Morgunblaðið - 09.02.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.02.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf tvennt og þannig var hægt að gutla í þvottinum,“ segir Jenna sem finnst lífið allt annað í dag og baslið og fá- tæktin ekki eins mikil. 18 ára fór Jenna að heiman, lærði saumaskap og kynntist í kjölfarið Ingimundi. Í 43 ár settu hjónin sem voru samrýnd, að sögn Jennu, drauma sína til hliðar þar til þau fluttu til Flateyrar árið 1970 þar sem Ingimundur keypti innrömmunar- verkstæði og hóf að smíða. „Við unnum við þetta saman þang- að til við fluttum í Garðabæinn og fór- um að smíða stóla, trog og ýmislegt annað fyrir Fjörukrána. Þar kynntist ég Karen, fyrrverandi eiganda, og betri vinkonu er ekki hægt að hugsa sér,“ segir Jenna. „Ég átti góðan systkinahóp sem hélt vel saman. Það skiptir öllu að eiga góð samskipti við fólk.“ Handavinna hefur verið líf og yndi Jennu, allt frá því að hekla í það að sauma kápur. Hún er nú hætt hann- yrðum en hélt sýningu á verkum sín- um á 95 ára afmælinu. Í dag nýtur Jenna lífsins. Hún býr hjá dóttur sinni og hvílir sig eftir langa og stranga ævi, sátt og þakklát fyrir umönnun fjölskyldunnar. nógur og góður matur alltaf verið til. „Okkur skorti ýmislegt annað. Það var kalt að fara út í læk til að skola fötin, hengja þau upp á snúru í byl og taka þau inn frosin. Stundum var ég berfætt í skónum í kuldanum þegar ég átti ekki sokka.“ Gutlað með netakúlum Jenna man vel eftir fyrstu þvotta- vélinni sem eiginmaðurinn Ingimund- ur Guðmundsson smíðaði eftir að þau hjónin þurftu gegn vilja sínum að taka við búi föður hans á Tannanesi í Önundarfirði. „Hann útbjó stóran bala með því að saga ofan af tunnu, svo var sett hand- fang yfir og sveif. Í henni héngu neta- kúlur sem skornar höfðu verið í Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Rétt fyrir skírnina mína dreymdi mömmu nöfn látinna systkina pabba, Jónu Kristínar og Jens, skrifuð á rúðu. Þaðan kemur nafnið,“ segir Jensína Jóna Kristín Guðmunds- dóttir, kölluð Jenna sem fagnaði 100 ára afmæli í gær en á laugardag verð- ur blásið til veislu þar sem sungið verður til heiðurs afmælisbarninu. „Ég hef alltaf haft gaman af því að syngja, söng mikið og hátt og eyði- lagði í mér röddina. Nágrannarnir kvörtuðu undan hávaðanum við for- eldra mína,“ segir Jenna hlæjandi. Spurð hver Jenna sé, svarar hún: „Ég er 100 ára kelling að vestan sem þrælað hefur mikið um ævina. Ég á 5 börn, 18 barnabörn og 42 lang- ömmubörn. Er það ekki vel af sér vik- ið?“ Jenna segir að mamma hennar hafi alltaf verið að eignast börn. Hún átti 14 en 12 komust á legg. „Ég var næstelst og þurfti að sjá um heimilið á meðan mamma var að eiga öll þessi börn. Ég var níu til tíu ára þegar ég byrjaði í þrældómnum.“ Jenna segir að þrátt fyrir basl hafi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hress Jenna fagnar 100 árum sátt og nýtur þess fá að liggja í bólinu sínu að lokinni langri og strangri lífsbaráttu. „Lífið var þrældómur, það var bara þannig“  Þvoði sokkalaus í hríðarbyl úti í læk  65 afkomendur Hannyrðir Brot af verkum Jennu. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Einhver hlýtur að borga það á end- anum,“ segir Halldór Benjamín Þor- bergsson, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, um tilrauna- verkefni Reykjavíkurborgar, m.a. að stytta vinnutíma 2.200 starfsmanna borgarinnar. Halldór Benjamín vill leiðrétta þann útbreidda misskilning að kjara- samningsbundinn dagvinnutími á Ís- landi sé 40 stundir á vinnuviku, held- ur á bilinu 36,25-37,08 virkar vinnu- stundir. Þrjár til fjórar stundir á viku séu matar- og kaffitímar þar sem fólki sé jafnvel frjálst að yfirgefa vinnustaðinn á meðan. Í Evrópu sé talað um vinnutíma að frádregnum þessum hléum, en ekki hérlendis. Stytting valdi meiri yfirvinnu „Ef við setjum þetta í samhengi við jafnvægi vinnu og heimilislífs, þá hlýtur markmiðið að vera að draga úr heildarvinnustundafjölda. En ís- lenskur vinnumarkaður er upp- byggður annarsvegar með dagvinnu og hinsvegar yfirvinnu. Á Íslandi er miklu hærra hlutfall launa yfirvinna en annarsstaðar, á Íslandi eru t.d 15% launagreiðslna vegna yfirvinnu en aðeins 1% í Danmörku. Ef markmiðið er komast fyrr heim, þá styttum við ekki dagvinnu og bætum við yfir- vinnuna. Áhersla launþega hefur ver- ið á að hækka laun fyrir allt svigrúm sem skapast til kjarabóta. Fram- leiðniaukning verður með samstilltu átaki yfir langan tíma, ekki með stytt- ingu vinnutímans.