Morgunblaðið - 29.01.2018, Page 16

Morgunblaðið - 29.01.2018, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Áfimmtudag-inn kom hinárlega til- kynning fræði- tímaritsins Bullet- in of the Atomic Scientists um það hver staða „dómsdagsklukk- unnar“ svonefndu væri. Ákváðu aðstandendur tíma- ritsins að rétt væri að stilla klukkuna á tvær mínútur í „miðnætti“, en miðnætti á að tákna endalok mannkynsins. Þessi hefð tímaritsins hófst árið 1947 í árdaga kalda stríðsins en klukkan hefur að- eins einu sinni áður verið jafnnálægt endalokunum og nú, árið 1953, þegar Bandarík- in og svo Sovétríkin gerðu fyrst tilraunir með vetnis- sprengjuna og gereyðingar- vopnakapphlaupið virtist stjórnlaust. Rökstuðningur tímaritsins að þessu sinni er sá, að þróun heimsmálanna hafi öll verið til verri vegar á síðasta ári. Mun- ar þar mest um kjarnorku- deilu ríkja heims við Norður- Kóreu, en einnig nefna þeir sem standa að klukkunni slæm samskipti stórveldanna, eink- um Bandaríkjanna annars vegar og Rússa og Kínverja hins vegar. Þá bæti ekki úr skák, að í Hvíta húsinu sitji nú maður sem sé algjörlega óút- reiknanlegur, sem hafi ein- stakt lag á því að kveikja elda með óvarfærnum yfirlýsingum sínum. Hafa ber í huga, að Dóms- dagsklukkan endurspeglar fyrst og fremst huglægt mat þeirra, sem standa að tímarit- inu. Að þessu sinni litast það bersýnilega töluvert af af- stöðu þeirra til núverandi for- seta Bandaríkjanna. Engu að síður er ljóst, að ástand heims- málanna er um margt mun varhugaverðara en það hefur verið frá dögum kalda stríðs- ins. Síðan þá hafa bæði Ind- land og Pakistan komið sér upp öflugu kjarnorkuvopna- búri, auk þess sem Norður- Kórea, stórhættulegt út- lagaríki, hefur komið sér upp slíkum vopnum og reynir stöð- ugt að gera þau langdrægari hættulegri. Ýmis önnur ríki, eins og Íran, hafa reynt að verða sér úti um slík vopn, sem aftur hefur kallað á hörð viðbrögð annarra ríkja, en þó ekki nægilega hörð til að gera annað og meira en að seinka vopnavæðingunni. Kóreudeilan er kapítuli út af fyrir sig og brýnt að það takist að leysa hana með friðvæn- legum hætti á þann veg að Norður-Kóreumenn láti vopn- in af hendi. Hugsanlega er það rétt mat þeirra sem að klukk- unni standa, að hvassyrði Trumps Banda- ríkjaforseta og Kims Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hvors um annan séu ekki að auka líkurnar á þeirri niðurstöðu. Það verður þó að hafa í huga að opinberar orðahnippingar munu ekki einar og sér leiða til þess að heimurinn farist í kjarnorkueldi. Helstu sér- fræðingar í kjarnorkumálum meta stöðuna nú þannig, að þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar Norður-- Kóreumanna, hljóti Kim að gera sér grein fyrir því, að árás á Bandaríkin eða banda- menn þeirra með kjarnorku- vopnum að fyrra bragði myndi tákna algjöra útrýmingu Norður-Kóreu. Og án efa er nauðsynlegt að haga sam- skiptum við slíkan mann á þann veg að hann skynji og skilji að hann mun ekki kom- ast upp með áframhaldandi vopnavæðingu og hótanir við önnur ríki. En hvers vegna þarf þá að afvopna útlagaríkið? Fyrir það fyrsta felst mesta hættan á kjarnorkustyrjöld í því að deiluaðilar misskilji fyrirætl- anir hvor annars og taki ákvarðanir út frá villandi for- sendum. Sú hætta á ekki bara við um Kóreuskagann, heldur í samskiptum allra ríkja sem eru kjarnorkuvopnavædd. Önnur ástæða er einfaldlega sú, að allt mat á hegðun ann- arra ríkja byggist að miklu leyti á þeirri forsendu, að þeir sem móti stefnu og taki ákvarðanir geri það út frá rök- réttum ástæðum og hags- munamati. Það er þó ekki allt- af raunin og raunar bendir fátt í hegðun Kims Jong-un frá því að hann tók við völdum til þess að honum sé treystandi til þess að hafa gjöreyðingarvopn undir höndum. Loks má nefna að því færri sem