Morgunblaðið - 05.02.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Erfitt er að setja einn ákveðinn
prófíl á alla kynferðisbrotamenn,
en ef talað er um gerendur al-
mennt, þá finna þeir leiðir til að
fara undir radarinn. Eru varir um
hegðun sína og samskipti í kring-
um aðra, taka sér góðan tíma til að
móta og gera umhverfi sitt
grandalaust fyrir hegðun sinni
með því að taka eitt skref í einu,“
segir Sigríður Björnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Blátt áfram.
Mikil umræða hefur verið síð-
ustu daga um mál starfsmanns
Barnaverndar Reykjavíkur, sem
nú situr í gæsluvarðhaldi, grun-
aður um að hafa beitt börn sem
hann átti að hafa umsjón með kyn-
ferðislegu ofbeldi. Hefur lögregla
verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki
sinnt um kærur vegna ætlaðra
brota mannsins og raunar hefur
málið leitt af sér mikla umræðu í
samfélaginu.
„Lúmsk hegðun og fram-
gangsmáti kynferðisbrotamanna
gerir okkur hinum oft erfitt að
koma auga á að eitthvað sé í ólagi.
Yfirleitt eru þessir menn frekar
sannfærandi gagnvart sínum þol-
endum og leggja sig fram við að
nálgast þessi börn sem eru oft sjálf
í viðkvæmri stöðu. Þeir byggja
upp traust með ýmsum hætti, til
dæmis gefa gjafir og segja ekki frá
hegðun sem aðrir fullorðnir
myndu fordæma,“ segir Sigríður.
Enginn uppspuni
Hún er annar stofnandi sam-
takanna Blátt áfram og markmið
þeirra er að koma af stað umræðu
og þjónustu í málaflokknum, sem
spornað gæti við kynferðislegri
misbeitingu gegn börnum. Á fjór-
tán starfsárum samtakanna hefur
líka margt gerst; fleiri fullorðnir,
svo sem starfsfólk í grunn- og leik-
skólum, láta sig málið varða og til-
kynna grun um ofbeldi á börnum.
„Námskeiðið Verndarar
barna er fyrir fullorðna sem vilja
vernda börn fyrir því að verða fyr-
ir kynferðisofbeldi og vita hvað á
að gera ef grunur er um slíkt of-
beldi. Þátttakendur eru fólk sem
starfar með börnum, svo sem
kennarar, en annars hafa allar
stéttir sem starfa með börnum set-
ið námskeiðið. Fólk er farið að
koma aftur til að fá endurmenntun
eins og námskeið í fyrstu hjálp. Og
þótt stundum megi ætla af við-
brögðum að frásagnir af kyn-
ferðisofbeldi eigi að vera upp-
spuni, á það sér stað á Íslandi, rétt
eins og annars staðar. Umræðan
síðasta ár; það er #höfumhátt og
#metoo, hefur opnað augu fólks
fyrir því að allir geta orðið fyrir
kynferðisofbeldi og áreitni,“ segir
Sigríður.
Vantrú og fordómar
Eru bandamenn gerenda í
kynferðisbrotum til? Sigríður seg-
ir að ef svo sé, séu það einstak-
lingar sem trúa ekki að vinir
þeirra, bræður eða frændur geti
beitt kynferðisofbeldi eða áreitni.
„Það sést ekki á gerendum hverjir
þeir eru, rétt eins og það sést ekki
á þolendum hvað þeir hafa gengið
í gegnum. Við sem samfélag þurf-
um að horfast í augu við að hver
sem er getur verið gerandi. Þar er
þó ekki átt við alla, heldur þá sem
sýna kynferðislega hegðun í óþökk
þeirra sem fyrir verða.“
En er hlúð nægilega vel að
þolendum í kynferðisafbrotum?
Sigríður segir svo ekki vera og
bendir á að þolendur eigi oft sam-
merkt að leita aðstoðar og skiln-
ings án þess að fá – og mæti gjarn-
an vantrú og fordómum í ferli sem
sé langt og flókið. Slíkt sannfæri
marga um að það sé ekki þess virði
að leggja fram kæru. „Að verða
fyrir ofbeldi, halda því leyndu,
vera ekki trúað, verða fyrir út-
skúfun og þurfa svo að sannfæra
heilbrigðisstarfsfólk um að maður
hafi orðið fyrir ofbeldi er ekki
styðjandi. Þolendur finna réttu
leiðina ef einhver trúir þeim, styð-
ur og vísar veginn þangað til þeir
trúa á sjálfa sig á ný. Við þurfum
því að trúa börnum og fullorðnum
sem segja frá. Vona að #metoo-
vakningin opni augu fólks um að
kynferðisofbeldi á sér stað og öll
getum við haft áhrif á það hvort
það gerist eða ekki.“
Kynferðisbrotamenn eru lúmskir og gera umhverfi sitt grandalaust
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Glæpir Kynferðisbrotamenn finna leiðir til að fara undir radarinn, segir Sigríður Björnsdóttir.
