Morgunblaðið - 08.01.2018, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Landinn hafðiaf þvíáhyggjur að
seint og illa myndi
ganga að mynda
stjórn eftir að önn-
ur stjórnin í röð sat
ekki út kjörtímabilið. Sú seinni
fór svo fljótt að segja má að hún
hafi sprungið á fyrstu metr-
unum. Við Íslendingar erum
óvanir pólitískum hryðjuverk-
um sem betur fer og þess vegna
tókst svona illa til. Björt fram-
tíð spennti á sig stjórnar-
sprengjubeltið og sprengdi það
á næturfundi með sjálfri sér.
Ekkert var út á sprengjugerð-
ina sjálfa að setja því aðeins var
um rúmlega 1% eftir af Bjartri
framtíð þegar komið var að
kjósendum. En vegna allra
þessara sviptinga og flokka-
gers á þingi í kjölfarið óttuðust
margir, ekki síst þeir sem ótt-
ast allt sem upp kemur, að seint
og illa tækist að mynda rík-
isstjórn.
Kosið var seint í október og
ný stjórn var komin í upphafi
aðventu.
Horfa má til samanburðar til
Þýskalands. Það er um sumt
burðugra land en Ísland og hef-
ur á einni öld náð að starta
tveimur heimsstyrjöldum á
meðan eyjarskeggjar hér hafa
aðeins slegið í tvö eða þrjú
landhelgisstríð. Vissulega er
stærðarmunur á þessum þjóð-
um nokkur, en það má vera inn-
legg í umræðuna að íslenskir
unnu sín landhelgisstríð á með-
an Þjóðverjar töpuðu báðum
heimsstyrjöldunum. Þjóð-
verjar kusu í lok september,
heilum mánuði á
undan Íslend-
ingum. Og þeir eru
enn ekki búnir að
mynda stjórn í
Berlín. Eitthvað
hefðum við sagt um
okkur. En á mbl.is um helgina
var sagt frá því að nú væru
hafnar könnunarviðræður um
stjórnarsamstarf. Fráfarandi
stjórn er samsteypustjórn
flokkanna tveggja sem nú ætla
að hefja könnun á samstarfs-
möguleikum.
Ætla mætti að flokkar sem
hafa setið saman í stjórn í fjög-
ur ár ættu að kannast sæmilega
hver við annan. En vandinn er
sá að þýskir jafnaðarmenn
höfðu áður lýst því yfir að end-
urnýjað samstarf við Kristilega
demókrata kæmi ekki til greina
í ljósi slæmrar útkomu Jafn-
aðarmannaflokksins í kosning-
unum. Í fréttinni sagði: Angela
Merkel, kanslari landsins og
leiðtogi Kristilegra demókrata,
sagðist í dag bjartsýn á að
henni tækist að mynda sam-
steypustjórn með Jafn-
aðarmannaflokknum.
„Ég held að þetta sé mögu-
legt. Við munum vinna mjög
hratt og af einurð,“ sagði kansl-
arinn.
Mörg mál þarf að leysa. Þar
á meðal hvað gera eigi í málum
yfir einnar milljónar hælisleit-
enda í landinu sem komið hafa
þangað síðan 2015. Í fréttinni
sagði að gengju væntingar frú
Merkel eftir gæti sama stjórnin
verið komin á (sama) koppinn
aftur í mars eða apríl. Hálfu ári
eftir kosningar!
Hálft ár í
stjórnarmynd-
unarþref þætti
vandræðalegt hér}
Gott að flýta sér hægt
Einhverjumhefur eflaust
brugðið í brún
þegar ljóstrað var
upp um það að
sérfræðingar í
tölvu- og öryggis-
málum hefðu komist að tveim-
ur alvarlegum göllum í flest-
um þeim örgjörvum, sem
framleiddir hafa verið síðustu
tvo áratugi eða svo. Voru gall-
arnir sagðir þess eðlis að eng-
in leið væri að vita hvort
óprúttnir aðilar hefðu komist
á snoðir um þá eða jafnvel
hvort þeir hefðu hagnýtt sér
þá í ólöglegum tilgangi.
Helstu fyrirtækin sem
framleiða tölvustýrikerfi, eins
og Microsoft, Apple og Go-
ogle, hafa þegar hafist handa
við að búa til lausn fyrir ann-
an gallann, en sá hefur fengið
viðurnefnið „Meltdown“. Sá
galli er þó á gjöf Njarðar, að
þar sem vandinn liggur í ör-
gjörvanum muni lausnirnar
líklega hægja verulega á þeim
tölvum sem taka
þær í gagnið.
Hinn gallinn
sem uppgötvast
hefur og fengið
hefur heitið
„Spectre“, er hins
vegar sagður svo alvarlegur,
að ekki muni duga minna en
að skipta alveg um örgjörva
vilji menn komast fyrir þann
skaða sem óprúttnir aðilar
geti valdið með aðgangi að
honum. Á móti komi að mun
erfiðara sé fyrir tölvuþrjóta
að færa sér þann galla í nyt.
