Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018 Þau gerast varla klassískari,viðfangsefnin á rauðu tón-leikum SÍ sl. fimmtudags-kvöld. Né aðsókn öllu meiri. Eldborgin var troðsetin, jafn- vel kórsætin aftan við hljómpall sem sjaldnast er selt inn á. Og svosum ekki sökum að spyrja þegar vandlát- ustu hlustendur eru annars vegar, einkum frá miðjum aldri og upp úr, sem ólíkt yngri og viðmiðunarskert- ari snjallsímakynslóð síðustu ára kunna enn að greina kjarna frá hismi augnabliksins og tregast að sama skapi við að láta sig hafa að ginningarfíflum skyndikauphéðna. En með því að ríflega tveggja alda gömul verk kvöldsins voru alþekkt meðal unnenda sígildrar tónlistar, þá má kannski spyrja hvort fleira hafi komið til. Og í ljósi vaxandi áherzlu á „sýnilega viðburði“ með viðeigandi fókus á stjörnuflytjendur verður víst að setja brezka píanó- ljónið Paul Lewis fremstan meðal aðdráttarafla, auk þess sem hann lauk nú hérlendri yfirferð sinni á fimm píanókonsertum Beethovens á þessum vetri við þegar góðan orðs- tír. Ólgan í kjölfar frönsku bylting- arinnar 1789 leiddi sem kunnugt til Mozart á útopnu Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikar bbbmn W. A. Mozart: Töfraflautan, forleikur. Beethoven: Píanókonsert nr. 5 í Es Op. 73. Mozart: Sinfónía nr. 41 í C K551. Ein- leikari: Paul Lewis píanó. Sinfóníu- hljómsveit Íslands; stjórnandi Matthew Halls. Fimmtudaginn 20.1. 2018 kl. 16. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Píanóljón „[…] verð- ur víst að setja brezka píanóljónið Paul Lewis fremstan meðal aðdráttarafla.“ VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Það var djúp sannfæring mín að þýða þyrfti þetta verk á íslensku og að mínu mati átti hún Elísabet að sjá um það. Við höfum þekkst lengi og ég hafði suðað í henni að þýða bók- ina en hún þumbaðist við,“ segir Hildur Hákonar þegar hún er spurð hvernig það bar til að hún og Elísa- bet Gunnarsdóttir réðust í að þýða Walden eftir Henry David Thoreau. „Svo gerist það skömmu fyrir jól fyrir fimm eða sex árum að ég byrja að spreyta mig á að þýða verkið. Ég hugsaði mér að gera það bara fyrir sjálfa mig og eitthvað sem ég geri oft með bækur, til þess að ná betri tökum á textanum, að þýða smá- kafla. En svo er eins og karlinn Tho- reau setjist á bakið á mér því í mars var ég komin alla leið í þriðja kafl- ann og hef mig þá loks í að hringja í Elísabetu og segja henni sem var að ég væri að stela verkefninu frá henni.“ Er skemmst frá því að segja að Hildur og Elísabet hófust handa við að þýða stórvirki Thoreau í samein- ingu og hrepptu þær tilnefningu til Íslensku þýðingarverðlaunanna fyr- ir vinnu sína. Elísabet segir að verkið hafi geng- ið vel og hjálpaði þar eflaust til hvað þær Hildur þekkjast vel. Þær voru ungar konur þegar leiðir þeirra lágu fyrst saman, voru m.a. báðar með- limir í SÚM-hópnum á sjöunda ára- tugnum og störfuðu líka saman í Rauðsokkuhreyfingunni. „Við þekktum vel inn á persónuleika hvor annarrar og það hefur eflaust átt sinn þátt í að þetta tókst svona ágætlega hjá okkur,“ segir Elísabet. Lífsförunautur og innblástur Báðar höfðu vinkonurnar brenn- andi áhuga á Thoreau og segir Hild- ur að skáldið hafi á vissan hátt verið lífsförunautur hennar alla ævi: „Ég held að ég hafi ekki eignast Walden fyrr en ég var táningur og fékk þá bókina að gjöf frá skólasystur minni, en andi og áhrif Thoreau voru greinileg í lífsheimspeki foreldra minna,“ segir hún. Árið 2011 hélt Hildur sýningu í Listasafni ASÍ und- ir yfirskriftinni „Þar sem ég bjó og það sem ég lifði fyrir“ þar sem hún fékk lánað nafnið á öðrum kafla Walden. Elísabet þekkir Thoreau út og inn, og skrifaði BA-ritgerð um þau áhrif sem hann hafði á hugmyndir og störf Ghandi og Martins Luther King. Hún þýddi líka ritgerðina Borgaraleg óhlýðni (e. Civil dis- obedience) sem var birt í Tímariti Máls og menningar árið 2009. „Það þótti við hæfi að setja það verk á prent þegar kreppan stóð hvað hæst enda ritgerð sem vísaði veginn Vorið í Prag 1968, á Torgi hins himneska friðar 1989, og í Danmörku í seinni heimsstyrjöldinni þar sem and- spyrnuhreyfingin lét þýða þetta rit og dreifa sem víðast.