Morgunblaðið - 05.01.2018, Síða 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Stundum verður bara að kýla á
hlutina en ekki bíða þess að þeirra tími sé
kominn. Mundu að þú getur ekki vænst
þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir
það sama.
20. apríl - 20. maí
Naut Smáfólkið í kringum þig krefst þess
hugsanlega að þú segir sannleikann um
ótilgreint efni í dag. Reynið að koma auga
á gráu tóna lífsins.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú munt að öllum líkindum fá
nýja innsýn í hlutina í dag. Nú ættir þú að
láta til skarar skríða og sækja það mál sem
þig hefur lengi langað til þess að leiða til
lykta.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Samræður við maka og nána vini
eru í alvarlegri kantinum um þessar mund-
ir, en á sama tíma innihaldsríkar og hag-
nýtar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Margir munu leita ráða hjá þér. Sýndu
þolinmæði fram eftir degi og gerðu ráð fyr-
ir einhverju óvæntu í eftirmiðdaginn.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft að koma lagi á fjármálin og
þarft því að beita þig aga og sleppa öllu
sem kallar á óþarfa eyðslu. Ef þú vilt frið,
skaltu biðja um hann hreint út.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ef þú færð tækifæri til þess að hafa
áhrif á eða vingast við erfiða manneskju
áttu að grípa tækifærið og hafa hraðan á.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Viðureignin hefur margar lotur
og stigin eru ekki talin fyrr en bjallan glym-
ur í síðasta sinn. Vertu kátur, en jafnframt
lítillátur svo aðrir óttist þig ekki.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er mikil orka í loftinu í dag
sem bæði getur nýst til góðs og ills. Gerðu
ekki lítið úr málflutningi þeirra sem nálgast
viðfangsefnin úr annarri átt en þú.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hver sem er getur sameinað
fólk ef tilgangurinn er mikilvægur. Við-
fangsefni sem eru þess virði að taka að sér
einkennast bæði af jákvæðri og neikvæðri
orku.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er vert að gefa gaum hug-
myndum um hvernig þú getur aukið tekjur
þínar. Dagurinn í dag færir þér ábyggilega
gæfu, nýttu tækifæri sem gefast.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Misskilningur í samskiptum við vin
er afar sennilegur núna. Vinna þín batnar
örugglega á árinu, hafðu það bak við eyr-
að.
Víkverji er orðinn nægilega verald-arvanur til að átta sig á því að út-
sölur eru víða í boði í janúar. Er það
jafn meitlað í stein og að fulltrúar
Svía í Eurovision þurfi að tjá sig með
söng í mótvindi.
x x x
Þær geta nú verið misáhugaverðarþessar útsölur, að mati Víkverja,
en nú virðist hins vegar hafa verið
sett í gang útsala sem bragð er að.
Ljós við enda ganganna í skammdeg-
inu. Jólabjór mun nú vera á lækkuðu
verði í ríkiseinokunarversluninni.
Megi þeir sem að því standa njóta
allrar mögulegrar blessunar himna-
feðganna.
x x x
Víkverji er ekki vísindamaður entelur hæpið að hægt sé að kom-
ast óbrjálaður í gegnum íslenska vet-
urinn án þess að neyta áfengis. Er
því óvitlaust að kaupa jólabjór á verði
sem er nær verði sem talist getur
eðlilegt. Þegar maður hefur verið í
Tékklandi, og drukkið þær gæðabjór
fyrir 200 krónur íslenskar, þá þykir
manni „tekjuöflun“ ríkisins og
„neyslustýringarskattar“ lítt sjarm-
erandi fyrirbæri.
x x x
Undir áhrifum jólabjórs gæti Vík-verji átt auðveldara með að
skilja eina helstu frétt internetsins í
gær en þar var fjallað um limhvíttun í
Tælandi. Var fullyrt að hundrað karl-
menn sæki læknasetur í Bangkok í
hverjum mánuði í þessum tilgangi.
