Morgunblaðið - 08.01.2018, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2018
EXPLORE WITHOUT LIMITS
®
ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF.
KLETTHÁLSI 3
110 REYKJAVÍK
SÍMI: 540 4900
NETFANG: info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.is
DEKKJAÞJÓNUSTA
TÍMABÓKANIR
Í SÍMA 540 4900
JEPPADEKK
fyrir íslenskar aðstæður
VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT
DEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR
JEPPA OG JEPPLINGA.
Vegfarandi í París tekur mynd af vegglistaverki til minningar um blaða-
menn sem féllu í árás öfgamanna á skrifstofu blaðsins Charlie Hebdo fyrir
þremur árum. Upptök árásarinnar voru vegna skopmyndar blaðsins af Mú-
hameð en 11 voru myrtir í árásinni. Þeirra var minnst í París í gær.
Ljósmynd/Christophe Archambault AFP
Árásin á tjáningarfrelsið
Þrjú ár liðin frá morðunum á Charlie Hebdo í París
Ríkisstjórn Bretlands hyggur á end-
urskipulagningu í mikilvægum mála-
flokkum í dag en Theresa May for-
sætisráðherra leitast nú við að
treysta völd sín
fyrir BREXIT-
átökin fram-
undan, greinir
AFP-fréttastofan
frá. Molnað hefur
undan stjórn May
en varaforsæt-
isráðherrann Da-
mien Green, steig
til hliðar eftir
klámhneyksli.
Skömmu áður hættu tveir aðrir ráð-
herrar, þau Michael Fallon og Priti
Patel vegna annarra mála. Talið er
víst að utanríkisráðherra Boris
Johnson, fjármálaráðherra Philip
Hammond og BREXIT ráðherra
David Davis muni halda stöðum sín-
um, en búist er við að aðrir hátt sett-
ir aðilar verði færðir til eða reknir.
May staðfesti að breytingar yrðu
gerðar en neitaði að tjá sig um hverj-
ar þær yrðu. Búist er við auknum
klofningi innan breska Íhaldsflokks-
ins vegna þessa.
Einhverjir verða reknir
Heilbrigðisráðherrann Jeremy
Hunt, er talinn líklegur til að verða
varaforsætisráðherra en vandræði
hjá NHS undanfarið gætu þó sett
strik í reikninginn. Dómsmálaráð-
herrann Dominic Raab, stuðnings-
maður BREXIT, þykir líklegur til að
hækka í tign.
Haft er eftir The Sunday Tele-
graph að menntamálaráðherrann
Justine Greening og formaður
Íhaldsflokksins Sir Patrick McLoug-
hlin verði rekin úr ríkisstjórninni.
Því er spáð að May muni hækka kon-
ur og fólk af fjölbreyttari uppruna í
tign. May sagðist vonast til að leiða
Íhaldsflokkinn í næstu kosningum
og sagði: „Ég læt ekki deigan síga.
Ég er í þessu til lengri tíma litið.“
Lætur
ekki deig-
an síga
Theresa May
stokkar stjórnina upp
Theresa May
Takist að mynda nýja ríkisstjórn
Kristilegra demókrata og Jafn-
aðarmanna í Þýskalandi gæti sú
stjórn tekið við völdum í mars eða
apríl. Þetta kemur fram í frétt AFP
en viðræður eru hafnar á milli flokk-
anna tveggja um stjórnarsamstarf að
frumkvæði Angelu Merkel en jafn-
aðarmenn höfðu áður lofað að vera í
stjórnarandstöðu.
Um er að ræða könnunarviðræður
en ef niðurstaðan verður að flokk-
arnir eigi málefnalega samleið verða
hafnar formlegar viðræður. Kosið var
í lok september í Þýskalandi en enn
hefur ekki tekist að mynda sam-
steypustjórn. Þingkosningarnar skil-
uðu ekki niðurstöðu sem benti til þess
að kjósendur vildu stjórn til hægri
eða vinstri. Fráfarandi stjórn er sam-
steypustjórn flokkanna tveggja en í
gegnum tíðina hafa þeir ekki starfað
saman heldur myndað stjórnir sitt á
hvað í samstarfi við minni flokka.
Vilja forðast nýjar kosningar
Ákveðið var að hefja viðræður til
þess að forða því að boða þyrfti til
nýrra kosninga en flokkarnir tveir
eru tveir stærstu flokkarnir á þýska
sambandsþinginu. Angela Merkel,
kanslari landsins og leiðtogi Kristi-
legra demókrata, sagðist í dag bjart-
sýn á stjórnarmyndun meðJafn-
aðarmannaflokknum.
