Morgunblaðið - 29.01.2018, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2018
OCEAN MIST
Modus Hár og Snyrtistofa
Smáralind | harvorur.is
REF Stockholm er 12 ára gamalt
Professional haircare merki
Ocean Mist er 100 % Vegan ,
sulfate, Paraben, glúten
og Cruelity free
Verð 2.560 kr.
Sjá nánar á harvorur.is
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Sauli Niinisto, forseti Finnlands, var
í gær endurkjörinn í embættið og
mun hann því gegna embættinu öðru
sinni. Þegar meirihluti atkvæða
hafði verið talinn í gærkvöldi var
stuðningur við Niinisto 62 prósent.
„Þetta kom á óvart og ég er djúpt
snortinn vegna þessa mikla stuðn-
ings,“ sagði Niinisto þegar úrslitin
voru kunngjörð, en hann hefur notið
mikilla vinsælda í Finnlandi frá því
hann var kjörinn fyrst.
Forsetakjörið í gær er það fyrsta
frá árinu 1994 þar sem finnska þjóð-
in þarf aðeins eina umferð kosninga
til að ákveða sig. Það ár var lögunum
breytt þannig að forseti þyrfti að
hafa stuðning meirihluta þjóð-
arinnar og er Niinisto því fyrsti for-
setinn sem kjörinn er með hreinum
meirihluta í fyrstu umferð.
AFP
Endurkjörinn Sauli Niinisto hefur verið vinsæll meðal finnsku þjóðarinnar
og fékk örugga kosningu í gær og situr því sitt annað kjörtímabil.
Niinisto endurkjör-
inn forseti Finna
62% stuðningur í fyrstu umferð
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Tyrkir gerðu í gær árás á bæki-
stöðvar sveita Kúrda, YPG, í norð-
urhluta Sýrlands, nánar tiltekið á
fjallinu Barsaya í Afrin-héraði.
Náðu Tyrkir yfirráðum á fjallinu
sem staðsett er á miðjum landa-
mærum Tyrklands og Sýrlands.
Undanfarið hefur skyggni verið
slæmt og þoka mikil, en í gær nýttu
Tyrkir sér að himinn var heiður og
gerðu atlögu úr lofti.
Yfirlýstur tilgangur umræddra
hersveita Kúrda er landamæra-
varsla, en Tyrkir telja samtökin til
hryðjuverkasamtaka.
Árásirnar staðið í viku
Árásirnar hófust 20. janúar sl. og
hafa staðið yfir í rúma viku. Fjallið
Barsaya er staðsett á landamærum
Tyrklands og Sýrlands og þaðan er
útsýni yfir bæina Kilis og Azaz sem
eru sinn hvorum megin við landa-
mærin. Fjallið er því hernaðarlega
mikilvægt. Á mánudag töldu Tyrkir
sig hafa náð yfirráðum á fjallinu, en
skömmu síðar féll stjórnin aftur í
hendur Kúrda.
Sjö tyrkneskir hermenn hafa
fallið frá því innrásin hófst og um
40 hafa særst. Rúmlega sextíu
kúrdískir hermenn hafa fallið. Talið
er að um 42 óbreyttir borgarar hafi
fallið, þar á meðal tólf börn. Tyrkir
hafa neitað ásökunum um að hafa
að skotmörkum svæði þar sem al-
mennir borgarar hafast við.
Samskipti NATO-ríkja stirðna
Stjórnmálaskýrendur telja að að
baki hernaðaraðgerðunum liggi
pólitísk markmið Recep Tayyip Er-
dogan, Tyrklandsforseta, í heima-
landinu, en hann hefur áður nýtt
sér deilur Tyrkja og Kúrda til að
afla sér fylgis.
Mismunandi afstaða Tyrkja og
Bandaríkjamanna til YPG hefur
höggvið skarð í samstöðu ríkjanna
tveggja. Þannig hafa Tyrkir skil-
greint sveitir YPG sem hryðju-
verkasamtök og telja þau vera af-
sprengi Kúrdíska verkamanna-
flokksins, PKK.
Bandaríkjamenn og aðrar
NATO-þjóðir hafa hins vegar stutt
sveitir YPG og m.a. séð þeim fyrir
vopnum sem notuð hafa verið í
átökum víða um Sýrland. Þannig
hefur YPG lagt hönd á plóg í átök-
um Bandaríkjamanna við liðsmenn
hryðjuverkasamtakanna Ríkis ísl-
am.
Donald Trump, Bandaríkjafor-
seti, hvatti Erdogan til að láta af
hernaðaraðgerðunum í síðustu
viku, en Erdogan hefur hótað því
að ráðast inn í Manbij í austurhluta
Afrin-héraðs, en þar eru um tvö
þúsund bandarískir hermenn.
