Morgunblaðið - 16.01.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.01.2018, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2018 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í tólfta sinn í Höfða í gær. Í flokki fagurbókmennta var valin best skáldsaga Kristínar Ei- ríksdóttur, Elín, ýmislegt. Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur var valin sú besta í flokki barna- og ung- lingabókmennta, og bók Unnar Jök- ulsdóttur, Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk, valin sú besta í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Verðlaunahafar fengu gripi gerða af listakonunni Koggu og gjafabréf fyrir dvöl á Kolkuósi í Skagafirði. „Er upp með mér “ Auk skáldsögu Kristínar Eiríks- dóttur, Elín, ýmislegt, voru ljóðabæk- urnar Flórída eftir Bergþóru Snæ- björnsdóttur og Slitförin eftir Fríðu Ísberg tilnefndar í flokki fagur- bókmennta. Í rökstuðningi dómnefnd- ar segir um verðlaunabókina: „Á einkar næman og áhrifaríkan hátt er hér fjallað um skynjun manneskj- unnar á veruleikanum, flóttaleiðir hugans, einsemd, hið gleymda og falda. Frásagnartæknin er í senn út- hugsuð og áreynslulaus. Elín, ým- islegt […] er gríðarlega vel skrifuð skáldsaga sem lifir áfram með lesand- anum.“ Kristín segist afar þakklát fyrir verðlaunin og segir þau mikilvæg. „Um þrjátíu prósent af útgefnum höf- undum nú eru konur og það er ekki vegna þess að konur skrifi minna eða hafi minna að segja. Það er ennþá þörf fyrir þessi verðlaun; ég er upp með mér og glöð yfir að fá þessa við- urkenningu, úr þessari átt,“ segir Kristín. Hún hefur á síðustu árum skrifað jöfnum höndum skáldsögur, leikrit og ljóð. „Og það heldur mér áhugasamri að fara þar á milli. Mér finnst skemmtilegt að kljást við ólík form og fæ mikið út úr því,“ segir hún. Kristín segir það vera langt ferli að skrifa sögu. „Öll verk eru partur af lengra ferli og þau hanga saman, eru einhvernveginn tengd. Þau verða til út úr hverju öðru – þetta er marg- arma monster. Maður er alltaf í vinnunni, þótt sjálfur skriftartíminn þurfi ekki að vera langur. Það opnast fyrir manni heimur sem er tiltekið verk og svo raðast í hann. Það tekur tíma og er lífrænt ferli.“ Þegar spurt er hvort verðlaun sem þessi séu mikilvæg, svarar Kristín að Kristín, Unnur og Kristín Helga hrepptu verðlaunin Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðlaunahöfundar Unnur Jökulsdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir og Kristín Eiríksdóttir fengu Fjöruverðlaun- in. Með þeim eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir, formaður verðlaunanna. á einhverju veraldlegu plani séu við- tökurnar mjög mikilvægar. „Þær gefa mér tilvistarleyfi og það er hvatning í því. Viðtökurnar eru ekki forsenda fyrir verkinu og það er ekki hægt að keppa í listum eins og listamenn vita. En þetta er hvatning og heiður, og gaman. Á veraldlegu plani er þetta frábært.“ Þykir vænt um Fjöruverðlaunin Í rökstuðningi dómnefndar um verðlaunabók Unnar Jökulsdóttur, Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk, segir: „Í bókinni skynjar lesandinn töfra og fegurð Mývatns. Unnur ber djúpa virðingu fyrir nátt- úrunni og lýsir henni af ástríðu og hrifningu. […] Bókin Undur Mývatns er dýrmæt perla rétt eins og vatnið sjálft.“ „Ég var mjög sátt og ánægð með tilnefninguna en það er ennþá skemmtilegra að fá verðlaunin. Ekki síst þegar ég var í svona góðu komp- aníi,“ segir Unnur en auk bókar henn- ar voru tilnefndar Íslenska lopapeys- an: Uppruni, saga og hönnun, eftir Ásdísi Jóelsdóttur, og Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir, eftir Steinunni Kristjáns- dóttur. Unnur hefur dvalið við Mývatn og starfað á sumrin síðan 2005. Þegar spurt er um uppleggið, segist hún hafa verið mikið með vísindamönnum sem voru að gera allskonar rann- sóknir á lífríki vatnsins og náttúrunni og hafi komist að svo mörgu stórkost- legu og ævintýralegu sem henni fannst að þyrfti að komast til fólks. „Þessi vísindi vilja oft felast í vís- indagreinum sem fáir lesa og mig langaði til að koma þessu á létt og að- gengilegt mál. Svo eru þarna ýmsar ævisögur og frásagnir af stórbrotnum örlögum, og æðra samhengi sem mig langaði að reyna að ná utan um. Kannski má líta á Mývatn sem lítið módel af náttúrunni sem má heim- færa á alla Jörðina.