Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 19

Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018 Ástkær bróðir okkar, JÓN ÁGÚSTSSON kennari, Skúlagötu 20, andaðist á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 28. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. febrúar klukkan 13. Ágúst Ágústsson Þorlákur Ari Ágústsson Þuríður Jana Ágústsdóttir ✝ Ólöf Hjálm-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 23. mars 1913 og lést á Hrafnistu, Boða- þingi, 25. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Hjálmar Þorsteinsson, f. 1886, d. 1972, og Margrét Egils- dóttir, f. 1878, d. 1924. Bræður hennar voru Egill, f. 8.10. 1910, d. 6.6. 1990, Þor- steinn, f. 20.9. 1911, d. 10.12. 1984 og Haraldur, f. 10.8. 1914, d. 18.12. 1967. Hálfsystkini hennar samfeðra voru Ingi- björg, f. 26.7. 1925, d. 20.2. 2001, Halldór, f. 14.5. 1927, d. 19.6. 2010, Guðrún, f. 18.11. 1928, d. 19.11. 2011, Hörður, f. 16.2. 1932, d. 7.8. 1993, Kristín Helga, f. 12.4. 1934, d. 10.4. 2010, og Margrét, f. 27.5. 1938. Ólöf giftist 1. október 1932 Lofti Halldórssyni skipstjóra, f. 31.10. 1901, d. 28.12. 1968. Ólöf rún Elíasdóttir og Haukur Örn. 2. Hjálmar, f. 2.11. 1936, kvæntur Elsu Heiðdal Hjörleifs- dóttur, f. 21.1. 1940. Synir þeirra eru Hjörleifur, Loftur og Hjálmar, sambýliskona hans er Mist Hálfdánardóttir, sonur þeirra er Hrafnkell. 3. Ingibjörg, f. 18.2. 1939, eig- inmaður hennar var Halldór Sigmundsson, f. 28.6. 1931, d. 15.1.2016. Börn þeirra eru Sig- mundur, giftur Eileen Chua Yao, og Anna Guðrún, gift Gunnari Biering Agnarssyni. Börn Önnu með fyrrverandi eiginmanni, Halldóri Hreins- syni, eru Hjörtur, í sambúð með Berglindi Einarsdóttur, Sigrún og Halldór. Ólöf ólst upp í Reykjavík. Hún réð sig ung að árum í vist á Akranesi þar sem þau Loftur stofnuðu síðar sitt fyrsta heim- ili. Þar bjuggu þau til ársins 1965 er þau fluttu til Reykjavík- ur. Þau bjuggu lengst af í Hamrahlíð 25. Þegar Ólöf var um nírætt flutti hún í þjónustu- íbúð við Norðurbrún 1 og bjó þar þangað til hún fluttist á hjúkrunarheimilið í Boðaþingi, Kópavogi í nóvember síðast- liðnum. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 5. febr- úar 2018, klukkan 15. og Loftur eign- uðust þrjú börn. 1. Margréti, f. 20.11. 1933, d. 7.8. 2011, gift Leifi Ólafssyni, f. 29.1. 1931, d. 6.1. 2001. Börn þeirra eru a) Ólöf, gift Atla Bragasyni, börn þeirra eru Margrét Anna, gift Björg- vini Jóhanni Jóns- syni, þeirra börn eru Þorvaldur Atli og Ólafur Nói. Leifur, sam- býliskona hans er Elsa Ófeigs- dóttir. Ásgeir kvæntur Margréti Sesselju Kristjánsdóttur. b) Loftur Ólafur, kvæntur Júlíönu Hauksdóttur, börn þeirra eru Brynjar, sambýliskona hans er Kristrún Kristjánsdóttir, Mar- grét og Ólöf Ylfa, kærasti henn- ar er Bjarni Berg Björgvinsson. c) Ingibjörg, gift Halldóri Theo- dórssyni, börn þeirra eru Erna Rún, sambýlismaður hennar er Jakob Hólm, dóttir þeirra er Harpa Rakel. Helgi Rúnar, sam- býliskona hans er Sigríður Guð- Nú er hún amma Lolla búin að kveðja okkur, komin vel á hundr- aðasta og fimmta árið. Hún var hvíldinni eflaust fegin eftir langt og gott líf