Morgunblaðið - 16.01.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2018
Súr hákarl
og harðfiskur
Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00
Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686
Glæný lúða
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði
fyrir þig til að taka með heim
Ný línuýsa
Klaustur-
bleikja
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Mér þykir vænt um kóngu-lær, ég óttast þær ekkiog mér finnst farsæltog gott að mæta
kónguló heima hjá mér. Þær koma
mikið við sögu í bókmenntum enda
eru þær klassískur efniviður og geta
táknað ótalmargt,“ segir Kristín Óm-
arsdóttir skáld þegar hún er spurð
um kóngulærnar sem bregður fyrir í
ljóðunum í nýjustu ljóðabók hennar,
Kóngulær í sýningargluggum.
„Kóngulærnar eru verndarar
bókarinnar en mér þykir leitt að þær
fremji sjálfsmorð í fyrsta ljóðinu –
segir það ekki eitthvað um þann
heim sem bókin býr til?“ spyr Kristín
og þá fer af stað spjall um heiminn
sem við lifum í.
„Það sem ég les um heimsmálin
býður ekki upp á langa framtíð fyrir
mannkynið. Ég er að vísu alin upp
við kjarnorkuvána, kaldastríðsbörn,
eins og vinur minn kallar okkur.
Hugmyndin um kjarnorkustríð hafði
ef til vill þau áhrif að maður gerði
ekki ráð fyrir framtíð og ef til vill
gerir ungt fólki í dag ekki sér-
staklega ráð fyrir framtíð; ég veit
það ekki, og það kann að vera nýtt
element í veröldinni, á sama tíma og
mannsævin hefur lengst og við vitum
að líkaminn hefur burði til að verða
miklu eldri en meðalævi í dag. Hug-
myndin um yfirvofandi heimsendi
hefur líka alltaf verið til. Afi minn
sigldi á skútu með saltfisk til Spánar
árið 1918 og þá átti halastjarna að
rekast á jörðina og tortíma henni.
Við Gíbraltar kvöddu skipsfélagar
hver annan og biðu endalokanna,“
segir Kristín og bætir við að rétt eins
og barn óttast um líf foreldra sinna
og foreldrar um líf barnanna, þá ótt-
ist menn um jörðina, en váin er
áþreifanlegri núna vegna gróður-
húsaáhrifanna.
„Við eigum að vernda jörðina á
sama hátt og börn okkar og foreldra,
en mér sýnist jörðin komin í and-
stöðu við okkur, hún er ekki lengur
algjörlega meðmælt mannkyninu.“
Kristín segir að stjórnvöld megi
ekki verða sinnulaus um hag borg-
aranna. „Það kom dáldið í ljós síðast-
liðna nýársnótt, við vorum ekki vör-
uð við umhverfisslysinu sem varð,
svifrykstölurnar fóru fram úr tölum
frá öllum öðrum borgum á plánet-
unni. Það er grafalvarlegt mál, við
vitum ekkert um mögulegar afleið-
ingar seinna meir, ýmiss konar
lungnasjúkdóma kannski. Af hverju
má ekki banna jafn hættulega flug-
elda og gera átak í að draga úr bíla-
umferð?“ spyr Kristín og bætir við
að mörg dæmi í mannkynssögunni
séu til þar sem stjórnvöld hafi orðið
uppvís að því að vera skeytingarlaus
um afdrif fólks.
„Ekki misskilja mig, ég er alls-
alls ekki að bera umhverfisslysið á
nýársnótt saman við Chernobyl-
slysið, en þá sýndu stjórnvöld víta-
vert kæruleysi gagnvart fólkinu sem
þar bjó. Bókin Raddir frá Chernobyl
eftir Svetlönu Alexievich er skelfileg
lesning, mæli þó með að fólk lesi
hana og bækur Svetlönu. Við höfum
séð mátt fólks til að knýja fram
breytingar og við þannig aðstæður
margeflist gjarnan valdið og fer að
ríghalda í fornt fyrirkomulag. Hefur
sagan ekki kennt okkur að verði
samfélög frjáls og umburðarlynd þá
rísa upp afturhaldsöfl og hræðslan
við breytingar birtist í öfgafullum
skoðunum? Femínisminn smýgur í
gegn í #metoo-byltingunni, og það
er frábært.“
Enginn hefur átt mig
Kristín segir að við búum í
draumi nafnlauss afls sem hefur
teiknað upp samfélag sem stýrt er af
háttsettum auðugum körlum.
