Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018 9VIÐTAL óskum viðskiptavinanna, hvað þeir hafi áhuga á að gera á Íslandi, segist Guy vita ýmislegt í gegnum skráningarnar á vefsíðunni, eins og ald- ur, kyn og fleira. „Í mörgum tilvikum hringi ég í viðskiptavinina til að spjalla við þá um hvað þeir vilja og þá er mikilvægt að spyrja réttu spurn- inganna. Svo er ég með ríkulegar upplýsingar á vefsíðunni ásamt verði og þar eru þessar ferðir tíundaðar meðal annars á korti. Svo eftir að fólk- ið er komið til Íslands er ég með þjónustu allan sólarhringinn ef eitthvað kemur upp á.“ Viðskiptavinum Another Iceland frá Ísrael hefur fjölgað hratt í gegnum árin. Að sögn Guys komu nokkur hundruð fyrsta árið en núna skipta viðskiptavinirnir þúsundum. Vöxturinn hefur verið um 30% á ári. „Það eru kannski þrjú þús- und viðskiptavinir frá Ísrael sem koma á þessu ári og um 1.000 frá öðrum löndum, en þetta er annað árið sem við bjóðum ferðir til fólks utan Ísraels. Ég held að sá hluti muni vaxa og verða stærri en ísraelski hlutinn. Það er a.m.k. framtíð- armarkmiðið.“ Aðspurður segist hann ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hve margir ísraelskir ferðamenn komi hingað til lands á hverju ári, enda séu þeir ekki taldir sérstaklega í Leifsstöð. „Samkvæmt Wikipedia eyða Ísraelar mestum tíma allra þjóða í ferðalög hér á landi. Fólk frá Bandaríkjunum og Evrópu eyðir að jafnaði fimm til sex dögum hér á landi en Ísraelar tveimur til þremur vikum. Líklega er þetta út af því að ferðalagið hingað er langt og menn vilja fá sem mest út úr því fyrst þeir eru komnir hingað á annað borð.“ Aðspurður segir Guy að líklegast sé hann um- svifamestur í þessum Self Drive Tours til Íslands í Ísrael. Samkvæmt heimasíðu félagsins kostar dýrasta ferðin, svokölluð Iceland Complete 4x4 Adventure, 3.521 evru á mann eða 435 þúsund krónur. Þeirri ferð er lýst sem „hinni fullkomnu ferð“; ævintýralegri 17 daga ferð þar sem ferðast er vítt um landið á jeppa. Ódýrustu ferðirnar eru tvær sjö daga ferðir, annars vegar svokölluð Ice- land Express-ferð, þar sem helstu perlur hring- inn í kringum landið eru skoðaðar, og The South & West-ferðin, þar sem staðir á Suður- og Vest- urlandi eru skoðaðir. Þær ferðir kosta rúmar 1.000 evrur, eða 133 þúsund krónur á mann, með bíl og gistingu inniföldu. Guy segir að margir Ísraelar kjósi að koma hingað í hópferðum og ferðast með öðrum lönd- um sínum um landið í rútum. „Ég er ekkert í slíkum ferðum. Mínar ferðir eru fyrir þá sem vilja frekar vera á eigin vegum og blandast meira menningunni á staðnum meðan á ferðinni stend- ur.“ Spurður um áhrif þess að flugfélagið WOW air hefur hafið beint flug á milli Íslands og Ísraels segist Guy vænta þess að ísraelskum ferðamönn- um fjölgi hér á landi. „Kosturinn við ísraelska markaðinn er að af því að hann er svo nýr hér á Íslandi mun hægjast seinna á ferðamanna- straum þaðan en frá öðrum mörkuðum. WOW air auglýsir mikið í Ísrael þessa dagana og ég á von á því að þar með verði Ísland enn betur kynnt í landinu fyrir vikið, og þar með gæti eftir- spurn eftir mínum ferðum einnig aukist.