Morgunblaðið - 04.01.2018, Side 7

Morgunblaðið - 04.01.2018, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018 7ATVINNULÍF Miðhrauni 13 - Garðabæ - Sími 555-6444 - www.maras.is YANMAR Aðalvélar 9 - 6200 hö. Mynd: Landhelgisgæslan Útlit er fyrir að á þessu ári verði áfram vöxtur í ferðum Íslendinga til útlanda. Um þetta leyti árs fara margir að huga að ferðalögum næsta sumars og segir Tómas Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, að bókunarstaðan í byrjun árs bendi til 15-20% aukn- ingar á milli ára, sem er svipuð aukning og undanfarin ár. Hann segir þróunina hafa verið í þá átt að Íslendingar ferðast oftar til útlanda en dvelja í skemmri tíma í hvert sinn: „Það skýrist kannski af háu at- vinnustigi og fólk eigi því erfiðara með að taka sér löng frí frá vinnu. Er því frekar reynt að nýta þá frí- daga sem bjóðast hér og þar til að fara í stutta ferð til útlanda.“ Trygg Tenerife Að sögn Tómasar eru landsmenn áhugasamir um að prófa nýja áfangastaði, en halda samt tryggð við vinsæla ferða- mannastaði eins og Tenerife sem flogið er til allt árið um kring. „Þessir sígildu áfangastaðir halda áfram að laða til sín flesta farþega, en við- tökurnar hafa líka verið góðar þegar við höfum prófað nýja staði eins og t.d. Fuerte- ventura á Kanaríeyjum, eða Króatíu og Ítalíu sem við byrjuðum aftur að bjóða upp á í fyrra, í fyrsta skipti eftir hrun.“ Tómas segir ferðaskrifstofur og flugfélög áfram glíma við þá óvissu sem hlýst af sveiflum í olíuverði og gengi gjaldmiðla. Kaupa má fram- virka samninga og tryggingar sem verja gegn þessari áhættu, en slík- um varúðarráðstöfunum fylgi alltaf viðbótarkostnaður. „Ferðaskrifstof- urnar þurfa núna líka að fást við það vandamál að verð á hótelgistingu fer hækkandi um alla Evrópu. Það sem helst veldur þessari hækkun er mik- il fjölgun ferðamanna frá Asíu sem vilja ólmir skoða bæði Evrópu og Bandaríkin, svo að á háannatímum er eftirspurnin eftir gistingu mun meiri en framboðið. Hótelmarkaður- inn er orðinn seljendamarkaður.“ Straumurinn til Rússlands Vilhjálmur Ómar Sverrisson, sölustjóri hjá Icelandair, segir sum- arið líta vel út með tilliti til bókana og að þróunin sé í samræmi við áætlanir flugfélagsins. Að sögn Vil- hjálms má greina að Íslendingar eru í vaxandi mæli farnir að skipuleggja ferðir sínar alfarið sjálfir. „Það eru þá ferðir sem oftar en ekki tengjast áhugamálum eins og tónleikum og íþróttaleikjum, og ljóst að fólk fer í fleiri ferðir yfir árið en áður.“ Meðal þess sem mun hafa áhrif á ferða- mynstrið hjá Ice- landair í sumar er HM í knatt- spyrnu og má bú- ast við að margir velji að eyða sumarfríinu í Rússlandi. „Við verðum með flug beint á leiki Ís- lands og sjáum að í kringum heims- meistaramótið er einnig töluvert um bókanir á okkar áfangastaði með tengiflugi áfram inn til Rússlands.