Þolendum á að trúa
Sigríður Björnsdóttir er
fædd 1966 og uppalin í Mos-
fellsbæ. Er með BA-gráðu í sál-
fræði frá HA, markþjálfi og dip-
lóma í mannauðsstjórnun frá
EHÍ. Stundar nú nám í klínískri
sálfræði við HR sem lýkur í vor.
Sigríður er annar stofnenda
Blátt áfram (2004) og hefur
starfað við fræðslu og ráðgjöf
um forvarnir gegn kynferðis-
legu ofbeldi frá árinu 2006. Er
annar höfunda foreldrahand-
bókarinnar Einkastaðir líkam-
ans sem gefin var út árið 2016.
Meðal annarra verkefna eru
ótal námskeið, fyrirlestrar og
ráðgjöf, bæði hérlendis og er-
lendis.
Hver er hún?
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Það er ekki búið að klára eitt eða
neitt, en það lítur út fyrir samstarf á
nokkrum stöðum við ýmsa flokka og
aðila,“ segir Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir, formaður Viðreisnar, um
komandi sveitarstjórnarkosningar.
Fyrir helgi var greint frá því að Við-
reisn ætti í viðræðum við Bjarta
framtíð um sameiginlegt framboð í
tilteknum sveitarfélögum, en sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins á
Viðreisn í viðræðum við fleiri flokka,
þeirra á meðal eru Samfylkingin,
Vinstri græn og Framsóknarflokkur-
inn.
Aðspurð segir Þorgerður Katrín að
verið sé að kanna möguleika á sam-
starfi nokkurra flokka. „Það eru líkur
á því að við munum bjóða fram með
öðrum flokkum. Við höfum átt góð
samtöl við t.d. Bjarta framtíð, auk
annarra flokka. Það er ýmislegt í píp-
unum sem ég á von á að muni klárast
á næstu dögum eða vikum,“ segir Þor-
gerður Katrín og bætir við að ákvarð-
anir um samstarf milli flokka liggi að
mestu leyti hjá flokksmönnum í
hverju sveitarfélagi fyrir sig. „Það er
engin miðstýrð ákvörðunartaka í
þessu hjá okkur í Viðreisn heldur mun
öll ákvörðun um samstarf vera tekin
af heimafólki á hverjum stað fyrir
sig,“ segir Þorgerður Katrín.
Sameiginlegur listi í Kópavogi
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru litlar líkur á að Viðreisn
og Björt framtíð muni bjóða fram
sameiginlegan lista í Reykjavík líkt og
áður hefur verið haldið fram. Viðreisn
muni koma til með að bjóða fram sjálf-
stæðan lista, nema samkomulag náist
milli flokkanna um að bjóða fram und-
ir merkjum Viðreisnar.
Þá hefur Morgunblaðið heimildir
fyrir því að viðræður milli flokkanna
tveggja séu langt komnar í Kópavogi
þar sem Theodóra Þorsteinsdóttir,
stjórnarformaður Bjartrar framtíðar,
mun að öllum líkindum leiða listann.
Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar
framtíðar, segir að flokkurinn eigi í
viðræðum við Viðreisn á nokkrum
stöðum, hún vill þó ekki gefa upp
hvort Björt framtíð eigi í viðræðum
við aðra flokka. „Við eigum í viðræð-
um við Viðreisn á einhverjum stöðum
og öðrum ekki þannig að staðan er
ágæt. Fólk er búið að tala hvað mest
saman í Kópavogi,“ segir Björt.
Viðreisn skoðar samstarf
Framsókn, VG og Samfylking koma til greina Samstarf við Bjarta framtíð í Reykjavík ólíklegt
Þorgerður K.
Gunnarsdóttir
Björt
Ólafsdóttir
Yfirskattanefnd hefur hafnað öðru
sinni kröfu kvikmyndaframleiðanda
um að reiknaðir vextir af láni á milli
fyrirtækja innan samstæðu hans telj-
ist frádráttarbær rekstrarkostnaður
og þar með stofn til endurgreiðslu
hluta kostnaðar við gerð sjónvarps-
þáttaraðar. Áður hafði nefnd um
endurgreiðslu vegna kvikmynda-
gerðar hafnað endurgreiðslunni.
Kærandinn óskaði eftir endurupp-
töku á fyrri úrskurði yfirskattanefnd-
ar vegna þess að hann grundvallaðist
á ófullnægjandi upplýsingum varð-
andi vaxtagjöldin. Í úrskurðinum
kom fram að ekki hefði verið gerður
lánssamningur enda kom það fram í
kærunni þótt ljósrit samningsins
hefði fylgt. Yfirskattanefnd féllst á
endurupptöku málsins á þessum for-
sendum. Niðurstaðan varð hins vegar
sú sama.
Fjárframlag eða stofnfé
Niðurstaða yfirskattanefndar
grundvallast á því að lán móður-
félagsins til framleiðslufyrirtækisins
verði að teljast fjárframlag þess til
framleiðslu sjónvarpsþáttagerðarinn-
ar eða eftir atvikum stofnfé og vísað í
því efni til laga um tekjuskatt. Verði
því ekki talið að gjaldfærður vaxta-
kostnaður vegna lánsins, 10,6 milljón-
ir, geti myndað stofn til endurgreiðslu
kostnaðar við kvikmyndagerð.
helgi@mbl.is
Yfirskattanefnd
situr við sinn keip
Vextir ekki stofn til endurgreiðslu
„Með því að taka þátt fengjum við
vitneskju um hvar við stöndum í
fjármálalæsi. Og þar með yrðu all-
ar tilraunir til að kenna mun mark-
vissari,“ segir Breki Karlsson, for-
stöðumaður Stofnunar um
fjármálalæsi.
Morgunblaðið greindi frá því
fyrir helgi að Ísland hefði kosið að
standa utan við nýjan hluta PISA-
prófsins þar sem prófað er í um-
burðarlyndi og skilningi á annarri
menningu. Breki bendir á að yfir-
völd hér hafi einnig kosið að standa
fyrir utan fjármálalæsishluta PISA
sem hefur verið við lýði síðan 2012.
Fjöldi landa sem Ísland ber sig
gjarnan saman við hefur tekið þátt
í þeim hluta, til að mynda Finn-
land. Í PISA-prófinu sem lagt
verður fyrir í næsta mánuði tekur
alls 21 þjóð þátt í þessum hluta.
Arnór Guðmundsson, forstjóri
Menntamálastofnunar, segir að
það hafi verið niðurstaða mennta-
og menningarmálaráðuneytis eftir
samráð við Menntamálastofnun að
ekki væri ástæða til að taka þátt í
fjármálalæsishluta PISA 2018.
„Ljóst er að mikil fylgni er milli
mælinga á fjármálalæsi og stærð-
fræðiþáttar PISA-könnuninnar og
því veita niðurstöður nemenda í
stærðfræði sterkar vísbendingar
um fjármálalæsi þeirra. Í ljósi
þessa og með tilliti til kostnaðar og
umfangs var það niðurstaðan að
taka ekki þátt í fjármálalæsishlut-
anum að þessu sinni,“ segir hann.
Breki bendir á að 12. febrúar
næstkomandi rennur út frestur til
að tilkynna þátttöku í fjármála-
læsishluta PISA árið 2021.
„Þrátt fyrir bráða nauðsyn hafa
íslensk menntamálayfirvöld ekki
brugðist við og lítur út fyrir að þau
kjósi að stinga áfram hausnum í
sandinn og fræðast ekki um stöðu
fjármálalæsis íslenskra nemenda,“
segir Breki.
Arnór hjá Menntamálastofnun
segir að ráðuneytið muni endan-
lega taka afstöðu til þess hvort
ákveðið verður að taka þátt í
fjármálalæsishlutanum árið 2021.
Svör hafa ekki borist frá ráðuneyt-
inu við fyrirspurn Morgunblaðsins
um ákvörðun þar að lútandi.
hdm@mbl.is
Vill fjármálalæsi
í PISA-prófin hér
Stærðfræðihluti
PISA-prófsins
látinn duga hér
Morgunblaðið/Eyþór
Próf Ekki er prófað í fjármálalæsi á
PISA-prófum hér á landi.