Morgunblaðið - 09.02.2018, Side 22
Í höfn Bíódísill gefur hvítan reyk þegar hann er notaður á ljósavélar en jarðdísill svartan reyk og mengun.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þeirri hugmynd er varpaðfram í skýrslu Samgöngu-stofu um repjuræktun tilskipaeldsneytis að skylda
farþegaskip til að keyra ljósavélar á
íslenskri eða innfluttri repjuolíu eða
repjudísil á meðan þau staldra við í
íslenskum höfnum.
Þegar stór erlend farþegaskip
leggjast hér að bryggju þurfa þau að
keyra aflmiklar ljósavélar til að fram-
leiða rafmagn. Vélarnar eru keyrðar
á jarðdísilolíu og við brennsluna verð-
ur töluverð mengun, eins og til dæm-
is með útblæstri á koltvíoxíð- og sót-
ögnum.
Skylduð til að nota repju
Fram kemur að ekki sé óeðlilegt
að íslensk hafnaryfirvöld vilji leita
leiða til að stöðva þessa mengun.
Helst hafa verið nefndar hugmyndir
um landtengingu rafmagns en áhöld
eru um það hvort hagkvæmt er að
koma upp aðstöðu til þess. Höfundur
skýrslunnar, Jón Bernódusson fag-
stjóri rannsóknar, þróunar og grein-
ingar hjá Samgöngustofu, setur þess
vegna fram hugmyndina um að nota
repjuolíu til að keyra ljósavélarnar á
meðan skipin staldra við. Veltir hann
því fyrir sér hvort ekki megi skylda
útgerðirnar til að keyra ljósavélar
skipanna á íslenskri eða innfluttri
repjuolíu.
Repjuolían hefur svo til sömu
orkugetu og jarðdísill og hefur ekki
skaðleg áhrif á ljósavélar farþega-
skipanna. Jón segir að til sé repjuolía
í landinu og hægt að auka framleiðslu
hennar. Ef íslensk framleiðsla dugar
ekki megi flytja inn viðbót. Þá geti út-
gerðirnar sjálfar flutt hana á eigin
tönkum.
„Markmið um minnkandi og
ásættanlega mengun erlendra far-
þegaskipa í íslenskum höfnum
myndu nást á þennan hátt og íslensk-
ir bændur gætu aukið tekjur sínar af
repjuræktun,“ segir í skýrslunni.
Orkuskipti á skipastólnum
Samgöngustofa hefur í sam-
vinnu við bændur staðið fyrir
tilraunaræktun á repju undanfarin
ár. Jón fer yfir það í skýrslunni að
draga þurfi úr vinnslu hráolíu úr
jörðu vegna þess að stöðugt gangi á
birgðir hennar í jarðskorpunni auk
þess sem draga þurfi úr útblæstri
gróðurhúsalofttegunda. Hann kemst
að þeirri niðurstöðu að bíódísill úr
repjuolíu geti algerlega komið í stað-
inn fyrir jarðdísilinn sem orkugjafi á
íslensk skip. Hann segir ekki eftir
neinu að bíða með að hefja verkefni
um orkuskiptin.
Að sögn Jóns mæta hugmyndir
hans andstöðu vegna þess að menn
halda að með notkun repju sé verið
að brenna matvælum. Hann segir
það misskilning. Ísland hafi þá sér-
stöðu að ekki þurfi að taka undir
ræktun hennar land sem notað er til
ræktunar matjurta. Nefnir Jón í
skýrslunni að hérlendis yrði repjan
fyrst og fremst ræktuð á landi sem
ekki er nýtt til annarrar ræktunar og
er jafnvel lítt gróið. Myndi ræktunin
auka kolefnisbindingu hér. Að auki sé
framleitt kjarnfóður úr repjunni.
Minni fóðurinnflutningur stuðli að
verndun skóga erlendis. Þá henti
repja vel til landgræðslu ásamt lúp-
ínu og auki þannig kolefnisjöfnun.
„Bíódísilolía úr repju er innlent og
endurnýjanlegt eldsneyti sem stuðlar
að gjaldeyrissparnaði, fjölgun starfa
og auknu orkuöryggi,“ segir í skýrsl-
unni sem birt er á vef Samgöngu-
stofu.
Repjuolía verði notuð
á farþegaskip í höfn
Teikning/Jóhann Jónsson Listó
Afurðir Meginhluti repjujurtarinnar fer í áburð á akrana og fóður í dýrin.
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
FyrirtækiðSpaceX náði
þeim merka áfanga
á þriðjudaginn var,
að skjóta á loft öfl-
ugustu eldflaug
sem smíðuð hefur verið. Þetta
er mikið afrek og opnar bæði á
það að stærri og þyngri hlutir
verði settir á sporbaug um
jörðu, sem og að drægi mann-
aðra geimferða verði lengra.
