Morgunblaðið - 24.01.2018, Side 72
72 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI
Á
rið 1979 tók framtakssamur maður á
Sauðárkróki, að nafni Magnús E.
Svavarsson, sig til og stofnaði flutn-
ingafyrirtæki. Reksturinn nefndi hann
Vöruflutninga Magnúsar. Fyrst um sinn var
flotinn aðeins einn vöruflutningabíl af Scania-
gerð og flutningarnir fóru aðallega fram milli
heimabæjarins og Akureyrar. Óhætt er að
segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar á þeim
tæpu fjörutíu árum sem síðan hafa liðið og í dag
er Magnús framkvæmdastjóri þriðja stærsta
fyrirtækis landsins í vöruflutningum, á eftir
Eimskip og Samskip. Fyrirtækið heitir Vöru-
miðlun, er enn með höfuðstöðvar á Sauðárkróki
og er framúrskarandi fyrirtæki 2017; ekki í
fyrsta og vafalaust ekki í síðasta sinn.
Það er allt búið að breytast – bara allt!
„Það er búið að vera nóg að gera og þegar allt
kemur til alls er það aðalmálið,“ segir Magnús
léttur í bragði þegar hann er spurður út í gott
gengi fyrirtækisins á síðasta ári. „Við erum í
þjónustu og þegar mikið er um að vera í þjóð-
félaginu þá er mikið að gera hjá okkur.“ Hann
bætir því við að í Skagafirði sé mikil framleiðsla,
ekki síst á matvöru ásamt ýmsu fleiru. „Þannig
að þetta er búið að vera mjög fínt ár.“
Þegar Magnús lætur hugann reika til baka,
aftur til upphafsins, tekur hann undir að brans-
inn hafi tekið stakkaskiptum á þeim tíma sem
liðinn er í rekstri fyrirtækisins.
„Það er allt búið að breytast, bara allt. Nema
það að það þarf að koma vörum á milli staða,
það er það sem þetta snýst um. Hratt og örugg-
lega.“
Lítil eining sem hlaðið hefur utan á sig
Sem fyrr segir hóf Magnús rekstur sem ein-
yrki í eigin fyrirtæki en fljótlega fór hann að
langa að stækka reksturinn og gera eitthvað
meira, eins og hann segir frá.
Mjór er mikils vísir, segir líka máltækið.
„Það hefur loðað við mig alla tíð að þurfa að
gera alltaf eitthvað aðeins stærra og meira,“
bætir hann við og kímir.
Strax árið 1986 stækkaði reksturinn nokkuð
þegar keyptur var rekstur vöruflutninga Krist-
jáns og Jóhannesar, en þá bættust við fast ferð-
ir milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Síðan hef-
ur Vörumiðlun bætt við sig jafnt og þétt og nú
síðast keypti fyrirtækið Fitjar vörumiðlun í
Keflavík. Þar með bætist Reykjanesið við þegar
viðamikið dreifingarnet Vörumiðlunar.
Sem fyrr sagði er Vörumiðlun í dag þriðja
stærsta vöruflutningafélag landsins og flotinn
eftir því myndarlegur. „Við erum með um fjöru-
tíu stóra flutningabíla, plús vagna og annað. Allt
í allt erum við með á milli áttatíu og níutíu
tæki.“
Heimakær á Króknum
Rekstur Vörumiðlunar hófst á Sauðárkróki
og þar er hann ennþá, þó að fyrirtækið sé marg-
falt umsvifameira í dag. Skyldi það ekkert koma
að sök að vera ekki með höfuðstöðvarnar í
höfuðstaðnum?
Magnús er fljótur að neita því.
„Nei, það kemur alls ekkert að sök. Það
breytir í rauninni engu því við erum að flytja
vörur frá Reykjavík út á staði víða um land, í
Skagafjörðinn, í Húnavatnssýsluna, Strand-
irnar, Dalasýslu, Höfn í Hornafirði, Hellu,
Hvolsvöll og Vík í Mýrdal, og svo núna Reykja-
nesið, Svo við getum alveg stjórnað þessu
héðan. Við erum líka með gott starfsfólk á
hverjum stað. Við höfum alltaf reynt að hafa
heimafólk á hverjum stað til að sinna málunum,
það finnst mér mjög mikilvægt.“
Þetta kemur út af fyrir sig ekkert á óvart
enda er Magnús sjálfur heimakær og vill hvergi
vera nema á Sauðárkróki. „Já, ég neita því
ekki,“ svarar hann til og hlær.
