Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ljóst hefurverið ídágóðan tíma að Xi Jinp- ing, leiðtogi Kína, hefur mik- inn metnað, bæði fyrir hönd sjálfs sín og Kín- verja almennt. Hann hefur nýtt þann metnað til þess að gera sjálfan sig að einum valdamesta leiðtoga Kín- verja í seinni tíð. Sem dæmi um það má nefna að á flokksþingi kínverska kommúnistaflokksins í október síðastliðnum var samþykkt að bæta við stefnuskrá flokksins sér- stökum kafla um stjórn- málaviðhorf og framtíðar- sýn sem sérstaklega var tileinkaður Xi með nafni. Þetta er fádæma heiður sem einungis Maó Tsetung og Deng Xiaoping hafa hlotið til þessa. Enn fremur stendur til að fella sama kafla inn í stjórnarskrá Kína, en henni á að breyta í mars næstkomandi. Flest- ar breytingarnar miða að sama marki; að treysta völd Xi heima fyrir enn frekar, á sama tíma og Xi vill að Kín- verjar fari að beita ítökum sínum og áhrifum mun meira á alþjóðavettvangi. Einn af hornsteinunum í framtíðaráætlunum Xi er hinn svonefndi „silki- vegur“, sérstakt verkefni þar sem Kínverjar hafa lagt umtalsverða fjármuni í innviðauppbyggingu heima og erlendis, með það að markmiði að gera helstu verslunarleiðir Kínverja öruggari og skilvirkari fyr- ir útflutning á þeim fjöl- mörgu vörum sem Kínverj- ar framleiða. Verkefnið nær til Asíu, Evrópu og jafnvel Afríku, þar sem Kínverjar eru umsvifa- miklir. Kínversk fyrirtæki, sem flest eru í ríkiseigu, sinna þessum útrásarverkefnum af miklum móð og fá til þess fjármagn frá kínverskum ríkisbönkum, eða jafnvel hinum sérstaka fjárfest- ingar- og innviðabanka Asíu, sem settur var á lagg- irnar í upphafi ársins 2016, meðal annars með þátttöku íslenska ríkisins og fleiri vestrænna ríkja. En það er ekki bara á landi sem Kínverjar sjá sóknarfæri. Ný- lega gáfu kín- versk stjórnvöld út sérstaka hvít- bók um stefnu sína í heim- skautamálum, þar sem meðal annars var lögð áhersla á myndun nokkurs konar „heimskautasilki- vegs“, í samstarfi við önnur ríki sem hagsmuna eiga að gæta á norðurslóðum. Slíkur silkivegur gæti skipt Kínverja miklu máli, þar sem það gæti tekið flutningaskip mun styttri tíma að sigla norðurleiðina og til umskipunarhafna í Evrópu heldur en það tek- ur skip nú að sigla frá Kína hina hefðbundnu siglinga- leið gegnum Indlands- og Miðjarðarhaf. Þetta er þó ekki áhættu- laus tilraun fyrir Kínverja, þar sem Norður-Íshafs- leiðin er enn sem komið er ekki fær nema að sumri til og krefst að auki mikillar sérþekkingar. Þá verður að taka það með í reikninginn að Rússar líta á megin- þorrann af því svæði sem flutningaskipin verða að fara um sem sína eign. Í hvítbókinni er þess vegna lögð sérstök áhersla á „virðingu, samvinnu og sjálfbærni“, auk þess að allir aðilar eigi að geta haft ávinning af því að þróa áfram þessa skipaleið. Áhugi Kínverja á norður- slóðum hefur verið ljós í nokkurn tíma. Með hvít- bókinni er hins vegar endanlega staðfest að þeir eru tilbúnir að verja tals- vert miklu til þess að tryggja hagsmuni sína á þessum slóðum á næstu ár- um og áratugum með von um frekari ítök þar. Ríki norðurskautsráðs- ins, þeirra á meðal Ísland, þurfa því að íhuga vandlega hvernig samskiptum þeirra og Kínverja verður háttað í þessu sambandi. Sjálfsagt er að nýta þann ávinning sem þessi áhugi Kínverja og breyttar aðstæður kunna að leiða til en það þarf að gera með bæði aug- un opin og gleyma því ekki við hvað er að eiga. Kína undir stjórn Xi Jinping ætlar sér stóra hluti – líka á norðurslóðum} Silkivegurinn lagður til norðurs Þ að er náttúrlega í raun og veru al- veg hrikalegt mál að það geti komið upp lögbann á umræðu sem skiptir máli fyrir stjórn- málaumræðuna tíu dögum fyrir kosningar, og staðið enn þá þremur mán- uðum síðar. Það á ekki að geta gerst.