Morgunblaðið - 24.01.2018, Side 66
66 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI
L
ögmannsstofan Fjeldsted & Blöndal
er í hópi elstu og rótgrónustu fyr-
irtækjunum á lista Creditinfo yfir
framúrskarandi fyrirtæki 2017, en hún
var stofnuð árið 1909 af Lárusi Fjeldsted, sem
þá var „yfirrjettarmálaflutningsmaður“, og
var til húsa að Lækjargötu 2 í Reykjavík. Í
gegnum áratugina hefur stofan þróast um leið
og íslenskt samfélag og í dag veitir hún fjöl-
breytta lögfræðiþjónustu í tengslum við ís-
lenskt og alþjóðlegt viðskiptalíf, þjónustu sem
er fyrst og fremst sniðin að þörfum fyrirtækja
og stofnana.
„Áherslan í starfseminni hefur í raun mót-
ast út frá sérþekkingu þeirra lögmanna sem
hér starfa. Þeir eru allir sérfræðingar í mál-
efnum sem tengjast fyrirtækjum og stofn-
unum af ýmsu tagi og hafa lengi verið. Það
hefur þar af leiðandi mótað kúnnahópinn okk-
ar,“ segir Halldór Karl Halldórsson, einn eig-
enda stofunnar. „Við höfum alltaf stefnt að því
að vera með stofu sem er í millistærð á lög-
mannsmarkaði og fyrir bragðið dýnamísk í
starfsemi sinni, vel mönnuð og með skýran
fókus. Í okkar tilfelli er það alhliða lög-
fræðiþjónusta við fyrirtæki og stofnanir.“
Tíðarandinn endurspeglast
í verkefnum stofunnar
Að sögn Halldórs Karls eru hryggjar-
stykkin í starfseminni einkum tvenns konar;
annars vegar eru það fyrirtækin í viðskiptum
við stofuna sem þurfa alhliða þjónustu, eftir
því hvað er í gangi í rekstrinum hverju sinni.
„Það er mjög mikilvægt og við byggjum á því
að vera í góðu sambandi við viðskiptavinina.
Hitt eru alþjóðleg viðskipti en við höfum verið
mikið í því að vinna að lögfræðilegum verk-
efnum sem tengjast aðkomu erlendra aðila að
íslenskum markaði, t.d. kaup á íslenskum
fyrirtækjum, lánasamningar og skuldabréfa-
útgáfa. Þetta hefur verið snar þáttur í starf-
seminni hjá okkur undanfarin ár.“
Aðspurður segir Halldór Karl að efnahags-
ástandið endurspeglist á sinn hátt í verk-
efnum stofunnar um þessar mundir og síðustu
misserin. „Ég held að það sé hægt að greina
það í nokkra þætti. Í fyrsta lagi höfum við
fundið fyrir auknum áhuga á íslenskum fyr-
irtækjum og íslenskum markaði undanfarin
ár. Í annan stað hefur uppgangurinn hér
heima haft það í för með sér að fjárhagslegt
umhverfi fyrirtækja hefur batnað og þau í
framhaldinu sótt í sig veðrið og ráðist í hluti
eins og yfirtökur á öðrum fyrirtækjum, endur-
fjármögnun og svo framvegis. Þriðji þátturinn
er svo fasteignageirinn og hefur mikil styrk-
ing hans orðið til þess að fasteignatengdum
verkefnum hefur fjölgað mikið. Það má að
ákveðnu leyti rekja til uppgangs í ferðaþjón-
ustu allt frá viðskiptum með fasteign sem
tengist hótelrekstri og í það að vera samn-
ingar við hótelaðila og þjónusta við þá. Þá eru
ótalin viðskipti með fyrirtæki í ferðaþjón-
ustugreininni.“
Þá bætir Halldór Karl því við að efnahags-
ástandið geri það líka að verkum að stofan
hafi verið talsvert í málum tengdum hruninu
en það er mestanpartinn liðin tíð í dag.
„Þetta eru heilt yfir aðeins uppbyggilegri
mál núorðið, eitthvað sem tengist eðlilegum
rekstri fyrirtækja. Það er skemmtilegt að fá
að vera þátttakandi í uppbyggilegum verk-
efnum á íslenskum markaði. Verkefni er verk-
efni þegar allt kemur til alls en þetta er óneit-
anlega skemmtilegra viðfangs.“
Grunngildi lögmennskunnar
eru alltaf hin sömu
Eins og framar greinir nær saga Fjeldsted
& Blöndal aftur um næstum 110 ár og stendur
stofan því á gömlum merg, fyrirtæki með
mikla sögu. Það er freistandi að spyrja Hall-
dór Karl hvort það sé ekkert snúið að láta
gömul gildi og hið síbreytilega og krefjandi
starfsumhverfi nútímans fara saman.
