Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 1
M Á N U D A G U R 5. F E B R Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  30. tölublað  106. árgangur  ÞOLENDUR MÆTA VANTRÚ OG FORDÓMUM HUGLEIÐING UM EINVERU ÍSLENSKUÐ TÖSKUR MEÐ MYNDUM Í BAK OG FYRIR SÍGILT RITVERK EFTIR THOREAU 26 MYNDARHÖNNUN 12BLÁTT ÁFRAM 06 Sett var Íslandsmet í að perla í gær þegar 1.500- 2.000 manns lögðu leið sína í Hörpu og perluðu 4.000 armbönd af krafti, til styrktar Krafti, sem er stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein og aðstandendur þess. Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, segir að markmiðið, sem var að perla 4.500 armbönd, hafi ekki náðst. „Við áttum nóg af perlum en þurftum að dreifa þeim um allan salinn og það fengu ekki allir sæti sem mættu til þess að perla. Þrátt fyrir að 4.500 armbanda markmiðið næðist ekki náð- um við því markmiði okkar að fá fólk til þess að hjálpa okkur að búa til armbönd sem seld verða á heimasíðu Krafts til stuðnings starfi félagsins og fyrir það erum við ótrúlega þakklát. Guðni forseti var einn af þeim sem komu, hann perlaði armband sem seldist á 20.000 kr. á uppboði,“ segir Hulda. Ester Amíra Ægisdóttir, 11 ára gömul, lét við þetta tækifæri raka af sér hárið og gaf það til hárkollugerðar með því skilyrði að hún næði 100.000 kr. áheitum. „Hún gerði gott betur og náði að safna 300.000 kr. Ester vildi leggja sitt af mörkum því skóla- systir hennar fékk krabbamein og báðar ömmur Esterar,“ segir Hulda og bætir við að félags- menn Krafts séu óendanlega þakklátir öllum þeim fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum sem lögðu sitt af mörkum. ge@mbl.is Perluðu 4.000 armbönd til stuðnings ungu fólki með krabbamein og settu Íslandsmet Morgunblaðið/Árni Sæberg Ester Amíra safnaði 300.000 krónum fyrir Kraft Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Viðreisn á í viðræðum við nokkra flokka um mögulegt samstarf í nokkrum sveitarfélögum fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosningar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er um að ræða Vinstri græn, Samfylkingu og Fram- sóknarflokk auk Bjartrar framtíðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Við- reisn eigi í viðræðum við nokkra flokka en engin ákvörðun hafi enn verið tekin. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru litlar líkur á að Við- reisn og Björt framtíð muni bjóða fram sameiginlega lista í Reykjavík í komandi kosningum líkt og áður hafði verið haldið fram. Ekki sé áhugi á slíku samstarfi innan flokksins nema með þeim skilyrðum að boðið yrði fram undir merkjum Viðreisnar. Viðreisn í viðræðum um sameiginleg framboð  VG, Framsókn, Samfylking og Björt framtíð koma til greina MViðreisn skoðar samstarf »6 Morgunblaðið/Ómar Kosningar Viðreisn skoðar sam- starf í sveitarstjórnarkosningunum.  Fulltrúi eigenda lóðarinnar Klapparstígs 19 og Veghúsastígs 1, Stefán S. Guðjónsson, telur eðlileg- ast að fulltrúar borgarinnar kalli eigendur til fundar til að fara yfir niðurstöðu úrskurðarnefndar um- hverfis- og auðlindamála, sem fellt hefur úr gildi ákvörðun borgar- stjórnar um að synja tillögu um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð- ina. Synjunin var þvert á fyrri sam- þykkt borgarinnar í málinu. Stefán gerir sér vonir um að önnur niður- staða fáist og ekki verði reynt að þverskallast við. Hjálmar Sveins- son, formaður skipulagsráðs, segist munu víkja af fundum við meðferð málsins í framhaldinu. »11 Morgunblaðið/Árni Sæberg Þrætuepli Lengi hefur verið deilt um húsið. Vonast eftir annarri niðurstöðu borgar Þörf veitinga- og gististaða fyrir beikon í morgun- mat fyrir stöðugt fleiri ferðamenn á þátt í því að inn- flutningur á svínakjöti hefur stóraukist á undanförnum ár- um. Innlenda framleiðslan hef- ur lítið aukist á sama tíma, meðal annars vegna ótryggrar stöðu greinarinnar. Beikonið er gert úr svínasíðum og það eru aðeins tvær síður á hverju svíni. Á meðan slátrun svína eykst ekki en ferðamönnum fjölgar eykst innflutningurinn stöðugt. Innflutt svínakjöt með 27% hlut Innflutningur helstu kjöttegunda, annarra en kindakjöts, jókst mjög á síðasta ári. Mesta aukningin var í svínakjöti, um 40%, og nautakjöti, um 35%. Hlutdeild innflutts kjöts eykst mjög á kostnað innlendrar framleiðslu. Um 27% af neyslu svína- kjöts hér á landi eru af innfluttu og nær jafnvel þriðjungi ef pylsur og unnar kjötvörur úr svínakjöti eru teknar með. »16 Beikon Stöðugt fleiri koma í morgunmat. Meira flutt inn vegna skorts á beikoni  Innflutningur á svínakjöti jókst um 40%  „Maður skilur ekki rökstuðning- inn fyrir hærra gjaldi í Reykjavík en annars stað- ar.“ Þetta segir Harpa Stefáns- dóttir hundaeig- andi, sem flutti nýverið úr Garða- bæ til Reykjavík- ur, en munur á eftirlitsgjaldi fyrir hunda á milli sveitarfélaganna er 7.050 krónur, eða um 55%. Morgunblaðið kannaði upphæð gjaldsins í nokkrum sveitar- félögum og er það hæst í höfuðborg- inni, 19.850 krónur. »10 Hundagjald lang- hæst í Reykjavík Hundar Eftirlits- gjald hunda er hæst í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.