“ Þetta er haft eftir dr. Ragnhildi Helgadóttur, for- seta lagadeildar Háskólans í Reykjavík, í fjölmiðlum í gær. Dr. Ragnhildur viðhefur þessi ummæli vegna þeirrar stöðu sem uppi hefur verið í íslensku samfélagi frá því Sýslu- maðurinn í Reykjavík lagði lögbann á um- fjöllun Stundarinnar um fjármálagerninga þáverandi forsætisráðherra, núverandi fjár- málaráðherra, í aðdraganda falls íslensku bankanna árið 2008. Nú 112 dögum síðar er lögbannið enn í gildi og verður að minnsta kosti næstu þrjár vikur og mögulega næstu mánuði ef gerðarbeiðendur velja að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms. Það er alveg rétt hjá forseta lagadeildar að þetta á ekki að geta gerst. Það á alls ekki að geta gerst í lýðræð- isríki að valdi sé beitt með þessum hætti gegn almanna- hagsmunum. Almenningur hafði ríka hagsmuni af því að fá greinargóðar upplýsingar um fjármálagerninga og möguleg innherjaviðskipti fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, og fjölskyldu hans í aðdraganda falls ís- lensku bankanna. Rétt um tíu dögum fyrir kosningar var hins vegar lagt lögbann á frekari umfjöllun svo almenn- ingur fékk ekki þessar nauðsynlegu upplýsingar til að geta tekið rökstudda ákvörðun í framhaldinu um það hvort hann treysti umræddum ráðamanni til að hugsa fyrst og fremst um hag almennings í gjörðum sínum eða hvort hans eigin hagir og hans fjölskyldu gengju fyrir. Ef horft er framhjá þessari staðreynd, flokkspólitísk gleraugu tekin niður og ein- göngu horft á fyrirkomulag lögbannsfram- kvæmdar liggur ljóst fyrir að gera þarf stór- tækar breytingar á lögum um lögbann. Ég vil koma með þá tillögu að lögbannskröfu skuli beint að héraðsdómi strax á frumstigi sem tekur þá kröfuna tafarlaust fyrir. Héraðs- dómur þarf oft og tíðum að takast á við ýmsar þvingunarráðstafanir í sakamálum með skjót- um hætti og eru þá hvort tveggja dómarar sem og lögmenn kallaðir út með stuttum fyrir- vara og þurfa að bregðast við án tafar. Til þess eru héraðsdómarar á bakvakt allan ársins hring og gætu því tekið fyrir lögbannskröfur með viðlíka hætti. Lögmenn sem taka slík verk að sér eru öllu vanir og geta því hæglega brugðist við og byggt upp sínar sóknir og varnir á skömmum tíma svo koma megi í veg fyrir sambærilegt ástand og nú liggur fyrir. Þannig væri hægt að ljúka öllu ferlinu fram að úrskurði á einni viku og koma með því í veg fyrir viðlíka tjón og nú hefur orð- ið, hvort tveggja hjá almenningi og fjölmiðli þeim sem lögbannskröfu sætir. Lögbann á almannahagsmuni má aldrei aftur eiga sér stað. Helga Vala Helgadóttir Pistill Lögbann á almannahagsmuni Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Innflutningur helstu kjöttegunda, annarra en kindakjöts, jókst mjög á síðasta ári. Mesta aukningin var í innflutningi svínakjöts, um 40%, og nautakjöts, um 35%. Eins og sést á meðfylgjandi grafi má áætla að hlut- ur innflutts svínakjöts af seldu kjöti hér á markaðnum sé um 27% og nautakjöts um 24%. Ýmsar ástæður eru fyrir aukn- um innflutningi. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og aðstoðarfram- kvæmdastjóri Bændasamtaka Ís- lands, nefnir að sterk króna geri inn- flutning auðveldari. Það skýri að minnsta kosti mikinn innflutning á pylsum og unnum kjötvörum sem er langt yfir öllum kvótum. Þá kalli fjölgun ferðamanna á innflutning á hráefni í beikon. „Stöðug aukning hefur verið í innflutningi svínakjöts síðustu fimm eða sex árin. Við höfum ekki náð að anna eftirspurn,“ segir Ingvi Stef- ánsson, formaður Svínaræktarfélags Íslands. Hann segir að bændur finni fyrir innflutningnum í lægra verði. Nefnir að verð á svínakjöti til bænda sé 5-6% lægra en það var á árinu 2013. Auk aukins ferðamanna- straums og sterkrar krónu nefnir Ingvi að breyttar neysluvenjur fólks hér á landi leiði til aukinnar sölu á hvíta kjötinu. Einnig telur hann að mikið erlent vinnuafl nú um stundir auki sölu á svínakjöti. Leggja ekki í fjárfestingar „Við viljum standa okkur betur í að anna eftirspurn. Það er hins- vegar mikil óvissa í ytra umhverfi svínaræktarinnar og bændur leggja ekki í fjárfestingar,“ segir Ingvi um ástæður þess að innlenda fram- leiðslan eykst lítið og ekki í takti við aukna eftirspurn. Nefnir hann nið- urstöðu dómstóla vegna banns við innflutningi á ófrosnu kjöti, nýjan tollasamning við ESB sem tekur gildi í vor og mikinn kostnað sem fylgir nýjum aðbúnaðarreglum, að hans sögn þeim metnaðarfyllstu í heimi ásamt Noregi. Ingvi segir að svínabændur séu að reyna að átta sig á stöðunni. Þeir hafi verið að auglýsa eftir framtíðarsýn stjórnvalda. Það hafi hann sjálfur gert á fundi með landbúnaðarráðherra á dögunum. Vonast hann til að fá góð viðbrögð við því. Innflutningur kjöts jókst um 20-40% Aukinn aðgangur kjötframleið- enda innan ESB að mark- aðnum hér er veruleg ógn við innlenda framleiðslu. Samn- ingur sem stjórnvöld gerðu við ESB um aukna tollfrjálsa kvóta tekur gildi 1. maí. Erna Bjarnadóttir segir að kjötframleiðendur séu ugg- andi yfir þessari opnun. Inn- flutningskvótar á kjöti frá Evr- ópu aukast um 180-400%. Hlutfallslega mest í unnum kjötvörum, alifuglakjöti og nautakjöti. Í greinargerð sem Vífill Karlsson hagfræðingur vann fyrir Bændasamtök Ís- lands kemur fram það mat að verð á ýmsum gerðum af nauta-, svína- og ali- fuglakjöti muni lækka um 9 til 15%. Verð á afurð- um lækkar TOLLFRJÁLS AÐGANGUR Innflutningur á kjöti 2017 1.500 1.000 500 0 tonn Heimild: Hagstofa Íslands, bráðabirgðatölur, Matvælastofnun, Bændasamtök Íslands2013 2014 2015 2016 2017 Innflutningur 2015-2017 Heildarsala og innflutningur 2017 2015 2016 2017 Umreiknað í kjöt m/beini* Sala á innl. framleiðslu Heildar- sala Hlutfall innflutnings Alifuglakjöt 920 1.098 1.327 2.216 9.530 11.746 19% Svínakjöt 559 976 1.368 2.285 6.269 8.554 27% Nautakjöt 1.044 631 849 1.418 4.603 6.021 24% Reykt, saltað og þurrkað kjöt 174 220 367 367 Kindakjöt 0 1 0 0 6.976 6.976 0% Hrossakjöt 0 0 0 0 641 641 0% Pylsur og unnar kjötvörur 287 622 622 622 Samtals 2.524 3.167 4.386 6.908 28.019 34.927 20% *Áætlað Tonn 2016 2017 Aukning Alifuglakjöt 1.098 1.327 229 21% Svínakjöt 976 1.368 392 40% Nautakjöt 631 849 218 35% Hlutfall innflutnings 2017 Aukinn innflutningur 2016 til 2017Innflutningur 2013 til 2017, helstu tegundir Einingar eru í tonnum Alifuglakjöt Svínakjöt Nautakjöt 19% Alifuglakjöt 27% Svínakjöt 24% Nautakjöt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.