“ Einhver þarf að borga á endanum  SA efast um ágæti styttri vinnutíma Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vinnutími Halldór Benjamín efast um að rétt sé að stytta vinnutímann. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Skíðafélögin á höfuðborgarsvæðinu skora á forystumenn sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins að bæta úr óviðunandi aðstöðu á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli. Lyfturnar eru orðnar gamlar og bilanagjarnar. Endurnýja þarf lyfturnar strax, hefja þarf snjóframleiðslu á skíðasvæðun- um og afla tækja til göngusporagerð- ar. Í framhaldi af því þarf að ráðast í framtíðaruppbyggingu á skíðasvæð- unum. Áætlað er að setja þurfi rúma þrjá milljarða á næstu árum í endurnýjun á lyftum og viðhald á mannvirkjum í Bláfjöllum og Skálafelli, að sögn Guð- mundar Jakobssonar, formanns skíðaráðs Reykjavíkur. Hann segir að það sé vissulega há fjárhæð, en ekki úr takti við það sem varið er til annarra íþróttamannvirkja eins og sundlauga, knattspyrnuhúsa, íþrótta- húsa og golfvalla. „Stólalyftan í Skálafelli bilaði við lokun á laugardaginn var, mótorinn fór í henni. Það er slæmt þegar lyftan bilar á fyrsta degi sem er opið,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að skíðaiðk- endur væru orðnir langþreyttir á að- gerðarleysi sveitarfélaganna í mál- efnum skíðafólks á höfuðborgar- svæðinu. Sáralítið hefði verið gert á skíðasvæðunum síðan Kóngurinn, lyftan í Kóngsgili, var byggður 2004. Aðrar skíðalyftur eru orðnar 30-50 ára, fyrir utan barnalyfturnar. Stóla- lyftan í Skálafelli var byggð 1980 og Drottningin í Bláfjöllum í kringum 1976. „Lyfturnar eru orðnar svo gamlar að það er erfitt að fá varahluti í þær,“ sagði Guðmundur. „Starfs- menn Bláfjalla eiga heiður skilinn fyrir að hafa haldið öllu dótinu gang- andi. Það er ekki við starfsmenn í Bláfjöllum að sakast, maður þarf að taka ofan fyrir þeim fyrir hvernig þeir hafa staðið sig.“ Nýjar lyftur eru afkastameiri Nýjar gerðir skíðalyfta eru miklu hraðvirkari og afkastameiri en gömlu lyfturnar, að sögn Guðmundar. Hann sagði mikilvægt að fá nýjar lyftur til að tryggja flutningsgetu og öryggi. Hann sagði að íþróttafélögin hefðu reist margar skíðalyftanna áður en skíðasvæðin yfirtóku reksturinn. Bláfjöll anna ekki lengur aðsókn- inni þegar hún er mest. Guðmundur sagði að mörgum skíðasvæðum íþróttafélaganna hefði verið lokað. Hann nefndi Hamragil ÍR-inga og Sleggjubeinsskarð Víkinga. Eldborg- argili var einnig lokað og auk þess var Skálafell lokað í nokkur ár. „Það er búið að loka endanlega þremur skíðasvæðum og Skálafell er nú bara opið um helgar frá 1. febrúar. Þegar þessum svæðum var lokað var gefið munnlegt loforð um að settar yrðu upp snjóbyssur í Bláfjöllum,“ sagði Guðmundur. Hann sagði brýnt að setja upp snjóframleiðslu til að tryggja rekstraröryggi skíðasvæð- anna og lengja skíðatímabilið. Guðmundur kvaðst óttast að ekki yrði farið í snjóframleiðslu í Bláfjöll- um af ótta við að hún ógnaði vatns- verndarsvæðunum. „Allt sem viðvík- ur snjóbyssum er afturkræft. Ef þetta fæst ekki gert í Bláfjöllum þá viljum við fá snjóbyssur í Skálafelli. Ef það kemur grænt ljós á snjófram- leiðslu í Bláfjöllum er hægt að flytja búnaðinn á milli. Við verðum að finna lausnir á þessu.“ Guðmundur sagði nauðsynlegt að stjórnendur sveitarfélaganna á höf- uðborgarsvæðinu mótuðu framtíðar- stefnu varðandi skíðasvæðin. Hann hafði heyrt að stefnt væri að því að setja upp 1-2 nýjar skíðalyftur á næstu árum. „Það hefur lítið verið gert á skíðasvæðunum frá 2004. Það skortir framtíðarsýn svo við heyrum ekki eitt í ár og annað næsta ár. Við viljum fá að sjá áætlun á blaði og að henni verði fylgt.“ Gamlar og bilanagjarnar lyftur  Skíðafélögin á höfuðborgarsvæðinu skora á sveitarfélögin að bæta úr óviðunandi aðstöðu skíðafólks í Bláfjöllum og Skálafelli  Áætlað er að endurnýjun búnaðarins geti kostað rúma þrjá milljarða króna Morgunblaðið/Golli Bláfjöll Skíðafólk segir að löngu sé orðið tímabært að endurnýja skíðalyft- urnar og bæta aðra aðstöðu á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.