“ Ísland hefur upp á margt að bjóða Varðandi framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi, sem hefur vaxið hratt á síðustu árum, segir Guy að fréttir af dýrtíð hér á landi hafi smitast út fyr- ir landsteinana og það hafi áhrif. „En ég held að Ísland hafi margt að bjóða og margir vilji heim- sækja landið. Ég held að ferðaþjónustan muni halda áfram að vaxa, en líklega ekki á sama hraða og verið hefur. Fólkið sem kemur hingað á mínum vegum er alltaf heillað af því sem það upplifir. Og þegar allt kemur til alls talar fólkið ekki um hvað allt var dýrt hér á landi heldur um hvað allt er frábært hér og segir öðrum frá þegar heim er komið. Viðbrögðin hafa alltaf verið mjög jákvæð. Ísland er einstakt land. Erlendis eru svo margir staðir eins, og svo lengi sem menn fá ekki þá tilfinningu á Íslandi dregur það að. Við meg- um aldrei komast á þann stað að fólki finnist við bara vilja hirða sem mesta peninga af gest- unum.“ sínum af ferðalögum. Og þannig var þetta með ferðirnar sem ég skipulagði og seldi. Það fór gott orð af þeim og þær spurðust vel út. Það er mjög gott að fá fólk þannig til að selja hlutina fyrir sig.“ Guy segir að fljótlega hafi stórar ísraelskar ferðaskrifstofur einnig komið auga á tækifærin í Íslandsferðum. „Þau sáu þarna vaxandi markað og þá beina menn eðlilega athyglinni þangað. Þessi fyrirtæki fóru að bjóða upp á margs konar ferðir. Þetta kom mér líka til góða því markaðs- setningin á landinu í Ísrael jókst að sama skapi. En það sem ég hafði fram yfir alla aðra sem voru að bjóða svona ferðir var að ég bjó á staðnum. Ég gat selt fólki þá staðreynd að ég byggi á Íslandi og væri sérfræðingur í því. Auk þess líkaði fólki þjónustan mjög vel og fannst ferðirnar góðar. Þannig fékk ég góð meðmæli, sem skipti miklu máli.“ Guy hefur frá upphafi unnið náið með einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, Iceland Travel. „Þau keyptu fyrirtækið mitt næstum því á tímabili, en í dag er ég feginn að hafa ekki selt. Við vorum orðin ásátt um verð og allt var nánast frágengið. Iceland Travel er leiðandi fyrirtæki og ég er með sérstaka deild þar innanhúss sem sér um mínar bókanir. Þetta veitir mér mikinn stuðning. En þjónusta mín við mína viðskiptavini er mjög persónuleg. Það fá allir persónulega þjónustu og vegna samstarfs míns við Iceland Travel er öll ferðin mjög traust og trygg. Ef eitt- hvað kemur upp á, eins og flóð eða þvíumlíkt, þá er auðvelt að breyta ferðatilhögun með hraði.“ Sú breyting varð nú nýverið á starfsemi Another Iceland að farið var að bjóða ferðir á al- þjóðamarkaði. „Þetta byrjaði eiginlega þannig að fólk sem hafði keypt af mér ferðir fór að mæla með ferðunum við ættingja sína í Bandaríkjunum til dæmis, og þeir fóru því að senda mér óskir um sérsniðnar ferðir. Málið er að ég tel mig vera með mjög góða vöru. Ef hún er borin saman við önnur fyrirtæki, þá er hún mjög samkeppnishæf. Verð- ið er gott, varan er góð, og því hugsaði ég sem svo að auðvelt gæti verið að selja ferðirnar hvar í heiminum sem er. Ég fékk mág minn og gamlan skólafélaga í Ísrael til að sjá um þann hluta af við- skiptunum og hann er núna kominn inn í fyr- irtækið með mér.“ Alþjóðlega salan fór vel af stað Hann segir að salan utan Ísraels hafi gengið mjög vel. „Á fyrsta árinu fékk ég meiri tekjur úr þessum hluta en ég fékk út úr ísraelsku sölunni á fyrsta ári, og var umfram væntingar.“ Guy og félagi hans nota leitarvélabestun og netmarkaðsmál með góðum árangri. „Vefsíðan er önnur leitarniðurstaðan í Google-leitarvélinni þegar leitað er að „Self Drive Tours“ á Íslandi, sem er mjög erfiður markaður, því mörg gam- algróin fyrirtæki hafa selt slíkar ferðir hingað í mörg ár.