Hvort tveggja er nauðsynlegt,
ætli mannkynið sér að stíga
niður fæti á Mars eða enn fjar-
lægari hnöttum.
Óvenjulegur farmur var um
borð í eldflauginni sem skotið
var á þriðjudaginn, rauður
Tesla-sportbíl, ásamt gínu í
ökumannssætinu. Bíllinn stefn-
ir nú hraðbyri í átt að Mars, en
vegna þess að annað stig eld-
flaugarskotsins var jafnvel enn
öflugra en ráðgert hafði verið,
mun sportbíllinn fara jafnvel
enn þá lengra og dýpra inn í
sólkerfið en vonir manna stóðu
til.
Þó að það mætti
vissulega segja, að
sá hluti tilraunar-
innar hefði farið
„úrskeiðis“, boðar
hin langa bílferð
engu að síður viss straumhvörf
í geimrannsóknum. Gert er ráð
fyrir að tvær Falcon Heavy-
eldflaugar muni fara á loft á
næstu mánuðum, og stefnir
SpaceX ennfremur að því að
gera prófanir með mannaðar
flaugar síðar á þessu ári.
Allt miðar áfram að sama
markmiði Elons Musk, stofn-
anda SpaceX, að koma mönnum
til Mars. Er því í bígerð að
framleiða jafnvel enn öflugri
eldflaug, sem gæti borið allt að
eitt hundrað manns. En þó að
hönnun eldflaugarinnar sé
langt á veg komin, eru enn
nokkur ár áður en hægt verður
að undirbúa slíka hættuför.
Engu að síður er útlit fyrir að
nú styttist í að næsta risavaxna
skref mannkynsins í sólkerfinu
verði stigið á Mars.
Lengsta „bílferð“
sögunnar boðar
straumhvörf}
Fetað áfram til Mars
Ekki er langtsíðan tveirgestir sátu
hjá spjallstjórn-
anda á lítilli sjón-
varpsstöð og
ræddu þjóð- og
heimsmál. Þá bar
Evrópumál á góma og annar
gesturinn nefndi það við-
kvæmnismál sambandsins að
sækjast sífellt eftir meira valdi
á kostnað fullveldis þjóðanna.
Þá greip hinn gesturinn inn í,
helsti vísdómsmaður frétta-
stofu „RÚV“, og kvað upp úr
með að enginn fyrirsvarsmanna
ESB hefði um langt skeið haft
áhuga fyrir slíku.
Áhorfendum sýndist augljóst
að allan þann tíma sem vísað
var til hefði sá fróðleiksmaður
ekki kveikt á fréttum, né rekist
á nokkurn sem hefði gert það.
Allir aðrir vita hins vegar hver
þróunin hefur verið í þeim efn-
um síðustu tvo áratugina. Sá
þáttur, ásamt innflytjendamál-
unum, hafði mest um það að
segja að Bretar ákváðu að yfir-
gefa þennan klúbb.
Á síðustu árum hefur óróleiki
aukist í fjölmörgum Evrópu-
löndum af svipuðum ástæðum.
Síðustu forsetakosningar í
Tékklandi snerust að nokkru
um þetta. Þetta er helsta ástæð-
an fyrir því að vænta er mikilla
tíðinda í ítölskum stjórnmálum
eftir tæpan mánuð, ef marka má
kannanir. Og kosningaúrslitin í
Austurríki lituðust af þessu
sama. Um þessar mundir boðar
Macron, forseti Frakklands, að
koma verði á sameiginlegri
fjármálastjórn í Evrópu og
Schulz, tilvonandi utanrík-
isráðherra Þýska-
lands og formaður
þýskra jafn-
aðarmanna, reikar
um á sama róli og
lætur eins og hann
hafi í stjórnar-
myndunarvið-
ræðum náð að þoka Merkel
kanslara í þessa átt.
En það þarf ekki svo stóra
stefnumörkun til. „Agúrku-
vertíð“ ESB stendur allan árs-
ins hring, þar sem sneitt er svo
fínlega af fullveldi ríkjanna að
einstaka þjóðir taka ekki eftir
því, enda gera þeirra eigin for-
ystumenn sitt til að draga at-
hyglina frá þessum lýðræð-
islegu skemmdarverkum.