ráða yfir kjarnorkuvopn- um, þeim mun minni líkur eru á að einhver beiti þeim. Þess vegna er það sjálfstætt mark- mið og mikilvægt að koma í veg fyrir að fleiri ríki komi sér upp kjarnorkuvopnum eða að ríki á borð við Norður-Kóreu fái að halda í sín vopn. Ef marka má mat The Bull- etin of Atomic Scientists stendur heimurinn nú á helj- arþröm. Það er brýnt að ríki heims geri sitt til þess að „færa klukkuna til baka“ og draga úr þeirri spennu sem nú einkennir öll alþjóðamál. Þetta þarf að gera með fullri festu lýðræðisríkjanna og góðri samvinnu við þau ríki önnur sem búa við þokkalega ábyrgt og stöðugt stjórnarfar. „Dómsdags- klukkan“ færist nær heimsenda, en er hún marktæk?} Tvær mínútur til stefnu H ækkun til eldri borgara og ör- yrkja átti að vera 47% og ár aftur í tímann, að lágmarki. Hvað þýðir það ef þetta hefði verið raunin? Jú, það myndi þýða það að flestir lífeyrisþegar væri með um 260 þúsund krónur útborgaðar ef þeir hefðu fengið 47% hækkun, en auðvitað ætti þessi tala að vera 300 þúsund krónur út- borgaðar og það strax í dag. Í staðinn fá flestir lífeyrisþegar rétt um 200 þúsund krónur útborgaðar. Ef við setj- um þetta í samhengi við það sem flestir líf- eyrisþegar hækkuðu um áramótin eru þetta bara 7000 krónur. Það eru öll ósköpin. Til dæmis: af hverju getum við ekki borgað öllum sömu orlofs- og jólauppbót? Hvernig í ósköpunum stendur á því að það þarf að mismuna þar líka? Jólauppbótin er frá um 200.000 krónum og í það að lífeyrisþegar fá ekki neitt. Ekki krónu! Þetta er líka gert með orlofið. Við erum að búa til refsikerfi. Ég skil ekki hvernig er hægt að verja svona óréttlæti og það eftir yfir 40% kauphækkun frá kjararáði. Segja við það fólk sem er verst statt í þessu þjóðfélagi, þið eruð að fá rosalega mikla hækkun til ykkur, þið fáið 4,7%. Hvers vegna eru eldri borgarar og öryrkjar á kjör- um sem eru vel undir barna- eða unglingatöxtum? Töxtum sem hugsaðir eru fyrir börn og unglinga sem ekki þurfa að borga fyrir húsnæði. Kjör- um sem eru langt undir fátæktarmörkum. Síðan er það enn þá meira til skammar að ef þessir öryrkjar fá einhverja styrki til kaupa á lyfjum eða reksturs á bifreið og fleiri styrki, þá eru þeir taldir sem tekjur til að skatta fyrst og skerða svo aðra bóta- flokka. Með því hirðir ríkið um 280 millj- ónir króna af þeim sem síst skyldi í skatta. Öryrkjar hafa ekki einu sinni efni á að borga til baka skerðingarnar sem koma til greiðslu einu sinni á ári. Þetta er mjög illa gert því að fólk veit ekki einu sinni af því fyrr en 1. júlí, þegar skerðingardagurinn rennur upp ár hvert hjá Tryggingastofnun ríkisins. Fátæktarmörk eru í dag tekjur sem eru undir 360.000 krónum og því eru lífeyr- islaunin um 130.000 krónum undir fátæktarmörkum, sem er ekkert annað en sárafátækt og lágmarkslaun, 60.000 krónum undir fátæktarmörkum sem er ekkert annað en fáránlegt og við sem rík þjóð ættum að skammast okkar fyrir það. Flokkur fólksins berst fyrir því númer eitt að engin börn, lífeyrisþegar eða láglaunafólk lifi í fátækt, hvað þá í sárafátækt. Tökum höndum saman og útrýmum þessari þjóðarskömm sem fátækt er strax. Guðmundur Ingi Krist- insson Pistill Skattar og skerðingar Höfundur er þingmaður og varaformaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Höskuldur Daði Magnúson hdm@mbl.is Þetta gæti orðið okkar allrastærsta stolt og framlag tilnáttúruverndar hingaðtil,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu á dögunum hefur ríkis- stjórnin ákveðið að skipa þver- pólitíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Er henni meðal annars ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landsvæða innan hans í verndarflokka. Einnig er henni ætlað að fjalla um hugsan- legar aðkomuleiðir og þjónustu- miðstöðvar, svæðisskiptingu og