Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018 12. febrúar í 10 nætur Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Bókaðu sól FUERTEVENTURA Allt að 25.000kr. afsláttur á mannFrá kr. 89.995 Frá kr. 69.995 Himinninn var heiðskír þegar gæsir í miðborginni hópuðust saman og hófu sig til flugs. Algengt er að gæsir fljúgi saman í hópum, en það gera þær til að auðvelda sér leit að æti og minnka líkurnar á árás óvina. Alls er óvitað hvað gæsahópur- inn á ofangreindri mynd er að hugsa en ekki er ólíklegt að það sama sé upp á teningnum þar. Morgunblaðið/Hari Heiðskír himinn þegar gæsir í miðborg Reykjavíkur hófu sig til flugs Gæsirnar finna fyrir öryggi innan hópsins enda auðveldar það leit að æti og minnkar líkur á árás óvina Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Við útilokum ekki að fleiri til- kynningar um brot gætu borist á næstu dögum en rannsókninni á kynferðisbrotamálinu hefur miðað mjög vel. Það sama má segja um athugunina á því hvað fór úrskeið- is við meðferð lögreglunnar vegna kæru á hendur stuðningsfulltrúa sem starfaði á vegum barna- verndaryfirvalda og grunaður er um kynferðisbrot í starfi sínu með skjólstæðingum barnaverndaryfir- valda,“ segir Karl Steinar Valsson lögreglumaður, sem stýrir innri at- hugun á málsmeðferð lögregl- unnar. Karl Steinar segir að samhliða þessu fari fram vinna við að setja niður aðgerðir til þess að hraða vinnu við þau 170 kynferðisbrota- mál sem liggja á borði kynferðis- brotadeildar lögreglunnar en þau eru öll á mismunandi stigum. Lögreglan harmar mistök „Við vinnum myrkranna á milli og ef ekkert óvænt kemur upp á ættum við að geta skilað niður- stöðum í öllum þessum þremur at- riðum í lok næstu viku, þ.e.a.s. rannsókn kynferðisbrotamálsins, hvað fór úrskeiðis við rannsókn þess og aðgerðaáætlanirnar sem við leggjum til í þeim 170 málum sem nú liggja fyrir,“ segir Karl Steinar. Hann segir að vinnan sé á pari við áætlanir og allt kapp sé lagt á að vera innan tímaramma. Í fréttatilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því á föstudag harmaði hún þau mistök að fimm mánuðir skyldu líða frá tilkynningu um ætlað kynferðis- brot gegn barni á vegum barna- verndaryfirvalda og þar til rann- sókn á málinu hófst. Skýrsla um drátt á kyn- ferðisbrotamáli í lok viku  Innri athugun gengur vel  Aðgerðaáætlun í vinnslu Rannsókn Karl Steinar Valsson og Grímur Grímsson sitja fyrir svörum. Morgunblaðið/Eggert Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Enn hefur ekki tekist að koma Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Malaga á Spáni, á bæklunarspítala sunnan Madrídar. Þetta segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður Sunnu, í samtali við Morgunblaðið, en hann er nýkominn til landsins eftir að hafa dvalið hjá Sunnu undanfarna daga. Hann segir það vera mikil von- brigði að hafa ekki komið Sunnu á spítalann, enda sé liðinn langur tími án viðeigandi meðhöndlunar. „Hver einasta klukkustund skiptir máli í svona málum og nú er liðin meira en vika. Málið er því grafalvarlegt og mikil vonbrigði að þetta skyldi ekki takast nú fyrir helgi,“ segir Jón Kristinn. Hann segir að utanríkis- ráðuneytið hafi ekki fengið staðfest- ingu frá bæklunarspítalanum um að þar ætti að taka á móti Sunnu og þar af leiðandi hafi ekki þótt óhætt að senda hana þangað því ekki var öruggt að læknir tæki á móti henni. „Spítalinn er í um 500 km fjarlægð frá Malaga og því ekki hægt að senda hana alla þá leið upp á von og óvon um að læknir tæki á móti henni. Sunna var hinsvegar búin að undir- rita útskriftarpappíra og ég var bú- inn að tryggja flutning en þá kom í ljós að utanríkisráðuneytið hafði ekki fengið staðfestingu. Þetta voru því mikil vonbrigði,“ segir Jón Kristinn. Kemst ekki heim til Íslands Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu, var hnepptur í varðhald á Spáni í tengslum við rannsókn á falli Sunnu, en honum var síðan sleppt og telst málið upplýst. Hann kom til Ís- lands fyrir rúmri viku og var þá hand- tekinn í tengslum við fíkniefnasmygl. Í kjölfarið var vegabréf Sunnu tekið af henni og hún er því föst á Spáni. Jón Kristinn segir að búið sé að safna fyrir flutningi á Sunnu heim til Íslands, enn sé þó beðið eftir að hún fái vegabréfið afhent. Staða Sunnu er grafalvarleg  Enn föst á spítalanum í Malaga þar sem ekki fékkst staðfesting frá utanríkisráðuneytinu um flutning á bæklunarspítala sunnan Madrídar  Vegabréfslaus í kjölfar handtöku eiginmannsins og kemst ekki heim Sunna Dóttir Sunnu ásamt móður sinni á spítalanum í Malaga, en þar hefur hún dvalið undanfarna daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.