“ Hagstæðar leitarniðurstöður skapa mikla um- ferð á vefsíðunni að sögn Guys, og vöxturinn á heimsóknum er góður. Guy sjálfur notar ekki Facebook og segist hafa komist af án þess hingað til, en aftur á móti notar félagi hans í Ísrael Facebook óspart til markaðs- setningar. „Annars eru Ísraelar miklu meira á WhatsApp en Facebook. Þar eru allir með það spjallforrit.“ Ferðirnar sem Another Iceland sérhæfir sig í eru eins og fyrr sagði svokallaðar Self Drive Tours, þar sem viðskiptavinir eru á eigin vegum og aka sjálfir um landið á bílaleigubílum. „Við sérsníðum ferðir fyrir alla okkar viðskiptavini, það er okkar sérstaða. Þetta getur verið tíma- frekt þar sem við gerum ferðaáætlun í smá- atriðum, þannig að nákvæmar leiðbeiningar bíði fólks um leið og það lendir í Keflavík. Þetta er mikil þjónusta og fólki er sagt hvert á að keyra, hvað á að sjá, hvar á að stoppa og hvar á að sofa o.s.frv. Þetta eru mjög hentugar ferðir fyrir fólk sem ekki getur lagt á sig mikinn undirbúning, en getur í staðinn treyst á góðar leiðbeiningar. Ferðaáætlun frá a-ö bíður þess þegar það lend- ir.“ Spurður hvernig hann geti sem best áttað sig á einhver Ísraeli væri búsettur á Íslandi sem gæti verið þeim innanhandar og verið með þeim í út- sendingunni. Ég var sá eini sem kom upp í þeirri leit og þau höfðu samband og sögðust vera að fara að gera þessa heimildarmynd um gosið og spurðu hvort ég vildi koma og vera með þeim og ég var til í það. Með þessu fékk ég mjög góða kynningu í Ísrael. Þetta var einnig mikilvægt til að öðlast meira traust. Margir voru kannski ekki vissir í upphafi hvort þeir ættu að treysta mér fyrir greiðslukortinu sínu, en þarna náði ég að byggja upp mikinn trúverðugleika.“ Það má því segja að fyrirtækið hafi fengið fljúgandi start. „Þetta var mjög góð byrjun. Ísraelski markaðurinn byggist mikið á með- mælum; að fólk segi öðru fólki frá upplifunum ári eftir 180° beygju Morgunblaðið/RAX Guy segist sjá samsvörun með reynslu sinni af vinnu á fasteignamarkaðnum í New York og því að vinna í ferðamennskunni á Ís- landi, einkum hvað upp- gang greinanna varðar. „Ég byrjaði þegar verðið var lágt, en svo hætti ég rétt áður en húsnæð- isbólan sprakk og fjármálakerfið hrundi. Margir vinir mínir lentu illa í því. Að hluta vorum við sem unnum í þessum geira ábyrgir fyrir mörgu sem segja má að hafi lagt líf fólks í rúst. Til að nefna einhver dæmi um hvað tíðkaðist í þessum bransa og ég tók þátt í, og þótti eðlilegt, var að ég seldi konu sem vann á pósthúsi og var með 60 þúsund bandaríkjadali í laun á ári, þrjú hús, þar af tvö sem voru í slæmu ásig- komulagi. Hún vildi verða fjárfestir og leigusali. Lánin voru svo ódýr að í raun var nóg að eiga 2.000 dali til að geta keypt sér hús. Við, eins og aðrir á þessum tíma, seldum fólki þá hugmynd að hægt væri að kaupa hús, leigja það út, og leigan myndi svo borga bæði afborganir af húsinu og útborgunina. Svo myndirðu verða leigu- sali, nokkuð sem alla dreymir um. Það er auð- velt að ímynda sér hvernig fór fyrir þessari konu í hruninu, sem keypti húsin þrjú. Hún varð gjaldþrota, eins og svo margir aðrir í sömu stöðu. Það voru ótal svona dæmi í Bandaríkjunum. Við seldum mörgu fólki hús sem hefði aldrei annars getað keypt sér hús. Þetta var allt samþykkt af bönk- unum. Þeir fengu sína þóknun og höfðu engan sérstakan áhuga á því hver var að kaupa. Og þannig varð til keðjuverkun sem á endanum varð kerfinu að falli. Ferða- bransinn er hinsvegar allt öðruvísi,“ segir Guy. Seldi pósthússtarfsmanni þrjú hús í fasteignabólunni í New York

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.