Morgunblaðið - 09.02.2018, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 09.02.2018, Qupperneq 15
skilyrðum laganna, er tekin skýr af- staða til þess að veitingarvaldið er hjá ráðherra en ekki hjá dómnefnd- inni,“ sagði meðal annars í álitinu. Ræddu ekki tilnefningarnar Alþingi samþykkti tillögu ráðherra 1. júní í fyrrasumar, með 31 atkvæði gegn 22. Átta þingmenn greiddu ekki atkvæði en tveir voru fjarstaddir. Fram kom í bréfi skrifstofustjóra Al- þingis til skrifstofu forseta Íslands 7. júní 2017 að þingmenn óskuðu ekki eftir því að fá að ræða einstakar til- nefningar á dómurunum 15. Dómnefndin skilaði ráðherra til- lögum 19. maí í fyrra. Lögum sam- kvæmt hefur ráðherra tvær vikur til að yfirfara lista hæfnisnefndar. Samkvæmt svari frá dómsmála- ráðuneytinu hefur þessi tveggja vikna frestur verið í lögum frá gildis- töku laga nr. 45/2010. „Það frumvarp var samið á vegum réttarfarsnefndar að tilhlutan dómsmálaráðherra á grundvelli tillagna nefndar sem falið var að gera tillögur um breytingar á reglum um skipun dómara,“ sagði í svari ráðuneytisins um þetta efni. Ráðherra hefði aðeins 11 daga Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fjallaði um þessi tímamörk í áðurnefndu áliti: „Lögin sníða ráðherra vissulega þröngan stakk hvað varðar tíma- fresti í kringum skipan dómara. Það er mat minnihlutans að bæði ráð- herra og Alþingi hefðu þurft lengri tíma til að afgreiða þetta mál sem snýst um skipan fimmtán nýrra dóm- ara í Landsrétt þannig að ráðherra gæti uppfyllt rannsóknarskyldu sína með óyggjandi hætti og þing gæti komið saman síðar í sumar til að ljúka málinu.“ Sambærileg sjónarmið komu fram í málflutningi ráðherra þegar málin fóru fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. „Við mat á því hvort meginreglum stjórnsýsluréttarins hafi verið fylgt í málinu telur stefndi [þ.e. ráðherra] nauðsynlegt að hafa í huga hinn for- dæmalausa málshraða sem ráðherra og Alþingi þurftu að lúta í málinu … Dómsmálaráðherra barst umsögn dómnefndar 19. maí 2017, aðeins 11 dögum áður en síðasti þingfundur átti að vera. Á þessum tíma þurfti ráðherra að skoða málið og útbúa til- lögur sínar og þá þurfti Alþingi að fá tíma til þess að ræða málið. Að mati stefnda hlýtur að þurfa að taka tillit til þessa fordæmalausa málshraða við mat á því hvort almennum reglum stjórnsýsluréttarins hafi verið fylgt. Einnig verður að hafa í huga að hér átti að skipa 15 dómara úr hópi 33 umsækjenda, en ekki einn dómara úr hópi nokkurra umsækjenda, eins og 4. gr. a. gengur út frá.“ Ólík sýn á aðkomu ráðherra Sem áður segir dæmdi Hæstirétt- ur að ráðherrann hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu í málinu. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var fjallað um mat ráðherrans á um- ræddum umsækjendum. „Þá verður enn fremur að hafna málsástæðu stefnanda um að ráð- herra hafi vikið frá stjórnsýslufram- kvæmd með því að leggja annars konar mat til grundvallar en nefndin gerði … Í því sambandi er ekki unnt að líta framhjá því að málatilbúnaður stefnanda hefur í meginatriðum byggst á því að leggja hafi átt um- sögn dómnefndar til grundvallar mati á hæfni umsækjenda. Þar sem dómurinn hefur hins vegar fallist á þau sjónarmið stefnda að mat dóm- nefndarinnar hafi verið haldið efnis- legum annmörkum verður það því ekki lagt til grundvallar niðurstöðu dómsins að þessu leyti.“ Fram kom í máli Gunnlaugs Claes- sen, formanns dómnefndar, við mál- flutninginn að óánægja væri meðal lögmanna með vægi einstakra mats- þátta sem liggja dómaravali nefnd- arinnar til grundvallar. FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is DUX PASCAL SYSTEM Sérsniðna gormakaerfið Líkamar allra eru einstakir. Þess vegna býður Pascal de Luxe yfirdýnan upp á sérsniðin þægindasvæði sem gerir tveimur einstaklingum kleift að velja fullkomnu stillinguna fyrir axlirnar, neðra bakið og fótleggina þeirra. Pascal kerfið er í boði fyrir öll DUX rúm, annað hvort sem fellt inn í rúmið eða sem sérstök yfirdýna. Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is Sími: 535 9000 | bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð Vottaðir hágæða VARAHLUTIR í flestar gerðir bifreiða Siðan 1962 Bílanaust er einnig í Kópavogi – Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um stofnun svokallaðs manneklupotts. Í tillögunni felst að veita starfsstöðvum borgarinnar heimild til að ráða starfsfólk sem þegar starfar hjá borginni, þó að starfshlutfall þess fari yfir 100%. Sú regla hefur síðustu misseri verið við lýði hjá Reykjavíkurborg að ekki sé hægt að ráða starfsmenn í meira en 100% starf. Þessari að- gerð er ætlað að bæta úr manneklu sem hrjáð hefur ýmsa starfsstaði í borginni. Hyggst borgarstjóri leggja 15 milljónir króna í umrædd- an pott. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að innan borgarkerf- isins séu fjölmörg dæmi þess að starfsmenn hafi ráðið sig í auka- vinnu hjá nágrannasveitarfélögum eða annars staðar þar sem auka- vinna hafi ekki boðist hjá Reykja- víkurborg. Samkvæmt kjarasamn- ingum sé heimilt að ráða starfsmenn með þeim hætti en ef vinna þeirra fer umfram 100% starfshlutfall skuli greiða starfs- manninum yfirvinnu. Viðbótar- fjármagn, 15 milljónir króna, þurfi til að mæta þessu, enda hafi fáir starfsstaðir fjárhagslagt svigrúm til að ráða starfsmenn á þeim for- sendum. „Framkvæmdin verði með þeim hætti að starfsstaðir sæki um að fá greiddan mismun á þeim launum sem þeir hefðu greitt starfsmann- inum ef hann væri ekki í öðru starfi hjá Reykjavíkurborg og yfir- vinnulaununum. Mannauðsdeild ráðhúss verði falið að útfæra fram- kvæmdina nánar og kynna fyrir starfsstöðum Reykjavíkurborgar í samstarfi við mannauðsþjónustur fagsviða,“ segir í greinargerðinni. „Dæmi um þetta er starfsmaður sem ráðinn er í tímavinnu og fær greiddar 1.893 kr. á tímann. Vinni hann utan hefðbundins vinnutíma frá kl. 8.00 til 17.00 fær hann greitt sérstakt álag, ýmist 33%, 55% eða 90% í samræmi við ákvæði viðkom- andi kjarasamnings. Þar sem 90% álag á aðeins við um stórhátíðir miða útreikningar við 33% og 55% álag. … Má gera ráð fyrir því að kostnaður við hverja viðbótarstund geti verið á bilinu 330 til 1.605 kr. þegar tekið hefur verið tillit til launatengdra gjalda. Gera má ráð fyrir því að fyrir hverja milljón sem sett væri í slíkan pott þá væri hægt kaupa 619 til 3.030 viðbótarstundir. Lagt er til að í tilraunaskyni verði sett 15 m.kr. fjármagn sem gefur möguleika á því að kaupa 9.300 til 45.450 stundir.“ 15 milljónir til að borga yfirvinnu  Borgarstjóri stofnar manneklupott  Starfsmenn megi vinna yfirvinnu Morgunblaðið/Árni Sæberg Borgarstjórn Verja á 15 milljónum króna í svokallaðan manneklupott. Talið er að aldrei hafi fleiri Íslend- ingar verið búsettir en nú í þýska hafnarbænum Cuxhaven og ná- grenni. Í ár var stofnað þar formlegt Íslendingafélag, Félag Íslendinga í Cuxhaven og nágrenni (Fícon), og er stefnt að því að halda 17. júní 2018 hátíðlegan og fyrsta stóra þorrablót- ið verður haldið 17. febrúar með pomp og prakt. Formaður félagsins er Óskar Sigmundsson. Sjávarútvegur er mikilvægur í Cuxhaven en Íslendingarnir sem þar Íslendingum í Cuxhaven hefur farið fjölgandi á síðustu misserum og þeir hafa verið ötulir við að við- halda íslenskum venjum hvort sem það er í formi saumaklúbba, jóla- föndurs, litlu jóla fyrir alla fjölskyld- una, kvennahlaups eða skötuveislu svo eitthvað sé nefnt. Fjöldi Íslendinga sem búsettir eru í Þýskalandi mun leggja leið sína til Cuxhaven til þess að fagna þorr- anum og þegar í ljós kom í hvað stefndi var ráðist í að finna íslenska hljómsveit og veislustjóra. Blótið verður haldið í veislusal Haapag Hallen í Cuxhaven en byggingin reis á árunum 1900-1902. Nýtt Íslendingafélag í Cuxhaven  Búist við fjöl- menni á þorrablóti Hafnarbær Í Cuxhaven á fallegum degi. Hópur Íslendinga býr þar. búa tengjast allflestir sjávarútvegi á einn eða annan hátt. Í janúar sl tók útgerðarfyrirtækið DFFU, sem er í eigu Íslendinga, formlega á móti tveimur nýjum frystitogurum. Cux- haven er vinabær Hafnarfjarðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.