Morgunblaðið - 16.01.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2018
AðalfundurViðskiptaráðs 2018
Miðvikudaginn 14. febrúar kl. 9.00 á Hilton Reykjavík
Fulltrúum allra aðildarfélaga Viðskiptaráðs Íslands er heimilt að sækja fundinn. Frestur
til að koma lagabreytingatillögum til stjórnar er þremur vikum fyrir auglýstan fund.
Dagskrá aðalfundar er samkvæmt 9. grein laga ráðsins:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar bornir upp til samþykktar
3. Úrslit formanns- og stjórnarkjörs tilkynnt
4. Lagabreytingar
5. Kosning kjörnefndar
6. Tekju- og gjaldaáætlun kynnt og árgjöld ákvörðuð
7. Önnur mál
Nánari upplýsingar um aðalfund, stjórnarkjör
og atkvæðagreiðslu má finna á vi.is VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS
-stofnað 1917-
„Það er í raun bara alger pattstaða
uppi og lítið annað að frétta en það
að við ætlum að funda hjá ríkissátta-
semjara,“ segir Guðríður Arnardótt-
ir, formaður Félags framhaldsskóla-
kennara, í samtali við Morgunblaðið.
Vísar hún í máli sínu til þess að
kjarasamningar félagsmanna í Fé-
lagi framhaldsskólakennara og Fé-
lagi stjórnenda í framhaldsskólum
eru nú lausir og munu fulltrúar
þeirra funda í húsakynnum ríkis-
sáttasemjara í dag, en fundurinn
hefst klukkan 9.
„Það er nákvæmlega ekkert á
borðinu og ég get ekki sagt að það sé
nokkur gangur í neinum viðræðum,“
segir hún og bætir við að hún eigi því
ekki von á „nein-
um stórtíðindum“
eftir fundinn hjá
ríkissáttasemj-
ara.
„Við förum
fram á að fá sömu
hækkun og aðrir
hópar og að
launaþróun okkar
verði ekki síðri en
almenn launaþró-
un í landinu,“ segir Guðríður og bæt-
ir við að launakröfur kennara séu
„ábyrgar og hóflegar“ en að auki
leggja þeir áherslu á tæknileg atriði
á borð við breytingar á nýju vinnu-
matskerfi. khj@mbl.is
Pattstaða uppi
hjá kennurum
Funda hjá ríkissáttasemjara í dag
Guðríður
Arnardóttir
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi
Samfylkingarinnar og formaður um-
hverfis- og skipulagsráðs, telur
samning Reykjavíkurborgar og rík-
isvaldsins um árlegt eins milljarðs
króna framlag ríkisins til samgöngu-
bóta hafa verið mikilvægan. Eyþór
Arnalds, frambjóðandi í leiðtoga-
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, skrifaði grein í Morg-
unblaðið í gær þar sem hann sagði að
ákvörðun Reykjavíkurborgar að
nýta féð í strætóferðir frekar en
nauðsynlegar framkvæmdir á stofn-
brautum hefði ekki skilað tilsettum
árangri.
„Ég tel að þetta hafi verið merki-
legur og mikilvægur samningur og
held það sé ekkert annað í stöðunni
hérna á höfuðborgarsvæðinu en að
efla almenningssamgöngur. Allir út-
reikningar sem liggja að baki bæði
aðalskipulagsgerðinni og svæðis-
skipulaginu sýna það,“ segir Hjálm-
ar og bætir við að þar með sé ekki
sagt að það eigi ekki að vera hægt að
keyra bíla í borginni. „Þvert á móti;
eftir því sem fleiri nota almennings-
samgöngur léttist bílaumferðin,“
segir Hjálmar. Spurður hvort hann
telji að fjárveitingarnar hafi skilað
árangri í að fjölga farþegum strætó
segir hann alltaf mega gera betur.
„Auðvitað hefðum við gjarnan vilj-
að sjá miklu meiri aukningu en virð-
ist hafa orðið í almennings-
samgöngum. Strætó er nú að
bregðast við því með því meðal ann-
ars að fjölga ferðum,“ segir Hjálmar
og bendir á að leið 1 og leið 6 fari nú á
10 mínútna fresti yfir háannatíma.
