Morgunblaðið - 05.02.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.02.2018, Blaðsíða 11
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun borgarstjórnar Reykja- víkur um að synja tillögu að breyt- ingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Klapparstíg 19 og Veghúsastíg 1. Ástæðan var áform eigenda lóðar- innar og mannvirkjanna að rífa húsið Veghúsastíg 1, sem talið er ónýtt, og byggja hús með nýjum íbúðum á lóðunum. „Ekki verður deilt við dómarann. Niðurstaðan er tekin alvarlega og verður virt,“ segir Hjálmar Sveins- son, formaður umhverfis- og skipu- lagsráðs Reykjavíkur, um niður- stöðu úrskurðarnefndarinnar. Borgin skipti um skoðun Eigendur lóðarinnar hafa í fjölda ára verið í samskiptum við borgina um uppbyggingu á lóðum sínum. „Málið á sér margar hliðar. Þegar þessi hluti málsins fór af stað átt- um við fund með Hjálmari Sveins- syni og sögðum honum frá hug- mynd um uppbyggingu á reitnum,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda lóðarinnar. Hann lýsir gangi málsins frá sínum sjónarhóli: „Við ætluðum að halda í steinbæinn sem var á lóðinni en byggja önnur hús í stíl við það sem fyrir er og í nágrenninu. Honum leist vel á það og hvatti okkur til að fara af stað. Við útbjuggum svokallaða fyrir- spurnartillögu sem ætluð er til að auðvelda fólki ferlið. Hún var sam- þykkt í skipulagsráði. Þá var málið komið á alvarlegra stig þó að ekki sé nema vegna útgjalda sem fylgja því að leggja út í deiliskipulags- vinnu. Það var gert og deiliskipu- lagstillagan var samþykkt, fyrst í skipulagsráði og svo í borgarráði. Hún fór í grenndarkynningu og örfáar athugasemdir bárust og að- eins ein efnisleg, varðandi friðun Veghúsastígs 1 sem áður var búið að fjalla um. Svo líður tíminn og loks er haft samband við okkur, við boðuð á fund og tilkynnt að borgin hefði skipt um skoðun, eftir allt það sem á undan var gengið.“ Rökstuðningur ófullnægjandi Í niðurstöðu úrskurðarnefndar- innar kemur fram að ekki einungis hafi rannsókn málsins hjá borginni verið verulega áfátt heldur hafi rökstuðningur ákvörðunarinnar verið ófullnægjandi. Er í því efni meðal annars vísað til þess að hvorki umsagnir Minjastofnunar né Borgarsögusafns hafi legið fyrir hjá borgarstjórn við afgreiðslu á umsókninni. Það séu umsagnir sér- fróðra aðila sem gátu haft úrslita- þýðingu við afgreiðslu málsins. Í umsögn Minjastofnunar kom fram að húsið Vegahúsastígur 1 væri óviðgerðarhæft og að friðun þess hefði verið aflétt á árinu 2014. Talin eru upp fleiri gögn sem ekki voru lögð fram. Úrskurðarnefndin getur þess að borgarstjórn hafi borið að fara að rannsóknarreglu stjórn- sýslulaga og einnig líta til stjórn- arskrárvarinna eignarréttinda lóð- arhafa við afgreiðslu málsins. Sex athugasemdir bárust á kynn- ingartíma deiliskipulagstillögunnar. Af umfjöllun úrskurðarnefndar- innar að ráða voru þær ekki veiga- miklar. Fjórar voru efnislega sam- hljóða og vísuðu til viðtals sem birst hafði við Hjálmar Sveinsson þar sem fram kom að húsið Vega- mótastígur 1 væri friðað sökum aldurs auk skoðunar hans um að það bæri að gera upp. Haft var eft- ir Hjálmari að það kæmi „ekki til greina að eigendur komist upp með að láta aldursfriðað hús grotna inn- an frá árum saman og krefjast svo þess að borgin leyfi þeim að rífa það og vitni í slökkviliðið um slysa- hættu“. Úrskurðarnefndin bendir á að ummælin um friðun hússins hafi verið röng og því geti þær umsagn- ir sem á þeim grundvallast vart tal- ist gefnar á réttum forsendum. Þær hafi því ekki veitt viðhlítandi stoð fyrir þeirri ályktun skipulags- yfirvalda að húsið skyldi standa. „Með hliðsjón af því sem að framan er rakið verður að telja að svo verulegir annmarkar hafi verið á undirbúningi og málsmeðferð hinn- ar kærðu ákvörðunar að fella beri hana úr gildi,“ segir úrskurðar- nefndin. Hún telur einnig að aðild Hjálm- ars formanns að meðferð málsins hjá skipulagsráði og í borgarstjórn orki tvímælis í ljósi ummæla hans enda hafi þau verið til þess fallin að draga í efna óhlutdrægni hans. Stendur fast á sínu Hjálmar vísar til Facebook- færslu þar sem hann segist hafa beðist afsökunar á ónákvæmni sinni í umræddu viðtali. Þá segist hann munu víkja af fundum þegar þetta mál