„Við fæðumst inn í samfélag
sem ætti að vera sameiginlegur
draumur þar sem allir geta notið sín,
en ekki bara lítill hluti fólks. Sam-
félagið er ekki endilega minn draum-
ur. Konan hefur verið eign karlsins
sem heldur um völdin og peningana,
hún hefur verið skrautið hans og
vinnudýr. Reyndar hefur enginn átt
mig en auðvitað gefur maður sig á
vald fólks og það getur verið áhrifa-
ríkt og spennandi. Ég trúi því að
hægt sé að búa til samfélag án eign-
arréttar og að fólk myndi lifa þar í
ágætis sátt.“
Sameiginlegur hugarheimur
Og talandi um heima, þá er ekk-
ert ómögulegt í þeim efnum í ljóðum
Kristínar í nýju bókinni hennar. Þar
getur allt gerst, í raunheimum og
ímynduðum heimum.
„Það er enginn raunheimur í
þessari bók, bækur eru skáldskapur,
búnar til af ímyndunaraflinu sem
sækir efniviðinn í raunveruleikann
sem maður þarf reyndar ekki að taka
Frjáls manneskja þarf
fyrst og fremst að hugsa
Kristín Ómarsdóttir segir það geta verið þrautin þyngri að hugsa, af því að við nennum því ekki. Og þess
vegna sé auðveldara að afsala sér sjálfstæðinu fyrir alls konar þægindi og freistingar og vélrænan lífsstíl.
Og það hafi hún oft gert, en í mun minna mæli þegar hún var yngri. Hún segist vera seinþroska.
Kristín „Ég trúi því að hægt sé að búa til samfélag án eignarréttar.“
Kveðja
afskorið höfuð hvílir á diski
broddur orðblárrar tungu snertir kartöfluna laust
vanginn flettir ekki lengur upp í brosasafninu
rifnir vefirnir fanga ekkert nema vegg sem málstola spyr:
hvað vildirðu sagt hafa ungfrú raddlaus?
dúkurinn
drekkur atkvæðalaust blóð
barnið teiknar bros í kringum rústir
(ljóð úr bókinni Kóngulær í sýningarglugga)
„Kristín er eitt fremsta
skáld sinnar kynslóðar
… Heimurinn í verkum
Kristínar er hennar
einnar, og enginn annar
skrifar neitt í líkingu
við texta hennar. Texta
sem getur verið svo
undur viðkvæmnislegur
og fyndinn í senn,
óræður en þó kraftmik-
ill, byggist iðulega á af-
ar persónulegum tákn-
heimi … göldróttur
texti …“ segir Einar Falur Ingólfs-
son í bókmenntagagnrýni í Morg-
unblaðinu um ljóðabókina Kóngu-
lær í sýningarglugga
Á vefsíðunni skald.is segir um
Kristínu: Kristín hefur jöfnum
höndum fengist við ljóða- og skáld-
sagnagerð, smásögur og leikritun.
Hún hefur hlotið fjölda viðurkenn-
inga fyrir verk sín. Skáldsagan Elsk-
an mín ég dey, tilnefnd
til Bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs
árið 1999 og leikrit
hennar, Ástarsaga 3,
var tilnefnt til Nor-
rænu leikskáldaverð-
launanna. Árið 2005
fékk hún Grímuverð-
launin, sem leikskáld
ársins, fyrir leikritið
Segðu mér allt. Fyrir
ljóðabókina Sjáðu feg-
urð þína, hlaut hún
Fjöruverðlaunin í flokki fagur-
bókmennta árið 2008. Kristín hefur
einnig unnið að myndlist, sýnt
teikningar sínar og tekið þátt í sýn-
ingum þar sem hún hefur unnið
með ólík form: myndbönd og skúlp-
túra. Bækur eftir Kristínu hafa verið
þýddar á sænsku, frönsku og
finnsku og ljóð hennar hafa birst í
erlendum safnritum.
Persónulegur táknheimur
KÓNGULÆR Í SÝNINGARGLUGGA