Morgunblaðið - 04.01.2018, Side 11

Morgunblaðið - 04.01.2018, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018 11FRÉTTIR Af síðum Lýsi það best fyrri tilraunum mannsins til geimferða að ferðast djarflega, þá er það að ferðast sparlega rétta lýsingin á væntanlegu tímabili geimferðalaga. Og enginn telur sig geta rutt brautina út í geim á hagkvæmari hátt en Elon Musk og geimferðafyrirtækið hans SpaceX. Fyrsta stig fyrirætlana fyrirtækisins er á áætlun, en það felst í að draga veru- lega úr kostnaði með notkun endur- nýtanlegra eldflauga. Á næsta stigi verð- ur kerfi gervihnatta komið á sporbaug til að bjóða upp á háhraða internet. Ef það heppnast mun það væntanlega skjóta fjárfestunum sem komu snemma inn í félagið rakleiðis upp í sjö- unda himin. Þeir sem komu síðar munu ekki ná jafn hátt. Fyrirskipun Kirk kapteins, „geislaðu mig upp, Scotty“, mun kannski aldrei raungerast, en hins vegar gæti skipunin „flyttu mig heim, Alexa“ ræst innan skamms. Sjálfakandi bílar munu leggja grunn að viðskiptamódeli SpaceX. Morgan Stanley áætlar að á næstu 20 árum muni alþjóðleg umferð gagnamagns aukast tvöhundruðfalt, og munar þar langmest um gögn fyrir sjálfakandi ökutæki. Þó svo að hefðbundið þráðlaust netsamband muni duga að mestu, þá munu um það bil 10% útheimta tengingu í gegnum gervihnött. SpaceX er þekktast fyrir geimskot sín (og lendingar) en fyrirtækið áætlar að árið 2025 muni einungis 5 milljarðar af 35 milljarða dala tekjum koma úr þeirri átt. Afgangurinn mun koma frá gervihnött- unum. Endurnýtanlegar eldflaugar eru bara fyrsta skrefið í því að um- breyta breiðbandstengingum yfir gervihnött. Næsta stóra verkefnið er að ná niður kostnaðinum við framleiðslu gervihnatta. Stefnt er að því að það gerist smám saman, enda hyggst fyrirtækið skjóta 4.000 gervihnöttum á loft í fyrstu atrennu. Leita þarf á náðir fjármálamarkaða til að borga fyrir þetta allt. Sem stendur er áætlað að tekjur félagsins nemi um 1 milljarði dala, og hagnaðurinn ekki meira en 100 milljónum. Í fjármögnunarlotu sem haldin var í júlí síðastliðnum var fyrirtækið metið á 21 milljarð dala, sem gerir SpaceX á meðal útblásnustu fjárfestingarkosta í Kísildal. Verðmatið má að vissu marki réttlæta með því að fyrirtækið væntir framlegðar af gervihnattarekstrinum sem nemur um tveimur þriðju hlutum rekstrartekna. Almennt útboð áður en þetta verður að veru- leika gæti skilað fjárfestum ríkulegri ávöxtun. Hins vegar segir fyrirtækið að hlutafjárútboð kunni að vera jafn fjarlægt og hugmyndir þess um að reisa nýlendu á Mars. Þegar að því kemur gæti sporbraut hagnaðarflaugar SpaceX verið orðin nokkuð flöt. LEX AFP SpaceX: Farið með himinskautum Evrópsk iðnfyrirtæki skiluðu í des- ember bestu rekstrarniðurstöðum í einum mánuði frá því evran var tekin í notkun. Þessi niðurstaða markaði endann á ári þar sem atvinnulífi á myntsvæðinu farnaðist mun betur en búist hafði verið við. Samkvæmt tölum sem birtar voru á þriðjudag fór innkaupastjóra- vísitala iðnfyrirtækja á evrusvæðinu upp í 60,6 stig í desember, og hefur ekki verið hærri síðan mælingar hóf- ust um mitt ár 1997. Ef vísitalan er yfir 50 stigum jafngildir það aukn- ingu frá mánuðinum á undan. Vöxtur um alla Evrópu Þessi niðurstaða rennir stoðum undir „skyndi“- mælingar sem höfðu gefið til kynna að það stefndi í besta rekstrarárið til þessa. Á sama tíma