Morgunblaðið - 08.01.2018, Side 2

Morgunblaðið - 08.01.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Engir nýir tilkynnt framboð  Framboðsfrestur í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins rennur út á miðviku- dag  Aðeins tveir borgarfulltrúar tilkynnt framboð  Nokkrir að hugsa málið Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Nú þegar tveir dagar eru í að fram- boðsfrestur vegna þátttöku í leið- togaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rennur út hafa aðeins tveir frambjóðendur tilkynnt fram- boð, borgarfulltrúarnir Áslaug María Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon. Leiðtogaprófkjörið fer fram 27. janúar nk. en kjörnefnd gerir tillögu að skipan annarra sæta á listanum. Búist var við tilkynningu frá Jóni Karli Ólafssyni, framkvæmdastjóra hjá Isavia og formanni íþrótta- félagsins Fjölnis, sem hefur verið orðaður við framboð, um hvort hann hyggist fara fram í borginni, en í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi sagðist hann enn vera að íhuga málið, og má því vænta þess að hann gefi það út í dag hvort hann gefi kost á sér eða ekki. Eyþór Arnalds fjárfestir hefur ekki heldur gefið út hvort hann ætli í framboð eða ekki, en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar og til- raunir mbl.is um helgina til að ná í hann báru heldur ekki árangur. Björn Jón Bragason sagnfræð- ingur kveðst vera að íhuga sína stöðu. „Þó það sé klisjulegt að segja það, þá hafa nokkrir komið að máli við mig,“ segir Björn Jón í samtali við Morgunblaðið. Hann vildi þó ekkert segja um hvort af framboði hans yrði. Gísli Kr. Björnsson, formaður Varðar, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að enginn frambjóð- andi væri búinn að skila formlega inn framboði og átti ekki von á að framboð bærist fyrr en á síðasta degi framboðsfrestsins. Unnur Brá fer ekki fram Unnur Brá Konráðsdóttir, vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greindi frá því á laugardag að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér í Reykjavík. „Ég er afar þakklát ykk- ur sem hafið skorað á mig og lýst yfir stuðningi. En staðreyndin er sú að ég er með hugann við landsmálin og því ekki rétt af mér að snúa aftur í sveitarstjórnarmálin,“ skrifaði Unnur Brá á Facebook-síðu sína á laugardag. Morgunblaðið/RAX Valhöll Leiðtogaprófkjör sjálf- stæðismanna er framundan. Júlíus Hafstein, fyrrverandi sendiherra og áð- ur borgarfulltrúi í Reykjavík, gefur kost á sér á lista sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi sveitar- stjórnarkosn- ingar. Uppstill- ingarnefnd flokksins er að undirbúa tillögu að lista sem lögð verður fyrir fund fulltrúaráðsins síðar í mán- uðinum. „Ég sendi mitt nafn inn, eins og tuttugu aðrir, eftir að kjörnefndin óskaði eftir að menn létu vita af sér. Því fylgdu engin skilyrði og ég get engu svarað um það hver niðurstaða kjörnefndar verður,“ segir Júlíus. Hann starfaði í borgarmálum í Reykjavík í sextán ár, þar af í átta ár sem borgarfulltrúi. Eftir að hann flutti í Kópavog hefur hann starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar. Áhugaverður hópur Sjálfstæðisflokkurinn er nú með fimm bæjarfulltrúa í Kópavogi. Þeir gefa allir kost á sér áfram, þar á meðal Ármann Kr. Ólafsson bæjar- stjóri sem var oddviti listans í síð- ustu kosningum. Alls gáfu 22 kost á sér þegar uppstillingarnefndin aug- lýsti eftir framboðum en það er jafnt þeim sætafjölda sem þarf að fylla. Ragnheiður S. Dagsdóttir, for- maður uppstillingarnefndar, segir að þetta sé áhugaverður hópur. Öll- um frambjóðendum hafi gefist kost- ur á að hitta nefndina og nú sé verið að setja saman tillögu að framboðs- lista. helgi@mbl.is Júlíus Hafstein vill fram í Kópavogi Júlíus Hafstein  Uppstillingar- nefnd að störfum „Við erum salla- ánægðir með það,“ sagði Sturla Þórðarson, skip- stjóri á loðnuskip- inu Beiti frá Nes- kaupstað, um ágætt hal sem skipverjar náðu á loðnumiðunum austur af Langa- nesi í gær. 650 tonn voru í trollinu. Sjö skip voru í gær á miðunum, bæði skip sem komu að austan og vestan. Að minnsta kosti eitt skip var á leið til löndunar í heimahöfn. Á þessum slóðum veiddist fyrsta loðnan á vertíðinni sl. föstudag. Ekki mikið að sjá Beitir kom á miðin í gærmorgun og var þetta fyrsta halið. Beitir veiðir fyrir vinnslu í landi og hélt áfram veiðum eftir fyrsta togið í gær. Sturla sagði að veðrið væri frekar leiðinlegt og ekki mikla loðnu að sjá. Loðnan er ágæt, að sögn Sturlu, 40 stykki í kílóinu, og lítil áta í henni. Sturla sagði að of snemmt væri að hugsa til heimferðar, miklu þyrfti að bæta í lestir skipsins áður en til þess kæmi. Beitir fékk 650 tonn í fyrsta hali  „Við erum salla- ánægðir með það“ Sturla Þórðarson Íbúðarhúsið í Stardal í Mosfellsbæ eyðilagðist í eldsvoða í gærmorgun. Húsið var mannlaust. Ekki er vitað um eldsupptök en lögreglan rannsakar þau. Virðist húsið hafa orðið alelda á skömmum tíma. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn var húsið þegar alelda og sam- kvæmt upplýsingum slökkviliðsins var ákveðið í ljósi aðstæðna að leyfa því að brenna þar til eldurinn fjaraði út. Hins vegar var kröftunum beint að því að verja svæðið í kring, ekki síst útihús. Fimmtán slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fóru á brunavettvang á þremur dælubíl- um, tveimur tankbílum og einum körfubíl. Ekki hefur verið búið í Stardal í nokkur ár. Íbúðarhúsið í Stardal eyðilagðist í bruna Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigríður Hrólfsdóttir viðskiptafræðingur lést laugardaginn 6. janúar síðastliðinn, 50 ára að aldri. Sigríður varð bráðkvödd í fríi með fjölskyldunni í Frakk- landi. Sigríður lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1990 og MBA-námi frá University of California í Berkeley árið 1994. Sigríður starfaði hjá Íslandsbanka að loknu námi, m.a. við fjárstýringu og miðlun. Á árunum 1998 til 2004 starfaði hún hjá Eimskipafélagi Íslands hf., fyrst sem forstöðumaður fjárreiðudeildar en síðar sem framkvæmdastjóri fjár- málasviðs. Síðar starfaði hún sem framkvæmdastjóri fjárfestinga- og fjármálasviðs hjá Tryggingamiðstöðinni hf. Sigríður var fram- kvæmdastjóri Árvak- urs 2009 til 2010. Sig- ríður var stjórnar- formaður Símans frá 2013, stjórnarformaður Landsbréfa, stjórnar- formaður í Eldey TLH. ehf. og í stjórn Mílu. Hún var varaformaður stjórnar Landsbankans árin 2010 til 2013 og í stjórn Valitor 2009 til 2010. Eftirlifandi eiginmaður Sigríðar er Gunnar Halldór Sverrisson, forstjóri Odda. Sigríður lætur eftir sig þrjú börn, Halldór Árna Gunnarsson, Sverri Geir Gunnarsson og Þórunni Hönnu Gunnarsdóttur. Andlát Sigríður Hrólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.