Morgunblaðið - 05.02.2018, Side 23
Suðurlandi og formaður Leikfélags
Selfoss. Hún sat í skólanefnd Sand-
víkurskólahverfis í sex ár, var vara-
maður í bæjarstjórn fyrir Fram-
sóknarfélag Selfoss, hálft kjörtíma-
bilið 1982-86, sat í tómstundaráði og
stjórn Rekstrarstjórnar Sjúkrahúss
Suðurlands kjörtímabilið 1982-86,
var fyrsti fulltrúi 8. deildar Fóstru-
félags Íslands 1988-93, sat í stjórn
Félags leikskólakennara 1997-2001,
hefur gegnt fleiri trúnaðarstörfum
fyrir félagið og sat í stjórn Félags
eldri borgara á Selfossi.
„Ég hef alltaf verið mikið fyrir
gönguferðir og ferðalög, heima og út
í heim,“ segir Heiðdís: „Auk þess hef
ég alltaf haft gaman af að stússast í
félagsmálum eins og kemur fram í fé-
lagsmálaferlinum hér að ofan.“
Fjölskylda
Heiðdís giftist 22.6. 1963, Árna
Óskarssyni, f. 10.7. 1939, d. 15.11.
2009, starfsmanni við Landsbanka
Íslands á Selfossi. Hann var sonur
Óskars J. Þorlákssonar, f. 5.11. 1906,
d. 7.8. 1990, dómkirkjuprests í
Reykjavík, og k.h., Vigdísar Elísa-
betar Árnadóttur, f. 12.11. 1896, d.
8.10. 1990, húsfreyju.
Börn Heiðdísar og Árna eru 1)
Elísabet H. Árnadóttir, f. 17.3. 1964,
gjörgæsluhjúkrunarfræðingur við
LSH í Fossvogi, búsett í Reykjavík
og á hún dótturina Ernu Jansdóttur,
f 1988, en faðir hennar er Jan I.
Poulsen, og 2) Gunnar Árnason, f.
5.1. 1966, magnaravörður, búsettur í
Reykjavík en börn hans eru Heiðdís,
f. 1990, Íris, f. 1997, og Árna, f. 2004,
en móðir þeirra er Anna Lóa Sigur-
jónsdóttir. Langömmubörn Heiðdís-
ar eru Jóhannes Ingvi, f. 2012, sonur
Ernu, og Íris Emelía, f. 2015, dóttir
Heiðdísar.
Albróðir Heiðdísar er Halldór
Gunnarsson, f. 18.6. 1950, fyrrv. for-
maður Þroskahjálpar, kvæntur Jar-
þrúði Þórhallsdóttur og eiga þau þrjú
börn en fyrir átti Halldór eina dóttur.
Hálfbræður Heiðdísar, samfeðra,
voru Þorsteinn, f. 22.10. 1917, d. 28.5.
1989, kennari á Núpi, í Keflavík og á
Reykjum í Hrútafirði; Benedikt, f.
26.6. 1921, d. 30.9. 1995, fram-
kvæmdastjóri í Reykjavík, og
Styrmir, f. 4.11. 1925, d. 12.8. 2004,
stýrimaður á Akureyri.
Foreldrar Heiðdísar voru séra
Gunnar Benediktsson, f. 9.10. 1892,
d. 26.8. 1981, kennari og rithöfundur,
og Valdís Halldórsdóttir, f. 27.5.
1908, d. 17.6. 2002, kennari. Þau
bjuggu á Eyrarbakka, í Hveragerði
og síðustu árin í Reykjavík.
Heiðdís
Gunnarsdóttir
Jón Pálsson
b. í Fljótstungu í Hvítársíðu
Vigdís V. Jónsdóttir
húsfr. á Ásbjarnarstöðum
Halldór Helgason
b. kennari og skáld á
Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum
Valdís Halldórsdóttir
kennari og skáld á Eyrarbakka,
í Hveragerði og í Rvík
Guðrún Halldórsdóttir
húsfr. á Ásbjarnarstöðum
Helgi Einarsson
b. á Ásbjarnarstöðum, bróðursonur Margrétar,
langömmu Jóns, föður Þorsteins frá Hamri
Halldór Gunnarsson
form. Þroskahjálpar
Ívar Páll Jónsson
tónlistarm. og hagfr.
