Morgunblaðið - 29.01.2018, Síða 21

Morgunblaðið - 29.01.2018, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2018 Raðauglýsingar Tilboð/útboð Útboð Sandblásturinn felur í sér að að fjarlægja harðar kísilúrfellingar af á rótorum, leiðiskóflum, ásþéttihúsum og öðrum búnaði. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Nánar lýst í útboðsgögnum „ONRS-2018-01 Sandblástur“ Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu á vefsíðu OR https://www.or.is/utbod Tilboð verða opnuð hjá Orku náttúrunnar ohf. Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, þriðjudaginn 06.03.2018 kl. 11:00. Orka náttúrunnar ohf. óskar eftir tilboðum í: Sandblástur ORKA NÁTTÚRUNNAR Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is Allar fyrirspurnir vegna útboðs skal senda á utbod@or.is j l i , j í · í i · . .i ll i i l n.is ONRS-2018-01 / 29.01.2018 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, Kraftur í KR kl. 10.30 (leikfimi, allir velkomnir og frítt inn). Útskurður og myndlist kl. 13 og félagsvist er spiluð í matsalnum kl. 13. Boðinn Leikfimi kl. 10.30, bingó kl. 13, myndlist kl. 13. Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera kl. 9, brids kl. 13. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.20, opin handverks- stofa kl. 13, botsía kl. 13.30, kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Furugerði 1 Morgunverður frá kl. 8.10-9.10 í borðsal, fjöliðjan í kjall- ara opin frá kl. 10, heitt kaffi á könnunni hjá Möggu Dögg, stólaleik- fimi með Olgu kl. 11 í innri borðsal, hádegisverður kl. 11.30-12.30 í borðsal, ganga kl. 13 ef veður leyfir, botsía í innri borðsal kl. 14, síð- degiskaffi kl. 14.30-15.30 í borðsal. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma 617- 1503, vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.40/8.20/15.15, kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.05, stólaleikfimi Sjálandi kl. 9.50, kvennaleikfimi Ásgarði kl. 10.40, brids í Jónshúsi kl. 13, Tiffany námskeið í Kirkjuhvoli kl. 13, zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gerðuberg Opin Handavinnustofa kl. 8.30-16, útskurður með leið- beinanda kl. 9-16, línudans kl. 13-14, kóræfing kl. 14.30-16.30. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta. Grensáskirkja Síðdegissamvera eldri borgara í Grensáskirkju verður miðvikudaginn 31. janúar kl. 17.30-19, söngur og hugvekja, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson sálmaskáld, fjallar um sálmana sína. Að því loknu borðum við saman létta máltíð í safnaðarheimilinu. Verð 1.000 kr. Vin- samlega tilkynnið þátttöku í síma 528 4410 eða netfang grensaskir- kja@kirkjan.is í síðasta lagi í dag, mánudag. Gullsmári Postulínshópur kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl. 10, handa- vinna kl. 13, brids kl. 13, jóga kl. 18, félagsvist kl. 20. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. opin handavinna kl. 9–14, bænastund kl. 9.30–10, jóga kl. 10.10–11.10, hádegismatur kl. 11.30, prjónaklúbbur kl. 14, kaffi kl. 14.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, léttar erobik- æfingar hjá Milan kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga kl. 10 hjá Carynu, hádegismatur kl. 11.30. Tálgun kl. 13, spilað brids kl. 13, eftir- miðdagskaffi kl. 14.30. Jóga hjá Ragnheiði kl. 16. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, hjá afa kl. 9.30, ganga kl. 10, línudansnámskeið kl. 10, myndlisar- námskeið hjá Margréti Zophoníasdóttur kl. 12.30, handavinnuhornið kl. 13, félagsvist kl. 13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30, nánari upplýsingar í síma 411-2790, allir velkomnir óháð aldri. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga 9, gönguhópar kl. 10 frá Borgum, Grafarvogsikrkju og inni í Egilshöll, línudans með Eddu kl. 11, félags- vist kl. 13, prjónað til góðst kl. 13 í Borgum. Tréútskurður kl. 13 í Borg- um og kóræfing Korpusystkina kl. 16.30 í Borgum. Minnum á félags- fund Korpúlfa á miðvikudaginn, vonumst til að sjá ykkur sem flest. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest- ur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl.14, bíó á 2. hæð kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og spiluð er félagsvist kl. 13. Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega vel- komnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586. Seltjarnarnes Leir Skólabraut kl. 9, billjard Selinu kl. 10, krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30, Jógasalnum Skólabraut kl. 11, handa- vinna Skólabraut kl. 13, vatnsleikfimi sundlauginni kl. 18.39. Á morg- un þriðjudg verður þorrasamvera í kirkjunni kl. 12, skráning nauð- synleg. Nk. föstudag 2. febrúar verður farið í Þjóðleikhúsið á sýning- una Föðurinn. Síðasti skráningardagur um hádegi í dag. S. 8939800. Stangarhylur 4, Zumba Gold kl. 10.30, undir stjórn Tanyu, ipad- námskeið kl. 13.30, kennari Kristrún. Vesturgata 7 Glerskurður ( Tifffanýs) kl. 13-16. Vigdís Hansen. Föstudagur. Enska leiðbeinandi Peter R. K. Vosicky Sungið við flygil- inn kl. 13-14, Gylfi Gunnarsson. Kaffiveitingar kl. 14-14.30. Smáauglýsingar Húsnæði óskast Húsnæði óskast Þýska sendiráðið óskar eftir vel útbúnu húsnæði m/húsgögnum (einbýlishús eða íbúð), 200-300 m² frá 1. apríl til 31. október 2018, mið- svæðis í Rvk. Bílskúr. Tilboð vinsam- legast sendist með myndum til Þýska sendiráðsins, Laufásvegi 31, 101 Reykjavík, einnig með tölvupósti á info@reykjavik.diplo.de Upplýsingar í síma 530 1100. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Þjónusta Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna. Sími 696 2748 loggildurmalari@gmail.com Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Húsviðhald Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og á mbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? slít sundur dauðans bönd. svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Góða ferð í sumarlandið, elsku mamma mín, við vitum að þar verður tekið vel á móti þér. Minn- ingin lifir í hjörtum okkar. Guð veri með þér. Þinn sonur, Yngvi Þór. Elsku mamma mín, mikið er ég þakklát fyrir hvernig þú fékkst að yfirgefa okkur með þinni reisn. Það sást á þinni stuttu banalegu hversu mikilvæg fjölskyldan var fyrir þig. Eftir því sem fleiri voru, þeim mun glaðari varstu. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og alla, sama hverjir þeir voru. Besta minning sem er ofar öðrum er hversu mikið þú ljómaðir þegar við fjölskyldan vorum hjá þér í öll- um þínum matar- og kaffiboðum, þá varstu virkilega þú sjálf. Ég á eftir að sakna þín svo mikið, elsku mamma mín. Það er tómlegt án þín. Við erum búnar að vera sam- an í sömu samtökum í áraraðir. Og ég á margar yndislegar minn- ingar þaðan. Öll ferðalögin sem við fórum og þú lést þig aldrei vanta. Þakka þér fyrir, mamma mín, hvað þú hefur reynst börn- unum mínum vel í mínum erfið- leikum. Alltaf varstu tilbúin að taka við þeim hvernig sem á stóð. Ég þakka Guði fyrir að hafa átt þig sem mömmu. Þú ert búin að vera kletturinn minn í gegnum mitt líf. Þú varst svo hress og allt- af stutt í grínið. Síðustu æviárin dvaldi hún á Dalbraut 27. Þar naut hún góðrar umönnunar og sýnir sig hvað þú varst í miklu uppáhaldi hjá konunum þar, hvað þú varst yndisleg. Ég vil þakka Dalbraut og heimahjúkrun sem hafa sinnt henni í áraraðir. Mikið þakka ég fyrir allt sem þær gerðu fyrir hana. Það er ómetanlegt. Núna kveð ég þig, elsku mamma mín. Þú varst svo trúuð, ég veit að þú baðst fyrir öllu þínu fólki á hverju kvöldi. Guð mun taka vel á móti þér og ég veit að mamma þín og fleiri taka vel á móti þér. Mikið er ég viss um að það eru fagn- aðarfundir. Ég elska þig mamma mín, megir þú hvíla í friði. Blessuð sé minning þín. Þín Anna Kristinsdóttir. Elsku móðir mín er nú fallin frá og söknuður er mér efst í huga. Fyrstu minningarnar mínar frá Grensásveginum eru hve gest- kvæmt var alltaf, fólk að koma og fara og mikið spjallað, spilað, hlegið og nóg af bakkelsi með kaffinu. Alltaf var mamma til staðar ef eitthvað bjátaði á og fyrst til að bjóða aðstoð sína. Hún opnaði heimilið sitt fyrir þá sem þurftu á því að halda í stuttan eða langan tíma og það eru ekki fáir sem leituðu skjóls hjá henni. Hún var vinur vina minna og ég gleymi því aldrei þegar vinir mínir hringdu fyrir tíma GSM-síma að spjallið milli mömmu og þeirra var oftast mun lengra en spjallið við mig. Svona var mamma og þegar ég hitti æskufélaga spyrja þeir „Hvernig hefur mamma þín það?