Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018 ✝ Unnur Bjarna-dóttir fæddist í Reykjavík 10. októ- ber 1931. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 22. janúar 2018. Unnur giftist Gunnari Bergmann Þorbergssyni, f. 30.12. 1925 í Reykjavík, þann 30. maí 1952. Þau bjuggu í Kópavogi lengst af en síðastliðnum 12 ár í Hafnarfirði. Þau eignuðust þrjú börn. Elst er Anna Gunnarsdóttir og er hún gift Jóni Þór Hjalta- syni og eiga þau eina dóttur, sem er Kristín Þóra, og á hún Natan Þór Elvarsson, sambýlis- maður hennar er Kolbeinn Björnsson. Næst fæddist Bjarni Gunnarsson sem er kvæntur Kristínu Björk Hjaltadóttur og eiga þau tvö börn, þau eru Hjalti Már, kvæntur Margréti Tryggvadóttur og eiga þau fjög- ur börn, þau eru Kristín Björk, Rakel Lilja, Thelma Rós og Tryggvi Þór. Unnur Íris sem er gift Jóhanni Helga Óskarssyni og eiga þau tvö börn, þau Anton Veigar og Anitu Björk. Yngst- ur er Gunnar Berg- mann Gunnarsson, sem er kvæntur Öglu Hreiðars- dóttur og eiga þau þrjú börn, þau Þór- eyju, sambýlismaður Þóreyjar er Andri Geir Jóhannsson, börn þeirra er Kristján Freyr Dav- íðsson og Nína Rós Andradóttir. Gunnar Bergmann sem er kvæntur Guðbjörgu Önnu Guð- björnsdóttur, og eiga þau tvö börn, þau eru Gabríel Berg- mann og Ólavía Ósk. Karen Gunnarsdóttir, sam- býlismaður hennar er Halldór Ingi Pétursson. Eftirlifandi systur Unnar eru Erla Bjarnadóttir og Auður Bjarnadóttir. Útför Unnar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 5. febrúar 2018, klukkan 13. Elsku mamma. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók) Hvíl í friði og blessuð sé minn- ing þín. Bjarni og Kristín. Unnur Bjarnadóttir Nú minnist ég afa sem fallinn er frá. Kveðjustundin kom ekki á óvart enda hafði hann glímt við erfið veikindi. Bölvaður Alzheimer. Hann var af þeirri kynslóð sem byggði upp landið með dugnaði og eljusemi. Þrautseigur var hann enda tókst þeim ömmu og afa að brauðfæða sjö manna fjölskyldu samhliða því að reisa heilt einbýlishús. Ungur fluttist afi frá afskekktum stað á Barðaströndinni og var knúinn til að standa á eigin fótum. Ég get ímyndað mér að hann hafi verið feiminn og óöruggur á mölinni, fjarri heimahögum sínum. Hafði ég gaman af frásögnum hans um uppeldisárin og þær aðstæður sem hann lifði við sem voru frá- brugðnar nútímalífsháttum. Hvernig föður hans og bræðrum tókst að færa björg í bú og leggja líf sitt oft í hættu á opnum ára- báti. Þau ófáu skipti sem ég dvaldi á heimili ömmu og afa man ég eftir honum loka sig af á skrifstofu sinni þar sem hann átti helgi- stund og las í Biblíunni enda skip- Jón Andrésson ✝ Jón Andréssonfæddist 26. mars 1931. Hann lést 15. janúar 2018. Útför hans fór fram 25. janúar 2018. aði trúin stóran sess í lífi hans. Ég var svo lánsamur að búa hjá ömmu og afa einn vetur þegar ég var í menntaskóla og er þakklátur fyrir þann tíma með þeim. Við áttum góðar stundir saman og alltaf var vasahnífurinn til staðar, hans þarfasti þjónn. Nonni minn, sagði afi gjarnan blíðri og hæg- látri röddu þegar hann vildi ná tali af mér. Gjarnan fylgdi glettið bros eftir gott tilsvar enda var hann orðheppinn. Hann kom eins fram við alla og gerði ekki manna- mun. Snobb og flokkun fólks eftir mannvirðingum eða efnum var eitur í hans beinum. Mannkostir sem maður metur mikils og reyn- ir að tileinka sér. Nú lifir minningin um góðan mann og margt í fari yngstu dótt- ur minnar fær mig til að minnast hans, m.a. breiðleitt andlit, þykk- ir puttar, feimni, vandvirkni og áhugi á verklegri vinnu. Ég get séð fyrir mér lítinn ljós- hærðan dreng hlaupandi kátan um bæinn Hamar á Barðaströnd við opið hafið og framtíðin blasir við honum. Framtíð sem nú er fortíðin ein. Þótt jarðvistinni sé lokið hjá öðrum okkar þá eigum við saman þá von að lífið haldi áfram eftir veru okkar hér á jörð. Jón Kristinn Lárusson. ✝ HaraldurValdimarsson fæddist á Ísafirði 27. september 1943. Hann lést 25. janúar 2018. Foreldrar hans voru Guðrún Kristjánsdóttir, f. 11.6. 