rekstrarsvæði og greina tækifæri sem gætu falist í stofnun þjóðgarðs fyrir byggðaþróun og atvinnulíf. Þá er nefndinni ætlað að gera tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- og verndaráætlunum og atvinnustefnu fyrir þjóðgarðinn. Í nóvember síðastliðnum kom út skýrsla nefndar á vegum um- hverfis- og auðlindaráðuneytisins og hagaðila um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Mun sú skýrsla liggja til grundvallar starfi áðurnefndrar þverpólitískrar nefndar. Stærstu víðerni landsins Miðhálendið nær yfir um 40% af flatarmáli landsins og er eitt stærsta samfellda svæðið í Evrópu þar sem ekki er föst búseta. Innan miðhá- lendisins eru stærstu víðerni lands- ins. Lítið er um mannvirki og langt á milli þeirra. Svæðið markast af svo- nefndri miðhálendislínu sem miðast í grunninn við línu dregna milli heimalanda og afrétta. Á miðhálend- inu er sem kunnugt er fjöldi náttúruminja og samfelld svæði sem njóta verndar að einhverju leyti. Náttúrufegurðin er öllum kunn. „Það sem vinnst með stofnun þjóðgarðsins er að við fengjum betri og meiri heildarsýn á verndun og nýtingu hálendisins. Þar kæmi til samræming í skipulagi og ákvörð- unum, um viðhald vega, bygginga og svo framvegis. Auðveldara væri að stýra ferðamönnum en þjóðgarður- inn hefði líka gríðarlegt aðdráttar- afl,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég tel að hann myndi skapa mikil efnahagsleg tækifæri fyrir byggðirnar í kring og á jaðri þjóð- garðsins. Ný rannsókn á þjóðgarð- inum Snæfellsjökli sýnir að hann skilaði 3,9 milljörðum króna í þjóðarbúið á ári og af því urðu 1,8 milljarðar eftir á nesinu sjálfu. Eftir því sem við förum lengra frá Reykja- vík, þeim mun stærra hlutfall af efnahagslegum áhrifum verður eftir á staðnum. Þannig að við erum ekki bara að vernda náttúruna sem er mikilvægt í sjálfu sér, við erum líka að búa til efnahagsleg tækifæri.“ Settur á stofn 2020 Guðmundur Ingi segir að við undirbúning þessa stóra þjóðgarðs sé mikilvægt að horfa á hann sem eina heild, til að mynda varðandi skipulag, yfirsýn og stjórnsýslu. „Ég tel að rétt sé að honum verði skipt upp í mismunandi verndarflokka, eins og gert er í Vatnajökulsþjóðgarði og víða um heim. Þannig fylgjum við alþjóð- legum viðmiðum. Með þessu móti má vernda sum svæði meira en önn- ur. Þannig verði hefðbundnar nytjar leyfðar á sumum svæðum, en annarsstaðar verði meiri vernd. Allt verði þetta innan ramma þess að við séum ekki að ganga á náttúruna.“ Hvenær er raunhæft að þjóð- garður þessi verði að veruleika? „Þetta verður ekki hrist fram úr erminni. Við viljum gefa vinnu nefndarinnar góðan tíma, að þau fái að fara ofan í þau mál er að þessu snúa. Það þarf líka að hafa víðtækt samráð við þá vinnu. Stefnan er að- þjóðgarðurinn verði settur á stofn á kjörtímabilinu, vonandi árið 2020.“ 60% landsmanna fylgjandi Býstu við að það verði einhugur um þetta mál eða má búast við and- stöðu? „Skoðanakannanir sýna að yfir 60% landsmanna eru fylgjandi þessu og bara 12% mótfallin. Ríkisstjórnin er að fylgja þessu, en alveg ljóst að við þurfum eftir sem áður að sýna fram á kosti þjóðgarðsins fyrir fjöl- mörgum. Ég er alveg raunsær með það.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sprengisandur Nýr þjóðgarður á miðhálendinu myndi ná yfir um 40% af flatarmáli landsins. Vonast er til að hann verði settur á stofn árið 2020. Þjóðgarður verði settur á stofn 2020 Þjóðgarðar á Íslandi » Þrír þjóðgarðar eru á Ís- landi, á Þingvöllum, Vatnajök- ulsþjóðgarður og þjóðgarð- urinn Snæfellsjökull. » Heimilt er að friðlýsa stór náttúrusvæði sem þjóðgarða samkvæmt náttúruverndar- lögum ef þau eru lítt snortin og hafa að geyma sérstakt eða dæmigert lífríki, jarðminjar og/eða landslag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.