Morgunblaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 5. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Nafn mannsins sem lést
2. Typpahvíttun nýjasta æðið
3. Farþegi handtekinn í Los …
4. Gjaldtöku í göngunum hætt
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Í nýju tölublaði óperutímaritsins
Opera Now birtist afar lofsamleg
gagnrýni Neil Jones um uppfærslu Ís-
lensku óperunnar á Toscu í vetur en
hann gefur bæði tónlistarflutn-
ingnum og sviðsetningunni fimm
stjörnur.
„Þessi jákvæða umfjöllun er okkur
mikils virði því hún staðfestir að okk-
ar óperusýningar standast fyllilega
alþjóðlegan samanburð,“ segir í til-
kynningu frá Íslensku óperunni. Í rýn-
inni segir að svið Eldborgarsalarins
sé ekki hannað fyrir uppfærslu sem
þessa en sviðsmyndin hafi engu að
síður verið svo glæsileg að hún hefði
varla verið betri á sérhönnuðu óp-
erusviði. Söngvararnir fá mikið lof en
einkum Claire Rutter; frammistaða
hennar ein er sögð hafa verið ferðar
til Íslands virði. Þá er hljómsveitin
sögð hafa leikið stórkostlega vel.
Tosca fær fimm
stjörnur í Opera Now
Á þriðja tug handrita barst í sam-
keppni um Svartfuglinn, ný glæpa-
sagnaverðlaun sem Yrsa Sigurðar-
dóttir og Ragnar Jónasson hafa
stofnað til í samvinnu við útgefand-
ann Veröld. Verðlaunin verða afhent í
fyrsta sinn í apríl, fyrir handrit að áð-
ur óbirtri glæpasögu sem Veröld gef-
ur þá út. Þá býðst þeim sem hlýtur
Svartfuglinn samningur við virtan
breskan umboðsmann rithöfunda.
Markmiðið með verð-
laununum er að
hvetja höfunda til
að spreyta sig á
forminu, greiða leið
til útgáfu og stuðla
að því að fleiri
skrifi á íslenskri
tungu.
Á þriðja tug handrita
í glæpasagnakeppni
Á laugardag Vestlæg átt, 10-18 m/s, hvassast á annesjum N-til og
víða snjókoma, en slydda við SV-ströndina. Lægir heldur og rofar
til um kvöldið. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust allra syðst.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skýjað með köflum, en dálítil él úti við N- og
A-ströndina. Gengur í sunnan 10-18 m/s og fer að snjóa V-lands
seint í kvöld, hvassast á annesjum. Frost 0 til 14 stig.
VEÐUR
KR og ÍR eru jöfn að stigum
á toppi Dominos-deildar
karla í körfuknattleik eftir
leiki gærkvöldsins en þá
fóru fram fjórir leikir í 12.
umferð. KR vann Njarðvík
suður með sjó og ÍR lagði
Tindastól í miklum slag í
Breiðholtinu, enda tvö af
toppliðunum þar á ferð.
Keflavík vann mjög nauman
sigur á Val en
Stjarnan fór létt
með Hött. 2-3
KR og ÍR eru
jöfn á toppnum
„Ég var bara allt í einu með fullt af
skilaboðum í símanum og vissi ekk-
ert hvað var í gangi. Ég er mjög
ánægð, og bara mjög spennt, enda
hef ég stefnt á þetta lengi,“ segir hin
17 ára gamla
Guðný Árna-
dóttir sem í
gær var í
fyrsta
sinn valin
í ís-
lenska
landsliðið
í knatt-
spyrnu.
Hún getur
orðið fyrst
FH-inga til
að spila A-
landsleik
kvenna frá árinu
1981. »4
Allt í einu með fullt af
skilaboðum í símanum
Teitur Örn Einarsson, handknattleiks-
maður á Selfossi og liðsmaður B-
landsliðs Íslands, hefur tilboð frá
sænsku meisturunum Kristianstad
undir höndum. Teitur Örn æfði með
Kristianstad fyrir jólin og gæti orðið
fjórði Íslendingurinn í herbúðum liðs-
ins á næsta keppnistímabili ef samn-
ingar nást. Tetur er markahæstur í
Olísdeildinni á leiktíðinni. »1
Er með tilboð frá
sænsku meisturunum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Að vera með leiðsöguhund er
frelsi,“ segir Lilja Sveinsdóttir, for-
maður leiðsöguhundadeildar
Blindrafélagsins. Lilja fékk sinn
fyrsta leiðsöguhund, tíkina Asitu, ár-
ið 2008 en fyrir þremur árum settist
Asita í helgan stein og þá fékk Lilja
rakkann Oliver. Hún segir hundana
hafa breytt lífi sínu.