„Það þýðir að þú getur gengið út að
strætó og veist að þú munst ekki bíða
meira en sex til sjö mínútur að með-
altali. Í öðru lagi var samþykkt að
keyra strætó lengur á kvöldin og svo
eru næturvagnarnir byrjaðir að
keyra á ákveðnum leiðum.“
Farþegum fjölgar á hverju ári
Jóhannes Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Strætó bs., segir að
strætónotendum hafi fjölgað mjög.
Strætó notast við fjölda svonefndra
innstiga í aðsóknarmælingum sínum.
Samkvæmt því fjölgaði ferðum far-
þega um 4-6% á ári frá árinu 2009.
Árið 2012 voru 9,6 milljónir innstiga í
strætó en 11,2 milljónir árið 2016.
Bráðabirgðatölur fyrir 2017 sýna um
11,6 milljónir ferðir farþega. „Eyþór
er að vísa í ferðavenjur sem hafa ver-
ið 4% frá 2009. Fólk notar sömu
ferðavenjur til að komast til og frá
vinnu og í skóla t.d. Sú tala hefur
ekkert breyst, en innstigum hefur
fjölgað verulega og tekjurnar hafa
þá líka aukist verulega. Ferðavenj-
urnar hafa lítið breyst og það eru
svosem ákveðin vonbrigði,“ segir Jó-
hannes.
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi
Vinstri-grænna, segist afar hlynnt
því að árlegi styrkurinn frá ríkinu sé
nýttur í almenningssamgöngur og
segir að þjónusta Strætó hafi aukist
á tímabilinu. „Strætó ekur oftar á há-
annatíma, leiðum hefur fjölgað og við
erum að lengja tímann sem strætó er
í akstri,“ segir Líf. „Eyþór segir í
greininni að 96% ferðist með fólksbíl
en það er ekki rétt, þetta eru bara
vitlausar tölur. Það eru rétt rúmlega
70% ferða. Fólk velur sér sífellt fjöl-
breyttari fararskjóta eins og t.d.
reiðhjól, gengur meira eða notar al-
menningssamgöngur. Þetta er allt að
aukast.“ Bendir hún á að áætlað sé
að íbúum höfuðborgarsvæðisins
fjölgi um 70 þúsund fyrir árið 2040
og því verði að huga að umhverfis-
vænum almenningssamgöngum.
„Allt þetta fólk vill komast á milli
staða með öruggum og skjótum
hætti. Borgarlínan er bara enn einn
fararskjótinn, það er engin bylting í
almenningssamgöngum. Byltingin í
almenningssamgöngum er fjöl-
breytnin. Þeir sem þurfa að reiða sig
á einkabílinn geti þá það en fjöl-
breytnin léttir jafnframt á umferð-
arkerfinu og fólk getur valið sér um-
hverfisvænan farkost.“
Morgunblaðið/Hari
Strætó Ferðum strætó fjölgaði á árinu og vonast borgarmeirihlutinn í Reykjavík til að fleiri nýti sér þann farkost.
Farþegum fjölgar
en ferðavenjur eins
Telur samninginn við ríkið hafa verið mikilvægan
Tilraunaverkefni Strætó bs. um
að bjóða upp á næturstrætó fór
af stað um helgina og segir Jó-
hannes Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Strætó bs., að
verkefnið hafi gengið ljómandi
vel. „Við erum bara að taka
saman tölur. Nýtingin var mis-
munandi en stóðst alveg vænt-
ingar en við viljum kannski sjá
aðeins fleiri,“ segir Jóhannes.
Hann segist hafa fengið jákvæð
viðbrögð en jafnframt verður
fylgst með verkefninu og tekið
stöðumat eftir þrjá mánuði.
Næturstrætó
fer af stað
STÖÐUMAT EFTIR 3 MÁNUÐI
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Héraðsdómur Vesturlands hefur
dæmt karlmann á fertugsaldri, Eldin
Skoko, í tveggja og hálfs árs fangelsi
fyrir að hafa nauðgað konu aðfara-
nótt laugardagsins 1. júlí í síðasta
ári. Einnig þarf hann, skv. dómnum,
að greiða konunni 1,5 millj. kr. í
miskabætur, auk vaxta. Maðurinn
var ákærður fyrir að hafa komið að
konunni þar sem hún lá kastandi upp
fyrir utan skemmtistað, farið með
hana inn í íbúð og lagt í rúm.
