Morgunblaðið - 29.01.2018, Blaðsíða 17
Jafnrétti: Stundum
en ekki alltaf
jákvætt?
Hæfnisnefnd lagði
til við dómsmálaráð-
herra í maí á síðasta
ári að nákvæmlega 15
einstaklingar yrðu
skipaðir dómarar við
nýjan Landsrétt. Af
þeim 15 einstaklingum
voru aðeins fimm kon-
ur. Í fyrsta skipti í
sögu lýðveldisins kom
Alþingi að skipan dóm-
ara og var það samkvæmt lögum.
Þegar leitað var eftir skoðun þing-
manna, þvert á flokka, á tillögum
nefndarinnar varð strax ljóst að Al-
þingi myndi ekki samþykkja þær
óbreyttar.
Á síðustu árum hefur krafan um
aukið jafnræði kynjanna í opinber-
um störfum styrkst svo um munar.
Fram til þessa hefur hallað veru-
lega á konur við skipan í dómara-
stöður þótt fleiri konur starfi nú
innan lögfræðistéttarinnar en áður
og hafi víðtæka þekkingu og reynslu
til starfans. Jafnara kynjahlutfall
meðal dómara er til þess fallið að
efla traust til dómstóla, til dæmis
þegar kemur að meðferð kynferð-
isbrotamála fyrir dómi.
Við skipun dómara við Landsrétt
taldi Sigríður Á. Andersen, dóms-
málaráðherra, nauðsynlegt að líta
til fleiri þátta en hæfn-
isnefndin hafði gert, en
þó sérstaklega auka
vægi dómarareynslu.
Þær tillögur sem
dómsmálaráðherra
lagði til við Alþingi í
lok maí um skipun 15
dómara við Landsrétt
leiddu jafnframt til
þess að fjöldi kvenna
jókst úr fimm í sjö. Þar
með var kynjaskipting
við Landsdóm orðin
jafnari, sjö konur og
átta karlar. Aukið jafnrétti
kynjanna við stofnun nýs dómsstigs
á Íslandi hefði einhvern tímann ver-
ið álitið jákvætt skref fram á við af
hálfu þeirra sem hæst hafa talað um
jafnrétti á öllum sviðum samfélags-
ins.
Eftir Völu
Pálsdóttur
» Jafnara kynjahlutfall
meðal dómara er til
þess fallið að efla traust
til dómstóla, til dæmis
þegar kemur að með-
ferð kynferðisbrotamála
fyrir dómi.
Höfundur er formaður
Landssambands sjálfstæðiskvenna.
Vala Pálsdóttir
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2018
Reykjavík Ungur myndasmiður við Sólfarið sýndi talsverð tilþrif og beindi linsu myndavélarinnar að fuglum himinsins, Esjunni og öðru áhugaverðu myndefni sem fyrir augun bar.
Kristinn Magnússon
Sameiginlegt verk-
efni allra landsmanna,
fyrirtækja, stofnana
og hins opinbera á
næstu árum er að
byggja upp orðspor
Íslands. Takist það þá
skilar það sér í auk-
inni eftirspurn eftir ís-
lenskum vörum og
þjónustu, vekur áhuga
erlendra ferðamanna á
landinu sem og áhuga erlendra
fjárfesta á íslensku atvinnulífi. Þar
með fæst meira fyrir vöru og þjón-
ustu, meiri verðmæti en ella verða
til og það skilar sér í auknum lífs-
gæðum.
Stefna hins opinbera í inn-
kaupum skiptir miklu máli í þessu
samhengi þar sem hið opinbera
eyðir 45 krónum af hverjum 100
krónum í hagkerfinu. Framkvæmd
útboða má ekki hygla innfluttum
vörum á kostnað innlendra. Því
miður hefur borið á því í útboðum
hins opinbera að óskað er eftir til-
teknum húsgögnum, jafnvel þekktri
erlendri hönnun. Innlend hönnun
og framleiðsla stendur þar með
verr að vígi og fyrirætlanir um að
byggja vöxt á hugviti, hönnun og
framleiðslu ganga ekki eftir.
Val okkar hefur áhrif
Það vakti athygli nýlega þegar
heilbrigðisráðuneytið valdi innflutt
húsgögn inn í ráðuneytið. Með því
að velja frekar ís-
lenska framleiðslu og
hönnun er stutt við ís-
lenskt hugvit og hug-
myndaauðgi. Með
slíku vali taka stjórn-
völd þátt í því að
byggja upp iðnað á
grundvelli handverks,
hugvits og hönnunar
auk þess að fjölga
sendiherrum Íslands.
Slík uppbygging tekur
mörg ár en eins og í
öllum ferðalögum þá
þarf að leggja af stað til þess að
komast á áfangastað. Byrjum núna.
Því miður hafa mörg tækifæri farið
forgörðum í gegnum tíðina því við
ætlum alltaf að nýta næsta tæki-
færi sem gefst.
Stjórnvöld þurfa að ganga á und-
an með góðu fordæmi og prýða op-
inberar byggingar sem fjöldi fólks
leggur leið sína um með íslenskum
húsgögnum, sem bera menningu
landsins, handverki og hönnun gott
vitni. Því miður hafa fjölmörg tæki-
færi ekki verið nýtt sem skyldi.
Veröld – hús Vigdísar Finnboga-
dóttur er prýtt innfluttum hús-
gögnum. Hið sama á við um Hörpu,
sendiráð Íslands víða um heim sem
og húsnæði ráðuneyta hér á landi.
Í forsætisráðuneytinu er skand-
ínavísk hönnun áberandi svo dæmi
sé tekið. Betur færi á því að ís-
lenskt framleiðsla, hugvit og hönn-
un væri áberandi í opinberum
byggingum. Þar liggja tækifæri til
að fjölga sendiherrum íslensks iðn-
aðar og rækta í leiðinni orðspor Ís-
lands.
Ráðamenn velji íslenskt
Danir hafa um áratuga skeið lagt
áherslu á hönnun og framleiðslu.
Þær áherslur eru svo inngrónar í
þjóðarsálina að dönsk húsgögn
prýða flestar opinberar byggingar,
fyrirtæki og heimili þar í landi.
Raunar hefur Dönum tekist svo vel
til að dönsk húsgögn prýða margar
byggingar hér á landi, ekki síst op-
inberar byggingar. Dönsk húsgögn
eru þannig sendiherrar danskrar
menningar og bera hróður landsins
víða um heim. Við eigum slíka
sendiherra og þurfum að fjölga
þeim. Það færi vel á því að ráð-
herrar í ríkisstjórn Íslands veldu
frekar íslenska hönnun og fram-
leiðslu umfram erlenda og sýndu
þar með vilja í verki.
Við þurfum öll að taka þátt í því
að rækta vörumerkið Ísland og
auka þannig eftirspurn eftir því
sem við höfum upp á að bjóða. Það
er ekki eftir neinu að bíða, hefj-
umst handa núna.
Eftir Sigurð
Hannesson »Með því að velja
frekar íslenska
framleiðslu og hönnun
er stutt við íslenskt hug-
vit og hugmyndaauðgi.
Sigurður Hannesson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins.
Stöndum með sjálfum
okkur og byrjum núna