“ Skyldulesning í skólum Það er merkilegt að Walden eða lífið í skóginum skuli ekki hafa verið þýdd á íslensku fyrr en nú. Bókin þykir eitt af meginverkum banda- rískrar bókmenntasögu og kom fyrst út árið 1854. Bandarísk skóla- börn eru skikkuð til að lesa Walden og fræðast um hvernig Thoreau byggði sér lítinn kofa við Walden- vatn og lifði þar fábreyttu en gefandi lífi í tvö ár, tvo mánuði og tvo daga. „Hann lýsir bæði hvað hann gerði við vatnið og líka hvaða lærdóm hann hafði af dvölinni. Ein af ástæð- um þess að bókin er kennd í banda- rískum skólum er miklar náttúru- lýsingar, bæði á gróðurfari og dýra- lífi en í bókinni má líka finna þjóð- félagsgagnrýni á bandarískt sam- félag á tímabili þegar það var að ganga í gegnum mikið uppbygg- ingarskeið,“ útskýrir Elísabet. „Thoreau gagnrýnir ágirnd og eyðslusemi þessa samfélags og vill láta sér nægja aðeins það sem er manninum nauðsynlegt. Hann orðar það þannig að hann vilji lifa af ráðn- um hug og vara sig á þeirri gildru þar sem hlutirnir eiga manninn en ekki maðurinn hlutina.“ Hildur sér Thoreau og Walden í sama ljósi: „Hann skrifar sig frá hugsunum sínum og dvelur við Walden-vatn til að reyna að komast að því hver hann er, hvað hann er að gera á þessari jörð og hvað hann þarf að gera til að lifa góðu lífi. Í þessum vangaveltum kemst hann að þeirri niðurstöðu að því einfaldara sem lífið er því betra sé það.“ Djúpstæð áhrif Elísabet segir að Thoreau sé að sumu leyti Jónas Hallgrímsson Bandaríkjamanna, bendir á að bæði í Walden og öðrum verkum hans sé líka að finna mikilvæga pólitíska og heimspekilega hugsun. Thoreau var mikilvægur áhrifavaldur bæði í róm- antískri bandarískri bókmenntahefð og heimspekihefð hugsæisstefn- unnar (e. transcendentialism). „Hann brýnir fyrir lesendum sínum að treysta sjálfum sér og því sem þeir telja rétt og fagurt, fylgja sínu innra ljósi og varast hjarðhegðun. Borgaralega óhlýðni skrifar hann t.d. á sama tíma og bandarísk stjórn- völd bönnuðu það með lögum að strokuþrælum frá Suðurríkjunum væri hjálpað að flýja suðrið til að komast í frelsið norður í Kanada. Þar segir hann það sem margar and- spyrnuhreyfingar í sögunni hafa til- einkað sér: að ef ríkið setur ranglát lög þá sé það skylda hvers heiðar- legs manns að brjóta lögin.“ Þýðingin virðist ekki hafa verið mjög strembin þó að Hildur játi að hún hafi stundum verið pirruð á Thoreau. „Á köflum fannst mér hann vera karlremba út í eitt og ég hugsaði með mér hvað það hlyti að vera undarlegt að tvær gamlar rauð- sokkur og skæruliðar væru að bisa við að þýða ameríska karlrembu. En svo rann upp fyrir mér að hann hafi kannski ekki verið nein karlremba í Vitringurinn við tjörnina  Eitt af mikilvægustu verkum banda- rískra bókmennta er núna loksins kom- ið út á íslensku  Walden er forvitnileg hugleiðing um hlutskipti mannsins Athvarf Teikning af kofa Thoreau sem prýddi fyrstu útgáfu Walden. Samstarf Hildur Hákonar og Elísabet Gunnarsdóttir hafa þekkst frá því þær voru ungar. „Á köflum fannst mér hann vera karlremba út í eitt og ég hugsaði með mér hvað það hlyti að vera undarlegt að tvær gamlar rauðsokkur og skæruliðar væru að bisa við að þýða ameríska karlrembu,“ segir Hildur um verk Thoreau.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.