Morgunblaðið - 29.01.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.01.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2018 12. febrúar í 10 nætur Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Bókaðu sól FUERTEVENTURA Allt að 25.000kr. afsláttur á mannFrá kr. 89.995 Frá kr. 69.995 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Eyþór L. Arnalds er ótvíræður sig- urvegari leiðtogaprófkjörs Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Eyþór hlaut 2.320 atkvæði eða 61% af greiddum og gildum atkvæð- um. Næst á eftir Eyþóri kom Áslaug María Friðriksdóttir með 788 at- kvæði, Kjartan Magnússon með 460, Vilhjálmur Bjarnason með 193 og Viðar Guðjohnsen með 65. Eyþór Arnalds segir viðbrögð sín við niðurstöðum leiðtogakjörsins fyrst og fremst þakklæti og auðmýkt gagnvart verkefninu sem framundan er. „Það kom á óvart hversu afger- andi niðurstaðan var. Ég ætlaði að vinna þrátt fyrir að tíminn væri naumur. Ég lít á þetta sem byr í seglin fyrir framboð okkar sjálfstæð- ismanna og breytingar fyrir borgar- búa. Niðurstaðan var skýr og hún segir okkur að fólk vill breytingar í borginni,“ segir Eyþór. Hann segist finna hljómgrunn fyr- ir þeim hugmyndum sem hann talaði fyrir og sjálfstæðismenn eigi bjarta von í vor. Listinn nýtt upphaf í borginni Eyþór segir að nú sé það verkefni kjörnefndar að stilla upp á lista „Ég ber virðingu fyrir störfum kjör- nefndar og mun ekki segja henni fyr- ir verkum. Ég styð hana í þeim ákvörðunum sem hún tekur,“ segir Eyþór og bendir á að allir sjálfstæðismenn í borginni geti haft samband við kjörnefnd og boðið sig fram. „Listinn þarf að vera nýtt upphaf fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borginni og kjörnefndar bíður það hlutverk að setja upp sterkasta listann.“ Eyþór þakkar gott afgerandi kjör því að íbúar borgarinnar séu búnir að fá nóg og niðurstaðan sé ákall um breytingar. „Í fyrsta lagi í samgöngumálin þar sem skutlið hefur breyst í langferð. Húsnæðismálin, sérstaklega gagn- vart ungu fólki sem getur ekki keypt húsnæði þar sem það vill. Skólamálin þarf að laga. Það er ótækt að leik- skólabörn séu send heim. Það þarf að gera átak í lestrarmálum í grunn- skóla og að lokum þarf að breyta stjórnkerfinu sem er orðið allt of dýrt og þungt,“ segir Eyþór. Eyþór ótvíræður leið- togi sjálfstæðismanna  Ný byrjun í borginni  Ákall um breytingar  Skutlið orðið að langferð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Leiðtogi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, óskar Eyþóri til hamingju. Áslaug María Friðriks- dóttir hlaut næst flest at- kvæði í leiðtogakjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, alls 788 atkvæði. Ekki náðist í Áslaugu við vinnslu fréttarinnar en á fésbókarsíðu sinni þakkar hún fyrir allan stuðning, símtöl, skemmtun og falleg skilaboð meðan á snarpri og góðri baráttu stóð. Hún segist stolt af baráttunni. Áslaug óskar sigurvegara prófkjörsins, Ey- þóri Arnalds, til hamingju og segir að næst taki við verkefni kjörnefndar að stilla upp sig- urstranglegum lista. Þakklát fyrir stuðninginn Kjartan Magnússon, borg- arfulltrúi segir niðurstöðu leiðtogaprófkjörsins ekki hafa komið alveg á óvart. Hann hafi samt vonast eft- ir meiri stuðningi. „Ég óska Eyþóri inni- lega til hamingju með kjör- ið. Ég fann það í aðdrag- anda baráttunnar að það var mikil krafa um endurnýjun og mikil stemming fyrir nýjum manni í efsta sætið,“ segir Kjartan. „Nú er leiðtogakjörinu lokið og kjörnefnd tekur við. Ég hef ekki hugað að framhaldinu en ég er tilbúinn að ræða setu á listanum.