Morgunblaðið - 29.01.2018, Page 8

Morgunblaðið - 29.01.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2018 Páll Vilhjálmsson blaðamaðurrifjaði í gær upp atburð sem var ánægjulegur fyrir íslensku þjóð- ina en kom sér illa fyrir ýmsa: „Vinstri- stjórn Jóhönnu Sig. stóð höllum fæti í janúar 2013. ESB- umsóknin hafði ver- ið lögð á ís um ára- mótin og stjórnarskrármálið hreyfðist ekki spönn frá rassi.    En það var EFTA-dómstóllinnsem endanlega drap Jóhönnu- stjórnina fyrir fimm árum upp á dag. Eftir að Icesave-dómurinn féll Íslendingum í vil og þar með reynd- ist allt rangt sem þau Jóhanna, Öss- ur og Steingrímur J. sögðu um ábyrgð Íslendinga á skuldum einka- banka.    Nokkrir einstaklingar urðu fyrirverulegum álitshnekki með dómnum, t.d. hagfræðingarnir Þór- ólfur Matthíasson og Gylfi Magnús- son sem boðuðu að Ísland yrði Kúba norðursins ef þjóðin axlaði ekki ábyrgðina á Icesave.    Framsóknarflokkurinn og for-maður hans, Sigmundur Davíð, voru sigurvegarar Icesave- málsins.“    Icesave-málið fór að lokum vel,þrátt fyrir vinstri stjórnina sem barðist gegn hagsmunum þjóðar- innar í málinu. En það var þjóðinni engu að síður dýrt, vegna Icesave- málsins og fleiri mála, að búa við ríkisstjórn sem lagði slíkt kapp á að kljúfa þjóðina að hún tók jafnvel af- stöðu með erlendum kröfugerð- armönnum frekar en að leitast við að þjappa þjóðinni að baki sér.    Mikilvægt er að slík framkomagleymist ekki en verði víti til varnaðar. Páll Vilhjálmsson Baráttan sem ekki má gleymast STAKSTEINAR Veður víða um heim 28.1., kl. 18.00 Reykjavík 0 skýjað Bolungarvík -3 léttskýjað Akureyri -1 léttskýjað Nuuk -9 skýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló 1 þoka Kaupmannahöfn 6 þoka Stokkhólmur 1 súld Helsinki 0 snjókoma Lúxemborg 5 þoka Brussel 10 þoka Dublin 12 skýjað Glasgow 11 rigning London 12 skýjað París 10 súld Amsterdam 9 skýjað Hamborg 7 súld Berlín 8 skýjað Vín 8 skýjað Moskva -6 alskýjað Algarve 15 léttskýjað Madríd 12 skýjað Barcelona 14 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Róm 13 heiðskírt Aþena 11 heiðskírt Winnipeg -22 skýjað Montreal 2 skýjað New York 8 rigning Chicago 2 þoka Orlando 24 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:17 17:06 ÍSAFJÖRÐUR 10:40 16:53 SIGLUFJÖRÐUR 10:24 16:35 DJÚPIVOGUR 9:51 16:31 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Kíktu á útsöluverðið! Teygja á rist. Góður sóli með dempun í hæl. Laust leðurinnlegg. Leður sandali Útsöluverð . er ur . „Tilnefningin er til vitnis um sterka framtíðarsýn og verði hún samþykkt getur það skapað ýmis tæki- færi hér um slóðir,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Vatnajökulsþjóðgarður og hluti gosbeltisins sem liggur þvert um landið verða tilnefnd á heimsminja- skrá UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, skv. yfirlýsingu sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, og Lilja Al- freðsdóttir, menntamálaráðherra, undirrituðu við Hoffellsjökul í gær. Tilnefningin verður afhent UNESCO á miðvikudag, en um mitt næsta ár ætti ákvörðun um tilnefningu að liggja fyrir. Þar er áhersla lögð á rekbeltið, heita reitinn undir landinu, eldstöðvakerfi og samspil elds og íss. Á heimsminja- skrá eru staðir sem hafa gildi fyrir allt mannkyn. Ís- lenskir staðir þar nú eru Þingvellir og Surtsey. Formlegur undirbúningur vegna tilnefningar- innar hófst 2016 og hefur staðið síðan. „Samþykkt á heimsminjaskrá gæti styrkt Vatnajökulsþjóðgarð sem ferðamannastað auk þess sem meiri fjármunir fást vonandi til reksturs þar og starfsemi,“ segir Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri. sbs@mbl.is Heimsminjaskráin er tækifæri  Vatnajökulsþjóðgarður tilnefndur hjá UNESCO Veröld Við Hoffellsjökul í gær þar sem ráðherrar undirrituðu tilnefninguna til UNESCO. Skjálftahrina hófst kl. 07.49 í gær- morgun 12,5 kílómetra norð- norðaustur af Grímsey með skjálfta að stærð 4,1 stig. 22 mínútum síðar reið annar skjálfti yfir, 3,3 stig að stærð. Einar Hjörleifsson, náttúruvár- sérfræðingur hjá Veðurstofu Ís- lands, sagði í samtali við Morgun- blaðið um kvöldmataleytið í gær að skjálftahrinunni væri lokið og að á þriðja tug skjálfta hefðu mælst. Einar segir að ekkert óeðlilegt sé í gangi við Grímsey. Hann segir Veðurstofuna hafa mælt stærsta skjálftann 4,1 en er- lendar skjálftaveitur hefðu mælt hann 4,3 stig. Einar segir að þrjár tilkynningar hafi borist í gegnum skráningu Veðurstofunnar sem nefnist Fannstu skjálftann. Ein úr Þingeyj- arsveit og tvær frá Akureyri. ge@mbl.is. Jarðskálfti 4,1 að stærð Morgunblaðið/ÞÖK Grímsey Íbúarnir eru öllu vanir þegar kemur að jarðskjálftum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.