Morgunblaðið - 16.01.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2018
Sterkir í stálinu
Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn
Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar
Svört- og ryðfrí rör og fittings
Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur
POM öxlar • PE plötur
Lokar af ýmsum gerðum
Opið virka daga kl. 8-17
Skútuvogi 4, Rvk
Rauðhellu 2, Hafnarfirði
Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Fjöldi skipa var gerður út af örkinni
frá Kína í gær til þess að reyna að
hreinsa upp hráolíu, sem lekið hefur
úr flaki íranska olíuflutningaskipsins
Sanchi, sem sökk á sunnudaginn.
Sérfræðingar telja að hér geti verið
um að ræða einn stærsta olíuleka
sögunnar, en um 136.000 af hráolíu
voru í birgðatönkum skipsins þegar
það sökk. Talin er veruleg hætta á
því að lekinn muni hafa hræðileg
áhrif á lífríki hafsins í kringum flak-
ið.
Samkvæmt upplýsingum kín-
verska ríkissjónvarpsins CCTV lá
olíubrákin aðallega austan megin við
staðinn þar sem skipið sökk, og þek-
ur hún hafsvæði sem er um 129 fer-
kílómetrar að stærð. Unnu tvö skip
að því að sprauta sérstökum efnum á
brákina, sem ætlað er að leysa olíuna
upp. Lu Kang, talsmaður kínverska
utanríkisráðuneytisins, sagði að
hreinsistarfið væri í algjörum for-
gangi hjá kínverskum stjórnvöldum.
Skipverjarnir taldir af
Íranskir embættismenn tilkynntu
í gær að þeir teldu ekki lengur neina
von til þess að neinn af skipverjunum
32 sem voru um borð í Sanchi myndi
finnast á lífi. Olli tilkynningin mikilli
sorg og reiði meðal aðstandenda
skipverjanna í Íran, sem komu sam-
an í höfuðborginni Teheran. 30 skip-
verja voru frá Íran en hinir tveir
voru ættaðir frá Bangladess.
Á þeim tíu dögum sem liðnir eru
frá því að Sanchi rakst á flutninga-
skipið CF Crystal hafa einungis þrjú
lík fundist. Er talið líklegast að skip-
verjarnir hafi allir látist innan við
klukkustundu eftir áreksturinn, en
mikill eldur blossaði strax upp, sem
erfiðlega gekk að slökkva. Sökk
skipið að lokum án þess að tekist
hefði að ná tökum á eldinum.
Ma Jun, stjórnandi umhverfis-
stofnunarinnar Institute of Public
and Environmental Affairs, sagði við
dagblaðið Global Times að það hefði
verið versta mögulega útkoma, að
skipið skyldi hafa sokkið án þess að
meira af olíunni hefði brunnið. Væri
það ekki síst vegna þess að olían sem
var um borð var svonefnd létt hrá-
olía, en hún flýtur ekki öll á yfirborð-
inu þegar hún lekur í sjó, heldur
myndar stóran flekk neðansjávar.
Því sé óvíst að öll umhverfisáhrifin
muni koma strax í ljós.
Létt hráolía er talin sérstaklega
eitruð fyrir lífríki sjávar og telja sér-
fræðingar að líklegt sé að olíulekinn
muni hafa víðtæk áhrif á fjölda dýra-
tegunda, sem hafa hrygningarstöðv-
ar sínar á þessum slóðum.
Umhverfisslys í uppsiglingu
Íranska olíuflutningaskipið Sanchi var með 136.000 tonn af hráolíu innanborðs
Allir skipverjarnir hafa verið taldir af Reyna að lágmarka umhverfisáhrifin
AFP
Stórslys Þessi ljósmynd var tekin um helgina áður en Sanchi sökk. Innanborðs voru 136.000 tonn af olíu og er ótt-
ast að áhrif slyssins á lífríki hafsvæðisins í kring geti orðið umtalsverð, en olían þekur um 129 ferkílómetra svæði.
