Morgunblaðið - 08.01.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 08.01.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2018 Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Kanna þarf orsakir þess að stækkandi hópur ungs fólks nær hvorki að fóta sig í starfi né í skóla og er í raun í gildru að- stæðna sinna. Nokkuð var um að fólk í kringum tvítugt festist í að- gerðaleysi á árunum í kringum hrun enda var atvinnuleysi mikið þá. Nú – tæplega áratug síðar – er veruleikinn í þjóðfélaginu allt annar og skýringar á vanda þessa fólks væntanlega líka. Við þessu þarf að finna svör, að mati Vigdís- ar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Virk – starfsendurhæfingarsjóðs. Vandinn er margþættur „Virk hefur starfað í tæp tíu ár og fólk með litla menntun hef- ur alltaf verið stór hluti af okkar skjólstæðingum,“ segir Vigdís. „Í dag fer fólki með háskóla- menntun hins vegar fjölgandi, t.d. þeim sem eru í umönnunar- störfum eins og hjúkrun og kennslu. Annars er sama hver bakgrunnurinn er; um 80% þeirra sem til okkar koma glíma við ann- aðhvort geðræna kvilla eða stoð- kerfisvandamál. Reyndar hangir þetta tvennt oft saman og yfirleitt er vandinn margþættur.“ Alls 2.383 manns voru í starfsendurhæfingu hjá Virk við lok síðasta árs eða 17% fleiri en ári fyrr. Frá stofnun sjóðsins hafa alls 12.856 manns leitað til hans og 7.333 einstaklingar hafa lokið þjónustu. Um 70% eru komin út á vinnumarkaðinn eða í nám, öllum til ávinnings. „Það eru margar ástæður fyrir þessari fjölgun á síðastliðnu ári. Ein skýringin er sú að vitund um þjónustu okkar er orðin meiri. Almenningur, starfsfólk stéttar- félaga og þeir sem vinna í heil- brigðiskerfinu þekkja æ betur til okkar,“ segir Vigdís. Margt orsakar kulnun Á síðari árum hefur orðið æ meiri skilningur á því sem kallað er kulnun í starfi og að slíku þurfi að verjast. Þar er vitaskuld hver og einn sjálfum sér næstur og þarf að gæta sín – en vinnuveit- endur verða einnig að sjá til þess að álag í starfi sé hóflegt og að vel sé búið að fólki á alla lund. „Hraði, áreiti og miklar kröfur í starfi jafnt sem einkalífi í langan tíma geta orsakað kulnun, sem er flókið fyrirbæri. Annars er um- hugsunarvert hve margt getur valdið kulnun sem horfa verður heildstætt á,“ segir Vigdís. Þurfi fólk starfsendurhæf- ingu hjá VIRK er gangur mála sá að fyrst þarf tilvísun læknis og svo meta sérfræðingar sjóðsins hvað sé best að gera í málum við- komandi. Ráðgjafar sem hafa meðal annars starfsstöðvar úti hjá stéttarfélögum um allt land kalla fólk svo í viðtal og út frá upplýsingum sem saman safnast er gerð áætlun um endurkomu til vinnu. Er þjónusta þessi greidd af atvinnurekendum, lífeyirssjóðum og ríki en sjóðurinn er sameig- inlegt verkefni þessara aðila. Tilveran nái jafnvægi „Allir sem til okkar koma fá mikilvæga hvatningu, stuðning og utanumhald hjá ráðgjöfum okkar. Svo bætist við hjálp fag- aðila eftir þörfum. Má þar nefna sálfræðiþjónustu, sjúkraþjálfun og námskeið – eða þjónustu á starfsendurhæfingarstöðvum. Þess eru líka dæmi að fólk sé hreinlega of veikt til þess að geta nýtt sér það sem við bjóðum og þá beinum við því aftur til heilbrigð- iskerfisins. En oft duga einfaldar leiðir; stundum þarf fólk sem hef- ur ofgert sér fyrst og síðast utan- umhald, hvatningu og hvíld svo tilveran nái jafnvægi að nýju. Fólk sem leitar til Virk glímir þó undantekningarlítið við marg- þættan vanda og þarf mikla að- stoð,“ segir Vigdís og bætir við: „Það er mikilvægt að við sem samfélag leggjum áherslu á að styðja við og ýta undir heilbrigði og þrautseigju hjá börnunum okkar til að geta mætt þeim erfið- leikum sem flestallir mæta ein- hverntíma. Lífið er ekki alltaf ein- falt og auðvelt og því mikilvægt að við gefum börnunum okkar færi á að takast á við allskonar fé- lagslegar aðstæður.“ Æ fleiri leita eftir þjónustu hjá Virk - starfsendurhæfingarsjóði Endurhæfing Hraði, áreiti og miklar kröfur geta orsakað kulnun, segir Vigdís Jónsdóttir í viðtalinu. Ýta undir þrautseigju  Vigdís Jónsdóttir er fædd árið 1965. Hún er viðskipta- fræðingur frá HÍ, með al- þjóðlega vottun sem verk- efnastjóri og framhaldsnám á sviði mannauðsstjórnunar. Hún hefur undanfarin 18 ár starfað sem stjórnandi á ýmsum svið- um atvinnulífsins. Var áður hagfræðingur hjá Félagi ís- lenskra hjúkrunarfræðinga í sjö ár auk annarra starfa.  