Morgunblaðið - 24.01.2018, Page 74

Morgunblaðið - 24.01.2018, Page 74
74 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI H jónin Sverrir Þorsteinsson og Her- dís Jónsdóttir stofnuðu Happy Campers árið 2009. Þau fóru hægt í sakirnar fyrst um sinn í rekstr- inum, keyptu fimm gamla bíla til að byrja með og hönnuðu og smíðuðu allar breytingar á bílunum sjálf. Viðskiptavinirnir hafa tekið rækilega við sér enda hugnast mörgum sá kostur ferðabílanna að vera ekki einasta far- kostur á ferð þeirra um landið heldur getur fólk eldað í þeim mat og svo sofið í þeim á nóttunni. Fyrirtækið er nú í hópi framúrskar- andi fyrirtækja í fyrsta sinn – hverju skyldu þau hjónin helst þakka það? „Við þökkum því helst að hafa verið vakin og sofin yfir rekstrinum frá því að við opn- uðum fyrirtækið 2009 ásamt því að hafa haft með okkur gott starfsfólk alla tíð,“ segir Sverrir. „Árið 2017 var okkur gott ár, næg eftirspurn og ánægðir viðskiptavinir.“ Áhersla á persónulega þjónustu Allnokkur samkeppni er hér á landi á sviði ferðabíla af því taginu sem Happy Campers hafa til leigu en Herdís segist ekki í neinum vafa um það hvar sérstaða þeirra liggur. „Okkar sérstaða liggur helst í einfaldleik- anum, mjög góðri og persónulegri þjónustu við viðskiptavininn og síðast en ekki síst, þeirri heildarímynd sem við bjóðum upp á sem viðskiptavininum líkar vel við.“ Hún bæt- ir því við að viðskiptamannahópurinn hafi stækkað á hverju ári og nam aukningin um 30% á ári. „Mikilvægustu markaðssvæðin okkar eru Norður-Ameríka og Evrópa, en að sjálfsögðu fáum við líka fólk alls staðar að úr heiminum.“ Öðru máli gegnir um heimamenn hvað þennan ferðamáta varðar og Herdís brosir út í annað þegar skiptinguna milli innlendra og erlendra viðskiptavina ber á góma. „Íslendingar eru sjaldséðir hrafnar hjá okkur og eru því 99% viðskiptamanna okkar útlendingar.“ Það hefur lengi verið keppikefli ferðaþjón- ustunnar hér á landi að gera Ísland að heils- árs-áfangastað. Sverrir segir ferðabílana frá Happy Campers fullkomlega í stakk búna til ferðalaga um Ísland allt árið um kring. „Við erum með þrjú tímabil í gangi og eru vor- og haustkúnnar alltaf að verða fleiri og fleiri, þar sem það þykir eftirsóknarvert að heimsækja Ísland á jaðartímum. Það er líka fullkomlega raunhæft að „Camperar“ séu val- kostur allt árið um kring eins og aðrir bíla- leigubílar eða rútur, ef bílarnir eru vel útbúnir og Vegagerðin heldur vegum opnum. Þarna undanskil ég kannski einstaka óveðurstilfelli. Okkar viðskiptavinir fara út vel upplýstir og á vel útbúnum bílum og eru þar að auki með upplýsingar um þau tjaldsvæði sem bjóða gistingu allt árið en þeim fer fjölgandi á hverju ári.“ Stór hluti flotans endurnýjaður Það er því ekki að undra að það er hugur í þeim hjónum í upphafi ársins 2018 að loknu góðu ári í rekstrinum. „Á næsta ári verðum við með svipaðan bíla- flota og árið 2017 en höfum þó endurnýjað góðan part af flotanum, selt gamla bíla og skipt þeim út fyrir nýja,“ útskýrir Herdís. „Við höfum alltaf lagt mjög mikla áherslu á að veita viðskiptavinum okkar mjög góðar upp- lýsingar varðandi allt sem tengist því að ferðast um Ísland. Við höfum því betrumbætt upplýsingahornið okkar þar sem við sýnum og kennum þau atriði sem mikilvægust eru, og höfum meðal annars bætt við gagnvirkum stórum snertiskjá þar sem við komum þessum skilaboðum vel til skila. Þar má telja upplýs- ingar um færð og veður, vegi og vegleysur, tjaldsvæði og verslanir, umgengni um íslenska náttúru og margt fleira.“ Sverrir tekur undir þetta og bætir við: „Það voru tímamót hjá okkur á síðasta ári þegar Happy Campers opnaði útibú í Höfða- borg í Suður-Afríku. Það eru spennandi tímar þar framundan hjá okkur en um 10 milljónir ferðamanna heimsækja landið árlega fyrir ut- an heimamenn þar í landi sem eru duglegir að notast við þennan ferðamáta.