“ Tilbúinn að skoða setu á lista sjálfstæðismanna Vilhjálmur Bjarnason sættir sig við niðurstöðu prófkjörsins og óskar þeim sem taka sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík velfarnaðar. „Þetta snerist um leið- togakjör og það var á brattann að sækja þar sem ákveðin forystuöfl snerust á sveif með Eyþóri Arnalds. Nú er þetta mál- efni Reykvíkinga og þeir telja Eyþór rétta manninn. Ég tek ekki sæti á listanum og er fluttur aftur í Garðabæinn,“ segir Vilhjálmur sem fæddur er og uppalinn í borginni. Tekur ekki sæti á lista. Fluttur í Garðabæinn Viðar Guðjohnsen er sáttur við niðurstöðu leiðtoga- kjörsins og hefur fulla trú á Eyþóri sem leiðtoga. Hann segir að hann hafi aldrei ætlað sér að taka sæti á lista, það væri nóg af góðu fólki í Reykjavík til þess. „Ég var ekki að sækja um vinnu, ég vildi hræra upp í hlutunum og það tókst,“ segir Viðar sem finnst doði hafa verið í pólitískri umræðu og vinnu- brögðum fjölmiðla ábótavant. Ætlaði sér aldrei á lista, vildi hræra í hlutunum Gísli Kr. Björnsson, formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík, er ánægður með afgerandi niður- stöðu leiðtogaprófkjörsins. „Ég vonaði að sá sem myndi vinna sæti í góðu og öruggu umboði kjósenda og það varð niðurstaðan. Leiðtoginn hefur tæplega 62% atkvæða á bak við sig,“ segir Gísli og bætir við að þetta sé í fyrsta sinn sem leiðtogakjör hafi farið fram með þessum hætti hjá sjálfstæðis- mönnum í Reykjavík. Gísli segir næsta skref í höndum kjörnefndar undir forystu Sveins H. Skúlasonar. „Ég get ekki svarað hvenær nefndin verður búin að stilla upp lista en vonandi verður það sem fyrst svo frambjóðendur geti farið að vinna að mál- efnum sjálfstæðismanna í borginni í heild sinni.“ Gísli segist treysta því að kjörnefndin raði þannig á listann að tekið verði tillit til allra hópa en fyrst og fremst þurfi að velja á listann, hafa valinn mann í hvert rúm og að hæfustu menn og konur skipi hann. Varðandi jafnt hlutfall kynjanna segir Gísli það ekki rétt að það halli á annað kynið. Sem dæmi þá hafi verið jafnt hlutfall í þingkosn- ingunum 2016 í Reykjavík. Kona hafi leitt annað kjördæmið og karl hitt. „Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa ekki þurft að breyta listum til þess að ná jafnvægi milli kynja.“ Leiðtogakjörið var fyrsta prófkjörið frá hruni þar sem kjörsóknin jókst. „Í kjörinu tóku þátt á sjötta hundrað fleiri en í prófkjöri til Alþingis 2016. Ég get sem formaður Varðar ekki verið annað en sáttur,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi heyrt í hverfafélögum, að- ildarfélögum og fleirum og ekki sé annað að heyra en að menn beri fullt traust og flykki sér á bak við nýjan leiðtoga. Framhaldið er nú í höndum kjörnefndar VEL HEPPNAÐ LEIÐTOGAKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Gísli Kr. Björnsson Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Flokksráðsfundur Vinstri hreyfing- arinnar græns framboðs fór fram á Grand hóteli á laugardag, en fundur- inn var helgaður sveitarstjórnarmál- um. Fimm stjórnmálaályktanir um sveitarstjórnarmál voru samþykktar á fundinum. Sérstök ályktun var einnig sam- þykkt um #metoo og siðareglur stjórnmálamanna. Um 200 flokks- menn sóttu fundinn. Mál dómsmálaráðherra rætt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð- herra og formaður flokksins, sat fyr- ir svörum auk annarra ráðherra VG í ríkisstjórn, en hún flutti einnig ræðu. Lagði Katrín áherslu á inn- flytjendamál, jafnréttismál, verk- efnalista ríkisstjórnarinnar og sveit- arstjórnarkosningar. Kjaramál og markmið ríkisstjórnarinnar í um- hverfismálum ræddi Katrín einnig. „Hitnar undir ráðherra“ Varaformaður VG, Edward Huij- bens, flutti einnig ræðu og ræddi við fundarmenn um málefni dómsmála- ráðherra og samstarf VG við systur- flokka í Norður-Evrópu. Um mál Sigríðar Andersen, dóms- málaráðherra, sagði Edward að kröfur um að Katrín viki henni úr embætti ættu ekki við rök að styðj- ast. Stjórnskipanin gerði ráð fyrir ferli fyrir mál sem þessi og stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd ætti orð- ið. Edward hafði það einnig á orði að það hitnaði undir Sigríði í embætti. „Já, kæru félagar. Það hitnar undir Sigríði Á. Andersen og til að þetta eldist nú allt vel og brenni ekki, er betra að hækka hitann rólega,“ sagði Edward og uppskar hlátur nokkurra fundarmanna. Sveitarstjórnarmálin í forgrunni á flokksráðsfundi  Vinstri græn skerptu á stjórnmálastefnunni fyrir vorið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ræða Katrín Jakobsdóttir, formað- ur VG, í ræðustól um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.