Morgunblaðið - 04.01.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.01.2018, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018FÓLK SPROTAR Íslenska tímaritið Nordic Style Magazine er á leið í útrás til Banda- ríkjanna. Tímaritið hóf göngu sína sem veftímarit árið 2012 og hefur tekist að skipa sér sess sem leiðandi rit í umfjöllun um norræna hönnun og tísku. Nýlega náðust samningar við bandarísku bókabúðakeðjuna Barnes & Noble um dreifingu á prentaðri útgáfu af blaðinu um gervöll Bandaríkin, og verður Nordic Style Magazine fáanlegt á um það bil 500 stöðum. Soffía Theódóra Tryggvadóttir er stofnandi og eigandi Nordic Style Productions sem gefur Nordic Style Magazine út. Hún segir tímaritið hafa orðið til þegar hún var í námi við Fashion Institute of Technology í New York, en áður hafði hún lokið meistaragráðu í viðskiptafræði. „Ég tók fljótlega eftir því að sú íslenska hönnun sem ég klæddist og auka- hlutirnir vöktu mikla athygli í New York, og var fólk áhugasamt um íslenska tísku og norræna hönnun almennt. Það var lítið um aðgengi- legan vettvang fyrir norræna hönn- uði að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum á þessum tíma og sá ég því tækifæri í að stofna fjöl- miðil sem fjallaði eingöngu um nor- ræna hönnun og hæfileikafólk, skrifað á ensku fyrir alþjóðlegan lesendahóp.“ Gerði Soffía sér lítið fyrir og gaf út veftímarit í desember 2012. Tímaritið var sett upp eins og hefð- bundið tískutímarit en aðeins að- gengilegt yfir netið, og samhliða var sett í loftið samnefnd vefsíða. Í febrúar 2013 kom næsta tölublað út og fljótlega var Soffía búin að fá til liðs við sig fjölda fólks sem hefur aðstoðað við skrif, umbrot og rit- stjórn. „Lestur vefsíðunnar fór jafnt og þétt vaxandi og árið 2014, eftir að hafa gefið út sjö tölublöð á netinu, ákváðum við að breyta um áherslu og einblína á að styrkja vef- síðuna, færa efnið úr tímaritinu þangað og byggja upp lesendahóp- inn þar. Í framhaldi gerðum við samning við erlenda auglýsinga- miðlun sem setur viðeigandi auglýs- ingar inn á vefsíðuna og skapar okkur þannig tekjur.“ Héldu að pósturinn væri plat Síðan gerist það á síðasta ári, upp úr þurru, að tölvupóstur berst frá Barnes & Noble. „Við fáum póst frá þeim að fyrra bragði og raunar fengum við nokkra tölvupósta frá þeim áður en við tókum mark á að þessar sendingar væru raunveruleg beiðni,“ útskýrir Soffía. „Kom svo í ljós að þeim líkaði efnistök okkar og framsetning, og vildu hefja við- ræður um dreifingu á prentaðri út- gáfu Nordic Style Magazine.“ Samningurinn við bókabúðakeðj- una gerir ráð fyrir að Barnes & Noble panti ákveðið upplag af tíma- ritinu. Nordic Style Magazine stendur straum af prentuninni og afhendir tímaritið á dreifingar- stöðvar Barnes & Noble, en þaðan verður blaðinu dreift áfram til bókabúðanna. Soffía og samstarfs- fólk hennar markaðssetja tímaritið í gegnum miðla Nordic Style Magaz- ine og heldur Barnes & Noble eftir hluta af sölutekjunum. „Það er mjög kostnaðarsamt að byrja á þessu ferli en eftir fyrsta tölublaðið vonast ég til að koma jafnvægi á tekju- og útgjaldastreymið. Það er ánægjulegt að Barnes & Noble er nú þegar búið að leggja inn pöntun fyrir blaðinu sem kemur út í haust,“ segir Soffía. Til þessa hefur útgáfan verið rek- in í sjálfboðavinnu. „Fólkið okkar sem skrifar í blaðið tekur það að sér sem aukavinnu og gerir það fyrst og fremst af ástríðu fyrir efn- inu og líka sem leið til að koma sjálfu sér á framfæri. Það tekur tíma að byggja upp nægilega tekju- öflun til að vera með launaða rit- stjórn.“ Stefnan er að gera Nordic Style Magazine að stöndugu fyrirtæki sem geti haft launað teymi á sínum snærum. „Með tilkomu prentaðs tímarits breytist rekstrargrundvöll- urinn og okkur gefst tækifæri til að þróast hraðar. Möguleikarnir eru margir, ótal leiðir sem hægt er að fara, og verður mjög spennandi að sjá hvaða tækifæri koma í fram- haldi af útgáfu fyrsta prentaða blaðsins.“ Sérhæfð tímarit sækja á Þótt blaðamenn og stjórnendur Nordic Style Magazine vinni í augnablikinu launalaust, er Soffía á þeirri skoðun að tímaritaútgáfa af þessu tagi geti hæglega verið ábata- söm. Hún segir tímaritamarkaðinn vissulega ganga í gegnum sveiflur, enda samkeppnin hörð við miðla af ýmsu tagi, en með vönduðum efnis- tökum, góðri framsetningu og réttri sérhæfingu eigi tímarit eins og Nordic Style Magazine fullt erindi við markaðinn: „Það sem við sjáum gerast um þessar mundir er að sér- hæfðum tímaritum fer fjölgandi. Þrátt fyrir mikið framboð af efni á netinu þá er líka að eiga sér stað vitundarvakning um að vera í núinu og njóta, og hvað það veitir mikla ánægju og hugarró í öllu áreiti nú- tímans að gefa sér tíma að fletta í gegnum eigulegt tímarit.“ Raunar grunar Soffíu að reynslan muni sýna að prentmiðlarnir hafi forskot á netmiðlana þegar kemur að áhrifamætti auglýsinga. „Æ fleiri rannsóknir sýna að auglýsingar á netinu þykja oft óþarfa truflun og eitthvað sem lesendur reyna að komast hjá. Öðru máli gegnir með fallegar auglýsingar í prentmiðlum sem gleðja augað og eru iðulega sérstaklega lagaðar að tímaritinu sem um ræðir,“ segir hún. „Enda er það hluti af tímaritaútgáfu í þessum gæðaflokki að vinna náið með aug- lýsendum og stýra heildarútliti aug- lýsinga og ritstjórnarefnis.“ Morgunblaðið/Eggert Soffíu grunar að prentmiðlar geti hafi forskot á netmiðla þegar kemur að áhrifamætti auglýsinga. Falleg auglýsing í tímariti geti náð betur til lesenda. Skella sér í slaginn á banda- rískum tímaritamarkaði Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þrátt fyrir harða baráttu um athygli lesenda virðast sér- hæfð tímarit vera að sækja á. Þegar Nordic Style Magazine fékk skeyti frá Barnes & Noble héldu stjórnendur tímaritsins að pósturinn væri gabb. Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður semætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 Margrét Örnólfs- dóttir, handrits- höfundur og tónlistar- maður, hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2017 sem afhent hafa verið árlega frá árinu 1981. Upphafsmaður þeirra var danski athafnamaðurinn Peter Bröste en ISAL hefur verið bakhjarl verð- launanna frá því að Bröste dró sig í hlé árið 2000. Forseti Íslands er verndari verðlaunanna. Bjartsýnis- verðlaunin afhent Sigurður Ásgeirsson, Torfhildur Samúelsdóttir, Guðmundur Ágústsson og Fríða Kristín Gísladóttir. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi. VERÐLAUNAAFHENDING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.