Morgunblaðið - 05.02.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018
Sigurður Már Jónsson blaða-maður fjallar í pistli á mbl.is um
íbúðamarkaðinn og segir hann upp-
haf og endi flestra vangaveltna um
íslenskt efnahagslíf næstu misserin.
Hann bendir á að húsnæðis-skortur sé fyrirsjáanlegur á
höfuðborgarsvæðinu næstu árin og
því ekki nema von að formaður Sam-
taka iðnaðarins hafi
uppi viðvörunarorð, því
staðan sé grafalvarleg.
Um leið sé fyrir-sláttur borgar-
stjóra undarlegur. „Að
það vanti verktaka og
mannskap útskýrir
ekki af hverju byggt er
í nágrannasveitarfélög-
unum af fullum krafti.
Borgarstjóri verður að
gera betur en þetta.“
Borgarstjóri hélt því líka fram aðþað vantaði byggingarkrana,
og reyndi að skýra skort á húsnæði
og byggingarframkvæmdum með
því. Mbl.is leitaði til stjórnenda fyrir-
tækja sem leigja út eða selja slík
tæki og hjá þeim fengust þær upp-
lýsingar að enginn skortur væri á
krönum, en þeir væru ekki fluttir
inn nema þörf væri fyrir þá.
Vandinn væri að það vantaði lóðirtil að byggja á og helst á ný-
byggingarsvæðum.
En borgaryfirvöld hafa staðiðgegn því að leyfa uppbyggingu
á nýbyggingarsvæðum. Þau hafa
einblínt á þéttingu byggðar og þar
er komin meginskýringin á hús-
næðisvandanum.
Hann er því miður heimatilbúinnog leysist ekki nema með nýrri
stefnu í uppbyggingu höfuðborgar-
innar.
Sigurður Már
Jónsson
Borgarstjórinn og
byggingarkranarnir
STAKSTEINAR
Dagur B.
Eggertsson
Veður víða um heim 4.2., kl. 18.00
Reykjavík 5 súld
Bolungarvík 5 alskýjað
Akureyri 8 rigning
Nuuk -14 snjókoma
Þórshöfn 6 heiðskírt
Ósló -7 heiðskírt
Kaupmannahöfn 0 skýjað
Stokkhólmur -4 léttskýjað
Helsinki -11 heiðskírt
Lúxemborg -1 skýjað
Brussel 1 skýjað
Dublin 5 skúrir
Glasgow 6 léttskýjað
London 4 rigning
París 2 skýjað
Amsterdam 3 slydduél
Hamborg 1 snjókoma
Berlín 0 súld
Vín 2 léttskýjað
Moskva -9 snjókoma
Algarve 14 léttskýjað
Madríd 1 snjókoma
Barcelona 7 rigning
Mallorca 13 léttskýjað
Róm 10 léttskýjað
Aþena 15 léttskýjað
Winnipeg -23 skýjað
Montreal -4 snjókoma
New York 2 alskýjað
Chicago -5 snjókoma
Orlando 23 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
5. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:56 17:29
ÍSAFJÖRÐUR 10:15 17:19
SIGLUFJÖRÐUR 9:59 17:02
DJÚPIVOGUR 9:29 16:55
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Umtalsverðir vatnavextir hafa ver-
ið í Kerlingardalsá í Mýrdal vegna
mikillar snjókomu undanfarna
daga og hlýinda sem fylgdu í kjöl-
farið.
Jónas Erlendsson, fréttaritari
Morgunblaðsins, tók myndir og
myndskeið af vatnavöxtunum
seinnipartinn í gær. Jónas sagði að
vatnavextirnir væru með því
mesta sem gerist í ánni.
„Fyrir nokkrum dögum var
mesta snjókoma vetrarins og síðan
kom þessi mikla hláka ofan í snjó-
inn og þá fór allt á flot. Það hlán-
aði langt inn úr, alveg undir jökli,
og mikið vatn rann fram,“ sagði
Jónas í samtali við mbl.is í gær.
Hann sagði að aðalvegir hefðu
sloppið en eitthvað mætti sjá á
stöku sveitavegum.
Í gærkvöldi var búist við að færi
að draga úr vatnavöxtunum þegar
liði á kvöldið og kólnaði.
Fádæma vatnavextir í Kerlingardalsá
Mikil snjókoma,
síðan kom hláka og
„þá fór allt á flot“
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Kerlingardalsá í vatnavöxtum Aðalvegir sluppu en eitthvað mátti sjá á stöku sveitavegum, að sögn fréttaritara
Morgunblaðsins. Í gærkvöldi var búist við að færi að draga úr vatnavöxtum þegar liði á kvöldið og kólnaði.
Áformum um að byggja Kársnesbrú,
sem tengir saman Kópavog og
Reykjavík, miðar áfram en skipu-
lagsráð Kópavogsbæjar samþykkti á
dögunum breytingartillögu sem ger-
ir kleift að ráðast í verkið.
Um er að ræða tillögu á aðalskipu-
lagi Kópavogs fyrir árin 2012 til 2024
sem gerir ráð fyrir að á göngu- og
hjólabrú yfir Fossvog, sem er nú
þegar í aðalskipulagi, verði einnig
heimilaður akstur almenningsvagna.
Málið er nú komið í hendur bæjar-
ráðs og bæjarstjórnar.
Kristinn Dagur Gissurarson, sem
situr í skipulagsráði fyrir hönd
Framsóknarflokksins, greiddi at-
kvæði gegn tillögunni. Í bókun frá
Kristni Degi segir að hann geti ekki
fallist á tillöguna þar sem „svokölluð
borgarlína“ sé ein meginröksemdin
fyrir þessari breytingu á land-
notkun.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri
svarar Kristni í bókun sinni og segir
að menn hafi einungis verið að sam-
þykkja skipulag fyrir göngu- og
hjólreiðabrú, ásamt akrein fyrir al-
menningssamgöngur.
„Athyglisvert er að Framsóknar-
flokkurinn skuli leggjast gegn þessu
framfaramáli í samgöngumálum á
höfuðborgarsvæðinu; þá vekur það
líka athygli að fulltrúi VG sjái sér
ekki fært að styðja þetta mikla um-
hverfismál,“ segir í svari Ármanns.
Strætó mun aka
yfir Kársnesbrú
Skiptar skoðanir meðal bæjarfulltrúa