„Hafi hann þannig notfært sér að
stúlkan gat ekki spornað við kyn-
ferðismökunum sökum máttleysis-
ástands og slævðrar meðvitundar
hennar, auk þess sem hann notfærði
sér að hún var einsömul, í ókunnugu
húsnæði, sem hann hafði sjálfur fært
hana í, og að hann var henni
ókunnugur,“ segir Héraðsdómur.
Maðurinn neitaði því að hafa haft
samræði við konuna. Hélt því fram
að mökin hefðu verið með fullu sam-
þykki hennar.
Meðal gagna sem lögð voru fram
fyrir dómi í máli þessu var vottorð
Kristbjargar Þórisdóttur sálfræð-
ings. Þar segir að brotaþoli hafi upp-
lifað mikla ógn, ofsaótta og bjargar-
leysi í kynferðisbroti þessu og
upplifað áfallastreitueinkenni sem
varað hafi lengi. Sálræn einkenni
hennar í kjölfar áfallsins samsvari
einkennum sem eru þekkt hjá fólki
sem hefur upplifað alvarleg áföll eins
og líkamsárás, nauðgun og stórslys.
Víðtæk áhrif á líðan
„Ekki er hægt að segja til um með
vissu hver áhrif meints kynferðis-
brots verða þegar til lengri tíma er
litið en ljóst þykir að atburðurinn
hafði víðtæk áhrif á líðan,“ segir í
skýrslu sálfræðingsins. Þar kom
einnig fram að brotaþoli hefði eftir
umræddan atburð átt erfitt með
svefn og einbeitingu, bæði í námi og
daglegu lífi að öðru leyti. Jafnframt
hefði hún átt erfitt með að ræða um
atburðinn við sína nánustu. Tók sál-
fræðingurinn fram sem vitni fyrir
dómi að brotaþoli fyndi enn afleið-
ingar af meintu kynferðisbroti, en
engu væri þó hægt að spá um hverjar
afleiðingar þess yrðu til lengri tíma
litið.
Notfærði sér
ölvunarástand
Fangelsi í tvö og hálft ár fyrir nauðgun
„Þessi lægð ætl-
ar að vera þrá-
lát,“ segir Helga
Ívarsdóttir, veð-
urfræðingur hjá
Veðurstofu Ís-
lands. Veður-
stofan spáir
versnandi veðri
nú í morgunsárið
með norðvestan
hvassviðri eða
stormi og snjókomu norðan- og
vestanlands, fyrst á Vestfjörðum. Á
þessum slóðum má búast við mjög
lélegu skyggni á köflum og er fólki
ráðlagt að sýna aðgát og fylgjast
vel með spám og færð. Óvissustig
vegna snjóflóða var enn í gildi á
norðanverðum Vestfjörðum í gær-
kvöld.
Helga veðurfræðingur sagði í
samtali við mbl.is í gær að þetta
slæma veður næði að líkindum inn á
höfuðborgarsvæðið. Líklega yrði
veðrið verst þar síðdegis, milli
klukkan 14 og 16. „Það gæti skollið
á með hvassri norðvestanátt og of-
ankomu. En þetta ætti ekki að
standa lengi yfir,“ segir Helga.
Á Suður- og Austurlandi verði að
mestu þurrt. Veðrið mun svo ganga
niður er líður á daginn, fyrst
vestantil á landinu.
Vetrarveður Lægð
yfir landinu.
Þrálát lægð yfir landinu
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjar-
stjóri á Akureyri, ætlar ekki að
sækjast eftir embættinu áfram að
loknum bæjarstjórnarkosningum.
Hann hefur setið á stóli bæjarstjóra
frá 2002; fyrst tvö kjörtímabil á Eg-
ilsstöðum og tíminn á Akureyri verð-
ur orðinn jafnlangur þegar kosið
verður í vor. Var ráðinn nyrðra 2010
þegar Listi fólksins náði meirihluta í
bæjarstjórn. „Þetta er orðinn ágæt-
ur tími, krefjandi
starf en mjög
skemmtilegt,“
sagði Eiríkur í
gær. „Ég held öllu
opnu varðandi
framhaldið og veit
að reynsla mín og
þekking nýtist
áfram til góðra verka hvar sem það
verður.“
Eiríkur Björn
Björgvinsson
Eiríkur situr ekki áfram