hafa nýjustu hagtölur frá ríkjum víðsvegar í Evrópu sýnt að almennur efnahagsvöxtur hefur átt sér stað um alla álfuna. Vöxtur fyrirtækja í Þýskalandi, Írlandi og Austurríki hefur aldrei mælst meiri og á Grikklandi var afkoma atvinnulífsins sú besta í nærri áratug. Þessi nýjustu merki um vaxandi þrótt efnahagslífsins urðu til þess að evran hækkaði á þriðjudagsmorgun og var nálægt hæsta gengi sínu í þrjú ár. Gengi evrunnar styrktist um 0,6% og fór í 1,2082 dali, sem er næsthæsta gengi sem mælst hefur síðan í 1. jan- úar 2015. Almenn veiking banda- ríkjadals hjálpaði evrunni, en evran styrktist þó einnig um 0,4% gagnvart pundinu. Fyrirboði um aukinn hagvöxt Innkaupastjóravísitalan byggist á könnunum þar sem spurst er fyrir um fjölda nýrra pantana, verðþróun og fjölgun starfa, svo dæmi séu tekin, til þess að draga upp mynd af heild- arástandi á þessu sviði. Hún þykir gagnleg sem fyrirboði um hagvöxt. Það gerðist ítrekað árið 2017 að evrópskt efnahagslíf fór fram úr væntingum, og leiddi það til þess að hagfræðingar og stjórnvöld hækkuðu hagvaxtarspár sínar umtalsvert. Seðlabanki Evrópu gerir núna ráð fyrir að hagkerfi evrusvæðisins hafi vaxið um 2,4% árið 2017, en spár hljóðuðu upp á aðeins 1,7% hagvöxt í ársbyrjun. Chris Williamson, aðalhagfræð- ingur hjá IHS Markit sem safnar saman gögnum fyrir innkaupastjóra- vísitöluna, kveðst vera sérstaklega bjartsýnn í ljósi svara sem bárust frá framleiðendum véla og tækja, sem bendi til „uppsveiflu í fjárfestingum fyrirtækja“. Williamson segir að „aukin fjárfesting ætti að stuðla að aukinni framleiðni og bættri arðsemi, og þar með gera uppsveifluna sjálf- bærari“. Væntingar um verðbólgu Greina mátti merki þess að verð- bólgan sem Evrópski seðlabankinn hefur lengi beðið eftir muni senn láta á sér kræla. Þeir sem tóku þátt í könnuninni sögðu verðbólguþrýsting fara „vaxandi“ enda hefur viðvarandi efnahagsvöxtur aukið þrýsting á birgðakeðjur. Verðbólga á evrusvæðinu hefur hjaðnað undanfarna mánuði eftir að hafa um stund náð markmiði SBE um tæplega 2%. Seðlabankinn væntir þess að verðbólgan muni halda áfram að minnka á komandi mánuðum, en Mario Draghi seðlabankastjóri hefur lagt áherslu á að hann bíði þess með „þolinmæði“ að verð taki aftur að hækka. Claus Vistesen, aðalhagfræðingur evrusvæðisins hjá Pantheon Macro- economics, segir hættu á að það fari að bera á ofhitnun á þessu sviði eftir svona langt vaxtarskeið, og bendir einnig á að „við ættum að hafa áhyggjur af að hægjast muni bráð- lega á hraða uppgangsins“. Aftur á móti segir hann að til skemmri tíma litið bendi kannanir til að von sé á „sjóðandi heitum tölum á komandi mánuðum“. Innkaupastjóravísitala Bretlands lækkaði niður í 56,3 stig í desember, úr 58,2 stigum mánuðinn á undan, og var það töluvert undir þeim tölum sem spáð var í könnun Reuters sem hljóðaði upp á 58,3 stig. Vöxtur iðnframleiðslu í Evrópu í nýjum hæðum Eftir Nicholas Megaw í London Atvinnulífi á evrusvæðinu farnaðist mun betur á ný- liðnu ári en spáð hafði ver- ið í upphafi árs og hefur vöxtur í iðnaði líklega aldrei verið sterkari en á síðustu mánuðum. AFP Seðlabanki Evrópu gerir nú ráð fyrir 2,4% hagvexti árið 2017 en spár hljóðuðu upp á aðeins 1,7% í byrjun ársins. HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástSnickers vinnuföt í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.