enda voru lífsgæði hennar orðin verulega skert síð- ustu árin sökum heyrnar- og sjón- leysis. Fallega litla amma okkar með hvíta hárið og mjúku húðina. Nú þegar hún er farin rifjast upp margar góðar minningar. Fyrstu minningar okkar eru frá ferðunum upp á Akranes þar sem við dvöldum löngum stund- um. Annaðhvort fórum við með mömmu og pabba upp á Skaga eða þá að við vorum send með Akraborginni í umsjá Gunnars frænda, skipstjóra eða einhvers annars sem við þekktum. Það var ávallt vel hugsað um okkur á leið- inni og fengum við meira að segja stundum að stýra Akraborginni sem þótti sko engin smá upphefð. Móttökurnar voru ekki af verri endanum þegar við komum upp eftir. Þar var okkur gert hátt und- ir höfði og dekrað við okkur á all- an hátt. Við fengum að sækja mjólk á brúsa, sem var mikil upp- lifun fyrir okkur því í bænum keyptum við mjólk í hyrnum. Þetta voru góð ár á Skaganum, í raun algjör sælureitur fyrir okkur og höfum við systkinin ávallt haft sterkar taugar til Akraness síðan. Amma og afi fluttu síðan í Hamrahlíðina en áttu þar aðeins stuttan tíma saman. Í Hamrahlíð- inni fengum við ekki síðri mót- tökur en á Skaganum. Amma hafði einstaklega gott lag á börnum og það voru hennar bestu stundir þegar hún fékk börnin og barnabörnin okkar í heimsókn. Hún bjó lengst af í Hamrahlíð- inni en flutti rétt eftir níræðis- aldurinn í Norðurbrúnina. Alltaf fylgdist hún vel með öllu sem gerðist í lífi okkar og vildi taka þátt í því. Hún fylgdist líka með öllu sem var að gerast í heim- inum alveg fram á síðasta dag og hafði miklar og sterkar skoðanir á málum fram í andlátið. Hún var helsta fréttaveita fjöl- skyldunnar í mörg ár. Svo vel fylgdist hún með að undrum sætti og kom hún okkur líka sífellt á óvart hvað hún mundi langt aftur í tímann, jafnvel allt til Kötlugoss- ins 1918 og annarra merkra at- burða. Amma var mjög ættfróð og vissi allt um alla og gat rakið fjöl- skyldutengsl vítt og breitt. Amma trúði á líf eftir dauðann og virtist hafa einhver sambönd hinum megin. Gott dæmi um þessi mál er það að hún vissi oft á undan öllum öðrum að von var á nýjum börn- um í fjölskylduna. Við vissum það jafnvel ekki sjálf að við vorum að verða foreldrar. Einhvern tíma spurði hún hvort von væri á tví- burum og þverneituðum við systkinin því alveg en þá kom bara í ljós það voru tveir strákar á leiðinni með nokkurra daga milli- bili hjá okkur. Amma gegndi alltaf stóru hlut- verki í lífi okkar systkina. Hvíl í friði, elsku amma Lolla. Ólöf (Lóló), Loftur og Ingibjörg. Afasystir mín, Ólöf Hjálmars- dóttir, eða Lolla eins og hún var alltaf kölluð, fæddist á páskadag 23. mars 1913. Lífsganga hennar var því orðin ansi löng þegar hún kvaddi, eða tæp 105 ár. En þótt ótrúlegt væri lék þessi langa öld Lollu ekki grátt þegar kom að út- liti og minni. Eins og englarnir á myndunum sem hægt er að kaupa í búðum var hún ætíð björt yfir andlit og hár og með fullkomna þétta og ávala vanga allt til hins síðasta. Yfir húð hennar (sem hún þvoði jafnan samviskusamlega með Lux-sápu) var ólýsanlegur ljómi og þegar maður settist hjá henni á spjall tók við þetta ein- staka og ofurmannlega