Morgunblaðið - 08.01.2018, Síða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2018
Nýlöguð
humarsúpa
Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00
Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686
Glæný lúða
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði
fyrir þig til að taka með heim
Ný línuýsa
Klaustur-
bleikja
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú mátt ekki láta aðfinnslur sam-
starfsmanna þinna draga úr þér kjarkinn.
Reglurnar eru hreinar og beinar, og þú hef-
ur mikið vald á þeim.
20. apríl - 20. maí
Naut Láttu það eftir þér að dekra svolítið
við sjálfan þig. Heimurinn er nógu erfiður,
þótt ekki sé allt upp á alvarlega mátann.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að leysa ákveðið mál
heima fyrir og það þolir enga bið svo þú
verður hreinlega að láta það ganga fyrir öllu
öðru.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það ríður á miklu að þú haldir ró
þinni, þótt eitthvað gangi á í kring um þig.
Gættu þess að ganga ekki á hlut annarra.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það leikur enginn vafi á því að þú ert
skarpur. Reyndu að nýta þér það og trúðu á
sannfæringu þína. Láttu þig fljóta með
straumnum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þetta er góður tími til að leysa göm-
ul deilumál og ganga frá lausum endum.
Reyndu að dæma aðra með sama umburð-
arlyndinu og þú vilt verða dæmdur með.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú vilt skipuleggja alla hluti sem er í
góðu lagi ef þú reynir um leið að vera
sveigjanlegur þegar það á við. Farðu yfir öll
efnisatriði og gefðu þér tíma til þess að
vega þau og meta.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Takturinn í lífi þínu verður
hraðari á næstunni og á næstu vikum getur
þú átt von á meira annríki en venjulega.
Engin dyggð nær hámarki án iðni og rækt-
arsemi.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Í dag er þér sérstaklega annt
um frelsi og velferð annarra. Þér er alveg
óhætt að hafa meiri trú á samstarfs-
mönnum þínum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert upp á þitt besta og hefur
jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika
þínum. Það er sama í hvaða formi, þú hefur
fulla stjórn á verkefnunum þínum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú áleist þig vita í hverju þú
værir bestur, en sumir hæfileikar þínir eru
svo augljósir að þú sérð þá ekki. Láttu and-
stöðu samstarfsfélaga ekki verða þér fjötur
um fót.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Mundu að allt á sinn stað og stund
og nú er ekki rétti tíminn til að tala hreint
út um hlutina. Gefðu þér nú tíma fyrir sjálf-
an þig.
Skúli Pálsson lét þess getið áBoðnarmiði 29.desember að
Jósefína Meulengracht Dietrich
ætti afmæli og orti:
Hylla skulu hagyrðingar heillalæðu,
rjóma, mjólk og mjá þeir bjóði,
mæri hana vel í ljóði.
Fröken Dietrich, fimust er hún flugubani,
þekkt af lítillæti sínu,
lofa skal ég Jósefínu!
Pólitíska klæki kann og kisa gula;
lengi megi ljóðin gala,
lepja mjólk og náðug mala.
Limra fylgir nýárskveðjum Ólafs
Stefánssonar á Leir, – sem vonandi
er ekki sannspár!
Vor Leir er í ljósárafirrð,
frá lífi, ef dapur þú spyrð.
Var lengi svo sprækur,
lið- oftast tækur,
en lognast nú útaf í kyrrð.
Sigurlín Hermannsdóttir sendi
kveðjur og þakkaði fyrir kveðskap
á liðnu ári. Að baki jólum og ára-
mótum skildist sér að margir væru
farnir að undirbúa sig undir næstu
törn. – „Á þorrablótinu“:
Jósafat hentist á hliðina
því hlaupin var illska í liðina
í rjúkandi rokki
og Ranka í sjokki
en hann bað hana að afsaka biðina.
Páll Imsland sendi nýárskveðjur
og bætti við: „Vonandi verður líf í
leirnum. Ég léttist um hátíðarnar
og er því þegar farinn að huga að
máltíðum framtíðarinnar.“
Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir
um vandræðagang við Sements-
verksmiðjuna á Akranesi:
Svo ljótt er að lít́upp á Skagann
að langflestir fá þá í magann
því turninn svo hallast
að hörmung má kallast.
Þeir ætt́að fá ISIS að laǵann.