verði tekið til afgreiðslu aftur. Spurður hvort hann hafi íhugað að segja af sér í ljósi þess að brotnar hafi verið reglur stjórn- sýsluréttar um rannsóknarskyldu segir Hjálmar að það hafi ekki hvarflað að sér. „Minn hlutur í þessu máli er fyrst og fremst að standa fastur á því að vernda göm- ul hús. Ég hef aldrei dregið dul á það að ég tel ótækt að rifa þessi gömlu hús þarna. Ég er húsafrið- unarmaður og stend við það,“ segir hann. Hann segist heldur ekki sjá ástæðu til að aðrir íhugi afsögn. Sér þyki miður að úrskurðar- nefndin hafi komist að þeirri niður- stöðu að rannsókn og undirbúningi hafi ekki verið nógu vel sinnt og af því þurfi að læra. Vonast eftir annarri niðurstöðu Stefán S. Guðjónsson telur eðli- legast að fulltrúar borgarinnar kalli eigendur lóðarinnar til fundar við sig til að fara yfir málið. Það hafi ekki verið gert. Getur hann þess að margsinnis hafi verið óskað eftir viðtali við borgarstjóra um málið en það hafi ekki fengist. Verði ekki haft samband muni eigendurnir óskað eftir því að borgin afgreiði málið að nýju. Segist Stefán gera sér vonir um að önnur niðurstaða fáist og ekki verði reynt að þver- skallast við, eftir allt sem á undan er gengið. Verulegir annmarkar á málsmeðferð Morgunblaðið/Árni Sæberg  Úrskurðarnefnd telur að rannsókn máls hafi verið áfátt þegar synjað var deiliskipulagi sem gerði ráð fyrir niðurrifi Veghúsastígs 1  Formaður skipulagsráðs telur ekki ástæðu til að íhuga afsögn Hjálmar Sveinsson Stefán S. Guðjónsson Veghúsastígur 1 Minjastofnun hefur aflétt friðun og telur ekki hægt að gera við húsið en borgin hafnar niðurrifi. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2018 GMC Sierra Litur: Dark slate, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. Öll standsetning innifalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu. VERÐ 9.890.000 m.vsk 2017 Ram 3500 Limited Litur: Hvítur, svartur að innan. Einnig til rauður og svartur. Ein með öllu: Loftpúðafjöðrun, Aisin sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, RAM-box. 6,7L Cummins. VERÐ 9.990.000 m.vsk 2017 Ford King Ranch Litur: Ruby red, mesa brown að innan. 6,7L Diesel ,440 Hö, 925 ft of torque með upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í hlera,Driver altert-pakki, Trailer tow camera system og airbag í belti í aftursæti. VERÐ 10.890.000 m.vsk 2017 Chevrolet High Country Litur: Graphite metal. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. VERÐ 10.390.000 m.vsk „Þetta er áfellis- dómur yfir þeim vinnubrögðum sem hafa verið ástunduð í þessu máli. Það segir ákveðna sögu um það hvernig meirihlutinn hef- ur staðið að málarekstri í hliðstæðum málum,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kjartan segir að fjöldi mála sé í gangi á hverjum tíma og hafi fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagn- rýnt of hæga málsmeðferð og að sum málin hafi verið látin dankast árum saman. „Við heyrum frá byggingaraðilum, stórum og smáum, að flókið og erfitt sé að eiga við kerfið í Reykjavík. Ég hef nokkrum sinnum heyrt í mönnum sem hafa flúið úr Reykjavík og taka helst ekki að sér uppbyggingu hér,“ segir Kjartan og bætir því við að ekki sé skrítið að illa gangi að byggja upp þegar tiltölulega ein- falt mál eins og hér er fjallað um endi í meiriháttar klúðri. „Þetta er skólabókardæmi um að kerfið vinn- ur gegn fólkinu en ekki með því.“ Kjartan segir að borgin og for- maður umhverfis- og skipulagsráðs verði að axla ábyrgð á þessum vinnubrögðum. Hann tekur þó fram að hann fari ekki fram á af- sögn Hjálmars Sveinssonar. Rifjar Kjartan upp kröfur sumra fulltrúa Samfylkingarinnar um afsögn dómsmálaráðherra vegna hæsta- réttardóms um skipan dómara þar sem ekki var talið að rannsóknar- skyldu hefði verið fullnægt. „Það verður fróðlegt að heyra afstöðu Samfylkingarmanna sem nefnt hafa vanrækslu á rannsóknar- skyldu þegar þeirra eigin flokks- maður á í hlut.“ Að öðru leyti sagðist Kjartan telja rétt að borgin hefði samband við lóðarhafa að fyrra bragði og reyndi að ná sátt um uppbyggingu á lóðinni. Áfellisdómur yfir vinnubrögðum  Borgarfulltrúi segir dæmi um að byggingaraðilar flýi borgina Kjartan Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.