Morgunblaðið - 05.01.2018, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 05.01.2018, Qupperneq 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Ég var rosalega ánægð með við- tökurnar, það er alltaf erfiðast að sýna í heimalandi sínu, ég er bara alveg í skýjunum,“ segir Ása Helga Hjörleifsdóttir um frum- sýninguna á fyrstu kvikmynd hennar í fullri lengd, Svaninum, sem fram fór í Háskólabíói í fyrrakvöld en almennar sýningar á myndinni hefjast í dag. Kvikmyndin var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í september í fyrra við góðar viðtökur og hefur þegar verið sýnd á fjölda hátíða. „Hún er búin að ferðast milli mjög margra kvikmyndahátíða og hefur hlotið tvenn verðlaun, annars veg- ar fyrir bestu leikstjórn á al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kolkata á Indlandi og hins vegar sem besta kvikmyndin á kvik- myndahátíðinni í Kaíró í Egypta- landi. Hún mun svo fara víðar á þessu ári,“ segir Ása. – Þessar tvær hátíðir sem þú nefnir eru ansi langt frá okkur hérna á Íslandi. Er ekkert erf- iðara að koma kvikmyndum inn á slíkar hátíðir? „Maður hefði kannski haldið það en mér finnst þetta sýna manni að þessar mannlegu tilfinn- ingar sem sagan byggir á ferðast og fólk þekkir þær þó þær tilheyri allt öðrum menningarheimi,“ svar- ar Ása. Saga úr íslenskri sveit geti því allt eins höfðað til fólks á Indlandi eins og Íslendinga. Dregst inn í óvænta atburðarás Ása skrifaði handrit kvikmynd- arinnar upp úr samnefndri skáld- sögu Guðbergs Bergssonar frá árinu 1991 sem segir af níu ára stúlku, Sól, sem send er í sveit til frænku sinnar til að bæta fyrir brot sitt eftir að hafa verið staðin að búðahnupli. Í fyrstu er hún einmana og niðurbrotin en kynnist svo betur fólkinu á bænum og lærir að meta bæði dýr og nátt- úru. Sól þroskast mikið á meðan á dvöl sinni stendur og verður óvænt þátttakandi í dramatískri atburðarás á heimilinu, fylgist með ástum og átökum hinna full- orðnu og oft grimmdarlegri hegð- un þeirra og verður hugfangin af vinnumanni sem hún þarf að deila með herbergi. Hóf skrifin í Columbia Ein átta ár eru liðin frá því að Ása hóf að vinna að handriti kvik- myndarinnar en þá var hún í námi í Columbia-háskóla í New York. Hún segir margt hafa gerst síðan og að hún hafi unnið að öðrum verkefnum en hugmyndin að kvik- myndinni hafi kviknað veturinn 2009-10. Þá fékk hún það verkefni í skólanum að vinna handrit eftir skáldsögu. „Ég vann heilmikið að henni í náminu og undir lok þess þurfti ég að útbúa möppu til að geta útskrif- ast, möppu með stuttmyndum sem ég leikstýrði og svo tilbúnum handritum. Svanurinn var eitt af þessum handritum sem ég vann mikið í og fékk leiðsögn kennara við skrifin. En framleiðsla mynd- arinnar fór ekki á fullt skrið fyrr en í byrjun 2014, þá komst verk- efnið inn á meðframleiðslumarkað á kvikmyndahátíðinni í Berlín og líka á International Jerusalem Film Lab sem er vinnusmiðja sem 12 alþjóðleg verkefni voru valin á. Þar var ég að vinna með mjög reyndum handritsráðgjafa og sama ár fengum við líka vilyrði fyrir framleiðslustyrk frá Kvikmynda- sjóði Íslands,“ segir Ása. Spennandi, flókið og fljótandi – Hvað var það sem heillaði þig við Svaninn þegar þú last bókina í fyrsta sinn? „Það var margt. Mér fannst frá- sagnaraðferðin svo rosalega mynd- ræn,“ svarar Ása. „Guðbergur not- ar myndræn element til að tjá tilfinningar og einhverja miklu stærri sögu.