Sigmundur Benediktsson fór í
fyrstu gönguferð ársins á Langa-
sand og segir að þar sé erfitt að
komast hjá að gera vísu:
Undir ljúfum ölduklið,
eftir blessuð jólin.
Lognölduna leikur við
lárétt vetrarsólin.
Fyrir helgi hafði Sigmundur orð
á því að máninn væri á fylliríi og
sólin á norðurleið.
Ofurmána vegleg veisla
við er loðandi,
lárétt sólin lengir geisla,
lífsafl boðandi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simsnet.is
Vísnahorn
Afmæli kattarins
og fjör á Leirnum
FYRSTA FALLIÐ HANS EGGBERTS
HEPPNAÐIST EKKI SVO VEL.
„KOMDU NIÐUR, ÉG ER AÐ HEKLA ÞETTA
FYRIR KONUNA Í NÆSTA HÚSI.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að horfa á þig og ekki
stjörnurnar.
…Á HVERJUM MORGNI… …AÐ LÍKJAST SJÁLFUM MÉRÞAÐ TEKUR LENGRI TÍMA…
ÉG SAGÐI KON-
UNNI MINNI AÐ ÉG
VÆRI AÐ YFIR-
GEFA HANA!
VARÐ
HÚN
SÁR?
LAGAKRÓKAR HF.
SKAÐABÓTALÖGMENN
JÁ…
HÚN BRAUT ÖKKLA VIÐ AÐ
FARA Í FLIKK FLAKK
KOMDU AFTUR ÞEGAR
ÞÚ HEFUR EITTHVAÐ
SEM ÉG GET UNNIÐ MEÐ
Á miðjum aldri finnur Víkverji velhve öflugt ýmsar bækur sem
hann las á barnsaldri mótuðu viðhorf
hans til lífs og tilveru. Kannski hefur
ekkert haft meiri áhrif þegar öllu er
á botninn hvolft. Eitthvað síaðist inn
í undirmeðvitundina og í álitamálum
líðandi stundar finnur Víkverji
stundum, ef gaumgæfilega er hugs-
að, að afstaða hans til hlutanna á
rætur sínar að rekja í barnabækur,
Biblíusögurnar og fleira góðgæti.
Sitthvað merkilegt sem kennarar í
barnaskóla sögðu situr jafnvel eftir
og er leiðarljós enn í dag – þótt ann-
að hafi skolast burt og sé gleymt og
grafið.
x x x
Í foreldrahúsum um hátíðarnarfann Víkverji í kössum og hillum
ýmsar bækur bernskunnar sér
merktar. Ein þeirra sérstaklega rifj-
aði upp góðar minningar, sagan Jón
Elías eftir þau Jennu Jensdóttur og
Hreiðar Stefánsson. Þar segir frá
ungum dreng utan af landi sem kem-
ur til nokkurra vikna dvalar hjá
ömmu sinni í Reykjavík. Ýmislegt
drífur á daga drengsins í borginni
svo sem að á förnum vegi hittir hann
gamlan blindan mann sem vantar að
einhver fylgi honum yfir götu, frá
heimili sínu að næsta strætóstoppi.
Skemmst er frá því að segja að þetta
rennur stráknum til rifja, svo hann
tekur upp hjá sjálfum sér að fylgja
manninum þennan spöl næstu daga
og tekst með þeim einlæg og góð vin-
átta.
x x x
Sagan af Jóni Elíasi er frá árinu1976 og mjög sennilegt er að lið-
sinni ungs drengs við gamlan mann
væri í dag allt öðrum augum litin.
Brýnt er fyrir börnum að gefa sig
helst ekki að ókunnugu fólki og svo
er mjög sennilegt að blinda mann-
inum hefði verið komið í „sérstök úr-
ræði“ svo þekktur orðaleppur
vandamálafræðinga sé notaður. – En
þetta á ekki að vera svoleiðis og mik-
ilvægt er að vinda ofan af vitleys-
unni. Boðskapurinn úr umræddri
bók er sá að við höfum öll skyldur við
næsta mann, velferð má aldrei að
öllu leyti fela opinberum aðilum þó
þróun mála í nútímanum sé ískyggi-
lega mikið í þá áttina. vikverji@mbl.is
Víkverji
Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn
minni á bug né tók frá mér miskunn
sína.
(Sálm: 66:20)