Morgunblaðið - 08.01.2018, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Brenna Þúsundir söfnuðust saman á þrettándabrennu í Mosfellsbæ og fylgdust með glæsilegri flugeldasýningu.
Á laugardag var þrettándi og síðasti
dagur jólahátíðarinnar. Víða um
land voru haldnar þrettándabrenn-
ur af því tilefni, til dæmis í Mos-
fellsbæ þar sem ljósmyndari Morg-
unblaðsins var staddur. Þar er
jafnan mikið lagt í skemmtiatriði,
brennu og flugeldasýningu á þrett-
ándanum og jólin kvödd með hátíð-
legum hætti. Engin undantekning
var á því nú og Mosfellingar og gest-
ir þeirra gengu í blysför frá mið-
bænum og að brennunni við Leir-
voginn. Þar komu Stormsveitin og
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
fram, auk þess sem álfadrottning og
álfakóngur mættu á svæðið ásamt
hjúunum Grýlu og Leppalúða og af-
komendum þeirra, sem nú hafa
haldið aftur til fjalla.
Íkveikjur víða um borg
Þrátt fyrir að flestir hafi verið í
góðu skapi í Mosfellsbæ á laug-
ardagskvöld átti það ekki við um
alla á höfuðborgarsvæðinu, en
slökkviliðið hafði í nógu að snúast
vegna íkveikja í blaðagámum og
ruslatunnum. Alls voru þrettán út-
köll vegna slíkra mála á laugardags-
kvöld. Meðal annars var kveikt í
ruslatunnu á tjaldsvæðinu í Laug-
ardal og þar hefði eldurinn mögu-
lega getað borist í útisalerni sem var
skammt frá. Vegfarandi afstýrði því
hins vegar og dró logandi tunnuna
frá salerninu áður en illa fór.
Íkveikjur sem þessar eru algeng-
ar á þrettándanum, að sögn slökkvi-
liðsins. athi@mbl.is
Jólin kvödd á
þrettándanum
Töluvert um íkveikjur í borginni
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2018
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Loftkæling
Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666
og varmadælur
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það þarf að brúa bilið á milli bænda
og afurðastöðvanna sem þeir reynd-
ar eiga. Mér heyrist að það sé komin
einhver þreyta í samstarfið og það er
ekki aðeins öðrum aðilanum að
kenna. Bændur þurfa að líta í eigin
barm og tengjast markaðsstarfinu
betur og vita hvað þar er að gerast,“
segir Ásmundur Friðriksson alþing-
ismaður um fund um markaðsmál
lambakjöts sem hann tók þátt í að
halda á Hellu sl. laugardag.
Talið var að um 300 manns hefðu
verið á fundinum, mest bændur af
Suðurlandi en einnig úr öðrum lands-
hlutum. Þá voru þarna forystumenn
bænda, Sláturfélags Suðurlands og
fleiri gestir. Ásmundur kveðst
ánægður með fundinn. Þórarinn Æv-
arsson, framkvæmdastjóri IKEA, og
Jón Örn Stefánsson í Kjötkomp-
aníinu í Hafnarfirði voru aðalfram-
sögumenn. Ásmundur segir að þeir
hafi komið með ný sjónarhorn inn í
umræðuna um framleiðslu og sölu
lambakjöts og sagt frá því hvað þeir
væru að gera í sínum fyrirtækjum.
Taldi Ásmundur að orð þeirra hefðu
vakið vonir í brjósti fundarmanna.
Þórarinn Ævarsson sagði í fram-
sögu sinni að IKEA hefði selt 84 þús-
und skammta af lambakjöti á veit-
ingastað sínum á síðasta ári.
Fyrirtækið legði aukna áherslu á
lambakjöt og stefndi að því að selja
150 þúsund skammta á þessu ári og
reiknaði Þórarinn með að þeir yrðu
250 þúsund á árinu 2020. Hann telur
að IKEA hafi sýnt fram á það að vel
sé hægt að selja lambakjöt og hagn-
ast á því, bæði til útlendinga og Ís-
lendinga.
Þórarinn lýsti þeirri skoðun sinni
að selja ætti lambakjöt sem alþýðu-
mat á alþýðuverði. Kjötið væri nú of
fjarlægt hinum almenna neytanda.