Tækninni fleygir alls staðar fram
Eins og Magnús nefndi að framan þá hefur
allt breyst í vöruflutningabransanum nema
kjarni málsins sjálfur – að það þarf að flytja
vörur, eftir sem áður, hratt og örugglega. Hefur
þá tækniþróunin, og hinar reglulega tæknibylt-
ingar undanfarin ár, ekki breytt neinu fyrir
starfsemi Vörumiðlunar?
„Við þurfum náttúrlega stöðugt að vera að
uppfæra okkur,“ segir Magnús. „Hér áður fyrr
var ekkert mikið verið að flytja tilbúna vöru
milli landshluta, eins og er svo mikið um núna,
eins og til dæmis ýmiss konar matvöru. Nú er
hún fullunnin og tilbúin og þar af leiðandi þarf
kælibíla til að flytja vöruna. Þetta er ferskvara
sem þolir ekki annað en að vera í ströngu eft-
irliti í kælibílum.
Auk þess erum við komnir með nákvæma
skönnun fyrir alla flutninga til að hámarka rekj-
anleikann. Þannig er fljótgert að finna hluti ef
eitthvað fer úrskeiðis. Einnig erum við með sér-
stakt eftirlitskerfi í öllum bílunum okkar og
sjáum þar af leiðandi nákvæmlega hvar þeir eru
á landinu, hversu hratt þeir fara og hversu oft
þeir stoppa, og annað slíkt. Þannig get ég séð í
tölvunni hjá mér hvar hver einasti bíll er stadd-
ur. Að því leytinu til eltir nútímatæknin okkur
líka uppi, þó að kjarni málsins sé eftir sem áður
flutningarnir,“ segir Magnús.
Treyst fyrir viðkvæmri vöru
Eins og Magnús nefndi er flutningur á tilbú-
inni og ferskri matvöru ört vaxandi þáttur í
starfsemi Vörumiðlunar, og kemur þar ýmislegt
til. „Það er mjög mikið um flutninga á fullunn-
inni matvöru, einnig grænmeti og fleira slíku
sem flutt er á milli staða,“ útskýrir Magnús. „Þá
nefni ég að áður fyrr má heita að það hafi verið
kjötvinnsla í hverju plássi, en núna eru þetta
bara nokkur stór sláturhús sem sjá um þetta og
búa til matvöru fyrir hvert pláss um sig. Þá þarf
að koma vörunni á áfangastað. Þá erum við að
flytja óhemjumagn af mjólkurvöru sem er fram-
leidd hér í Skagafirðinum og það eru stór
sláturhús á Hvammstanga, Blönduósi og svo
hér í Skagafirði.“
Er þá ótalin öflug fiskvinnsla á Króknum,
enda er Skagafjörðurinn margrómað matarbúr.
Fullt af tækifærum í flutningum
Það er því laukrétt sem Magnús sagði –
Vörumiðlun er því fullkomlega í sveit sett með
staðsetningu sinni á Sauðárkróki. Það er ekki
að undra að það sé hugur í honum fyrir árinu
fram undan.
„Já, ég get sagt þér að það er fullt af tækifær-
um fram undan í flutningunum. Alveg fullt af
tækifærum. Við höldum ótrauðir áfram á sömu
braut, grípum tækifærin þegar þau gefast og
reynum stöðugt að gera betur. Ég er því bara
bjartsýnn á nýja árið.“
jonagnar@mbl.is
Fullt af tækifærum fram undan
190. sæti
Vörumiðlun
Meðalstórt 38. sæti
Magnús E. Svavarsson
„Það hefur loðað við mig
alla tíð að þurfa að gera
alltaf eitthvað aðeins
stærra og meira,“ segir
Magnús kímileitur.