Hefur byggt VIRK upp frá grunni, kom til starfa þar fyrir tæpum 10 árum og var fyrsti fasti starfsmaðurinn. Hver er hún? Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Miklar framkvæmdir eru fyrirhug- aðar við Háaleitisskóla í Álftamýri á næstu mánuðum en ráðist verður í steypuviðgerðir á húsinu, endur- bætur og viðgerðir á glugga- og hurðakerfi hússins og viðgerðir á þökum auk þess sem húsið verður málað. Tími kominn á viðhald Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla, segir húsnæðið komið til ára sinna en taka á útveggi í stjórnunarrýmum skólans í gegn, kaffistofu starfs- fólks og útveggi á tveimur göngum skólans. „Það er löngu kominn tími á við- hald Háaleitisskóla í Álftamýri,“ segir Hanna Guðbjörg en um 350 nemendur eru í Háaleitisskóla, í fyrsta upp í tíunda bekk, og um 50 starfsmenn. „Þetta er 50 ára gam- alt hús sem hefur ekki fengið neitt viðhald.“ Spurð hvort framkvæmdirnar komi til með að raska skólastarfinu, segist Hann Guðbjörg ekki eiga von á miklu raski. „Við ætlum að hafa sem minnst rask, það er ekki verið að fara mik- ið í skólastofurnar. Við förum bara bjartsýn inn í þetta verkefni og fólk er tilbúið að ganga inn í þetta þó að það kosti smá rask og kalli á til- færslur á einhverju kennslurými þegar þar að kemur,“ segir hún. Hanna Guðbjörg segir að fram- kvæmdirnar geti náð eitthvað inn á sumarið, en í útboðslýsingu verks- ins eru verklok áætluð um miðjan ágúst á þessu ári. Háaleitisskóli fær andlitslyftingu  Framkvæmdir í Álftamýri  Skólastjóri á ekki von á að framkvæmdirnar raski skólastarfinu mikið Viðgerðir Framkvæmdir standa fyrir dyrum í Háaleitisskóla í Álftamýri. Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is „Það hefur verið draumur minn að búa fyrir vestan svo mér fannst ég slá tvær flugur í einu höggi, að fá að koma að einhverju sem leiðir til aukningar á möguleikum á Flateyri og á sama tíma að fá að búa í þessu dásamlega bæjarfélagi,“ segir Hel- ena Jónsdóttir í samtali við Morg- unblaðið, en hún hefur tekið til starfa sem framkvæmdastjóri lýðháskóla á Flateyri, sem áætlað er að taki til starfa í haust. „Mitt verkefni verður í raun og veru að sækja fjármagn og stuðn- ing, vekja áhuga á þessari tegund námsleiða og koma þessum skóla á fót í haust með öllu sem til þarf, húsnæði, nánari námskrá, kenn- urum og síðast en ekki síst, nem- endum,“ segir Helena sem gerir ráð fyrir að fyrsta kastið verði nem- endur lýðháskólans um 15-20 tals- ins. Ekki liggur fyrir hvar lýðháskól- inn og aðstaða nemenda verður til húsa, en Helena segir að áætlað sé að það skýrist innan tveggja mán- aða. Nokkurt framboð af húsnæði er á Flateyri og finna þarf út úr því hvaða hús hentar best. Vonast er til að starfsemi lýðhá- skólans styrki Flateyri sem byggð- arlag og að einhverjir nemendur geti hugsað sér að koma til Flat- eyrar með alla fjölskylduna. „Það myndi færa líf í bæði leikskóla og skóla og bæjarlífið almennt,“ segir Helena. Runólfur Ágústsson er einn þeirra sem unnið hafa að stofnun lýðháskólans um nokkurt skeið og hann segir áhugasama þegar hafa sett sig í samband til að fá meiri upplýsingar um skólann. Það sýni að eftirspurnin sé tvímælalaust til staðar, en lýðháskólinn á Flateyri verður annar lýðháskólinn hér á landi. Hann segir þrjátíu einstaklinga hafa unnið að því í sjálfboðastarfi að móta tvær námslínur, aðra tengda tónlistarsköpun og kvikmynda- vinnslu og hina tengda umhverfi og sjálfbærni, þar sem staðbundinni þekkingu Vestfjarða verði deilt með nemendum. „Við ætlum að kenna þarna til dæmis harðfiskverkun og annað slíkt,“ segir Runólfur og nefnir einnig til sögunnar fiskveiðar, fjalla- skíðamennsku og brimbrettaiðkun. Um 150 manns búa á Flateyri yfir vetrartímann og verkefnið nýtur mikils stuðnings í samfélaginu. „Við erum bara full bjartsýni og setjum markið hátt,“ segir Run- ólfur. Vonast eftir 20 nemum í haust  Starf lýðháskóla á Flateyri í mótun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flateyri Ekki er búið að ákveða hvar skólinn verður til húsa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.