Tyrkir hafa krafist þess af Banda-
ríkjamönnum að þeir kalli um-
rædda hermenn heim hið snarasta.
Friðarviðræður í uppnámi
Friðarviðræður um stríðið í Sýr-
landi sem fyrirhugaðar eru í rúss-
nesku borginni Sochi í næstu viku
eru í uppnámi vegna hernaðarað-
gerða Tyrkja, en talsmenn Kúrda
kveðast ekki munu taka þátt í þeim
fyrr en árásum Tyrkja linni.
Viðræðunum er ætlað að binda
enda á stríðið í Sýrlandi og leysa úr
stjórnmálaflækjum milli ríkja og
þjóða sem tekið hafa þátt í stríðinu.
Fjölmargar tilraunir hafa verið
gerðar í þessa veru, en engin þeirra
heppnast. Um 340 þúsund manns
hafa látið lífið í stríðinu í Sýrlandi
sem nú hefur staðið yfir í sjö ár.
Í árásum Tyrkja á föstudag
skemmdist um þrjú þúsund ára
gamalt hof í Ain Dara, en yfirvöld í
Sýrlandi segja að um 60 prósent
þess séu ónýt. Í tilkynningu frá
hinu opinbera var skemmdarverk-
unum líkt við skemmdarverk
hryðjuverkasamtakanna Ríkis ísl-
am á fornminjunum í Palmyra í
Sýrlandi sem samtökin eyðilögðu
vísvitandi á síðustu árum.
Átökin magnast í Sýrlandi
Tyrkir náðu yfirráðum á fjallinu Barsaya 42 óbreyttir borgarar fallnir
Samskipti Bandaríkjamanna og Tyrkja stirðna Fornt hof var eyðilagt
AFP
Afrin-hérað Reykur stígur til himins eftir loftárásir tyrkneskra hersveita í Afrin-héraði í gær.
Sýrland
» Hersveitir Tyrkja náðu fjalls-
hlíðum Barsaya á sitt vald í
gær.
» Samband Bandaríkjanna og
Tyrklands versnar enn að mati
stjórnmálagreinenda.
» 42 óbreyttir borgarar hafa
fallið í átökunum í Afrin-héraði
í Sýrlandi.
» Tyrkir hafna ásökunum um
að hafa varpað sprengjum á
griðasvæði almennra borgara.
» Friðarviðræður vegna stríðs-
ins í Sýrlandi í uppnámi vegna
hernaðaraðgerða Tyrkja
» Sýrlendingar líkja eyðilegg-
ingu forns hofs í Ain Dara við
skemmdarverk Ríkis íslams.
Rússneska lög-
reglan handtók í
gær leiðtoga
rússnesku stjórn-
arandstöðunnar,
Alexei Navalny.
Upplýsti hann
sjálfur um hand-
tökuna á Twit-
ter, en hann var
handtekinn í
kjölfar mótmæla-
fundar í Moskvu sem hann hafði
boðað til vegna fyrirhugaðra for-
setakosninga.
Navalny gagnrýndi á fundinum
framkvæmd kosninganna og sagði
komandi forsetakjör lítið annað en
krýningu Vladmirs Pútín, forseta
Rússlands, en talið er að hann muni
bera sigur úr býtum og sitja til árs-
ins 2024.
Nacalny á yfir höfði sér ákæru
fyrir að hafa skipulagt mótmælin í
óleyfi.
RÚSSLAND
Handtóku leiðtoga
andstöðunnar
Alexei
Navalny
Yfirvöld í París
eru í viðbragðs-
stöðu vegna
vatnshæðar ár-
innar Signu, en
yfirborð hennar
er nú um fjórum
metrum hærra
en venjulega,
tæpir sex metr-
ar. Í gær hækk-
aði vatnsborðið
um níu sentimetra á einum sólar-
hring.
Mikil rigning hefur verið í borg-
inni síðustu daga og hafa um 1.000
íbúar yfirgefið heimili sín vegna
væntra flóða. Um 1.500 heimili eru
án rafmagns. Allar siglingar eru
bannaðar á Signu að undanskildum
neyðarflutningum og hefur ástand-
ið því haft mikil áhrif á þjónustu við
ferðamenn í borginni.
Árið 2016 urðu flóð í París vegna
vatnavaxta í Signu, en þá þurfti að
loka Louvre-listasafninu í fjóra
daga. Þá var vatnshæð árinnar
rúmlega 6,1 metri.
FRAKKLAND
Vatnshæð Signu
veldur áhyggjum
Signa Flóð gætu
orðið í París.