„Ég held að þetta sé mögulegt. Við
munum vinna mjög hratt og af ein-
urð,“ sagði kanslarinn. Mörg mál þarf
að leysa, þ. á m. hvað gera eigi í mál-
um yfir einnar milljónar hælis-
leitenda í landinu sem komið hafa
þangað síðan árið 2015, en talið er að
aukið fylgis flokksins AfD, sem lagt
hefur áherslu á harða stefnu í inn-
flytjendamálum, hafi kostað Merkel
góða niðurstöðu í þingkosningunum
og Jafnaðarmenn fengu enn verri út-
reið. Þetta kemur fram á mbl.is.
Hillir undir nýja
stjórn í Þýskalandi
Könnunarviðræður hafnar á milli
CDU, flokks Merkel, og Jafnaðarmanna
Ljósmynd/Tobias Schwarz AFP
Blaðamannafundur Angela Merkel
tilkynnir upphaf viðræðna.
Stephen Bannon, fyrrverandi aðal-
ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkja-
forseta, lýsti því yfir í gær að hann
sæi eftir því að hafa ekki brugðist fyrr
við „ónákvæmum fréttaflutningi“ af
þeim ummælum sem höfð eru eftir
honum í nýútkominni bók blaða-
mannsins Michael Wolff, sem ber
nafnið Fire and Fury: Inside the
Trump White House.
Í bókinni, sem vakið hefur miklar
umræður, er haft eftir Bannon að
sonur forsetans, Donald Trump
yngri, hafi setið fund með rússnesk-
um lögfræðingi í aðdraganda forseta-
kosninganna árið 2016 sem líkja hafi
mátt við landráð.
Nú hefur Bannon vísað þessu á
bug. Segir hann í yfirlýsingu sinni að
þessum orðum hafi verið beint að
Paul Manafort, fyrrverandi kosninga-
stjóra Trumps, en ekki að Trump
yngri. Bannon segist jafnframt
harma hvað það hafi tekið hann lang-
an tíma að leiðrétta misskilninginn.
„Donald Trump yngri er bæði
föðurlandsvinur og góður maður,“
segir í yfirlýsingu Bannons og þar
ítrekar hann einnig að hann styðji
stefnu Bandaríkjaforseta og sé einn
helsti talsmaður „Trump-isma“ á al-
þjóðavettvangi.
Bannon hefur verið harðlega gagn-
rýndur af Bandaríkjaforseta fyrir
ummælin sem höfð eru eftir honum í
bókinni og sagði Trump meðal annars
á Twitter-síðu sinni að Bannon hefði
„misst vitið“ er honum var sagt upp
störfum í Hvíta húsinu síðasta sumar.
Þá hefur Bannon misst fjárhagslega
bakhjarla út úr fjölmiðlarekstri sín-
um vegna ummælanna í bókinni.
Donald Trump yngri hefur ítrekað
neitað því að hafa haft rangt við er
hann sat fund með rússneskum full-
trúa í Trump-turninum árið 2016, eft-
ir að hafa verið lofað upplýsingum um
Hillary Clinton, frambjóðanda demó-
krata, sem gætu sér vel fyrir Trump í
kosningabaráttunni.
Bannon segir Wolff
fara rangt með
Segist hafa verið að tala um Manafort
AFP
Metsölubók Bókin er umdeild, en
selst þó eins og heitar lummur.
Karlmaður um sextugt slasaðist al-
varlega en lést síðan eftir spreng-
ingu við Varby gard-lestarstöðina í
Huddinge skammt frá Stokkhólmi
kl. 11.07 að staðartíma í gær. Kona
hans, 45 ára, hlaut áverka í andliti
en slasaðist þó ekki lífshættulega.
Talið er að maðurinn hafi tekið hlut
upp af jörðinni sem sprakk í hönd-
unum á honum. Ekki hafði verið
staðfest hvað olli sprengingunni en
heimildir Aftonbladet herma að um
handsprengju hafi verið að ræða.
Lögreglan segir að svo virðist
sem parið hafi einfaldlega verið á
röngum stað á röngum tíma og
slysið hafi því verið tilviljun. Ekk-
ert bendi til þess að þau hafi verið
skotmark árásar og engar vísbend-
ingar séu um að um hryðjuverk
hafi verið að ræða. Svipuð atvik
áttu sér stað fyrir og um síðustu
aldamót og mátti rekja þau til
glæpagengja.
Karlmaður lést í sprengingu í Svíþjóð