hjá Landsvirkjun
Bergþór
Jónsson b. í
Fljótstungu
í Hvítársíðu
Páll Bergþórsson
fyrrv. veður-
stofustjóriKristín Pálsdóttir
hjúkrunarfræðingur
Bergþór Pálsson
óperusöngvari
Guðrún Pétursdóttir
húsfr. í Fljótstungu, bróðurdóttir Guðmundar í
Ánanaustum, afa Sverris Kristjánssonar sagnfræðings
Áki Jakobsson alþm. Valgerður Pétursdóttir húsfr. á Húsavík
Jakob Gíslason
orkumálastjóri
Gísli Ólafur Jakobsson
skipulagsarkitekt í Kaupmannahöfn
Gísli Ólafur Pétursson
héraðslæknir á Húsavík
Svavar Guðnason
listmálari
Ólöf Þórðardóttir
húsfr. á Höfn
Auðbjörg Sigurðardóttir
húsfr. á Brunnhóli
Margrét Runólfsdóttir
húsfr. í Flatey og á
Lambleikssöðum
Álfheiður Sigurðardóttir
húsfr. á Viðborði og í Einholti
Benedikt Kristjánsson
b. á Viðborði og í Einholti í Mýrahr., A-Skaft.
Guðrún Pálsdóttir
húsfr. á Viðborði
Kristján Jónsson
b. á Viðborði
Úr frændgarði Heiðdísar Gunnarsdóttur
Sr. Gunnar Benediktsson
kennari og rithöfundur á
Eyrarbakka, í Hveragerði og í Rvík
Stefán
Benediktsson
arkitekt, fyrrv. alþm.
og þjóðgarðsvörður
í Skaftafelli
Benedikt
Stefánsson
stjórnar-
ráðsfulltr. í
Rvík
Ragnar Stefánsson
þjóðgarðsvörður í Skaftafelli
Stefán Benediktsson
b. í Skaftafelli
Borghildur
Einarsdóttir
húsfr. á Eskifirði
Einar Bragi
skáld
Guðný Benediktsdóttir
húsfr. í Gamlagarði í
Suðursveit
Benedikt Einarsson
b. á Brunnum í
Suðursveit
Sigurður Einarsson
b. í Flatey og á Lambleiksstöðum á Mýrum
Þórbergur Þórðarson rithöfundur
Steinþór Þórðarson
b. á Hala
Torfi Steinþórsson b.
á Hala og skólastjóri
Guðný
Einarsdóttir
húsfr. á Hala
Anna
Benediktsdóttir
húsfr. á Hala
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018
Oddur Erlendsson fæddist 5.febrúar 1818 í Lindarbæ íHoltamannahreppi, Rang.
Foreldrar hans voru Erlendur
Jónsson, f. 1777, d. 1839, síðar
bóndi í Litla-Klofa og á Þúfu í
Landsveit, og k.h. Ingveldur
Gísladóttir, f. í Lindarbæ 1776, d.
1861.
Oddur ólst upp hjá foreldrum
sínm og gerðist snemma bók-
hneigður og fróðleiksþyrstur. Um
fermingaraldur fær hann þennan
vitnisburð: „Les vel, skrifar dável,
kristnifræðiþekking góð.“
Ekki löngu eftir fermingu fer
Oddur til sjóróðra á Reykjanesi.
Þar kynnist hann Elínu Hjartar-
dóttur, f. 1817, d. 13.1. 1877. Hún
var dóttir Hjartar Jónssonar járn-
smiðs í Hjörtsbæ í Keflavík og
k.h. Guðrúnar Jónsdóttur. Oddur
og Elín eignuðust níu börn og
komust sjö þeirra upp.
Oddur og Elín bjuggu á Þúfu
við lítil efni, samt var hann gerður
að hreppstjóra árið 1852 en oftast
gegndu efnameiri bændur þeirri
stöðu. Hann stóð í bréfaskriftum
við Finn Magnússon leyndar-
skjalavörð og fylgdi Jóni Sigurðs-
syni að málum og var áskrifandi
að Nýjum félagsritum.
Aðeins eru til sex handrit eftir
Odd og líklegast hafa mörg glatast
Eitt þeirra inniheldur frumsamin
kvæði en þekktast er handrit hans
á lýsingu á Heklugosinu 1845 sem
stóð í sjö mánuði. Oddur lauk við
handritið árið 1847. Það nefnist
Dagskrá um Heklugosið 1845-46
og afleiðingar þess.
Þar greinir Oddur frá gosinu al-
veg frá upphafi þess og gerir m.a.
grein fyrir eitrunaráhrifum vegna
gosösku. Nýtti Þorvaldur Thor-
oddsen náttúrufræðingur sér
handritið í Lýsingu Íslands. Hand-
rit Odds var síðan gefið út árið
1986.
Þannig hefst lýsing Odds á gos-
inu: „Af ofanverðum dagmálum
fóru í einu vetfangi að heyrast
dunur og ofsaniður í austri með
þvílíkum undirgangi að jörð iðaði
við undir fótum manna.“
Oddur lést 21.12. 1855.
