Morgunblaðið - 08.01.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2018
Sumarið
2018erkomið
Allt að
25.000kr.
afsláttur á mann
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Nokkrar djúpar lægðir sem koma að
landinu suðvestanverðu valda um-
skiptum í veðrinu. Veður verður
hvasst og vætusamt á köflum alla vik-
una, sérstaklega suðaustanlands, og
hlýrra verður í loft en undanfarnar
vikur. Á móti kemur að búast má við
hálku á götum og vegum og hafa orðið
óhöpp og slys vegna þess. Þannig valt
rúta út af veginum á Mosfellsheiði í
gær.
Umskiptin í veðrinu eru mikil.
Lengi hafa norðlægar áttir verið
ríkjandi og veður rólegt en kalt. „Við
erum búin að skipta um gír, fáum
lægðirnar nær okkur en áður,“ segir
Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á
Veðurstofu Íslands. Lægðirnar eru
nokkuð djúpar og yfirleitt við suð-
vesturströndina. Skil frá þeim gengu
yfir landið í gær, næstu koma í kvöld
og enn ein skilin ráða væntanlega
veðrinu hér á fimmudag.
Er því útlit fyrir að svipað veður
verði næstu daga. Búast má við
hvössum sunnan- og suðaustanáttum
og vætusömu veðri með köflum, sér-
staklega sauðaustanlands, en frekar
úrkomulitlu fyrir norðan. Þessari átt
fylgir hlýnandi veður þannig að hitinn
verður um eða yfir frostmarki. Helga
býst við þessu veðri út vikuna, að
minnsta kosti.
Ók á kyrrstæðan bíl í skafli
Aðeins snjóaði um helgina en sjó-
inn tók fljótt upp á láglendi. Nokkur
óhöpp urðu á norðanverðu landinu
vegna þess. Árekstur varð á Jökuldal
en engin slys á fólki. Um klukkan
fimm í gærmorgun var lögreglunni á
Ísafirði tilkynnt að flutningabíll hefði
ekið á kyrrstæðan bíl við Svansvík í
Ísafjarðardjúpi. Bíllinn hafði verið
skilinn eftir ljóslaus í miðjum snjó-
skafli. Bílstjóra flutningabílsins sak-
aði ekki en hann þurfti að bíða lengi í
bílnum eftir aðstoð þar sem ekki var
hægt að senda hjálp frá Ísafirði vegna
þess að vegurinn um Súðavíkurhlíð
var lokaður vegna snjóflóðahættu. Þá
átti eftir að ryðja veginn um Djúpið.
Þegar rigna fer á snævi þakta vegi
og götur myndast klaki og hálka.
Fólk átti víða í erfiðleikum vegna
þess í gær, meðal annars í húsagötum
á höfuðborgarsvæðinu. Átti það jafnt
við gangandi vegfarendur sem ak-
andi. Vegagerðin varaði við hálku eða
flughálku víða um land.
Vatnavextir og hálka
Þótt snjó taki fljótt upp af láglendi
vegna hlýnandi veðurs er enn kalt á
fjallvegum og því má búast við hálku
áfram á ýmsum vegum næstu daga.
Alvarlegasta óhappið í þessum að-
stæðum varð á Þingvallavegi við
Leirvogsvatn á Mosfellsheiði um
klukkan 14 í gær. Þá fór rúta með níu
ferðamönnum út af veginum og valt á
hliðina. Enginn var talinn alvarlega
slasaður. Nokkur hálka var á vegin-
um.
Farþegarnir fengu skjól í annarri
rútu frá sama fyrirtæki en sú átti leið
um Þingvallaveg, skömmu eftir
óhappið. Fólkið fékk far með henni til
Reykjavíkur. Gengið var í það verk að
ná rútunni aftur upp á fjögur hjól.
Vegagerðin varaði við rigningu á
Suðaustur- og Austurlandi í gær.
Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur
segir að helst á þeim slóðum geti orð-
ið vatnavextir, sérstaklega ef það
rignir mikið marga daga í röð. Hún
segir þó ómögulegt að segja fyrir um
þá þróun.
Helga segir einnig mikilvægt að
fólk gæti að niðurföllum um allt land,
til að tryggja að rigningar- og leys-
ingavatn eigi greiða leið niður í hol-
ræsakerfið.
Hálka fylgir umhleypingum í veðri
Umskipti í veðri vegna breytts lægðagangs Hvassviðri með rigningu og hlýindum í stað norðan-
áttar með frosti og stillum Rúta með níu ferðamönnum fór út af Þingvallavegi á Mosfellsheiði í gær
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mosfellsheiði Lögreglumenn og slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins unnu á vettvangi rútuslyssins.
Á níunda tímanum í fyrrakvöld
barst lögreglunni tilkynning um að
verið væri að ræna bifreið í Kópa-
vogi. Ökumanni hafði verið kippt út
úr bifreiðinni og hann skilinn eftir
á vettvangi en bílnum ekið á brott.