Ef reynslan kennir eitt-
hvað, sem engin ástæða er til
að efast um í þessu tilviki, er
ljóst að tölvuþrjótar munu nú
reyna allt hvað þeir geta til
þess að hagnýta sér þá örygg-
isgalla sem komu í ljós á dög-
unum. Það verður því enn
brýnna en oft áður að þeir
sem nota nettengdan tölvu-
búnað, sem eru nú orðið nán-
ast allir, sýni fyllstu aðgætni á
netinu.
Alvarlegir ágallar
á örgjörvum koma
í ljós og ógna öryggi
almennings}
Bakdyrnar standa opnar
E
r réttarríkið eitthvað sem skiptir
máli í daglegu lífi eða er þetta
bara fyrir einhverja fræðinga úr
háskólunum til að fjalla um sín á
milli?
Hugmynd okkar um réttarríkið hefur verið
álitin sá leiðarvísir sem ríkisvaldið hefur til
beitingar reglna gagnvart borgurunum. Það
að ríkisvaldið hafi ákveðnar leikreglur er talið
auka öryggi borgaranna, réttlæti meðal þeirra
og efla lýðræðið í heild. Ríkisvaldið er jú það
vald sem borgarar í lýðræðisþjóðfélögum hafa
kosið yfir sig en það skal ekki hafa ótakmark-
að vald heldur hafa verið skapaðar ákveðnar
leikreglur fyrir ríkisvaldið sem myndar svo
hugmynd okkar um réttarríkið. Hugmyndin
um réttarríkið verður þannig ekki skilgreind í
eitt skipti fyrir öll heldur hefur mannfólkið í
tímans rás þróað með sér sameiginlega sýn á það hvað
réttarríkið þarf að innihalda til að geta kallast sterkt.
Sagt hefur verið að grunneinkenni réttarríkisins séu
þrennskonar.
1. Að lög stjórni valdbeitingu.
2. Að allir þegnar séu jafnir fyrir lögum.
3. Að borgararnir sjálfir hafi í eðli sínu ákveðin grund-
vallarmannréttindi sem ekki verði af þeim tekin.
Nýsjálenski réttarheimspekingurinn Jeremy Waldron
hefur sett fram lýsingar sínar á fyrsta þættinum, er
varðar lögin sem valdbeitingartæki. Þar segir hann
grundvallaratriði að opinber stjórnsýsla fari fram fyrir
opnum tjöldum og sé gegnsæ, að lög séu almenn og ekki
afturvirk, að þau séu fyrirsjáanleg og að beit-
ing þessara laga fari fram á grundvelli rétt-
látrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum dóm-
stólum. Þannig er það talið eitt af
grundvallaratriðum er varða réttaröryggi
borgaranna og þar með öflugt réttarríki að
það fari ekki eftir geðþótta valdhafa hvernig
lögum skuli beitt.
Það hefur örlað á því í umræðum und-
anfarna daga að óháðir dómstólar séu létt-
vægt viðfangsefni. Í viðtali við fulltrúa fjöl-
miðla hér á landi fyrir helgi var fjallað um
skipan dómara af mikilli léttúð og henni líkt
við hverja aðra stjórnvaldsaðgerð. Sama má
heyra í máli stöku stjórnmálamanns sem hef-
ur fjallað um efnið. Hugmyndin um að allir
séu jafnir fyrir lögum er einfaldlega órjúf-
anlega tengd hugmyndinni um sjálfstæða
dómstóla. Ekkert getur tekið frá okkur nauðsyn þess að
það sé algjörlega hafið yfir allan vafa við skipun dómara
að eingöngu málefnanleg sjónarmið ráði för og að skip-
unin beri hvergi merki persónulegrar og eða pólitískrar
skoðunar þess ráðamanns sem með skipunarvaldið fer
hverju sinni. Því miður virðist okkur hér á landi ganga
erfiðlega að halda þeirri nauðsyn á lofti heldur höfum við
of oft á undanförnum áratugum lent í erfiðum málum er
varða skipan dómara við dómstóla landsins. Þetta veikir
traust allra á stjórnvöldum í heild og þar bera ráðamenn
einir alfarið ábyrgð. helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Réttarríkið Ísland
Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Lögreglunni á höfuðborg-arsvæðinu var tilkynntum 309 kynferðisbrot ár-ið 2017. Það eru tæplega
12% fleiri tilkynningar en bárust
árið á undan og 7% fleiri en að
meðaltali síðustu fimm ár. Um
helmingur tilkynntra kynferðis-
brota árið 2017 voru nauðganir og
fjölgaði tilkynntum nauðgunum um
16 prósent milli ára.