„Nei, í rauninni ekki. Þetta fer í raun mjög
vel saman. Þessi gildi eru alltaf þau sömu að
mínu mati, að reyna að veita þjónustu af mikl-
um gæðum, sem er í senn skilvirk og hag-
kvæm. Það hefur alltaf verið í hávegum haft
hér á stofunni og breytist ekkert frá ári til árs.
Þess má líka geta í þessu sambandi að Fjeld-
sted & Blöndal hefur frá því snemma á síðustu
öld verið lögmannsstofa sem sérhæfir sig í
fyrirtækjalögfræði, og var að líkindum ein sú
fyrsta sem það gerði hér í borg, langt á undan
sinni samtíð hvað það varðaði. Þá vann hún
líka mikið að erlendum verkefnum, löngu áður
en það þótti eðlilegt af hálfu íslenskrar lög-
mannsstofu. Starfsemi okkar í dag er að
mörgu leyti í beinu framhaldi af því og þessi
fókus er ekki nýtilkominn í starfsemi okkar.
Við sáum snemma ákveðna fylgni í því sem
þessir góðu menn, forverar okkar, höfðu verið
að gera og svo í því sem við vorum að fást við
þegar við sameinuðum reksturinn fyrir fáein-
um árum. Kjarnagildin eru enn til staðar.“
Nýjasta tækni og vísindi eru sem sagt ekk-
ert á leiðinni að umbylta lögmennsku, þó að
aðrar greinar séu tæknibreytingum háðar?
„Nei,“ segir Halldór Karl og hlær við. „Það
verður aldrei hægt að taka mannlega þáttinn
alveg út úr lögmennskunni.“
jonagnar@mbl.is
Eðli verkefna ræðst af efnahagsástandinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
314. sæti
Fjeldsted
og Blöndal
Lítið 7. sæti
Halldór Karl Halldórsson
„Áherslan í starfseminni hefur í raun mótast út frá sér-
þekkingu þeirra lögmanna sem hér starfa. Þeir eru all-
ir sérfræðingar í málefnum sem tengjast fyrirtækjum
og stofnunum af ýmsu tagi og hafa lengi verið. Það
hefur þar af leiðandi mótað kúnnahópinn okkar,“ segir
Halldór Karl Halldórsson, einn eigenda stofunnar.
Lárus Fjeldsted stofnaði lögmannsstofuna
árið 1909 og var sýnilega í miklum metum í
bæjarlífinu. Hann fæddist árið 1879, lést
árið 1964, og árið 1979 var birt um hann
vegleg aldarminning í Morgunblaðinu, nán-
ar tiltekið þann 14. september. Þar ritar
Benedikt Sigurjónsson svo:
„Lárus Fjeldsted var maður hár vexti,
vörpulegur á velli og bar með sér kurteisi
og siðfágun. Á götu vakti hann athygli.
Þessi einkenni voru ekki einungis á yfir-
borði, hann var prúðmenni og góðmenni,
og sérstaklega friðsamur, en það er aðals-
merki hvers góðs lögmanns.“
Benedikt hampar ekki aðeins lögmanns-
hæfileikum Lárusar heldur mannkostum og
persónuleika sömuleiðis, og rekur dæmi
lútandi að mildi hans í samskiptum:
„Lárus mun hafa haft góðar tekjur á ís-
lenskan mælikvarða um mikinn hluta ævi
sinnar. Fjárstofnun lá hins vegar fjarri
honum. Ef viðskiptavini var féskylft og átti
erfitt með að greiða veitta þjónustu þá átti
Lárus til með að segja:
„Látum þetta bara bíða betri tíma.“
Lárus Fjeldsted lifði til hárrar elli. Hann
kvæntist Lovísu Ágústsdóttur árið 1912 og
merkilegt má heita að þau hjónin önduðust
sama dag, 7. nóvember 1964, eftir rúmlega
hálfrar aldar samleið í lífinu.
„Bar með sér kurteisi og siðfágun“