Morgunblaðið - 24.01.2018, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI
Þ
að eru margvíslegar áskoranir sem
tryggingafélög standa frammi fyr-
ir, bæði í tengslum við fram-
kvæmdir og breytta umferðar-
menningu, segir Hermann Björnsson,
forstjóri Sjóvár. Tækifærin eru þó ekki
síðri og styrkurinn felst í frábæru starfs-
fólki, en hjá Sjóvá starfar hópur á breiðu
aldursbili, með mikla reynslu og góða
kynjaskiptingu.
„Góðan árangur þökkum við fyrst og
fremst frábæru starfsfólki. Hjá Sjóvá starf-
ar góður hópur fólks, kynjaskipting er jöfn,
aldursdreifing góð og þekking og reynsla
afar fjölbreytt,“ segir Hermann Björnsson,
forstjóri Sjóvár. „Við státum af afburða
starfsanda og fyrirtækjamenningu sem við
erum stolt af, enda felast í því mikil verð-
mæti. Að undanförnu höfum við lagt mikla
áherslu á frumkvæði í samskiptum við við-
skiptavini okkar, að fara yfir trygginga-
vernd þeirra og benda á það sem betur má
fara. Við finnum vel að viðskiptavinir okkar
kunna að meta þetta.“
Með á nótunum í deiglunni
Hermann bætir því við að starfsfólk Sjó-
vár leggi sig líka fram um að vera vel með
á nótunum í því sem er að gerast í sam-
félagsumræðunni hverju sinni.
„Þannig fórum við t.d. vandlega yfir alla
okkar ferla og vinnulag sem eru til staðar
hjá okkur í kjölfar Metoo-umræðunnar í lok
síðasta árs. Við höfðum reyndar fengið
sjálfstæða ráðgjafa fyrir tveimur árum til
að framkvæma viðamikla könnun á meðal
starfsfólks á vellíðan, svokallað sálfélags-
legt áhættumat, sem meðal annars tók út
einelti og kynferðislega áreitni. Að mati
þessara sérfræðinga var staða okkar í þess-
um málum með því betra sem þeir höfðu
kynnst og er það þakkarvert. Það þýðir þó
ekki að hægt sé að afgreiða mál sem þessi
út af borðinu í eitt skipti fyrir öll. Það þarf
stöðugt að halda umræðunni gangandi og
gefa skýr skilaboð.“
Tökum breyttu umhverfi fagnandi
„Við viljum marka okkur sérstöðu með
góðu þjónustustigi sem sniðið er að þörfum
hvers og eins,“ útskýrir Hermann. „Þegar
talað er um þarfir
viðskiptavina er
ljóst að þær eru
að breytast hratt
og við þurfum að
fylgja þeim.
Krafa um rafræn
samskipti og við-
skipti hefur vaxið
umfram það sem
við þó bjóðum
upp á að svo
stöddu,“ bætir hann við. „Við höfum tekið
auknum kröfum og breyttu umhverfi fagn-
andi því ný hugsun viðskiptavina er ekkert
annað en tækifæri fyrir okkur til að verða
betra tryggingafélag. Þessu kalli erum við
að svara og eru það meðal annars stóru
verkefnin framundan.“
Forvarnir og ávinningur þeirra
Spurður um starfsumhverfi fyrirtækisins
með tilliti til þróunar tjóna segir Hermann
að Sjóvá fari ekki varhluta af því að það er
uppsveifla í þjóðfélaginu.
„Við þekkjum það vel að þegar hraðinn í
samfélaginu eykst og framkvæmdir eru á
fullu fjölgar tjónum því miður. Tjónatíðni
hefur aukist og það er mikilvægt að reyna
sporna við þeirri þróun eins og hægt er.
Þar koma forvarnir til sögunnar,“ bendir
hann á. „Við finnum til dæmis vel fyrir því
að þau fyrirtæki sem eru í viðskiptum við
okkur og skuldbinda sig til forvarna-
samstarfs hafa náð miklum árangri í fækk-
un tjóna. Sjóvá hefur mikið að bjóða á
þessu sviði því við búum að áratuga reynslu
af forvörnum og það er ávinningur að því
að fækka tjónum og koma í veg fyrir óhöpp
og slys. Starfsánægja eykst og traust til
fyrirtækisins, auk þess sem færri slys og
tjón hafa bein áhrif á kostnað.“
Það blasa við miklar áskoranir er varða
öryggi í umferðinni og umferðamenningu,
að mati Hermanns. Notkun snjalltækja
undir stýri er því miður allt of mikil. „Taka
verður á þessum vanda með öllum ráðum og
eitt af því er að hækka sektir verulega,“
segir Hermann með áherslu.
„Að sama skapi verðum við að ná betur
utan um viðhald og endurnýjanir á öllum
helstu vegum landsins þar sem umferð-
arþungi hefur stóraukist ár frá ári. Sjálfum
finnst mér sorglegt að okkur hafi ekki tek-
ist að fá alla þá erlendu ferðamenn sem aka
um vegi landsins til að greiða sinn hlut í
notkun á vegakerfinu eins og algengt er í
löndunum allt í kringum okkur.“
Framundan hjá Sjóvá
Á nýju ári mun Sjóvá svo halda áfram að
gera vörur fyrirtækisins og þjónustu ein-
faldari og aðgengilegri, að því er Hermann
segir.
„Við munum halda áfram að sýna frum-
kvæði í samskiptum við viðskiptavini ásamt
því að bjóða lausnir sem koma til móts við
sífellt breyttar þarfir, tækninýjungar og
þjóðfélagsbreytingar. Svo má geta þess að
Sjóvá rekur starfsemi sína allt aftur til árs-
ins 1918 sem þýðir að félagið fagnar 100 ára
afmæli á þessu ári. Þó að slík tímamót séu
ánægjulegur áfangi er umhverfið að breyt-
ast hratt og þessi tímamót minna okkur á
mikilvægi þess að vera vakandi og taka af
skarið og gera þær breytingar sem við-
skiptavinir og umhverfið kallar eftir.“
jonagnar@mbl.is
Sniðið að þörfum hvers og eins
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
18. sæti
Sjóvá
Hermann Björnsson
Við
munum
halda áfram
að sýna frum-
kvæði í sam-
skiptum við
viðskiptavini.
„Við höfum tekið auknum kröfum og
breyttu umhverfi fagnandi því ný
hugsun viðskiptavina er ekkert annað
en tækifæri fyrir okkur til að verða
betra tryggingafélag. Þessu kalli erum
við að svara og eru það meðal annars
stóru verkefnin fram undan,“ segir
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.