Skömmu síðar var bifreiðin stöðv-
uð. Tveir karlmenn voru í henni og
voru þeir báðir handteknir og vist-
aðir í fangageymslu vegna frekari
rannsóknar málsins. Ökumaður var
undir áhrifum fíkniefna og var tek-
ið úr honum blóðsýni.
Lögreglan þurfti að sinna fjöl-
mörgum útköllum vegna óláta og
ofbeldis á þrettándanum og aðfara-
nótt sunnudags. M.a. var kveikt
fjölda gáma og tunnum, stúlka var
slegin í andlitið svo tennur brotn-
uðu og beita þurfti piparúða á tvo
ofurölvi menn í heimahúsi í
Hraunbæ.
Kipptu ökumanni út og óku á brott
Annir Mikill erill var hjá lögreglunni um
helgina vegna óláta og ölvunar.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það virðist […] sem borgarlínan sé
einstaklega óhagkvæm og áhættu-
söm framkvæmd og það mætti með
minni útgjöldum og margvíslegum
hætti ná fram mun meiri árangri í að
bæta samgöngur á svæðinu,“ skrifar
Frosti Sigurjónsson, rekstrarhag-
fræðingur og fyrrverandi alþing-
ismaður, í grein sem hann skrifar um
borgarlínu á vef sinn, frostis.is.
Frosti rekur að stofnkostnaður við
nýtt kerfi almenningssamgangna á
höfuðborgarsvæðinu sé áætlaður 70
til 150 milljónir kr. Það svari til 1-2
milljóna króna á hvert heimili á
svæðinu.
Lítil eftirspurn eftir þjónustu
Frosti telur rangt að borgarlína
stórauki flutningsgetu samgöngu-
kerfisins. Bendir hann á að sáralítil
eftirspurn sé eftir þeirri tegund
flutningsgetu sem borgarlínan bjóði.
„Það er lítið gagn í því að hálftómir
borgarlínuvagnar hringli um leiða-
kerfið. Hins vegar er öruggt að sú
tegund flutningsgetu sem nú er mjög
eftirsótt mun skerðast verulega þeg-
ar akreinar sem nú nýtast fólksbílum
verða helgaðar borgarlínu. Borg-
arlínan mun því auka umferðarteppu
á álagstímum en ekki draga úr
henni.“
Tapar 67 klukkustundum
Frosti telur að borgarlína muni
ekki spara fólki tíma. Hún muni sól-
unda tíma allra íbúa á svæðinu, hvort
sem þeir noti hana eða ekki. Reiknar
hann út að þeir sem ferðast með
borgarlínu verði að meðaltali 15-20
mínútur lengur að komast leiðar
sinnar en þeir sem ferðast með raf-
bíl. Er þá miðað við þann tíma sem
fer í að ganga á biðstöð, bíða eftir
vagni, stoppa á biðstöðvum og svo
ganga á áfangastað. Sá sem fer til
vinnu með borgarlínu tvisvar á dag í
200 daga á ári tapi því 67 klukku-
stundum.
„Þeir sem meta tíma sinn mikils
munu því forðast að nota borgarlínu
nema yfirvöld grípi til aðgerða til að
minnka þennan mikla tímamun,“
skrifar Frosti. Auðveldasta leiðin sé
sú sem danska ráðgjafarfyrirtækið
COWI leggi til í skýrslu sinni en það
felist í því að tefja þá sem vilja nota
fólksbíl. Akreinum fyrir almenna
umferð verði fækkað sem og bíla-
stæðum. „Það er ótrúlegt að borg-
arstjóri og sveitarstjórnir telji slík
áform „auka lífsgæði“ íbúa.“
Kjósendur með neyðarhemil
Frosti segir að borgarlínuverk-
efnið sé þrátt fyrir alla sína vankanta
á fullri ferð, fast á sjálfstýringu. Eina
vonin sé að einhver sýni frumkvæði
og grípi í neyðarhemilinn.
Spurður hver ætti að grípa í hem-
ilinn nefnir Frosti hinn almenna
kjósanda. „Þessi áform eru af góðum
huga gerð hjá borgarstjóra og bæj-
arstjórum og þeir hafa væntingar til
þess. Þau eru hins vegar ekki sann-
færandi þegar málið er skoðað nánar
og erfitt að fallast á að þau standist
við okkar aðstæður. Málið hlýtur að
verða rætt í aðdraganda komandi
sveitarstjórnarkosninga,“ segir
Frosti.
Sólundar tíma allra íbúa
höfuðborgarsvæðisins
Frosti Sigurjónsson gagnrýnir áform um borgarlínu
Morgunblaðið/Kristinn
Merking Borgarlína fær sérstakar akgreinar og þrengir þar með að al-
mennri umferð og græn svæði skerðast, að sögn Frosta Sigurjónssonar.