1902, d. 8.6. 1986, og Valdimar Veturliðason, f. 21.7. 1909, d. 21.9. 1992. Haraldur var næst yngstur 12 systkina sem í aldursröð eru, Fríða Hólm, Ari, Helga, Finnur Ingólfur látinn í frum- bernsku, Finnur, Gunnar Valdimar látinn, Pétur, Sig- urður Þórður látinn, yngst er Þórdís Sólveig. Guðrún átti tvo syni áður en leiðir þeirra Valdimars lágu saman, þá Kristján Hólm og Guðmund Björn, sem drukkn- uðu ungir við Arnarnes á leið frá Súðavík til Ísafjarðar. Eftirlifandi eiginkona Har- aldar er Ingibjörg Tryggva- dóttir, f. 29.8. 1945. Börn þeirra eru Tryggvi, Elva og Heimir. Tryggvi, f. 19.1. 1966, kvænt- ur Kristínu Berg- þóru Jónsdóttur, f. 13.1. 1974, börn þeirra eru Arnar Ingi, Rúnar Ingi, Bjarki Reyr, Agnes Vala, Eyþór Nói, barnabarn, Ingimar Freyr. Elva, f. 8.6. 1969, börn hennar eru Sigmar og Inga Rakel. Heimir, f. 29.10. 1976, kvæntur Hildi Eir Bolladóttur, f. 25.4. 1978, synir þeirra eru Har- aldur Bolli og Jónatan Hugi. Haraldur lauk sveinsprófi í húsasmíði og starfaði lengst af við sína iðn, samhliða sótti hann sjóinn og reri helst út frá Ólafsvík í félagsskap Sigurðar bróður síns. Haraldur naut þess að veiða á stöng, tína ber og taka náttúruljósmyndir. Útför Haraldar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 5. febr- úar 2018, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Pabbaskop! Eitt af grunn- stefunum í þínu lífi, elsku pabbi. Úthugsuð grín- og hrekkjalóma- aðferð þín við að gleðja aðra í kringum þig. Það var ekki lítið sem þú gast lagt á þig til að full- komna grínið þitt sem ég vissi ekki alltaf hvort var grín fyrr en ég sá vömbina þína hristast, með augun pírð í hljóðlausum hlátri yfir vel heppnuðu gríni. Húmorinn þinn hvarf ekki í þín- um erfiðu veikindum og var líkn fyrir okkur fjölskylduna. Minn- umst við þess þegar þú varst lagður mjög veikur inn á spítala og heilbrigðisfólkið var að færa þig á milli rúma með allskonar tilfæringum og þú spurður hvernig þú vildir hafa höfuðið? „Bara á,“ sagðir þú og allir við- staddir grenjuðu úr hlátri. Þú varst alltaf að hafa fyrir því að gleðja aðra í þinni miklu hóg- værð. Kvartaðir aldrei, alltaf vongóður, alltaf að fylgjast með fjölskyldunni. Við eigum fáar myndir af þér því þú varst maðurinn á bak við myndavélina, að skapa minning- ar fyrir fólkið þitt sem þú varst svo ánægður með. Myndin sem ég hins vegar á af þér og mun varðveita alla tíð geymir hóg- værð, hlýju, orðvendni, hjálp- semi, húmor; ég mun reyna að ramma hana inn í minningunni um þig, elsku pabbi. Heimir Haraldsson. Pabbi minn var einstakur. Frábær pabbi og meistara- deildarafi. Hann stóð með sínu fólki í gegnum súrt og sætt og fylgdi ekki fjöldanum. Hann hélt til dæmis með Crystal Palace í enska boltanum frá því að ég man eftir mér, liði sem hefur ekki verið sérstaklega sigursælt en talaði af mikilli lotningu um liðið og sagði eins og fyrrverandi forsætisráðherra að þeirra tími myndi koma og vona ég sannarlega að það eigi eftir að rætast. Ég mun fagna þegar Palace vinnur honum til heiðurs. Hann hafði dásamlegan húm- or og sá spaugilegu hliðarnar á öllu mögulegu en gerði aldrei grín að fólki. Pabbaskopið hans lifir