Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 31

Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 ✝ Guðrún KristínSkúladóttir fæddist í Hnífsdal 3. apríl 1940. Hún lést á Gran Canaria 23. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Skúli Her- mannsson, f. 5. maí 1918, d. 1 janúar 1959, og Helga Pálsdóttir, f. 19. september 1917, d. 29. október 2012. Systkini Guð- rúnar eru Hermann Kristinn Skúlason, f. 24. mars 1943, d. 18. júní 2001, Páll Skúlason, f. 8 desember 1945, Guðfinna Skúladóttir, f. 7 október 1952, og Helga Guðbjörg Skúladóttir, f. 31.mars 1955. Guðrún giftist Carli A. Berg- mann úrsmið, f. 16. nóvember 1926, d. 2. apríl 2011, þann 19. dís Bergmann f. 5.11. 1969, sambýlismaður Pétur Gísli Jónsson, dóttir hans og stjúp- dóttir Bryndísar, Sigríður Birta, og dóttir þeirra er Íris. 5) Lilja M. Bergmann, f. 25.9. 1972, maki Ólafur Þór Guð- mundsson, synir þeirra eru Viktor Freyr, Elvar Snær og Jason Leó. Guðrún fæddist í Hnífsdal og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar. Eftir skyldunám fór hún í Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði og fluttist stuttu eftir útskrift til Reykjavíkur, þar sem hún kynntist eiginmanni sínum. Þau hófu fyrst búskap á Ljósvallagötu 24 og byggðu síð- an hús á Skriðustekk 6 þar sem þau bjuggu í 30 ár. Síðustu ár ævi sinnar bjuggu þau í Rauð- hömrum 14. Guðrún starfaði lengst af sem heimavinnandi húsmóðir. Utan heimilisins starfaði hún meðal annars í Hilmarsbúð, Þórskaffi og Kórus. Guðrún Kristín verður jarð- sungin frá Grafarvogskirkju í dag, 9. febrúar 2018, klukkan 11. mars 1960. Þau eiga fimm börn. 1) Skúli Bergmann, f. 2.1.1961, maki Soffía Traustadótt- ir. Börn þeirra: Guðrún, Trausti, Bergur og Brynjar. Barnabörn: Mikael Skúli, Sindri Rafn, Kara Kristrún, Andrés Ingi og Victor Arnar. 2) Guðmundur Karl Bergmann, f. 1.10. 1962, maki Hugrún Dav- íðsdóttir. Börn þeirra: Andri, Snædís og Bjarki, barnabarn Signý Alba. 3) Helga Berg- mann, f. 10.2. 1965 fyrrverandi maki hennar og barnsfaðir er Sveinn Kristján Sveinsson. Börn þeirra: Carl Andreas, María Rún og Viktoría Ýr, barnabarn Kamilla Sif. 4) Bryn- Elsku yndislega mamma mín í öllum heiminum, mikið á ég eftir að sakna þín og heyra ekki í þér á hverjum degi jafn- vel fjórum sinnum á dag, fá öll góðu ráðin þín og minna mig á alls kyns hluti. Þinn tími var sko alls ekki kominn, við áttum eftir að gera svo miklu meira saman. Núna hugsar maður alla daga að ef þú hefðir látið vita fyrr um morguninn, þá hefði mögulega verið hægt að bjarga þér en þú vildir aldrei trufla neinn, láta sem minnst fyrir þér fara og hefur mögulega haldið að þetta myndi lagast, en það þýðir víst ekkert að hugsa svona. En þú skemmtir þér allavega vel á Kanarí þó að það hafi ver- ið skítakuldi alla daga og vildir meira að segja framlengja. Ég hugga mig við það að yndislegi pabbi og amma hafa tekið vel á móti þér og eruð þið örugglega farin að dansa sam- an og spila á hverju kvöldi. Ég er svo heppin að hafa átt þig sem mömmu. Ég elska þig af öllu mínu hjarta og á eftir að sakna þín svo sárt, elsku fal- lega mamma mín. „Lovjú“ eins og þú sagðir alltaf. Mikið knús og margir kossar til ykkar pabba. Viktor, Elvar