jósef Maier en stóra systir hennar heitir Eva Lilja Maier. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.