minni sem brást henni aldrei. Án þess að hika rakti hún mönnum sögur bæði af sínu fólki og annarra í áhugaverðum og eftirminnilegum fléttum sem hún ein kunni og mundi. Alltaf fylgdu þessum frá- sögnum bæði skírnar- og föður- nöfn allra og ég man ekki til þess að þar hafi henni nokkru sinni fip- ast. Þegar kom að því að muna fólk og hluti stóð enginn þessari konu á sporði. Já, hún Lolla frænka var eng- um lík. Sjálfstæð kona og glögg og svo skemmtilega hreinskilin. Nei, við amma þín vorum aldrei bestu vinkonur sagði hún við mig eitt sinn, en við áttum samt alltaf hvor aðra að ef eitthvað bjátaði á. Þetta vissi ég að var rétt. Þær mágkon- urnar hringdu gjarnan hvor í aðra og ræddu þau veikindi eða vanda- mál sem upp komu í fjölskyldunni. Og þótt þær væru ekki heimsins bestu vinkonur voru þær hvor annarri mikilvægur stuðningur í tilverunni. Þegar ég var rétt innan við tví- tugt heimsótti ég Lollu eitt sinn í Hamrahlíðina. Við spjölluðum saman og ég sagði henni draum sem mig hafði dreymt. Sem ég gleymdi svo fullkomlega. Eða þangað til Lolla sagði (þá orðin tí- ræð) alveg upp úr þurru dag einn þegar ég var í heimsókn hjá henni í Norðurbrúninni: Veistu, Mar- grét, ég held að bláu skautarnir sem þig dreymdi þarna um árið hafi verið fyrir því að frumburður þinn yrði drengur. Með hjálp Lollu rifjaðist þessi gamli draum- ur upp fyrir undirritaðri svo við gátum aðeins skrafað um það okk- ar á milli hvort draumurinn hefði haft einhverja merkingu. Þetta dæmi er auðvitað alveg makalaust en sýnir svo skemmtilega hvernig Lolla var og hvernig hún geymdi sér í minni hluti sem öðrum fannst síður en svo bera brýna þörf til að muna, hvað þá í marga áratugi. Lolla fylgdist alltaf vel með öllu og öllum og bar með sóma þann titil að vera aðalfréttaveita fjöl- skyldunnar. Hún vissi alltaf mest og best hvað var að gerast hjá fólki og í raun gerðist ekkert í fjöl- skyldunni án þess að Lolla væri með kjarna þess á hreinu. Ja, þetta hlýtur að vera svona, hún Lolla sagði það, sagði móðir mín oft. Þá vissi maður að ekki var um að ræða óljósar línur eða útúr- dúra. Lolla fór aldrei með fleipur og það sem hún sagði átti alltaf við rök að styðjast. Það er með miklum söknuði sem ég kveð þessa minnugu og skýru afasystur mína með fallega englaútlitið. Eftir heila öld og gott betur var kominn tími til að leysa festar og fara guðdómsins háu leiðir himinljósa. Guð blessi elsku Lollu og minningu hennar. Margrét Grétarsdóttir. Ólöf Hjálmarsdóttir ✝ Hallbjörg Jó-hannsdóttir fæddist í Reykja- vík 10. október 1945. Hallbjörg varð bráðkvödd á heimili sínu Krummahólum 1 þann 27. janúar 2018. Hallbjörg var annað barn hjónanna Jóhanns Sigurðssonar, hár- skera og farandkennara, f. 28. júní 1897, og Kristjönu Ein- arsdóttur, verka- og athafna- konu, f. 28. júlí 1905. Bróðir Hallbjargar er Gunnar Jó- hannsson trésmiður, f. 15. október 1940, maki Helga Ei- ríksdóttir, f. 5. september 1941. Hallbjörg bjó frá fæðingu á Langholtsveginum ásamt for- jánsson, f. 26. febrúar 1966; Pétur Smári Tafjord, f. 3. mars 1979, maki Þórey Svana Þórisdóttir, f. 14. mars 1984, og dóttir Petters, Sigurrós Petra