Morgunblaðið - 24.01.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 24.01.2018, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI A llt frá árinu 2010 hefur Creditinfo tek- ið saman lista yfir fyrirtæki sem mæta ákveðnum skilyrðum um ábyrgan og arðbæran rekstur. Fyrirtækin sem standast umræddar skorður hljóta í kjölfarið nafnbótina „Framúrskarandi fyrirtæki“ og telst listinn til tíðinda í íslensku atvinnulífi ár hvert. Það þykir enda eftirsóknarvert að komast á listann og vera fyrirtækja á meðal framúrskar- andi fyrirtækja landsins skiptir raunverulegu máli, eins og Brynja Baldursdóttir, fram- kvæmdastjóri Creditinfo, segir frá. Aldrei fleiri framúrskarandi Það ber einna hæst tíðinda á listanum í ár að þar er að finna fleiri fyrirtæki en nokkru sinni, en þau eru 868 talsins. Stökkið milli ára er tals- vert því fyrirtækin voru 624 í fyrra. „Það er rétt, þetta er metfjöldi og aukningin milli ára auk þess meiri en áður hefur verið,“ segir Brynja um framúrskarandi fyrirtæki árs- ins 2017. „Frá því við hófum að taka þennan lista saman árið 2010 hefur yfirleitt fjölgað um nálega 100 fyrirtæki á milli ára. Nú eru þau um 230 og það er met.“ Á síðasta ári gerðist það í fyrsta sinn að fyrir- tækjunum fækkaði á milli ára en Brynja segir að skýringuna á því megi rekja til þess að kröf- urnar um skil á ársreikningi voru hertar. „Þar sváfu talsvert mörg fyrirtæki á verðinum, með þeim afleiðingum að þau duttu út af lista. Það er greinilegt að viðkomandi hafa gætt þess að það gerðist ekki aftur að þessu sinni.“ Fjöldinn í takt við tímann Brynja rekur einnig metfjölda fyrirtækja á listanum til þess uppgangs sem er í efnahagslífi hérlendis um þessar mundir. „Við erum að sjá sterka stöðu fyrirtækja í geirum sem hingað til hafa ekki verið fyrirferðarmiklir á listanum yfir framúrskarandi fyrirtæki. Ég nefni sérstaklega byggingaverktakafyrirtæki í því sambandi en helstu lykiltölur hjá fyrirtækjum í þeim geira eru heilt yfir að batna talsvert milli ára. En ann- ars erum við með breiðan og góðan þverskurð af íslensku atvinnulífi á listanum og sú staðreynd, ásamt þeim metfjölda sem listann prýðir að þessu sinni, er til marks um að íslenskt efna- hagslíf er á góðri leið.“ Sem fyrr segir voru reglurnar um skil árs- reikninga hertar á milli áranna 2015 og 2016. Engar breytingar voru hins vegar á skilyrð- unum á milli tveggja síðustu ára. En kemur ef til vill til greina að herða regl- urnar fyrir næsta reiknisskilaár, með hliðsjón af því hve mörg fyrirtækin eru orðin? Eða má heildartalan ef til vill alveg ná fjögurra stafa tölu ef því er að skipta? Brynja brosir við og augljóst er að hún er ekki að heyra þessa hugmynd í fyrsta skipti. „Þetta er umræða sem er tekin á hverju ári. Niðurstaðan er alltaf sú sama, kröfurnar eru sanngjarnar og draga vel fram fyrirtæki sem eru í sterkum og stöðugum rekstri. Þessi skil- yrði hafa líka sannað sig. Bæði þegar við skoð- um þau á fyrirtæki árin fyrir hrun, en þau fyrir- tæki komu mun betur út úr hruninu en heildin, en líka þegar við skoðum vanskilahlutfall þeirra fyrirtækja sem hafa verið á listanum gegnum árin. Við höfum uppfært krónutölu um eigið fé í takt við verðlagsvísitölu og bætt við kröfum um ársreikningaskil á réttum tíma samkvæmt lög- um, en skilyrðin hafa annars staðið nokkuð óbreytt. Mér þykir líka vænt um það skilyrði að aðeins er gerð krafa um jákvæða rekstrarnið- urstöðu þar sem við erum ekki að verðlauna fyr- ir mikinn hagnað, heldur traustan rekstur. Vissulega getur einhverjum þótt fjöldinn orðinn helst til mikill en staðreyndin er bara sú að fleiri fyrirtækjum er að ganga betur.