áfram í fjölskyldunni og minningin um hann hristast hljóðlausum hlátri þar til tárin streymdu, fjölskyldunni og ekki síst mömmu til mikillar gleði. Hann var hugmyndaríkur, of- ur nákvæmur, vandvirkur og kenndi mér að það borgaði sig að gera hlutina vel í upphafi þá þyrfti maður ekki að gera þá aftur. Hann var börnunum mínum frábær afi, hann átti endalausan tíma til að skutla þeim og fara með þau í fjöruferðir eða berja- mó. Pabbi var ekki skáti en hann var alltaf viðbúinn með myndavél, veiðistöng og berja- tínu í skottinu á bílnum. „Maður veit aldrei hvenær maður rekst á gott myndefni, dettur niður á frábært berjaland eða langar að veiða.“ Held að aldrei hafi dott- ið út laugardagur sem hann keypti ekki lottómiða. Hann vann aldrei en það skipti hann ekki máli. „Maður styrkir alltaf einhvern með þessu,“ sagði hann. Þegar hann var sem veik- astur og sagðist aldrei finna til og aldrei vanta neitt nema eitt, sagði hann, að ef ég ætlaði að færa honum eitthvað þá mætti ég grípa lottómiða, ja ef það var laugardagur. Pabbi elskaði sitt fólk þó hann væri ekki alltaf að heyra í því. Það gladdi pabba ólýsan- lega mikið að við frænkur, dætur systkina hans, skyldum taka upp á því að hittast eina helgi á ári til að rækta tengslin og hafa gaman. Elsku pabbi, ég hugsa til þín er ég fæ mér krækiberjasaftina á morgnana og minningar um yndislegan mann lifa. Þín dóttir, Elva Haraldsdóttir. Haraldur Valdimarsson ✝ Sigurleif J.Sigurjónsdóttir fæddist 15. desem- ber 1930 á Lýtings- stöðum, Holtum, Rangárvallasýslu. Hún lést 2. janúar 2018 á hjartadeild Landspítalans. Foreldrar henn- ar voru Sigurjón Jónsson, bóndi Fosshólum, f. 14. ágúst 1899, d. 9. október 1960, og Arndís Eiríksdóttir, ljósmóðir, Fosshólum, f. 28. febrúar 1906, d. 22. ágúst 1993. Sigurleif átti sex systkini. Þau eru María Guð- munda, f. 24. september 1928, d. 13. febrúar 2007, Eiríkur, f. 16. september 1934, d. 14. sept- ember 1999, Tryggvi, f. 6. októ- ber 1935, d. 16. desember 1969, Sigríður, f. 27. febrúar 1937, d. 29. júlí 1986, Þórður Matthías, f. 27. október 1941, d. 3. nóvember 2006, og Sigrún Erna, f. 1. apríl 1943. Sigurleif giftist Jóni Bárðarsyni, f. 10. maí 1930, og eignuðust þau tvo syni, dreng, f. 18. júní 1969, d. 18. júní 1969, og Bárð, f. 11. nóvember 1970. Sigurleif og Jón slitu samvistum. Sigurleif ólst upp fyrstu æviár sín á Lýtingsstöðum en flutti 1935 með foreldrum og systkinum að nýbýlinu Foss- hólum. Sigurleif tók landspróf við Laugarvatnsskólann og nam síð- ar hjúkrunarfræði og fékk starfs- leyfi í mars 1955. Hún starfaði lengst af við sitt fag t.d. á Selfossi, Vífilsstöðum, Kleppi og á Hellu. Sigurleif og Jón byggðu sér hús í Efstalundi 4, Garðabæ. Eftir að þau slitu samvistum flutti Sigurleif að Furugrund 68 þar sem hún bjó til dauðadags. Útför Sigurleifar fór fram í kyrrþey 11. janúar 2018. Okkur langar að minnast móð- ursystur okkar í fáeinum orðum. Silla var sú frænka í móður- fjölskyldunni sem við kynntumst einna best á yngri árum. Mamma og hún voru afar nánar þó tals- verður aldursmunur væri á þeim. Silla frænka var einstaklega hlý og einlæg, vel gefin, fróð og með mikla þolinmæði gagnvart börn- um. Aldrei sá maður hana breyta skapi. Hjá Sillu áttum við alltaf skjól er fjölskyldan norðan heiða var á ferð í höfuðborginni og margar minningar okkar eru tengdar heimili hennar í Efstalundinum. Heimilinu var greinilega vel við haldið utandyra sem innan, fal- legt og snyrtilegt en umfram allt hlýlegt. Garðurinn var ævintýra- legur og fyrirtaks leiksvæði fyrir okkur krakkana enda nýttum við