“ – Í anda töfraraunsæisins? „Já, algjörlega. Svo fannst mér persónurnar í bókinni svo marg- laga, þær eru ekki bara eitthvað eitt heldur er tilfinningalíf þeirra svo spennandi, flókið og fljótandi á einhvern hátt ... mig langaði strax að takast á við það í kvikmynd.“ Að vera manneskja – Hver myndir þú segja að væri kjarni sögunnar? Hvað er Guð- bergur að skrifa um þegar skyggnst er undir yfirborðið? „Um það að vera manneskja,“ svarar Ása án umhugsunar. „Stelpan í bókinni er níu ára og ég held að ég hafi verið svipað gömul þegar ég byrjaði að átta mig á því að æskan væri að líða undir lok og maður er dálítið nostalgískur gagnvart henni. Maður er að byrja að sjá hvernig líf fullorðinna er og máta sig við það og það er ótrú- lega mikill sársauki en líka gleði og einhvers konar endurfæðing.“ – Það eru miklar andstæður í kvikmyndinni, mikil fegurð á móti miklum ljótleika og grimmd? „Einmitt, það er líka eitt af því sem sagan fjallar um, stelpan er að kynnast þessum tveimur hliðum tilvistarinnar. Fegurðin og grimmdin eða ljótleikinn eru ein- hvern veginn samofin.“ Urðu vinkonur – Aðalleikkonan, Gríma Vals- dóttir, stendur sig frábærlega í myndinni og er nánast í hverju einasta atriði. Þurftir þú að æfa mikið með henni áður en kom að tökum? „Við höfðum gert stuttmynd saman sem var góður grunnur að okkar samstarfi en jú, við æfðum slatta og fórum yfir allar senurnar og þá sérstaklega þær flóknu, milli hennar og vinnumannsins. Við æfðum þær mikið og ég vildi passa upp á að hún væri örugg og kviði ekki fyrir neinu,“ svarar Ása. „Við urðum líka vinkonur og fórum til dæmis á reiðnámskeið saman fyrir myndina því hún þurfti að sitja hest vel í henni. Fyrir utan æfing- arnar gáfum við okkur tíma í að vera bara saman og spjalla um hitt og þetta. Þannig myndaðist traust á milli okkar sem var ekki síður mikilvægt en æfingarnar og þess vegna var ekkert af þessu óyf- irstíganlegt.“ Svanurinn verður sýndur á fjölda kvikmyndahátíða fram á vor og því mikil ferðalög framundan hjá Ásu. Náttúrufegurð Svanurinn var að mestu tekinn upp í Svarfaðardal. Hér sést Sól mæta með rútu í sveitina en eftir henni bíður Karl, leikinn af Ingvari E. Sigurðssyni, bóndinn á bænum sem hún þarf að dvelja á sumarlangt. Grimmdin og feg- urðin ofin saman  Myndræn frásögn Guðbergs heillaði leikstjóra Svansins Morgunblaðið/Hanna Vinkonur Ása og Gríma á hátíð- arfrumsýningu Svansins í fyrradag. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Fös 5/1 kl. 20:00 53. s Lau 27/1 kl. 20:00 61. s Fös 23/2 kl. 20:00 aukas. Lau 6/1 kl. 20:00 54. s Þri 30/1 kl. 20:00 aukas. Lau 24/2 kl. 20:00 aukas. Sun 7/1 kl. 20:00 55. s Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Fös 2/3 kl. 20:00 aukas. Fös 12/1 kl. 20:00 56. s Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Lau 3/3 kl. 20:00 aukas. Fös 19/1 kl. 20:00 57. s Þri 6/2 kl. 20:00 aukas. Sun 4/3 kl. 20:00 aukas. Lau 20/1 kl. 20:00 58. s Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Fös 9/3 kl. 20:00 aukas. Þri 23/1 kl. 20:00 aukas. Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Lau 10/3 kl. 20:00 aukas. Fim 25/1 kl. 20:00 59. s Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Fös 26/1 kl. 20:00 60. s Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Síðustu sýningar leikársins! Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið) Fim 11/1 kl. 20:00 Frums. Þri 16/1 kl. 20:00 4. s Sun 21/1 kl. 20:00 7. s Lau 13/1 kl. 20:00 2. s Mið 17/1 kl. 20:00 5. s Mið 24/1 kl. 20:00 8. s Sun 14/1 kl. 20:00 3. s Fim 18/1 kl. 20:00 6. s Sun 28/1 kl. 20:00 9. s Byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar. Medea (Nýja sviðið) Lau 13/1 kl. 20:00 Frum Þri 16/1 kl. 20:00 3. s Fim 18/1 kl. 20:00 5. s Sun 14/1 kl. 20:00 2. s Mið 17/1 kl. 20:00 4. s Mið 24/1 kl. 20:00 6. s Ástir, svik og hefndarþorsti. Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 5/1 kl. 20:00 aukas. Fös 12/1 kl. 20:00 aukas. Fim 18/1 kl. 20:00 aukas. Lau 6/1 kl. 20:00 aukas. Lau 13/1 kl. 20:00 aukas. Fös 19/1 kl. 20:00 aukas. Draumur um eilífa ást Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 7/1 kl. 13:00 aukas. Sun 21/1 kl. 13:00 aukas. Sun 14/1 kl. 13:00 aukas. Sun 28/1 kl. 13:00 aukas. Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor. Skúmaskot (Litla sviðið) Lau 6/1 kl. 13:00 Frums. Lau 13/1 kl. 13:00 3. s Lau 20/1 kl. 13:00 5. s Sun 7/1 kl. 13:00 2. s Sun 14/1 kl. 13:00 4. s Sun 21/1 kl. 13:00 6. s Búðu þig undir dularfullt ferðalag! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 7/1 kl. 13:00 Sun 21/1 kl. 13:00 Sun 4/2 kl. 13:00 Lau 13/1 kl. 13:00 Sun 28/1 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Faðirinn (Kassinn) Lau 6/1 kl. 19:30 Auka Þri 30/1 kl. 19:30 Auka Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn Mið 14/2 kl. 19:30 Auka Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 Auka Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Hafið (Stóra sviðið) Fös 5/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 14/1 kl. 19:30 6.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 13/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 19/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 26/1 kl. 19:30 10.sýn Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Lau 6/1 kl. 19:30 15.sýn Lau 20/1 kl. 19:30 17.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 19.sýn Fös 12/1 kl. 19:30 16.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 5/1 kl. 20:00 Lau 13/1 kl. 22:30 Fös 26/1 kl. 20:00 Fös 5/1 kl. 22:30 Sun 14/1 kl. 20:00 Fös 26/1 kl. 22:30 Lau 6/1 kl. 20:00 Fös 19/1 kl. 20:00 Lau 27/1 kl. 20:00 Lau 6/1 kl. 22:30 Fös 19/1 kl. 22:30 Lau 27/1 kl. 22:30 Fim 11/1 kl. 20:00 Lau 20/1 kl. 20:00 Fim 1/2 kl. 20:00 Fös 12/1 kl. 20:00 Lau 20/1 kl. 22:30 Fös 2/2 kl. 20:00 Fös 12/1 kl. 22:30 Sun 21/1 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 20:00 Lau 13/1 kl. 20:00 Fim 25/1 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Efi (Kassinn) Lau 13/1 kl. 19:30 Frum Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn Sun 14/1 kl. 19:30 2.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka Mið 17/1 kl. 19:30 Auka Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Fim 18/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 Auka Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Sun 7/1 kl. 15:00 Frums Lau 20/1 kl. 15:00 3.sýn Sun 14/1 kl. 15:00 2.sýn Lau 27/1 kl. 15:00 4.sýn Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 7/2 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 14/2 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 28/2 kl. 20:00 Mið 28/3 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.