“ áður en þeir spyrja hvernig ég hafi það. Þetta þykir mér vænt um. Mamma var sannkölluð kjarnakona og alls staðar dáð, hvort sem það var innan fjöl- skyldunnar, vinahópa, SÁÁ, Sam- hjálpar eða AA-samtakanna. Blessuð sé minning hennar. Hvíl þú í friði Guðs, elsku mamma. Kristinn Magnús Kristinsson. Amma sagðist aldrei hafa skammað börnin sín, né látið þau gera nein verk heima. Sagði að þau þyrftu að gera nóg þegar þau yrðu eldri. Reyndar þurfti ekki að skamma svo góð börn, sem voru svo prúð að eftir var tekið. Ein af sérgreinum ömmu var rúllutertubakstur með heima- gerðri rabarbarasultu. Ég sóttist alltaf eftir að fá endana sem hún skar af áður en hún bar tertuna fram. Önnur sérgrein var pönnu- kökubakstur. Ég minnist þess að við Freyr frændi minn höfum tek- ið jafnharðan á móti pönnukökum er þær komu af pönnunni hjá henni. Amma hafði alltaf mjög gaman af því að spila, það var mikið spilað á æskuheimili hennar. Þegar ég bjó hjá henni og afa þvældist ég með til vina þeirra á spilakvöldum. Þá var mikið hlegið og flissað. Ég gat ekki skilið hvað spil væru fyndin og sá aldrei þessa hunda sem hún talaði um. Hafandi búið hjá þeim fékk ég líka að kynnast systkinum hennar og vinum. Hún var ekki síður stolt af systkinahópi sínum, foreldrum og formæðrum. Grasaættinni. Iðulega minntist hún á hæfileika í handbragði, listsköpun og lækn- ingum sem lágu í ættinni. Ég kveð ömmu með þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta henn- ar svona lengi, og að börnin mín hafi fengið að eiga hana að. Chien Tai. Amma var svo mikil pæja, með bleika varalitinn sinn, í háu hæl- unum og með bleiku húfuna sína – hún var ekki kölluð amma bleika fyrir ekki neitt. Litla ljúfa káta amma sem lék sér með barna- og barnabarnabörnum sínum eins og hún sjálf væri tvítug, hún var al- gjör barnagæla. Amma var sú sem hrósaði mest, hún studdi mann og ýtti manni áfram í því sem maður var að gera. Hún var alltaf svo stolt af okkur öllum. Amma var með fallegasta hjarta- lag sem fyrir fannst. Umhyggja og ást hennar til okkar allra var ómæld, hún átti sérstaka tengingu með hverjum og einum. Hún amma trúði alltaf á það góða í fólki og talaði alltaf fallega um alla. All- ir þeir sem hittu ömmu dáðust að hjartalagi hennar og góð- mennsku. Amma var líka ótrúlega fyndin, þau voru ófá skiptin sem við hlóg- um okkur máttlausar saman. Þeg- ar ég var lítil þá var hafragraut- urinn hjá ömmu betri en allir aðrir hafragrautar, vegna þess að hún setti svo mikið af sykri í hann og kældi hann svo úti í glugga. Að koma í ömmuhús var alltaf nota- legt og gott, það var svo mikil hlýja og kærleikur þar og ekkert var bannað. Amma bakaði líka heimsins bestu pönnukökur. Amma sótti okkur systkinin einu sinni í viku í leikskólann, þá feng- um við að fara heim með henni og fá fullt af knúsum og bakarísmat, okkur þótti það sko alls ekki leið- inlegt. Ég man þegar amma eignaðist kærasta, Engilbert afa, ég var ólm í að fá að kalla hann afa. Þau voru svo yndisleg bæði tvö, fóru með okkur systkinin í húsdýragarðinn en eftirminnilegustu stundirnar voru heima hjá þeim við eldhús- borðið að spila. Þegar ég varð ófrísk að Leó hlakkaði ég svo til að tilkynna ömmu það, vegna þess að ég vissi hvað hún myndi elska hann mikið. Það sást langar leiðir þegar þau hittust hvað hún var stolt af þessum litla dreng. Ég þakka ömmu fyrir allar góðu stundirnar og allt það sem hún hefur kennt mér, minning hennar mun lifa í hjörtum okkar allra. Hrund Steinsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Regínu Magdalenu Er- lingsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Eddu Ingveldi Lar- sen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.