Hin 76 ára gamla Vezire Gjeladni sést hér kyssa minn-
ingarplatta með mynd af syni hennar, en hann var einn
af 45 Kósóvó-Albönum sem voru myrtir af serbneskum
hermönnum hinn 15. janúar 1999 í þorpinu Racak.
Fjöldamorðin eru meðal annars sögð hafa orðið til þess
að Atlantshafsbandalagið ákvað að skerast í leikinn.
AFP
Sorgin verður ævinlega til staðar
Nítján ár liðin frá fjöldamorðunum í Racan
Recep Tayyip
Erdogan, forseti
Tyrklands, hót-
aði því í gær að
Tyrkir myndu
leggja í eyði
30.000 manna
herlið, sem
Bandaríkjastjórn
hyggst þjálfa
upp í norður-
hluta Sýrlands,
en ráðgert er að Kúrdar muni vera
þar í miklum meirihluta. Sagði Er-
dogan að slíkur liðsafli yrði
„hryðjuverkaher“ sem Tyrkir yrðu
að kæfa í fæðingu. Yfirlýstur til-
gangur herliðsins er sá að sinna
landamæravörslu.
Hótar að eyða
„hryðjuverkaher“
Recep Tayyip
Erdogan
TYRKLAND
Oscar Perez,
þyrluflugmaður
sem varpaði fjór-
um hand-
sprengjum á
Hæstarétt Vene-
súela í júní síð-
astliðnum, var í
gær umkringdur
af öryggis-
sveitum landsins.
Sagði Perez að
leyniskyttur lögreglunnar væru að
skjóta á sig og félaga sína þrátt fyr-
ir að þeir hefðu gefið til kynna að
þeir vildu gefast upp. Perez var í
sérsveit lögreglunnar þar til hann
gekk úr henni síðasta sumar.
Handsprengjumað-
urinn umkringdur
Oscar
Perez
VENESÚELA
Lögreglan í Danmörku ákærði í
gærmorgun 1.005 ungmenni fyrir
dreifingu barnakláms. Um er að
ræða tvö myndskeið og eina ljós-
mynd, en svo virðist sem ung-
mennin hafi sent þau einkum
áfram í samskiptaforritinu Face-
book.
Tildrög málsins eru þau að í
mars 2015 ákvað 15 ára stúlka,
sem nefnd hefur verið Sofie í
dönskum fjölmiðlum, að sofa hjá
jafnaldra sínum. Að samförunum
loknum birtust fjórir vinir piltsins
óvænt og réðust á hana á ósæmi-
legan hátt. Var árásin tekin upp
og fóru myndböndin í kjölfarið í
almenna dreifingu á netinu, en
vegna ungs aldurs stúlkunnar var
litið á málið sem barnaklámsmál.
Rannsókn málsins hófst þegar
forsvarsmenn Facebook tóku eftir
því að sömu myndskeiðin væru að
dreifast ört á milli fólks. Gerðu
þau lögregluyfirvöldum í Banda-
ríkjunum viðvart, sem sendu upp-
lýsingarnar áfram til dönsku lög-
reglunnar. Það er til marks um
hina miklu dreifingu sem efnið
fékk, að ákærurnar ná til ung-
menna í 11 af 12 lögregluumdæm-
um Danmerkur. Lau Thygesen,
varðstjóri hjá lögreglunni í Norð-
ur-Sjálandi og stjórnandi rann-
sóknarinnar, sagði í fréttatilkynn-
ingu frá lögreglunni að málið væri
mjög umfangsmikið og flókið. Það
hefði tekið langan tíma í rannsókn,
ekki síst vegna þess hversu margir
hefðu legið undir grun. „Við litum
málið mjög alvarlegum augum,
ekki síst vegna þess að það hefur
miklar afleiðingar fyrir þá sem
málið varðar þegar svona efni
dreifist. Og það verður að stöðva.“
Yfir þúsund ungmenni ákærð
Mjög umfangsmikið og flókið hefniklámsmál í Danmörku