Bjarni Jónsson rafmagnsverk-
fræðingur skrifar t.d. með þess-
um hætti á blog.is: „Með vísun
til stjórnarskráar sinnar, Lissa-
bon-sáttmálans, sækir Evrópu-
sambandið-ESB nú fram til
aukinnar miðstjórnar aðildar-
ríkjanna og EFTA-ríkjanna í
EES á hverju sviðinu á fætur
öðru. Nú hefur verið samþykkt
á samstarfsvettvangi ESB og
EFTA, að orkumál verði næsta
viðfangsefni æ nánari samruna
(an ever closer union). Þetta
mun koma hart niður á hags-
munum Íslendinga og Norð-
manna, sem hafa mjög svipaðra
hagsmuna að gæta innbyrðis,
en eru í ósambærilegri stöðu við
ESB-ríkin í orkumálum.“
Það er ekki líklegt að nokkur
íslenskur stjórnmálaflokkur
muni standa vaktina fyrir
landsins hönd hvað þetta varð-
ar, fremur en nokkuð annað
sem kemur úr þessari átt. Það
er ömurlegt.
Þeir sem sjá ekki og
heyra ekki ættu að
fylgja dæmi fyrir-
myndarinnar og
segja ekkert}
Enn er sneitt af
V
etrarólympíuleikarnir hefjast í dag
í Pyeongchang í Suður-Kóreu.
Þetta er í tuttugasta og þriðja sinn
sem leikarnir eru haldnir en þeir
fyrstu voru í Chamonix í Frakk-
landi árið 1924. Mikil eftirvænting er í loftinu
vegna leikanna um allan heim. Máttur íþrótta
er mikill og þær eru mikið sameiningarafl.
Mikilvægi Ólympíuleikanna er ótvírætt og má
segja að merki leikanna, hringirnir fimm, lýsi
tilgangi þeirra nokkuð vel. Hringir tákna sam-
band þeirra fimm heimsálfa sem taka þátt í
starfi Ólympíuhreyfingarinnar og þau miklu
mannamót íþróttafólks frá öllum heimsins
hornum á leikunum sjálfum. Allur heimurinn
sameinast til þess að fylgjast með leikunum og
hvetja áfram sína keppendur með ráðum og
dáð. Marga dreymir að komast á leikana sem
þátttakendur.
Við Íslendingar munum ekki láta okkar eftir liggja á
þessari miklu íþróttahátíð. Að þessu sinni taka fimm
keppendur þátt fyrir hönd Íslands en það eru þau Elsa
Guðrún Jónsdóttir, Snorri Einarsson og Isak S. Ped-
ersen, keppendur í skíðagöngu og Freydís Halla Ein-
arsdóttir og Sturla Snær Snorrason sem keppa bæði í
svigi og stórsvigi. Að baki þátttöku þeirra á Ólympíu-
leikunum liggja þrotlausar æfingar, oft fjarri fjölskyldu
og vinum. Við ykkur vil ég segja til hamingju með þenn-
an mikla árangur að hafa náð inn á Ólympíuleikana, þið
eruð fyrirmyndir fyrir ungt og upprennandi íþróttafólk.
Að þessu sinni eru Vetrarólympíuleik-
arnir í Pyeongchang sögulegir þar sem að
ríkin tvö á Kóreuskaga munu mynda sam-
eiginlegt lið í íshokkíi kvenna en það er í
fyrsta sinn síðan Kóreustríðið var háð. Að
auki er þátttaka Norður-Kóreu í leikjunum
mun meiri en í fyrstu var ráðgert. Vegna
þessa er að skapast ákveðin von í huga
margra í Suður-Kóreu að þetta sé upphafið
að þíðu í samskiptum ríkjanna. Ólympíu-
leikar hafa í sögunni oft haft jákvæð áhrif á
þjóðríki, sem dæmi má nefna að sumaról-
ympíuleikarnir í Seúl í Suður-Kóreu árið
1988 urðu til þess efla lýðræði og efnahags-
lega framþróun í landinu. Íbúar Suður-
Kóreu minnast því leikanna með miklum
hlýhug vegna þeirrar jákvæðu þróunar sem
þeir leiddu af sér. Sumarólympíuleikarnir
1964 voru haldnir í Japan. Stjórnvöld lögðu mikinn
metnað í leikana og í kjölfarið komst á betra jafnvægi í
samskiptum þeirra og annarra lykilaðila í alþjóðlegum
samskiptum.
Íbúar Suður-Kóreu eru hóflega bjartsýnir á jákvæða
framvindu í samskiptum ríkjanna í kjölfar Ólympíu-
leikanna en hins vegar er það svo að ákveðin von hefur
skapast í anda leikanna. Enn á ný sannast mikilvægi
íþróttanna í alþjóðasamvinnu og vonandi verður þetta
vísirinn að hverju góðu.
Lilja
Alfreðsdóttir
Pistill
Sögulegir Vetrarólympíuleikar
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen