Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 9

Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Blanda af óhreinsuðu skólpi og yfirborðsvatni rann út í sjó um tíma á föstudag þegar neyðarlúga skólpdælustöðvarinnar við Skelja- nes var opin í tíu klukkutíma. Ekki var um bilun að ræða í aðalskólpdælunni, heldur var neyðarlúgan í notkun vegna mik- illar úrkomu, að sögn Ólafar Snæ- hólm, upplýsingafulltrúa Veitna. „Þegar mikið af ofanvatni kem- ur ofan í kerfið opnast neyðar- lúgan. Þetta er útþynnt skólp þar sem þetta er mikið til ofanvatn,“ sagði Ólöf í samtali við mbl.is í gær. Ekki liggur fyrir hversu mikið magn af óhreinsuðu skólpi rann út í sjóinn en Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk tilkynningu um málið. „Svona nokkuð getur gerst þeg- ar mikil úrkoma verður. Þegar skólp og regnvatn er í sömu lögn- unum hafa dælurnar ekki undan,“ sagði Ólöf. Ekki er um sömu neyðarlúgu að ræða og þá sem bilaði við Faxa- skjól í sumar, þegar mikið magn óhreinsaðs skólps flæddi út í sjó. Óhreinsað skólp rann út í sjó þegar neyðarlúga var opin í tíu tíma Skólp Talsvert magn af óhreinsuðu skólpi, um 15.000 rúmmetrar á dag, rann út í sjó síðastliðið sumar þegar neyðarloka skólphreinsistöðvarinnar við Faxaskjól bilaði. Morgunblaðið/Golli Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Tölur úr dánarmeinaskrá benda til þess að færri hafi látist af ofneyslu lyfja í fyrra en árið á undan. Þetta segir Ólafur B. Einarsson, verkefna- stjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Undanfarið hefur talsvert verið fjallað um ofneyslu ávana- bindandi og sterkra verkja- lyfja sem ganga kaupum og sölum hér á landi. Þessi lyf eru skilgreind sem ópíóðar og meðal þeirra eru morfínlyf eins og Fentanýl og Oxy- Contin. Talið er að fimm manns hafi látið lífið vegna neyslu slíkra lyfja það sem af er ári. Þau dauðsföll sem grunur leikur á að séu af völdum ofneyslu lyfja koma til skoðunar hjá Embætti landlækn- is. Árið 2016 bárust embættinu 48 slík mál og úrskurðað var að 25 þeirra væru lyfjatengd. Í fyrra voru málin 32, lokafjöldi úrskurða liggur ekki fyrir, en Ólafur segir allt benda til þess að færri hafi látist af of- neyslu lyfja á síðasta ári en árið á undan. Hann segir að dánarmeina- skrá, þar sem dánarorsakir eru skráðar, gefi vísbendingar um að staðan í þessum málum hafi ekki verið betri í lengri tíma og að hún hafi í raun farið batnandi undanfarin tíu ár. T.d. voru 30 lyfjatengd andlát skráð í dánarmeinaskrá árið 2015 og þau voru 25 árið áður. Árið 2007 lét- ust 32 Íslendingar vegna ofneyslu lyfja. Fækkun frá hruni „Við erum reyndar ekki komin með tölur fyrir allt árið í fyrra, en tölur fyrir fyrstu þrjá ársfjórðung- ana benda til þess að lyfjatengdum andlátum fækki ár frá ári, það hefur í rauninni verið að gerast frá hruni,“ segir Ólafur. „Ástandið er vissulega alvarlegt, en við sjáum ekki af þess- um tölum að það sé aukning.“ Í síðustu viku tók Lyfjastofnun þá ákvörðun að einungis mætti afgreiða þessi lyf í því magni sem nemur þörf til 30 daga í senn. Einnig er fyrirhugað að binda ávísun lyfja sem innihalda efnið ox- ýkódón sem tilheyrir flokki ópíata við ákveðna sérfræðihópa. Í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn Morg- unblaðsins segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvaða sérfræði- hópar það verða. Fyrirhugað er að þessar nýju reglur Lyfjastofnunar taki gildi 3. apríl, sama dag og ný reglugerð heilbrigðisráðherra um lyfjaávísanir, sem ætlað er að sporna við misnotkun ávanabindandi lyfja. 32 34 27 24 30 24 23 25 30 25 Lyfjatengd dauðsföll 2007 til 2016 35 30 25 20 15 10 5 0 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Heimild: Embætti landlæknis og dánarmeinaskrá Færri andlát vegna lyfja  Landlæknir skoðaði þriðjungi færri dauðsföll vegna lyfja í fyrra en árið áður Ólafur B. Einarsson Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Starfsmannafélag Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands vísaði kjaravið- ræðum sínum við ríkið til ríkissátta- semjara 1. febrúar. Þetta er fyrsta kjaradeilan sem vísað er til embætt- isins á þessu ári. Margrét Þorsteinsdóttir, for- maður kjaranefndar Starfsmanna- félags Sinfóníuhljómsveitar Íslands, segir að hljóðfæraleikarar hljóm- sveitarinnar séu með næstlægstu heildarlaun aðildarfélaga BHM. „Til þess að eiga möguleika á að komast að ráðningarferlinu sem er langt og strangt og síðar ráðningu í Sinfóníuhljómsveitina er krafist há- skólamenntunar. Þrátt fyrir það eru sem dæmi mánaðarlaun mín 491.000 kr. á mánuði fyrir skatt. Heildar- launin eru nánast þau sömu og grunnlaunin. Kjarasamningar okkar eru þannig að það skiptir í raun ekki máli hvort ég mæti til vinnu á mánu- dagsmorgni eða spila fyrir fullu húsi að kvöldi til, launin eru nánast þau sömu,“ segir Margrét. Hún segir að í kjaraviðræðum við ríkið hafi verið boðin um 4% hækkun og ef hljóðfæraleikarar hefðu ekki dregist svona aftur úr öðrum hópum þá gæti slík hækkun talist í lagi. „Það var góður gangur í viðræðum en viðræðuaðilar höfðu ekki umboð til þess að semja um meira við okkur og því vísuðum við málinu í mikilli vinsemd til ríkissáttasemjara.“ Margrét segir gott að fá verk- stjórn ríkissáttasemjara og vísunin gefi tækifæri til að beita ákveðnum vopnum ef samningar náist ekki. Fyrsta málið til ríkissáttasemjara  Hljóðfæraleikarar dregist aftur úr Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kjaramál Sinfóníuhljómsveitin reynir að ná samningum við ríkið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.