Hann hvatti bændur til að krefjast
þess að fyrirtæki þeirra, eins og SS,
ynni með þeim og einnig fyrirtæki
sem lifa á því að þjónusta bændur og
nefndi N1 í því sambandi. „Ef ég
fengi öllu að ráða myndi ég læsa
Steinþór Skúlason frá SS, Ágúst
Torfa Hauksson frá Norðlenska,
Þórólf Gíslason frá KS og Eggert
Kristófersson frá N1 saman inni í
litlu herbergi og ekki hleypa þeim út
fyrr en þeir væru komnir með raun-
hæf plön um að selja 4 milljónir
skammta af lambaréttum hið
minnsta á ári,“ sagði Þórarinn og vís-
aði til möguleika á aukinni sölu
lambakjöts til ferðafólks. Þar með
væri öll offramleiðslan farin.
Aftarlega á merinni
„Ég held að við séum aftarlega á
merinni í markaðsmálum lamba-
kjöts,“ segir Ásmundur Friðriksson
um niðurstöðu fundarins. Hann tek-
ur þá samlíkingu úr sjávarútveginum
að enginn bátur fari á sjó án þess að
vita hvað markaðurinn biður um.
Sama þurfi bændur að gera.
Hann vísar til orða frummælenda
og segir að bændur ættu að einbeita
sér að innlenda markaðnum. „Mér
sýnist skilningur á stöðu bænda fara
minnkandi. Þess vegna þurfa þeir að
koma með lausnina. Erfitt er að
framleiða vöru til útflutnings ef það
bitnar á afurðastöðinni sem svo getur
ekki borgað bændum sanngjarnt
verð fyrir vöruna,“ segir Ásmundur.
Ætti að selja lamba-
kjötið sem alþýðumat
Þórarinn Ævarsson í IKEA talaði tæpitungulaust við bændur
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bændafundur Rósa J. Guðmundsdóttir og Ari Páll Ögmundsson í Stóru-
Sandvík mættu á bændafundinn og kjötkynninguna sem var eftir fund.
Jóhannes Gunnarsson,
fyrrverandi formaður
Neytendasamtakanna,
er látinn, 68 ára að
aldri. Jóhannes lést á
heimili sínu í Reykja-
vík á laugardag. Jó-
hannes var formaður
Neytendasamtakanna í
30 ár, frá 1984 þar til
hann lét af formennsku
árið 2016.
Jóhannes útskrif-
aðist sem mjólkurfræð-
ingur frá Højby mejeri
í Danmörku árið 1971
og vann störf tengd mjólkurfram-
leiðslu þar til hann varð útgáfustjóri
hjá Verðlagsstofnun árið 1980. Jó-
hannes var tvíkvæntur og lætur eft-
ir sig fimm uppkomin börn.
Jóhannes var kjör-
inn varaformaður
Neytendasamtakanna
árið 1982 og formaður
1984 eins og áður
sagði. Jóhannes var
upp frá því formaður
allt til 2016, að tveim-
ur árum und-
anskildum, en fram-
kvæmdastjóri um
skeið.
Auk starfa sinna
fyrir Neytenda-
samtökin gegndi Jó-
hannes margvíslegum
trúnaðarstörfum fyrir ýmis fé-
lagasamtök og var um skeið ritstjóri
Strokkhljóðsins, blaðs Mjólkurfræð-
ingafélags Íslands, og Neyt-
endablaðsins.
Andlát
Jóhannes Gunnarsson
Magnús Örn
Guðmundsson
viðskiptafræð-
ingur býður sig
fram í 2. sæti í
prófkjöri Sjálf-
stæðisfélags
Seltirninga sem
haldið verður 20.
janúar næstkom-
andi. Magnús
Örn situr í
bæjarstjórn Seltjarnarness, er for-
maður íþrótta- og tómstunda-
nefndar og situr í skólanefnd bæj-
arins. Hann er forstöðumaður hjá
Stefni hf.
Í tilkynningu sem Magnús sendi
frá sér kemur fram að hann leggi
áherslu á lága skatta, gagnsæja og
skilvirka stjórnsýslu, hátt þjón-
ustustig í grunnþjónustu og for-
gangsröðun framkvæmda án
skuldasöfnunar. Hann leggur jafn-
framt áherslu á að skipulagsmál
þurfi að nálgast með meiri yfirveg-
un í sátt við bæjarbúa og vill
raunsæi í samgöngumálum.
Magnús Örn sækist eftir 2. sæti á Nesinu
Magnús Örn
Guðmundsson