“ jonagnar@mbl.is Sérstaðan liggur í einfaldleikanum Morgunblaðið/Golli 387. sæti Happy Campers Meðalstórt 177. sæti Herdís Jónsdóttir og Sverrir Thorsteinsson „Við höfum alltaf lagt mjög mikla áherslu á að veita viðskiptavinum okkar mjög góðar upp- lýsingar varðandi allt sem tengist því að ferðast um Ísland,“ segir Herdís Jónsdóttir hjá Happy Campers. H ugbúnaðarfyrirtækið dk hugbún- aður féll út af lista Creditinfo eftir að ráðist var í mikla uppstokkun á rekstrinum árin 2012 og 2013. „Á þeim tíma tókum við þá ákvörðun að loka starfsstöðvum okkar erlendis og einbeita okk- ur að íslenska markaðnum. Þegar mest var vorum við með starfsemi í Uppsölum, Malmö og þrjár á Englandi en upp úr hruninu varð úr að hætta allri starfsemi á Norðurlöndunum og erum við núna aðeins með eitt útibú utan Íslands sem þjónustar þau bresku fyrirtæki sem nota hugbúnaðinn frá dk,“ segir Dag- bjartur Pálsson, annar tveggja fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Vaxa með sama hraða Uppstokkunin skilaði tilætluðum árangri. Reksturinn hefur dafnað vel og komst dk hug- búnaður fljótt aftur á listann yfir framúrskar- andi fyrirtæki. „Allt frá árinu 2001, þegar við byrjuðum að selja hugbúnaðinn okkar, hefur vöxturinn verið um það bil 15% að jafnaði ár hvert og sveiflast frá 11% til 20% milli ára. Fyrirtækið hélt áfram að vaxa með sama hraða á meðan við vorum í útrás en kostn- aðurinn við útrásina var einfaldlega of mikill og ljóst að breytinga var þörf. Eftir að við endurskipulögðum reksturinn hefur það sýnt sig að vöxturinn hefur haldið áfram með sama hraða,“ segir Dagbjartur en á síðasta ári velti dk hugbúnaður um það bil 1,34 milljörðum króna. Árið á undan var veltan 1,14 milljarðar. Fjögur þúsund í skýinu Rúmlega sex þúsund fyrirtæki hér á landi nota hugbúnað frá dk, þar af um fjögur þús- und sem nýta sér skýjalausnir dk, en vöru- framboðið inniheldur m.a. bókhaldskerfi, framleiðslukerfi, verslunarkerfi, launakerfi, verkkerfi og hótelkerfi. Dagbjartur segir harða samkeppni á markaðnum og þarf dk hugbúnaður m.a. að etja kappi við Navision og Tok auk þess sem reglulega skjóta upp koll- inum metnaðarfullir sprotar. „Við þurfum að fylgjast vel með og vinna stöðugt að því að auka og bæta vöruframboðið. Það höfum við m.a. gert með hugbúnaði fyrir snjalltæki og vefinn, svo að viðskiptavinir dk hugbúnaðar hafa meira val hvar og hvernig þeir nota for- ritin okkar,“ útskýrir Dagbjartur. „Á þessu ári verða liðin 20 ár frá stofnun dk hugbún- aðar og við vinnum nú hörðum höndum að veglegri afmælisútgáfu okkar lykilvara sem verður gefin út síðar á árinu og við bindum miklar vonir við þær nýjungar og breytingar sem því fylgja.“ Njóta góðs af uppsveiflu Stefnt er að því að fyrirtækið vaxi áfram með sama hraða og segir Dagbjartur ill- mögulegt að vaxa hraðar öðruvísi en með samrunum og yfirtökum. Horfurnar eru góðar og þó svo að ekki verði miklar breytingar á markaðshlutdeild dk hugbúnaðar þá fer kak- an stækkandi. „Sú þensla sem hefur verið í at- vinnulífinu undanfarin ár, ekki síst í ferða- mannaiðnaðinum, hefur orðið til þess að fjölga þeim fyrirtækjum sem þurfa á alls kyns hug- búnaðarlausnum að halda og verið okkur mjög til hagsbóta.“ ai@mbl.is Vaxið að jafnaði um 15% ár hvert Morgunblaðið/Árni Sæberg Dagbjartur Pálsson og Magnús Pálsson deila með sér framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar. 138. sæti dk hugbúnaður Meðalstórt 12. sæti Dagbjartur Pálsson Hjá dk hugbúnaði starfa í dag 58 manns og þar af sex hjá útibúi fyrirtækisins á Akureyri. Félagið þarf á snjöllum forrit- urum að halda og segir Dagbjartur að vissulega geti verið hörð samkeppni um hæfasta fólkið. „Það er ekkert leyndar- mál að til að halda í starfsfólkið þurfum við að borga góð laun enda enginn hörg- ull á freistandi atvinnutækifærum,“ segir Dagbjartur. „Ástandið er þó ekki eins slæmt í dag og það var tvö síðustu árin fyrir hrun, þegar bankarnir löðuðu til sín fólk og gerðu hugbúnaðarfyrirtækjunum erfitt um vik.“ Þurfa að geta boðið góð laun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.