Árni Þór Sigmundsson, yfir-
maður kynferðisbrotadeildar lög-
reglunnar, segir að umræðan um
kynferðisbrot hafi valdið því að
fleiri tilkynni kynferðisbrot, bæði
eldri og ný brot. „Þessi fjölgun af
tilkynntum brotum er ekki síst
eldri mál. Mál sem hafa ekki átt
sér stað nýlega og eru jafnvel ein-
hverra ára gömul brot,“ segir Árni
og bætir við að opnun Bjark-
arhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur
ofbeldis, spili einnig inn í fjölg-
unina. „Við höfum fengið eldri mál
og þau hafa tengst Bjarkarhlíðinni,
sem er miðstöð fyrir þolendur of-
beldis, bæði kynferðisofbeldis og
annars ofbeldis, og við höfum
merkt aukningu í kjölfar opnunar á
Bjarkarhlíð og þó það sé ekki bein-
línis hægt að nefna tölur, þá hefur
#metoo-umræðan án efa ýtt undir
að fólk hefur tilkynnt eitthvað sem
það hefur beðið með að tilkynna“.
Spurður um hvort þessi mikla
fjölgun mála hafi mikil áhrif á álag
og rannsókn kynferðisbrotamála
segir hann öll kynferðisbrotamál
vera erfið og krefjast mikillar
vinnu. „Þetta eru flókin mál til
rannsóknar. Það er mikilvægt að fá
tilkynningar sem fyrst svo við get-
um hafist handa við gagnaöflun.
Bæði til að geta rannsakað vett-
vang ef um er ræða nýleg brot til
að geta hugsanlega náð lífssýnum
og einnig til að geta talað við
meintan geranda og tekið nauðsyn-
leg sýni. Allt þetta styrkir rann-
sóknina og því meiri gögn sem við
höfum sem styðja frásögnina þeim
mun betri verður rannsóknin.“
Fjölgun í flestum flokkum
Árið 2017 var tilkynnt um 144
nauðganir sem er fjölgun úr 124
nauðgunum árið 2016. Tilkynningar
um kynferðisbrot gegn börnum
fækkaði hins vegar úr 62 málum í
51 mál. Málum sem flokkast undir
klám/barnaklám fjölgaði hins vegar
til muna og fóru úr 4 málum árið
2016 í 14 mál árið 2017. Vændis-
málum fjölgaði einnig úr 3 til-
kynntum málum í 9 tilkynnt mál
árið 2017. Önnur kynferðisbrot,
m.a. blygðunarsemisbrot og kyn-
ferðisleg áreitni, voru 90 á árinu
sem leið en 84 slík mál komu upp
árið 2016.
Unnið úr öllum málum
„Það sem ber að hafa í huga
er tvíþætt, annars vegar tilkynnt
brot í hverjum mánuði fyrir sig og
brot sem gerðust í mánuðinum.
Það geta verið 14 mál sem áttu sér
stað í mánuðinum en það getur
verið tilkynnt um 25 þannig að það
er heildarfjöldi tilkynntra brota á
árinu sem er sjálfu sér talan sem
snýr að okkur því það þarf að
vinna að öllum málunum hvort sem
þau gerðust í gær eða í fyrra. Það
þarf að rannsaka mál sem gerðust
fyrir einhverjum árum, það fer
mikil vinna í það þó vinnan sé
öðruvísi,“ segir Árni.
Að meðaltali, fyrir árin 2016
og 2017, var rúmlega eitt af hverj-
um þremur kynferðisbrotamálum
sem komu á borð lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu í hverjum
mánuði brot sem hafði átt sér stað
fyrir þann tíma. Upplýsinga- og
áætlanadeild lögreglunnar setur
einnig þann fyrirvara að alls ekki
öll brot séu tilkynnt til lögregl-
unnar og skráning eftir brotaflokk-
um getur tekið breytingum eftir að
rannsókn máls hefst.
Tilkynntum brotum
fjölgar með umræðunni
Fjöldi tilkynntra nauðgana
2014 til 2017
126
71
124
144
16%
fleiri
en
2016
2014 2015 2016 2017*
*Bráðabirgðatölur
Heimild: Lögreglan
á höfuðborgarsvæðinu
Morgunblaðið óskaði eftir sundurliðun á tilkynntum brotum eftir mán-
uðum fyrir síðustu tvö ár. Í tölulegum upplýsingum lögreglunnar sést að
flestar nauðganir eru tilkynntar yfir hásumarið og við lok árs. Í júní og júlí
á síðasta ári voru tilkynntar 29 nauðganir. Tilkynntar nauðganir í sömu
mánuðum á árinu á undan voru 33.
Mikill munur er á tilkynntum nauðgunum fyrir haustið 2017 og 2016. Á
tímabilinu september til nóvember árið 2016 var lögeglunni tilkynnt um
27 nauðganir en á sama tímabili í fyrra voru 50 tilkynntar nauðganir.
Rúmlega 40% kynferðisbrota sem tilkynnt voru á haustmánuðum 2017
voru eldri brot. Telur lögreglan að aukin umræðan um kynferðisbrot eigi
þátt í aukinni tíðni tilkynninga.
Sundurliðun tilkynninga
50 TILKYNNT KYNFERÐISBROT HAUSTIÐ 2017