og Jason, elsku ömmudrengirnir þínir, segja líka „lovjú“ elsku besta amma okkar. Þín dóttir, Lilja M. Bergmann. Lítil stúlka skottast í kring- um afa sinn, hann er að sinna kindunum sínum, stúlkan dett- ur niður í súrheysgryfjuna og handleggsbrotnar. Þessi örlög hennar áttu eftir að hafa áhrif á allt hennar líf. Stúlkan grætur stöðugt og far- ið er með hana til læknis, lækn- irinn tekur röntgenmyndir en yfirsést að höndin er brotin, segir að hún sé óþekk og eina ráðið sé að rassskella hana. Mörgum vikum seinna fer hann að skoða myndirnar betur og sér þá að hann hefur gert mis- tök, beinin eru þá gróin vitlaust saman, eina ráðið er að brjóta beinið upp. Aftur gerir lækn- irinn hræðileg mistök, hann setur höndina í spelku og reyr- ir hana saman á einhvern undraverðan hátt í nokkra mánuði, höndin verður aldrei söm aftur. Mörgum árum seinna er far- ið í allskonar skurðaðgerðir til að freista þess að laga höndina, ekkert dugar og að endingu verður hún að sætta sig við af- leiðingarnar. Hún átti eftir að lenda í fleiri læknamistökum um ævina. Sex ár eru liðin frá síðustu mistök- um, þá kom í ljós að skoða þurfti hjartað en talið var að hún þyldi ekki aðgerð á þeim tímapunkti. Eftir allar þessar hremming- ar neitar hún að fara í fleiri skoðanir á sjúkrahúsi, hjartað stoppaði svo 23. janúar síðast- liðinn, mamma er dáin. Minningarnar hrannast upp, alltaf varstu til staðar fyrir mig og tilbúin að hjálpa. Ekki get ég nú sagt að lífið hafi alltaf verið dans á rósum eins og þú orðaðir það. Misgóðar minningar koma líka upp í hugann en það er auðvitað ekki við hæfi að minn- ast þess hér. Góðu minning- arnar eru líka miklu fleiri. Ég man eftir því þegar þú varst að hlýða mér yfir þegar ég var að rembast við að læra að lesa. Þú kunnir lagið á mér og gafst ekki upp þó að hugur minn væri stöðugt úti að leika. Þú hafðir gaman af að spila og margar minningar poppa upp um spilakvöld á Stekknum. Þú smitaðir mig líka af ólæknandi sjúkdómi, nefnilega að tína að- albláber. Ógleymanleg er ferð sem við fórum saman í Veiðileysufjörð með Guffu frænku, Hugrúnu og Bjarka. Þú varst orðin svolítið völt á fótunum en lést það ekki stoppa þig og kenndir appels- íninu sem þú keyptir hjá Jó- hannesi í Bónus um, alltaf stutt í húmorinn. Einn skemmtilegasti tíminn sem ég minnist er sá tími þegar þú vannst í versluninni Corus hjá Möggu og Bósa. Mikil von- brigði þegar sú verslun hætti, þar fékkstu að njóta þín innan um fallega hluti og málverk. Þú varst mikill fagurkeri og lagðir metnað í að búa þér og þínum fallegt heimili. Ég gæti haldið endalaust áfram, en að endingu held ég að muni aldrei gleyma síðasta símtalinu þar sem við töluð- umst við í 40 mínútur, lífið lék við þig, sólin farin að skína á Kanarí. Það lá svona ljómandi vel á þér, tveimur dögum seinna varstu farin í Sumar- landið. Hvíldu í friði, elsku mamma mín, þinn uppáhaldssonur, Guðmundur (Gummi). Elsku hjartans mamma mín. Erfitt er að finna orð á svona stundu. Í dag hefðir þú átt að vera í mat hjá mér en ekki við að kveðja þig að eilífu. Af hverju kallið kom núna, þú í fríi og búin að vera svo hress, á ég erfitt með að skilja. Sárt að hafa ekki séð þig svona lengi. Ég mun aldrei