“ Hafa utanlandsferðir Íslendinga náð hámarki? Að sögn Ragnhildar Geirsdóttur, aðstoðarforstjóra WOW air, líta far- þegatölurnar vel út á næstu mán- uðum og horfur á að bæði íslensk- um og erlendum farþegum fjölgi í samræmi við áætlanir. Hún segir Íslendinga vera rúmlega 15% af heild- arfarþegafjölda WOW og þeim hafi fjölgað um liðlega þriðjung á síðasta ári. Ljóst er að Íslendingar hafa verið duglegir að ferðast út í heim á und- anförnum árum og ferðalögunum fjölgað í takt við batnandi efnahags- ástand og styrkingu krónunnar. Ragnhildur segir forvitnilegt að skoða hvort aukningin í utanlands- ferðum Íslendinga muni halda áfram með sama hraða. „Mælingar sýna að hinn dæmigerði Íslendingur fer um það bil tvisvar á ári til út- landa, sem er töluvert meira en meðal-Evrópubúinn sem fer utan einu sinni á ári,“ segir hún en bætir við að innlendi markaðurinn taki mjög vel við sér þegar nýir áfanga- staðir bætast við og þegar völ er á ódýru flugi. Starfsemi WOW air hefur vaxið mjög á undanförnum árum og á hverju ári hefur flugfélagið bætt við mörgum áfangastöðum bæði í N-Ameríku og Evrópu. Næsta sum- ar verður flogið til sextán borga í Norður-Ameríku og því vert að spyrja hvort sá heimshluti sé ekki hér um bil fullnýttur og kominn tími fyrir WOW að stækka í aðrar áttir, en þegar hefur verið upplýst að WOW vinnur að undirbúningi beins flugs til Asíu. Ragnhildur segir stækkun leiðakerfisins til austurs, m.a. til Tel Aviv, hafa heppnast mjög vel og flugfélagið hafi ýmsa áfangastaði í austri til skoðunar. „Við munum áfram vinna að því að þétta leiðakerfið og lykilatriði að bjóða upp á góðar tengingar yfir Norður-Atlantshafið, en við erum farin að horfa austar, þó svo að enn hafi ekki neitt verið ákveðið í þeim efnum.“ Ferðast oftar, en skemur Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ferðavenjur Íslendinga eru að breytast. Þeir ferðast oftar en áður til útlanda og skipuleggja ferðirnar í vax- andi mæli sjálfir. HM í Rússlandi mun setja mark sitt á ferðalög landsmanna í sumar og WOW air skoð- ar möguleika á að stækka leiðakerfi sitt til austurs. Morgunblaðið/Ómar Hinn dæmigerði Íslendingur ferðast núna um það bil tvisvar á ári til útlanda, og spurning hvort að sú aukning sem verið hefur í utanlandsferðum lands- manna geti lengi haldið áfram af sama krafti, eða hvort þróunin muni jafnast út. Margir hafa takmarkaðan tíma fyrir ferðalög, þó þeir hafi efni á þeim. Ragnhildur Geirsdóttir Vilhjálmur Ómar Sverrisson Tómas Gestsson Nær allt farþegaflug til og frá landinu fer í gegnum Leifsstöð og ljóst að vöxturinn hjá ís- lensku flugfélögunum er farinn að reyna á innviði flugvallarins. Ragnhildur hjá WOW segist sýna því ákveðinn skilning að Isavia, sem rekur flugvöllinn, hafi ekki getað brugðist við þeim mikla vexti sem orðið hef- ur á undanförnum árum. „En það breytir því ekki að það er mjög mikilvægt að Isavia bregð- ist hratt við og byggi völlinn upp á þann hátt að hann geti áfram stutt við það viðskiptamódel WOW og Icelandair að nota Ís- land sem skiptistöð fyrir far- þega á leið yfir Atlantshafið,“ segir hún. „Það skiptir máli að þjónustan á flugvellinum sé skilvirk svo að koma megi vél- unum hratt í loftið, og svo að upplifun farþega sé góð. Flug- stöðin þarf að taka þátt í vexti flugfélaganna, og stækka með auknum umsvifum, því annars er hætt við að Keflavík- urflugvöllur sem skiptistöð sitji hreinlega eftir.“ Flugstöðin þarf að halda í við vöxtinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.