x x x
Víkverji skildi ekki almennilega til-ganginn með þessu enda blá-
edrú. Sendi hann fréttina á kunn-
ingja sína með hjálp tölvukerfis
heimsins. Kunningi sagðist vera al-
veg „bærilega limhvítur“ og gæti
frekar hugsað sér brúnku.
x x x
Annar kunningi svaraði því til aðhann hefði bara ekkert velt fyrir
sér „litasamsetningunni“ hjá starfs-
manninum á neðri hæðinni. Þessa
óvísindalega könnun bendir til þess
að þetta nýja „æði“ sé fjarri Íslands-
ströndum enn sem komið er.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Jesús sagði: „Hver sem ber ekki sinn
kross og fylgir mér getur ekki verið
lærisveinn minn.“
(Lúkasarguðspjall 14:27)
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Miklu meira en bara ódýrt!
VIAIR Loftdælur,
Mikið úrval
Tjakkur 2.25T
Viðgerðar-
kollur,
hækkanlegur
Mössunarvél
Viðgerðarbretti
Loftpressa
180L/24L kútur
Multitoppur
9-21mm
frá 7.495
frá 14.995
4.995
19.9952.485
17.995
7.495
Hleðslutæki í miklu
úrvali 6/12/24V.
Bílagorma-
klemmur
6Amp 4.995
frá 4.995
Sigurður Aðalsteinsson hrein-dýraskytta sendi mér svolát-
andi tölvupóst: „Í tilefni umræðu
um launahækkun biskups, aðkomu
verklýðsleiðtoga þar að er köstuðu
grjóti að biskupi úr glerhúsi, skein-
andi utan í #metoo byltingunni og
þeim er reyndu að taka niður um
biskup á allan hátt! – Flaug mér
þetta um huga:
Lækkun á laununum biður um,
líklega skapist þá friður um.
Barnaleg trú,
þar birtist #metoo!
Er biskupinn tekur hann niður um.“
Pétur Stefánsson yrkir þetta
skemmtilega ljóð, Hrafnaþing, á
Boðnarmiði:
Hringsóla hrafnar
hátt yfir sveitum.
Haukfránum glyrnum
grandskoða landið.
Leitandi hræja,
lamba og fugla.
Svífa þar svangar,
svifléttar krákur.
Lítið er æti,
ekkert að hafa.
Hvorki sést maður
né mús á kreiki.
Líflaust og freðið
er land fyrir sjónum.
Annað skal leita
ljúffengra rétta.
Krunka nú krummar,
kvaldir af hungri.
Holdlitlir fljúga
til höfuðborgar.
Angan af rusli
ilmar í lofti.
Senn munu hrafnar
setjast að veislu.
Gósenland heilsar
glorsoltnum fuglum
sem stefnu taka
til stórborgarinnar.
Pylsur í brauði,
pizzur og kjúllar.
Vænn er sá staður
til vetrarsetu.
Ingólfur Ómar Ármannsson fann
þessa stöku í vísnabing sínum:
Nú er úti norðanátt
nístingskaldi stinnur.
Krummi soltinn krunkar hátt
hvergi æti finnur.
Þannig er staðan hjá Ármanni
Þorgrímssyni í byrjun árs:
Lífið vosbúð orðið er
ekki brosi lengur
illa trosið í mig fer
en allvel losun gengur.
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Metoo, hrafnaþing
og norðanátt
GRÁGLETTIÐ VAR ORÐIÐ
GRÁTBROSLEGT Á ÖRSKOTSSTUNDU
„ÞÚ ÁTT AÐ NUDDA ÞESSU Á HÖFUÐIÐ,
EKKI DREKKA ÞAГ
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að finna hina einu
sönnu
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
GAMLI NÓI, GAMLI NÓI,
LEIKUR PÍPUR Á…
ÉG ER
SYFJAÐUR!
JÁ ,HERRA! ÞAÐ MÁ VERA AÐ ÉG HAFI
LAGT MIG MEIRA FRAM
ÞAÐ ERU ENGIN STÖRF LAUS Æ, ÞETTA ER VÍST FJÖRUKRÁIN
HÁR-
ÁBURÐUR
HÁR-
ÁBURÐUR