gleyma 18. desember, þegar ég sá þig í síðasta sinn. Ég kom heim til þín og kvaddi þig áður en þú fórst til Kanarí, þú varst svo glöð að vera að fara út og hlakkaðir svo mikið til. Þá hélt ég að ég myndi sjá þig aftur 30. janúar í Rauð- hömrum en raunin varð önnur. Ferðin til Kanarí að sækja þig var sú erfiðasta sem ég hef far- ið, en samt gott/vont að sjá hvar þú varst þegar þú dóst. Þú varst svo glæsileg kona og mikið var yndislegt að heyra öll fallegu orðin og lýsingarnar sem fólkið á Kanarí sagði um þig og þína síðustu daga þar. Þú varst mikill snillingur að baka og frystikistan var alltaf full af bakkelsi og ósjaldan sem við fengum gómsætu skúffu- kökuna og hjónabandssæluna þína. Mikið sem ég hlakkaði alltaf til að gæða mér á kræsingunum sem þú gerðir fyrir spilaklúbb- inn hjá pabba litla. Þú varst alltaf að þrífa og sagðir að þú værir með „duluveikina“. Þó svo að í mínum augum væri alltaf allt tandurhreint heima á Skriðustekk sástu alltaf ryk einhvers staðar og varst komin af stað með tuskuna. Mikið fjör var á Stekknum og hörkuvinna hjá þér að ala okkur alla fimm prakkarana upp. Eftir að við heimtum þig úr helju 2010 var ég svo viss um að þú, þetta hörkutól sem þú varst, yrðir með okkur uns þú yrðir 95 ára eins og amma. Ég mun aldrei gleyma kvöldinu sem við vorum tvær á gjör- gæsludeildinni og þú vaknaðir loksins eftir mikla og langa baráttu og það sem ég var glöð að þú varst á lífi og hafðir sigr- að, þvert á það sem læknarnir höfðu sagt! Orðin sem okkur fóru þá á milli mun ég ávallt geyma í hjarta mér. Þú varst með svo mikil og frábær plön fyrir næstu mánuði og sumarið og svo er þér bara skyndilega kippt burt. Mikið sem ég þakka þér fyrir alla að- stoðina með Írisi og öll skiptin sem þú passaðir fyrir mig. Það stóð ekki á þér að koma og vera með henni, hvort sem var þegar ég fór utan eða allt skutl- ið með Írisi á handboltaæfing- ar. Þú sagðir að samveran með henni gæfi þér svo mikið og hressti þig svo mikið við að meira að segja þegar þú varst hálfslöpp léstu það ekki stoppa þig og komst. Þriðjudagar og föstudagar verða sérstaklega tómlegir núna hjá okkur í Smárarima. Það var svo gaman að hafa þig hjá okkur þessa daga. Þegar ég spurði þig hvað ég ætti að elda fyrir þig sagðirðu: „Ég borða allt, ég er eins og Bakkakötturinn,“ og það voru orð að sönnu. Íris saknar þín sérstaklega mikið og á erfitt með að skilja að hún fái aldrei að knúsa þig aftur. Kvöldið eftir að ég sagði henni að þú værir dáin sofnaði hún með tárin í augunum og bókina sem þú gafst henni í af- mælisgjöf í fanginu við hjartað: „Amma best!“ Ég kveð þig með orðunum sem þú sagðir alltaf við mig í lok hvers símtals: „I love U.“ Þín Bryndís. Minning um mömmu. Við móðurmissi sofnar sorgin ekki því söknuður við hjartans strengi fæst, svo er sem sálin þessa köllun þekki er þögnin hefur klóm í hugann læst. Og sálin veit að kramið hjartað hamast er harmurinn fær sýnt sín opnu sár, þú finnur hvernig líkami þinn lamast er læðast niður kinnar þínar tár. Og gráttu bara – það er lausn sem lifir og linar hjartans kvöl og veitir svar, því móðurmyndin drottnar öllu yfir sú ást sem vekur fagrar minningar. (Kristján Hreinsson) Helga, María Rún og Viktoría