okkur það vel. Hún var svo natin við að rækta og koma á legg hin- um ýmsu plöntum sem maður hafði aldrei séð áður. Eftir að Silla fluttist í Furugrundina þá dáðist maður að öllum blómunum hennar og það vildi einhvern veg- inn alltaf þannig til að þegar mað- ur var í heimsókn var allt í fullum blóma. Silla var einnig lagin við að prjóna og sauma út og eftir hana liggja stór útsaumsverk sem prýddu heimili hennar. Það var greinilegt að þar að baki lá mikil vinna og fallegt handbragð. Umhyggju bar hún fyrir gest- um sínum, þvældist með okkur um allan bæ og gerði vel við okk- ur í mat og drykk. Alltaf átti Silla eitthvert góðgæti til að bjóða manni upp á, oftar en ekki ís og ávextir úr dós, jafnvel framandi ávextir eða annarskonar góð- gæti. Við systur munum báðar svo vel eftir að hafa séð og smakkað Snickers í fyrsta skipti hjá Sillu. Sillu þótti gaman að ferðast og fræðast um nýja staði. Hún og mamma ferðuðust talsvert sam- an á árum áður en einnig kom hún með okkur í ferðalög innan- lands seinna meir. Hún var líka dálítill heimsborgari, hafði sjálf búið í útlöndum á yngri árum og ferðast nokkuð um heiminn. Það var alltaf notalegt að koma til frænku. Hún hafði mik- inn áhuga á að fá fréttir af okkur og því sem við værum að bar- dúsa. Átti oft góð ráð í pokahorn- inu og var umhugað um að maður hefði það sem allra best og gengi vel í því sem maður tæki sér fyrir hendur. Hún hafði líka góðan húmor og hlátur hennar og mömmu eru manni ofarlega í huga þegar þær voru að spjalla um eitthvað skemmtilegt í sam- tímanum eða góðar minningar úr fortíðinni. Silla var mikill dýravinur, átti kisur sjálf og hafði alltaf gaman af því að heyra hvernig búskap- urinn gengi í sveitinni. Mér (Dísu) þótti svo innilega vænt um hvað Sillu var umhugað um Tómas Birgi þegar hann lá á vökudeildinni, hún hringdi a.m.k. vikulega til að fá fréttir, það lýsir svo vel hennar hjartahlýju. Án efa hefur Silla frænka þurft að hafa fyrir hlutunum á sinni ævi og gengið í gegnum marga erfiða hluti en aldrei heyrði mað- ur hana barma sér og hún gerði iðulega lítið úr sínum heilsukvill- um. Nú hefur Silla fengið hvíld- ina. Hugurinn reikar til baka í minningar tengdar henni. Við og fjölskyldur okkar vott- um Bárði innilega samúð. Arndís og Þorgerður frá Hrútatungu. Sigurleif J. Sigurjónsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, ÞÓRÓLFUR VALBERG VALSSON, sem lést fimmtudaginn 4. janúar, verður jarðsunginn laugardaginn 17. febrúar frá Reyðarfjarðarkirkju og fer athöfnin fram klukkan 14. Eva Morales Bjartur Tandri Þórólfsson Viktoría Líf Þórólfsdóttir Roxanna Kittý Morales Þórólfsdóttir Valur Þór Valtýsson Amanda Sunneva Joensen Guðmundur Guðmundsson Guðmundur þór Valsson Guðrún Veiga Guðmundsdóttir Svava María Valsdóttir Guðrún Sóley Valsdóttir Gunnþór Stefánsson Ástkær bróðir minn, mágur og frændi, PÁLMI INGÓLFSSON, Prestastíg 11, sem lést laugardaginn 27. janúar, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn 7. febrúar klukkan 13. Guðrún Ingólfsdóttir Eiríkur Rögnvaldsson Ingólfur Eiríksson Marianne Ringström Feka Daniel Feka Dennis og Edvin Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN KRISTINSDÓTTIR, Hólavegi 3, Siglufirði, sem lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 31. janúar, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 10. febrúar klukkan 14. Skúli Jónsson Bára Kristín Skúladóttir Ólöf Helga Helgadóttir Sigurður D. Skúlason Þórhildur Sólbjørnsdóttir Eyrún Sif Skúladóttir Ingimar Skúli Báruson og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.