I
nga María Guðmundsóttir er stofnandi
leikjafyrirtækisins Dress Up Games. Hún
minnist þess þegar hún setti fyrstu útgáfuna
af Dress Up Games á vefinn. Ræðir
rekstrarumhverfi tölvuleiksins í dag og nýtt
verkefni sem hún er að þróa um þessar mundir.
,,Það var árið 1998. Bróðurdóttir mín var á
þessum tíma sjö ára og hafði mikinn áhuga á
dress up-leikjum og ég var búin að finna nokkra
dress up-leiki fyrir okkur til að spila saman.
Þegar ég hafði fundið nokkuð marga slíka leiki,
þá komst ég að því að það var enginn einn vefur
sem hélt utan um alla leikina svo ég greip tæki-
færið,“ segir Inga María um upphaf Dress Up
Games og heldur áfram: „Ég átti svo sannar-
lega ekki átt von á því að þetta yrði starfið mitt,
þá sér í lagi þar sem ég var í þessu einvörðungu
vegna áhuga fyrstu árin,“ segir hún.
Hagnaður að minnka
Inga María sem er bókasafnsfræðingur að
mennt og búsett á Ísafirði segir að síðustu ár
hafi einkennst af fækkun í heimsóknum og
minnkandi tekjum. „Árið 2015 var hagnaðurinn
38 milljónir íslenskra króna og fimm milljónir
íslenskra króna árið 2016.“
Ástæðuna fyrir þessu segir Inga María að
yngri krakkar séu mikið til farin að nota spjald-
tölvur og síma. „Þau tæki spila ekki flash-leiki,
en það leikjaformat hefur verið algengast meðal
vefleikja sem eru spilaðir í netvöfrum.
Ég byrjaði árið 2016 að framleiða html5-leiki
sem er hægt að spila á símum og spjaldtölvum,
en það hefur verið erfitt að fá notendur til að
nota vafra til að spila leiki í símatækjum, snjall-
forritin virðast vera ráðandi.“
Snjallforrit áhugaverður valmöguleiki
Inga María segir að margar leikjavefsíður
hafi gefist upp á síðustu árum, en sumir séu á
sama stað og hún að reyna að koma html5-
leikjum á framfæri. „Aðrir hafa alfarið snúið sér
að því að framleiða snjallforrit.“
Að mati Ingu Maríu eru sjálfstæðir minni
leikjaframleiðendur sem eru í iðnaðinum af
áhuga og ástríðu að framleiða bestu leikina. „Það
voru slæmar fréttir þegar Adobe tilkynnti á
árinu að Flash yrði ekki í boði eftir árið 2020. Við
það hættu margir að framleiða leiki. Þeir sem
eru ekki tilbúnir að tileinka sér nýja tækni, ein-
staklingar sem eru í þessu fyrst og síðast til að
teikna leikina, en ekki vegna forritunaráhuga.“
Inga María hefur frá fyrstu tíð birt leiki frá
öðrum leikjaframleiðendum á sinni síðu og seg-
ist ekki muna eftir annarri eins leikjaþurrð og
verið hefur undanfarnar vikur. ,,Það eru örfáir
vefir að framleiða nýja dress up-leiki, og enn
færri sem framleiða leiki á html5-formati.“
Á þessu ári stefnir Inga María að því að fram-
leiða a.m.k. eitt snjallforrit. „Við höfum hafið
vinnuna við þetta verkefni og reikna ég með að
snjallforritið verði tilbúið í sumar eða haust.“
Inga María segir mikla óvissu um framtíðina
og að í raun viti enginn hvernig hlutirnir muni
þróast. „En það þýðir ekkert annað en að vera í
rannsókn og þróun með verkefnið og prófa sig
áfram. Þannig öðlast ég reynsluna og þekk-
inguna í þessum iðnaði. Ég verð þó að játa að á
þessari stundu er algjörlega óljóst fyrir mér
hvort leikir eigi framtíð í vöfrum eða hvort þeir
muni færast alfarið yfir í snjallforrit,“ segir hún
að lokum.
elinros@mbl.is
Dress Up Games í þróun
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
800. sæti
Dress Up
Games
Lítið 238. sæti
Inga María
Guðmundsdóttir
Inga María Guðmundsdóttir
stefnir að því að búa til a.m.k.
eitt snjallforrit á þessu ári.