Ýr. Guðrún Kristín Skúladóttir Elsku afi, þú varst elskaður og dáður af öllum og við bræðurnir vor- um þar engin undantekning, töldum okkur eiga besta afann, alla tíð. Við eigum svo margar ómet- anlegar minningar. Við minn- umst þess hvað þú varst góður að flauta, minnumst snjósleða- ferðar upp á Vatnajökul, skíða- ferðar til Austurríkis, heimsókn- ar þinnar til Noregs, heimsins bestu lagkökunnar sem þú gerð- ir alltaf um jólin og auðvitað allra samverustundanna í gegn- um árin. Það voru forréttindi fyrir okk- ur bræðurna og frændsystkinin Stefán Níels Stefánsson ✝ Stefán NíelsStefánsson (Númi) fæddist 20. júní 1935. Hann lést 13. janúar 2018. Útför Stefáns fór fram 26. janúar 2018. öll að koma austur á sumrin þegar við vorum krakkar. Þar fengum við að njóta ástkæru Breiðdals- víkur, náttúrunnar, frjáls og óáreitt undir góðri hand- leiðslu ykkar ömmu. Minningar og sögur sem börn- in okkar fá að heyra og munu ávallt lifa með okkur öllum. Elsku afi, á sama tíma og ég er ótrúlega þakklátur fyrir að Arnór Bjarki hafi fengið að kynnast þér, þá er það þyngra en tárum taki að hann fái ekki að njóta æskunnar með flotta lang- afa sinn sér við hlið. Hvernig hann segir langafi þegar hann sér mynd af þér fyllir mig sökn- uði, þín verður sárt saknað, elsku afi. Elsku afi, hvíldu í friði, minn- ing þín mun alltaf lifa. Einar Ingi Hrafnsson og Heiðar Númi Hrafnsson. ✝ Haraldur Eyj-ólfsson fæddist 16. mars 1938. Hann lést 27. jan- úar 2018. Foreldrar hans voru Eyjólfur Guð- mundsson og Gróa Pálsdóttir. Harald- ur ólst fyrstu árin upp hjá föður sín- um og föðurforeldrum á Hömrum í Grímsnesi. Eyjólfur kvæntist Ingu Maren Ágústs- dóttur frá Ólafsvík og eignuðust þau fjögur börn, Ágúst Inga, f. 1942, Guðmund Kristján, f. 1945, Ásgeir Inga, f. 1946, og Kristínu Guðbjörgu, f. 1948. Haraldur ólst upp hjá fjölskyldu sinni til 17 ára ald- urs. Á þeim tíma hætti faðir hans bú- skap vegna fráfalls konu sinnar og flutti að Minni- Borg í Grímsnesi en Haraldur fór í vinnumennsku að Björk í sömu sveit. Hann dvaldi á nokkrum bæjum en lengst af var hann í Vatnsnesi þar til hann fór á Dvalarheimilið Ás í Hvera- gerði og bjó þar til dauðadags. Útförin fer fram frá Foss- vogskapellu í dag, 9. febrúar 2018, klukkan 15. Halli bróðir valdi ekki það líf sem hann hlaut frekar en marg- ur annar. Hann naut engrar skólagöngu í æsku en fermdist upp á fað- irvorið eins og það var kallað. Sveitavinna var hans ævistarf og vann hann við hana á mörgum bæjum við misgóðar aðstæður. Hann var félagslyndur og sótti í mannlíf sveitarinnar. Hann hafði yndi af allri tónlist, kórsöngur og hamónikkuleikur var í uppáhaldi hjá honum og safnaði hann geisladiskum með slíku efni og tímaritum og blöð- um og bókum sem eingöngu voru skoðuð. Þeir sem þekktu ekki til hans gætu haldið að hann væri fræði- maður, slíkur var áhugi hans að eignast allskonar lestrarefni. Hann var sérstakur á sinn hátt, mannglöggur og minnugur og átti gott með að kynnast fólki. Ekki er hægt að minnast Halla án þess að nefna síma. Hann eignaðist sinn eigin síma þegar hann flutti að Ási og not- aði hann óspart til að ná til ætt- ingja og vina. Við systkinin fengum ótelj- andi símtöl sem öll hljómuðu í byrjun: Sæll, þetta er Haraldur. Hvað segirðu til? Hann vildi fylgjast með okkur, hvað við værum að gera og ef við fórum í ferðalag var hann ekki rólegur fyrr en við vorum komin heim og hægt var að hringja daglega eins og vanalega. Nú er heimasíminn hljóður og Halli fluttur til Sum- arlandsins. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem sýndu Halla vináttu í gegnum árin. Sérstakar þakkir til Böðvars Pálsonar á Búrfelli fyrir einstaka vináttu og greiða- semi. Einnig til starfsfólks Dval- arheimilis Áss í Hveragerði þar sem hann átti góð ár í þeirra umsjá og umönnun. Andlát hans bar brátt að og hann þurfti ekki að dvelja á sjúkrahúsi eins og hann hrædd- ist mjög og fyrir það erum við þakklát. Ég og fjölskylda mín kveðjum Halla í dag og þökkum fyrir samveruna í gegnum lífið. Hann skreytti mannlífið með sínum hætti eins og þeir sem eru öðru- vísi og það ber að þakka. Blessuð sé minning hans. Kristín Eyjólfsdóttir (Stína). Haraldur Eyjólfsson Mig langar að minnast elsku tengdamóður minn- ar, Dóru, í nokkrum orðum. Það eru u.þ.b. 50 ár síðan ég kom fyrst í Goðheimana, þar sem fjölskyldan bjó. Mér er mjög minnisstætt, hvað Dóra rak heim- ilið af miklum myndarskap. Hún var húsmóðir á stóru heimili. Eig- inmaðurinn var togaraskipstjóri, og hann var langdvölum fjarver- andi, svo það var í mörg horn að líta. Dóra var húsmóðir af gamla skólanum, og heimilisbragurinn bar keim af því. Hún var ströng og vildi hafa reglu á hlutunum, enda hvíldi mikil ábyrgð á hennar herð- um varðandi heimilishaldið. Hún var mikill kokkur og hafði yndi af því að elda góðan mat og baka. Nýbökuð jólakaka var ávallt á boðstólum. Þegar Sverrir kom í land var iðulega boðið til veislu. Í mörg ár kom fjölskyldan saman, á slaginu tólf, þar sem sunnudags- steikin og heimalagaður ís var á borðum. Á fyrstu hjúskaparárum okkar bjuggum við í næsta nágrenni við Dóru. Það kom sér vel af því að Dóra Bergþórsdóttir ✝ Dóra Berg-þórsdóttir fæddist 30. júní 1925. Hún lést 8. janúar 2018. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. hún átti eftir að reynast okkur stoð og stytta. Þegar dóttir okk- ar fæddist með hjartagalla og þurfti síðar að fara í upp- skurð erlendis tók hún að sér að vera dagmamma hennar. Liv náði fullri heilsu og átti Dóra sinn þátt í því, og erum við henni ævinlega þakklát fyrir það. Þetta lagði grunninn að góðri vináttu alla tíð. Dóra var sjálfboðaliði hjá Kvennadeild Rauða krossins í rúm 50 ár og var formaður þar um langt árabil. Konurnar í kvenna- deildinni hittust vikulega og feng- ust við alls kyns hannyrðir, föndur og kökubakstur. Afraksturinn var síðar seldur á jólabasar félagsins og ágóðinn rann til Rauða kross- ins. Dóru var mjög umhugað um velferð stórfjölskyldunnar. Hún hafði áhuga á öllu, sem fjölskyldu- meðlimirnir tóku sér fyrir hendur í leik og starfi. Ekki nóg með það, hún vildi líka fá fréttir af mínum systkinum og öllum okkar vinum. Ég man hvað hún fylgdist vel með öllum fréttum, og ekki síst íþróttafréttum. Hún og Halla, systir hennar, sátu stundum tím- unum saman og horfðu á kappleiki í sjónvarpinu af miklum áhuga og misstu aldrei af leik. Hildur Björg Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.