Tafjord, f. 21. janúar 1961, maki Ármann Þór Bald- ursson, f. 2. júní 1956. Barna- börnin eru 17 talsins og barnabarnabörnin 19. Lengst af bjuggu þau hjónin ásamt börnum í Ytri-Njarðvík eða til ársins 1975 þegar þau fluttu aftur til Reykjavíkur. Frá árinu 1981-1995 bjuggu Hallbjörg og fjölskylda í Breiðholtinu og svo aftur frá árinu 2003 til ársins 2018. Hallbjörg starfaði á Hótel Holti frá árinu 1981 til ársins 1991 en það sama ár hóf hún störf í Hagkaupum þar sem hún starfaði til loka starfsfer- ils síns árið 2006. Á árunum 1986-1990 stundaði hún nám á nýmálabraut við öldungadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti samhliða vinnu. Útför Hallbjargar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 5. janúar 2018, klukkan 13. eldrum sínum og bróður og gekk í Vogaskóla og Langholtsskóla. Þegar hún var á 17. aldursári kynntist hún Pet- ter Amandus Taf- jord, f. 25. júlí 1942, og hófu þau búskap skömmu síðar. Þann 26. október árið 1963 fór svo gifting þeirra fram á fyrsta degi vetrar. Börn þeirra hjóna eru Jóhann Árni Tafjord, f. 6. janúar 1964, maki Elín Svana Jónbjörns- dóttir, f. 17. apríl 1971; Krist- ján Helgi Tafjord, f. 28. jan- úar 1966, maki Jarþrúður Bjarnadóttir, f. 6. október 1960; Birna Tafjord, f. 3. júní 1967, maki Birgir Krist- Nú þegar sorgin og söknuður- inn er öllu yfirsterkari er erfitt að velja milli augnablika, minninga og þeirra vísdómsorða sem þú lést mér í té. Þú sagðir eitt sinn að foreldrar ættu aldrei börnin sín, þeir fengju þau aðeins að láni; í mínum huga gildir einnig hið gagnstæða. Lán mitt er mikið. Orka hverfur aldrei eða deyr, hún breytir aðeins um form. Við sameinumst síðar, elsku mamma, fyrir mér varst þú mest allra mæðra. Takk fyrir allt. Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kvaldri sál er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur. En seinna gef ég minningunum mál, á meðan allt á himni og jörðu sefur. Þá flýg ég yfir djúpin draumablá, í dimmum skógum sál mín spor þín rekur. Þú gafst mér alla gleði sem ég á. Þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Pétur Smári Tafjord. Takk fyrir allt, elsku tengda- mamma. Við sjáumst síðar og höldum þá áfram að skrafa um bækur. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festing færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Þín tengdadóttir, Þórey Svana. Elsku amma. Hvað brölluðum við nú ekki saman? Frægu utanlandsferðirn- ar til Spánar, þar sem eftirminni- lega kapphlaupið fór fram og átt- um við bræður fullt í fangi með að halda í við þig þar. Þetta er líka í fyrsta og eina skiptið sem við höf- um séð þig undir stýri á bíl, sem var heldur betur skrautlegt. Svíþjóðarferðin þegar þú fékkst gælunafnið „lestarræn- ingjabaninn“ eftir að hafa spark- að lestarræningja öfugum út úr lestinni í Stokkhólmi, sem gerði okkur bræður stolta og mjög skelkaða á sama tíma yfir brögð- um ömmu okkar. Svo vídeókvöldin með öllum ævintýra- og spennumyndunum. Og bíóferðirnar sem voru fastur liður og þá sérstaklega á allar Harry Potter- og Lord of the Rings-myndirnar. Þú náðir alltaf að gera svo flottar afmælistertur