Merkir Íslendingar
Oddur Erlendsson
Heklugosið 1845 Mynd danska list-
málarans Emanuels Larsen.
103 ára
Lárus Sigfússon
95 ára
Nanna Emilsdóttir
90 ára
Dagbjört
Guðmundsdóttir
85 ára
Björn Ásgeirsson
Jón Friðgeir
Magnússon
80 ára
Edda Magnúsdóttir
75 ára
Heiðdís Gunnarsdóttir
Hilmar Jóhannsson
Jónborg Ragnarsdóttir
Margrét Ragnarsdóttir
Óli Hörður Þórðarson
70 ára
Bessí Jóhannsdóttir
Magnús Sverrisson
Margrét Einarsdóttir
Ragnheiður E. Torfadóttir
Regína Sigurðardóttir
Reynir Kjartansson
60 ára
Angela Rós
Sveinbjörnsdóttir
Björg Björnsdóttir
Camillus Birgir
Rafnsson
Daisy Arante Magnússon
Fedaa Linda Hadid
Guðjón Tómasson
Guðrún Baldursdóttir
Gunnar Anton
Jóhannsson
Hafsteinn Þór Hilmarsson
Helgi Skúlason
Ragnar Bjarnþór Fjeldsted
50 ára
Adolf Óskarsson
Baldur Kárason
Erla Sigurjónsdóttir
Eyþór Kristján Guðjónsson
Guðrún Axelsdóttir
Gunnhildur Fjóla
Valgeirsdóttir
Hilmar Kristján Hilmarsson
Jóhannes Örn Jóhannesson
Ólafur Magnús Birgisson
40 ára
Bogumil Szymanski
Boguslaw Jozef Warzocha
Dariusz Kalinowski
Jónína Salný
Guðmundsdóttir
Signý Sif Sigurðardóttir
30 ára
Anna Guðrún
Aradóttir
Ágúst Valdísarson
Brynja B. Herbertsdóttir
Durier Ricardo Lopez
Arciniegas
Eygló Gunnlaugsdóttir
Guðjón Helgi
Eggertsson
Hildur Björg
Gunnarsdóttir
Kamila Stanczuk
Ragnheiður Steina
Róbertsdóttir
Smári Þór Sigurðsson
Til hamingju með daginn
30 ára Anna Guðrún er
frá Akureyri en býr í
Reykjavík. Hún er verk-
efnastjóri hjá Jafnréttis-
skólanum og er með BA-
gráðu í mannfræði og MA
í alþjóðafræðum.
Systkini: Ólafur Þór, f.
1974, Björg, f. 1976, og
Helgi Þór, f. 1982.
Foreldrar: Ari Helgi
Ólafsson, f. 1946, læknir,
og Þorbjörg Þórisdóttir, f.
1951, hjúkrunarfræðingur.
Þau eru bús. á Akureyri.
Anna Guðrún
Aradóttir
30 ára Eygló er frá Ás-
hildarholti í Skagafirði og
er bóndi þar. Hún er með
BSc-gráðu í búvísindum.
Maki: Reynir Ásberg Jó-
mundsson, f. 1981, bóndi í
Áshildarholti.
Börn: Sigrún Sunna, f.
2011, og Arnór Níels, f.
2015.
Foreldrar: Gunnlaugur
Vilhjálmsson, f. 1947, fv.
bóndi. og Sigrún Sigurð-
ardóttir, f. 1958,
hjúkrunarfræðingur.
Eygló Gunn-
laugsdóttir
30 ára Smári Þór er
Hornfirðingur og vélstjóri
hjá sjávarútvegsfyrirtæk-
inu Skinney-Þinganesi.
Systkini: Árni Már, f.
1984, og Hulda Björg, f.
1991.
Foreldrar: Sigurður Sig-
finnsson, f. 1953, verka-
maður í vélsmiðjunni Foss
á Höfn í Hornafirði, og Jó-
hanna Sigríður Gísladótt-
ir, f. 1958, rekur eigið
þvottahús, Myllulæk, á
Höfn.
Smári Þór
Sigurðsson
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
* Til að DHA skili jákvæðum áhrifum
þarf að neyta 250 mg á dag.
OMEGA-3
FYRIR SJÓN
OG AUGU
Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi
sem er einkumætlað að viðhalda
eðlilegri sjón.
Omega-3 augu inniheldur lútein,
zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt
omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og
ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla
að viðhaldi eðlilegrar sjónar.
Fæst í öllum helstu apótekum landsins.
Hægt er að
sendamynd og texta
af nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is