“ Það skiptir máli að vera framúrskarandi fyrirtæki Að sögn Brynju fylla 84 fyrirtæki þann sér- staka úrvalsflokk að hafa verið á listanum yfir framúrskarandi fyrirtæki Íslands á hverju ári frá upphafi. Hún segir fyrirtæki sækjast eftir veru á listanum og augljóst að það skipti máli að komast á hann. „Það felst vitaskuld ákveðin yfirlýsing í því að vera framúrskarandi fyrirtæki. Það sýnir að fyrirtækið er rekið með ábyrgum og ábatasöm- um hætti, og fjármálin eru gagnsæ með tilliti til skila á ársreikningum. Þetta skapar þeim ákveðið „goodwill“ og það er litið með velþókn- un til viðkomandi fyrirtækja fyrir bragðið. En auk þess skapar þetta raunverulegt traust milli fyrirtækja og þau sem halda sér á meðal fram- úrskarandi fyrirtækja ár eftir ár njóta oft fyrir- greiðslu, sérkjara og sveigjanleika af því sam- starfsaðilar meta það sem svo að þarna séu ábyrgir aðilar á ferð. Það á við um bæði við- skiptavini og birgja. Þetta er því ekki bara tengt huglægu mati og almenningsáliti, heldur getur þetta haft raunveruleg áhrif á afkomuna, í meiri eða minni mæli.“ Samfélagsleg ábyrgð og nýsköpun í atvinnulífinu Í ár er einu fyrirtæki á listanum veitt verð- laun fyrir nýsköpun í starfsemi sinni, nokkuð sem Brynja segir að sé mjög mikilvægt í allri starfsemi. „Nýsköpun er nauðsynleg í öllum geirum atvinnulífsins, hvort sem um ný eða rótgróin fyrirtæki er að ræða. Hugmyndauðgi, þróun og sköpun er einfaldlega grunnurinn að því að hér dafni gott og blómlegt samfélag. Það er mjög gaman að fyrirtækið sem hlýtur viður- kenninguna í ár tengist sennilega ekki nýsköp- un í hugum fólks almennt. Engu að síður eru verðlaunin mjög verðskulduð og fyrirtækið af- skaplega vel að þeim komið. Það er gaman að geta vakið athygli á því.“ Verðlaun fyrir samfélagslega ábyrgð eru veitt í fyrsta sinn í ár og Brynja segir það tíma- bært. „Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er einfald- lega svo mikilvæg í atvinnulífinu að það er brýnt að beina kastljósinu að þeim sem eru að gera vel á þessum vettvangi,“ segir Brynja. „Fyrirtækin á listanum gegna mjög mikilvægu hlutverki í ís- lensku efnahagslífi og okkur fannst mikilvægt að leggja áherslu á það og hvað ábyrgð þeirra er í rauninni mikil. Það þarf líka að eyða þeirri mýtu að það sé á kostnað hagnaðar hjá fyrir- tækjum ef þau sýna samfélagslega ábyrgð. Þar á ég við að þau sýni ábyrgð í umhverfismálum, jafnréttismálum og fleiri slíkum málaflokkum. Það er rík vitundarvakning meðal almennings hvað þessi mál varðar og fyrirtæki sem standa sig vel uppskera að sama skapi því fólk beinir viðskiptum sínum í auknum mæli að þeim sem standa framarlega á sviði samfélagslegrar ábyrgðar. Það er því í sjálfu sér ekki rétt að tala um kostnað í þessu sambandi heldur miklu frek- ar fjárfestingu sem skilar sér til skemmri og lengri tíma.“ jonagnar@mbl.is Íslenskt efnahagslíf á góðri leið Morgunblaðið/Hanna Nýsköpun er nauðsynleg í öllum geirum atvinnulífsins, líka þar sem maður ímyndar sér kannski að hlutir séu í föstum skorðum og hennar því ekki endilega þörf. Morgunblaðið/Ernir „Það er rík vitundarvakning meðal almennings hvað þessi mál varðar og fyrirtæki sem standa sig vel uppskera að sama skapi því fólk beinir viðskiptum sínum í auknum mæli að þeim sem standa framarlega á sviði samfélagslegrar ábyrgðar,“ segir Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo. Creditinfo birtir listann Framúrskarandi fyrirtæki í áttunda sinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.