fyrir okkur bræðurna, sem voru það stór- glæsilegar að enginn þorði að snerta þær. Annar fékk líka þetta risastóra sjóræningjaskip með marsípankrókódílum í kring og hinn uppáhaldsteiknimyndaper- sónuna sína, hann Bart Simpson á hjólabrettinu sínu. Að ógleymd- um öllum hinum listaverkunum sem þú bakaðir og útbjóst fyrir okkur og aðra. Ekki áttum við nú von á því að þurfa kveðja þig svo snemma. En í dag kveðjum við þig, en minn- ingarnar munu ávallt fylgja okk- ur og þú munt vera með okkur í hjarta alla ævi. Þínir dóttursynir, Birgir Steinar og Hallur. Hallbjörg Jóhannsdóttir Kveðja frá Lionsfélögum Fallinn er nú frá góður félagi okkar í Lionsklúbbn- um Skyggni í Rangárvallasýslu, Þorsteinn Ragnarsson. Steini, eins hann var yfirleitt kallaður, var félagi í Skyggni í 35 ár eða frá Þorsteinn Ragnarsson ✝ ÞorsteinnRagnarsson fæddist 1. mars 1948. Hann lést 4. desember 2017. Útför Þorsteins fór fram 16. des- ember 2017. 1982. Hann var einn af okkar bestu og ötulustu félögum um langt árabil og allt fram á síðasta dag. Steina voru fal- in fjölmörg trúnað- arstörf á vegum klúbbsins og sat meðal annars sem formaður, gjaldkeri og ritari með hléum um árabil. Starfsár- ið 2004-2005 var hann svæðis- stjóri á svæði 3 sem nær frá Hellu til Hornafjarðar, þar sem störf- uðu allt að sex Lionsklúbbar um skeið. Árið 2010 var Steini sæmd- ur æðstu viðurkenningu Lions- hreyfingarinnar, Melvin Jones, fyrir störf sín fyrir hreyfinguna. Lionsklúbburinn Skyggnir hefur um árabil stundað skógrækt og önnur landgræðslustörf á Rang- árvöllum. Steini og eiginkona hans, Sigríður Hannesdóttir, voru ávallt með í för þegar farið var í landgræðsluferðir eða á einhvers konar viðburði aðra á vegum Skyggnis. Góðs Skyggnisfélaga verður sárt saknað og við fé- lagarnir sendum Siggu og allri fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. F.h. Lionskl. Skyggnis, Óli Már Aronsson. Ingvar Stefánsson ✝ Ingvar Stef-ánsson fæddist 19. mars 1958. Hann lést 2. janúar 2018. Útför Ingvars fór fram 12. janúar 2018. áttu við krabba- mein. Foreldrar okkar þekktust vel en kynni okkar nafnanna sem full- orðnir menn síðast- liðin fimmtán ár af núum. Ingvar og Áslaug höfðu gam- an af ferðalögum innanlands sem og við Margrét. Hann útbjó þeim hjónum bíl sem gerði þeim kleift að dvelja hvar þau fýsti. Njóta náttúrufegurðarinnar og renna Ingvar mágur minn hefði haldið upp á sextugsaf- mæli sitt nú í mars næstkomandi. Meðvitund hans hvarf á braut í upphafi annars dags á nýju ári eftir snarpa bar- fyrir silung. Hann var einn af þessu klettum sem láta lítið á sjá sama á hverju gengur. Ekki kvartaði hann þó kvalinn væri síðustu mánuðina og með mikla vanlíðan. Er við töluðum saman í síma og er við hittumst tveir sagði hann mér þó frá líðan sinni, ef ég spurði, hispurslaust. Húmor og gleði hafði hann og jafnan stutt í brosið. Maður kynnist ekki mörgum svona klettum á lífsleiðinni, traustum og dagfarsprúðum. Ingvars er saknað úr núi mínu og skilur eftir sig ekkert nema góðar minningar einstaks manns. Samúðarkveðjur til allra ætt- ingja og vina. Ingvar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.