„Það fylgir mikið frelsi því að vera
með leiðsöguhund. Frelsi til að geta
farið í strætó og ferðast um eða að
fara ein út í búð. Ég geng líka hraðar
með hund en bara með staf og þá fæ
ég almennilega hreyfingu," segir
Lilja. „Ég þarf að treysta á hundinn.
Þegar ég fer út að labba hverfa oft
kennileitin og ég sé ekkert í myrkri
en hundurinn stoppar alltaf á gatna-
mótum. Maður þarf samt alltaf að
hafa bæði stafinn og hundinn, þeir
tveir vinna vel saman. Núna þegar
það er snjór yfir hverfa allar gang-
stéttabrúnir en Oliver stoppar við
kanta og gætir þess að ég gangi ekki
út af. Ef það er skurður eða ein-
hverjar breytingar á umhverfinu, t.d
trjágreinar sem slúta yfir göngustíg-
inn, þá taka hundarnir sveig framhjá
greininni eða öðru sem er á göngu-
leiðinni. Leiðsöguhundar eru þjálf-
aðir til að vera 2 metrar á hæð og 1,5
m á breidd, að það sé pláss fyrir þá
og manneskju við hlið þeirra. Hund-
urinn er alltaf vinstra megin við mig
og ég held í beislið á ákveðinn máta
og líka með tauminn á milli fingr-
anna.“
Smullu saman
Fimm leiðsöguhundar eru nú hér
á landi, þrír þeirra eru fæddir og
þjálfaðir á Íslandi en
tveir, m.a. Oliver,
komu frá Svíþjóð fyrir
þremur árum síðan. Leið-
söguhundarnir hafa mest
verið sjö hér á
landi, langflestir Labradorar en líka
Golden retriever. Lilja segir Schae-
fer-hunda og Kónga-poodle einnig
hafa verið þjálfaða sem leiðsögu-
hunda erlendis. „Það geta ekki allir
hundar orðið leiðsöguhundar. Það er
byrjað að þjálfa þá sem hvolpa og
kannski af tíu hunda hópi enda að-
eins þrír sem leiðsöguhundar. Það er
stundum talað um að leiðsöguhundar
séu rjóminn af rjómanum því ef þeir
standast ekki leiðsöguhundaprófið
þá fara þeir til björgunarsveitanna
eða lögreglunnar, a.m.k erlendis.“
Lilja segir góða leiðsöguhunda
þurfa að vera með gott innsæi. Þá
séu hundar valdir með það í huga að
skapgerð þeirra og manneskjunnar
passi saman. „Ég var skoðuð fyrst og
hundurinn valinn í kjölfarið og það
small í bæði skiptin hjá mér.“
Leiðsöguhundur veitir frelsi
Fimm leiðsögu-
hundar eru starf-
andi hér á landi
Morgunblaðið/Hari
Félagar Lilja Sveinsdóttir segir Oliver vera mikilvægan hluta af lífi sínu, hann veiti henni frelsi til að ferðast og þá
sé hann líka skemmtilegur félagsskapur. Lilja er formaður leiðsöguhundadeildar Blindrafélagsins.
Lilja segir skemmtilegast við Oli-
ver hvað hann er fjörugur. „Þegar
leiðsöguhundur er í vinnubeislinu
er hann í vinnunni og má hvorki
klappa honum né trufla á
annan hátt. Þegar beislið
er tekið af honum er
hann eins og hver annar
hundur," segir Lilja og
það er eins og Oliver viti að
verið er að tala um hann því
hann sperrir sig allan og
dillar rófunni. Lilja tekur af
honum beislið og þá breytist
ásjóna hans strax, hann fer úr því
að vera yfirvegaður og hljóður við
hlið eiganda síns í að heilsa upp á
fólk.
Lilju hefur einu sinni verið vikið
út af veitingastað með leið-
söguhund. „Ég fór þá á annan og
spurði hvort ég mætti koma inn
með hundinn og þá sagði starfs-
maðurinn; „Ekki fer ég að taka af
þér hjólastólinn“. Ég hafði aldrei
litið á hann í því samhengi, því að
sjálfsögðu er hann hjólastóllinn
minn, hann er augun mín."
„Hann er augun mín“
MÁ EKKI TRUFLA LEIÐSÖGUHUND Í VINNUNNI
Oliver