“ Og þegar spurt er hvort líta megi á bókina sem eins- konar varnarrit fyrir þá merku perlu sem Mývatn er þá játar Unnur því. Unnur segir að verðlaunin hvetji sig til frekari verka. „Mér finnst mjög vænt um Fjöruverðlaunin. Við vitum að það þarf að berjast fyrir því að kon- ur standi jafnfætis við karla í sam- félaginu, ekki bara hvað varðar laun og réttindi, heldur líka til dæmis með verðlaun og athygli. Það var ekki van- þörf á því að stofna þessi verðlaun og mér finnst einstaklega mikill heiður að fá þau,“ segir hún. Þurfa ennþá sérstakt kastljós Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishma- els eftir Kristínu Helgu Gunnars- dóttur, sem hreppti Fjöruverðlaunin í flokki barna- og unglingabókmennta, segir frá Ishmael, 15 ára dreng á flótta frá Sýrlandi, og Salí, sýrlenskri stúlku sem býr í Kópavogi. Í umsögn dómnefndar segir að sagan fjalli „öðr- um þræði um hörmungar en fyrst og fremst um mennsku og mannhelgi […] Bókin er einstaklega vel byggð, persónusköpun trúverðug og afar raunsæ og fjallar um málefni sem brennur á okkur öllum.“ Einnig voru tilnefndar Lang-elstur í bekknum eft- ir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Gulbrandur Snati og nammisjúku njósnararnir eftir Brynhildi Þórarins- dóttur. „Það er dásamlegt að fá svona við- urkenningu og kastljós á verk sem fjallar um þessa stóru hluti. Það skipt- ir miklu máli,“ segir Kristín Helga og bætir við að málefni flóttamanna hafi lengi brunnið á sér. „Við heyrum þessar fréttir alveg frá því að stríð brýst út en verðum ónæm fyrir tungutakinu, fréttaflutn- ingurinn verður einsleitur, orðfærið fjarlægir mann atburðunum. Það leit- aði á mig að fá svör fyrir sjálfa mig við allskonar stórum spurningum og þá fór ég að velta fyrir mér öllu þessu unga fólki sem er að skríða hratt upp á fullorðinsárin og er með þennan veruleika í fanginu: styrjaldir á fram- andi slóðum sem samt eru svo nálægt okkur. Um leið og ég vildi svara spurn- ingum sem brunnu á mér um líf flótta- manna, um að þurfa að hlaupa af stað með lífið í lúkunum, þá langaði mig að eiga samtal við ungt fólk sem er að erfa þennan heim.“ Kristín Helga segir skáldskap góða leið til að ná til ungmenna. „Sagan er alltaf besta leiðin. Saga manneskj- unnar, ferðalagið þitt og mitt. Þeirra saga er okkar saga. Með skáld- skapnum má leggja raunverulega at- burði í fangið á lesendum, og þá finn- um við fyrir ábyrgðinni sem við berum á hverju öðru.“ Og hún segir mikilvægt að Fjöru- verðlaunin séu kvennaverðlaun. „Ég var áður efins um að kyngreina bók- menntirnar með þessum hætti en eftir því sem tíminn líður og ég öðlast meiri þroska, þá sé ég að verðlaun sem þessi eru nauðsynleg. Konur þurfa ennþá sérstakt kastljós til að rödd þeirra sé sterk og heyrist,“ segir Kristín Helga.  Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, afhent í gær Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Fös 19/1 kl. 20:00 57. s Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Fös 2/3 kl. 20:00 aukas. Lau 20/1 kl. 20:00 58. s Þri 6/2 kl. 20:00 aukas. Lau 3/3 kl. 20:00 aukas. Þri 23/1 kl. 20:00 aukas. Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Sun 4/3 kl. 20:00 aukas. Fim 25/1 kl. 20:00 59. s Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Fös 9/3 kl. 20:00 aukas. Fös 26/1 kl. 20:00 60. s Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Lau 10/3 kl. 20:00 aukas. Lau 27/1 kl. 20:00 61. s Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Lau 17/3 kl. 20:00 aukas. Þri 30/1 kl. 20:00 aukas. Fös 23/2 kl. 20:00 aukas. Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Lau 24/2 kl. 20:00 aukas. Síðustu sýningar leikársins! Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið) Þri 16/1 kl. 20:00 4. s Sun 21/1 kl. 20:00 7. s Mið 31/1 kl. 20:00 10. s Mið 17/1 kl. 20:00 5. s Mið 24/1 kl. 20:00 8. s Fim 1/2 kl. 20:00 11. s Fim 18/1 kl. 20:00 6. s Sun 28/1 kl. 20:00 9. s Fös 2/2 kl. 20:00 12. s Byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar. Medea (Nýja sviðið) Þri 16/1 kl. 20:00 3. s Fim 18/1 kl. 20:00 5. s Sun 28/1 kl. 20:00 7. s Mið 17/1 kl. 20:00 4. s Mið 24/1 kl. 20:00 6. s Mið 31/1 kl. 20:00 8. s Ástir, svik og hefndarþorsti. Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fim 18/1 kl. 20:00 45. s Lau 20/1 kl. 20:00 47. s Fös 2/2 kl. 20:00 49. s Fös 19/1 kl. 20:00 46. s Sun 28/1 kl. 20:00 48. s Lau 3/2 kl. 20:00 50. s Draumur um eilífa ást Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 21/1 kl. 13:00 aukas. Sun 4/2 kl. 13:00 aukas. Sun 28/1 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas. Allra síðustu sýningar. Skúmaskot (Litla sviðið) Lau 20/1 kl. 13:00 5. s Lau 27/1 kl. 13:00 7. s Sun 21/1 kl. 13:00 6. s Sun 28/1 kl. 13:00 8. s Búðu þig undir dularfullt ferðalag! Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 21/1 kl. 13:00 Sun 4/2 kl. 13:00 Sun 18/2 kl. 13:00 Sun 28/1 kl. 13:00 Sun 11/2 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 24/2 kl. 19:30 Frums Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 25/2 kl. 19:30 2.sýn Fim 8/3 kl. 19:30 6.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 Auka Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Hafið (Stóra sviðið) Fim 18/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 19/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 26/1 kl. 19:30 10.sýn Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Lau 20/1 kl. 19:30 17.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 19.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Faðirinn (Kassinn) Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Fös 2/2 kl. 19:30 Auka Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn Þri 30/1 kl. 19:30 Auka Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn Mið 14/2 kl. 19:30 Auka Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 3/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 15:00 Lau 10/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 13:00 Lau 10/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 15:00 Brúðusýning Ég get (Kúlan) Lau 20/1 kl. 13:00 3.sýn Lau 27/1 kl. 13:00 5.sýn Lau 20/1 kl. 15:00 4.sýn Lau 27/1 kl. 15:00 6.sýn Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 19/1 kl. 20:00 Fös 26/1 kl. 22:30 Lau 3/2 kl. 22:30 Fös 19/1 kl. 22:30 Lau 27/1 kl. 20:00 Fim 8/2 kl. 20:00 Lau 20/1 kl. 20:00 Lau 27/1 kl. 22:30 Fös 9/2 kl. 20:00 Lau 20/1 kl. 22:30 Fim 1/2 kl. 20:00 Fös 9/2 kl. 22:30 Sun 21/1 kl. 20:00 Fös 2/2 kl. 20:00 Lau 10/2 kl. 20:00 Fim 25/1 kl. 20:00 Fös 2/2 kl. 22:30 Lau 10/2 kl. 22:30 Fös 26/1 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Efi (Kassinn) Mið 17/1 kl. 19:30 Auka Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Fim 15/2 kl. 19:30 Auka Fim 18/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 4.sýn Mið 7/2 kl. 19:30 9.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 3/3 kl. 19:30 13.sýn Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn Margverðlaunað og spennandi verk ! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 7/2 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 14/2 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 28/2 kl. 20:00 Mið 28/3 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.