Morgunblaðið - 16.01.2018, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Hari
svona alvarlega, af því að hann er
líka síbreytilegur: tímarnir breytast
stöðugt og hratt. Manneskjan hefur
alltaf á öllum tímum lifað að hluta til í
hugarheimunum. Internetið hýsir
risastóra sameiginlega sápukúlu sem
menn hittast í, þar er algjörlega nýr
samskiptavettvangur sem við kunn-
um ekki enn á og það verður spenn-
andi að fylgjast með því hvernig úr
mannlegum samskiptum rætist í
þessum gígantíska sameiginlega
hugarheimi. En svo verður maður
líka að hafa annan fótinn á gólfinu.
Gleymi maður sér lengi í hugarheim-
unum er hætta á að maður lendi í
harkalegum árekstri við raunheima
– heldurðu það ekki?“
Á einum stað í bókinni segir:
„ástríðuleysi fælir orðin burt“ og þá
er ekki úr vegi að spyrja skáldið
hvort hún missi stundum ljóðanátt-
úruna, hvort ljóðin hætti að koma til
hennar?
„Jú, ég hef oft orðið galtóm og
hef ekkert að segja, tæmist alveg, en
ég tæmist ekki af ástríðum held ég,
vonandi aldrei.“
Var léleg í handavinnu
Krosssaumur kemur nokkuð við
sögu í bókinni, þar eru ljóð til dæmis
krosssaumuð í tunguna.
„Mér finnst krosssaumur fal-
legur og hann var mikill hluti af
heimilum bernskunnar, púðar,
klukkustrengir, risastórar vegg-
myndir. Þá var lítil virðing borin fyr-
ir þessum listaverkum nema í heima-
húsum, ekki á opinberum vettvangi.
Ég man hvernig var skrifað um sum-
ar sýningar kvenna þegar ég var
unglingur, alltaf talað um að þetta
væri „snoturt,“ það var orð sem mik-
ið var notað um listaverk kvenna.
Noti karlkyns myndlistarmenn
krosssaum í sín verk, þá fyrst hefur
saumurinn þótt merkilegur. Annars
er það ekki af aðdáun á krosssaumi
að ljóðin eru krosssaumuð í tunguna,
hér er einhver hryllingur á ferð sem
ég veit ekki hvort eigi eitthvað sam-
eiginlegt með krosssaumuðu púð-
unum – jú, og þó, það hlýtur að vera.
Ég var léleg í handavinnu þegar ég
var lítil, vinkona mín saumaði stykk-
in fyrir mig á meðan ég las upphátt
úr námsbókunum.“
Ólík skynjun tímans
Tíminn og klukkan koma mikið
við sögu í bókinni. Hvernig líður
henni að vera komin á seinni helm-
inginn af ævinni?
„Eins og aðrir skynja ég tímann
mjög ólíkt eftir því á hvaða aldurs-
skeiði ég er. Fyrir þrítugt skynjaði
ég tímann brotakennt og þá skrifaði
ég stuttar sögur en sögurnar hafa
lengst með árunum. Þegar maður
verður þrítugur þá öðlaðist maður
meira útsýni – samhengið lengist –
og þá skrifaði ég fyrstu skáldsöguna.
Þegar ég varð fertug fékk ég enn
betra útsýni, nánast endalaust. Núna
þegar ég er orðin fimmtíu og fimm
ára, þá greini ég hinn endann og
skynja tímann með öðrum hætti,
næstum því eins og rör,“ segir Krist-
ín.
Oft verið utan við tímann
Kristín segir að frjáls mann-
eskja þurfi fyrst og fremst að hugsa
og það geti verið þrautin þyngri, að
hugsa, maður nenni því ekki, þess
vegna sé auðveldara að afsala sér
sjálfstæðinu fyrir alls konar þægindi
og freistingar og vélrænan lífsstíl, og
það hafi hún oft gert, en í mun minna
mæli þegar hún var yngri.
„Ég hef oft verið utan við tím-
ann og þegar ég var ung þá vissi ég
ekki að ég væri ung og margar
hljómsveitir fóru framhjá mér, eins
og til dæmis Duran Duran og The
Cure. Þegar ég varð 23 ára áttaði ég
mig á því að ég þyrfti að passa mig
sjálf, enginn annar gerði það; ég yrði
að taka ábyrgð á lífi mínu, þess
vegna tel ég mig seinþroska. Þá fyrst
fattaði ég að ég væri fullorðin og þá
fór ég að skrifa fyrir alvöru. Mér
fannst ömurlega leiðinlegt að verða
þrítug, við jafnaldra mín sátum á
bekk á Klambratúni á afmælinu í
þunglyndiskasti og höfðum ekki efni
á að drekka kaffi á Kjarvalsstöðum.
En við vorum ekki þunglyndar yfir
peningaleysinu heldur yfir aldrinum.
En það var líka skemmtilegt að vera
á þrítugsaldri og aldrei hægt að end-
urtaka þá skemmtun – ærið tilefni til
þunglyndis þegar sá áratugur er frá.
Að verða fertug fannst mér æðislegt
og enn betra þegar ég varð fimmtug,
á milli þess sem ég var í hláturskasti
á afmælisdaginn hugsaði ég fullorð-
inslegar og klisjukenndar hugsanir
um sambönd og tilfinningar og póli-
tík. Fólk verður síðan mjög upp-
reisnargjarnt þegar það verður sex-
tugt hef ég tekið eftir.“
Skáld Kristín í
stofunni heima.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2018
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
6
1
2
2
RENAULTTRAFIC
TIL AFGREIÐSLU STRAX
Renault atvinnubílar hafa slegið í gegn með hagstæðu verði, ríkulegum búnaði
og úrvali sparneytinna dísilvéla. Komdu og kynntu þér Renault Trafic og láttu
sölumenn okkar gera þér tilboð í nýjan atvinnubíl.
www.renault.is
*M
ið
að
vi
ð
up
pg
ef
na
r
tö
lu
r
fra
m
le
ið
an
da
um
el
ds
ne
yt
is
no
tk
un
íb
lö
nd
uð
um
ak
st
ri
RENAULT TRAFIC STUTTUR
1,6 L. DÍSIL, 115 HESTÖFL
Verð:2.943.548 kr. án vsk.
3.650.000 kr.m. vsk.
Eyðsla frá, 6,5 l/100 km*