Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 RAFVÖRUR Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Sorpkvarnir í vaska Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Árni Tryggvason, skíðakappi og stjórnarmaður í Skíðagöngufélaginu Ulli, treður tveggja kíló- metra langa braut á Klambratúni. Að auki tróð hann 750 metra langa braut í Laugardalnum. Kvaðst hann hafa séð fjölda manns á gönguskíð- um á Klambratúninu í framhaldinu, en skíða- ganga verður sívinsælli á meðal Reykvíkinga þá sjaldan veður og aðstæður leyfa. Gönguskíða- brautir í Reykjavík eru nú tíu kílómetrar alls. Aðstæður nú með besta móti fyrir skíðagöngu á Klambratúninu og í Laugardalnum Morgunblaðið/Eggert Tróð brautir fyrir skíðagöngu í miðri höfuðborginni „Ég er auðvitað alsæl með þetta. Það var rosa gaman að fá þessar fréttir,“ segir Rósa Þórhallsdóttir, einn fimm vinningshafa sem dregnir voru út í áskriftar- leik Árvakurs og WOW air í gær. Rósa vann sér inn ferð til Tel Aviv með WOW air og þó borgin sú sé spennandi áfangastaður telur Rósa líklegt að hún breyti flugmiðanum. „Ég á son sem er við nám í Los Angeles og gæti hugsað mér að heimsækja hann. Það verður nóg af fólki sem vill koma með mér. Kannski ég taki pabba hans með en strákurinn á líka tvö börn hér á landi sem ég gæti tekið með,“ segir Rósa sem starfar við skrifstofustörf og er „amma í hálfu starfi,“ segir hún stolt. Rósa á fimm börn og 14 barnabörn. Rósa og eiginmaður hennar hafa verið áskrifendur að Morgunblaðinu í áratugi. „Okkur finnst ómögu- legur morgunninn ef það er ekkert Morgunblað í lúg- unni.“ Auk Rósu hrepptu fjórir aðrir áskrifendur flug til Tel Aviv, þau Jóhannes Bjarnason, Birgir Þormóðs- son, Ásta Andrésdóttir og Þorsteinn Sverrisson. Búið er að hafa samband við vinningshafana. Á næstu vikum eiga áskrifendur Morgunblaðsins möguleika á að hreppa ferð til Detroit, Cincinnati, St. Louis, Dublin og Dallas með WOW air. Fjallað verður um hverja borg fyrir sig á síðum blaðsins á fimmtu- dögum meðan á leiknum stendur. Hafa verið áskrifendur í áratugi  Rósa Þórhallsdóttir vann ferð með WOW air til Tel Aviv Morgunblaðið/Eggert Útdráttur Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgun- blaðsins, dró út vinningshafa í hljóðveri K100. Hæstiréttur kvað í gær upp dóm í máli þar sem ein- staklingur krafði sveitarfé- lagið annars vegar um bið- laun vegna nið- urlagningar stöðu hans sem deildarstjóra við skóla í sveitarfélaginu og hins vegar miskabætur vegna ætlaðs brots sveitarfélagsins við ráðningu í stöðu skólastjóra við skólann en maðurinn var meðal ellefu umsækj- enda um starfið. Hafði héraðs- dómur komist að þeirri niðurstöðu að ekki væru uppfyllt skilyrði til að fallast á kröfu hans um biðlaun en féllst á kröfu hans um miskabætur. Sneri Hæstiréttur þeirri niður- stöðu við og taldi að hann ætti rétt á biðlaunum í tólf mánuði sam- kvæmt þeim kjarasamningi sem gilti þegar uppsögnin kom til fram- kvæmda. Hins vegar var ekki talið að hann hefði hnekkt því mati sveit- arfélagsins að þeir sex umsækj- endur sem boðaðir voru í viðtöl vegna skólastjórastöðunnar hefðu staðið honum framar samkvæmt þeim menntunar- og hæfniskröfum sem gerðar voru í auglýsingu um stöðuna. Var kröfu mannsins um miskabætur því hafnað. Biðlaun dæmd en miskabótum hafnað í Hæstarétti Hæstiréttur Dómi undirréttar snúið. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Lyf sem er nauðsynlegt átta ára gömlu barni er ekki til hjá lyfjaheild- sölunni í þeim styrkleika sem það þarf að fá. Lyfið gæti verið fáanlegt í einhverjum apótekum, samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun, en þó ekki alls staðar, t.d. í þeim apótekum þar sem barnið býr. Móðir þess greip því í tómt þegar hún ætlaði að sækja fyrirframpantaðan skammt af lyfinu í apótek í vikunni. Þar fékk hún þau svör að lyfið væri hvergi til og kæmi ekki a.m.k. næstu tvær vikurnar. Samkvæmt upplýsingum frá lyfja- heildsölunni hefur lyfið ekki verið til hjá framleiðanda en er væntanlegt til landsins um næstu mánaðamót. Lyfið nefnist Metjoectpen og þarf barnið nauðsynlega á því að halda vegna barnaliðagigtar og augnbólgna sem geta fylgt sjúkdómnum. Um 12,5 mg sprautupenna er að ræða og seg- ist móðirin halda að ekkert annað lyf geti komið í staðinn fyrir það. Þrátt fyrir þessi óvæntu svör í apótekinu segir móðirin að lyfjaskorturinn hamli ekki meðferðinni næstu tvær vikurnar því tveir sprautupennar hafi verið til á heimilinu en oft hefur hún leyst lyfið út sama dag og hún ætlaði að nota það. Barnið virðist vera laust við augnbólgur sem áður hafði orðið vart við, en sú óvissa sem hlé á lyfja- gjöfinni myndi skapa er nokkuð sem móðirin má ekki hugsa til. Skylt að eiga nægar birgðir Tímabundinn skortur á einstaka lyfjum er algengur, segir Lyfjastofn- un, og alls ekki bundinn við Ísland. Ástæður fyrir því að lyf skortir geta verið margvíslegar. „Lyfjastofnun beitir sér stöðugt fyrir því að hér á landi séu skráð þau lyf sem eru í sam- felldri og umtalsverðri notkun. Hins vegar gildir hér á landi eins og í svo mörgum öðrum löndum að ekki eru öll lyf skráð og ekki eru öll skráð lyf alltaf fáanleg. Fyrirkomulag við af- greiðslu beiðna vegna undanþágu- lyfja hér á landi gerir hins vegar að verkum að raunverulegur lyfjaskort- ur er ekki algengur,“ segir í upplýs- ingum frá Lyfjastofnun. Löggjöf um lyfjaskráningu á Ís- landi er hin sama og í öðrum EES- ríkjum og henni er fyrst og fremst ætlað að tryggja að lyf hér á landi uppfylli settar kröfur um gæði, ör- yggi og verkun. Í lyfjalögum kemur fram að lyfjaheildsölum er skylt að eiga nægar birgðir, að mati heilbrigð- isyfirvalda, af tilteknum nauðsynleg- um lyfjum sem veitt hefur verið markaðsleyfi fyrir hér á landi. Þar segir jafnframt að lyfjaheildsala skuli útvega, eins fljótt og kostur er, lyf sem ekki eru til í birgðum og veita öll- um landshlutum sambærilega þjón- ustu. Takmarkaðar kröfur eru gerðar til umboðsfyrirtækja samkvæmt ís- lenskum lögum um að tryggja lyfja- öryggi, segir Lyfjastofnun. Ítarlegar kröfur eru gerðar til markaðs- leyfishafa sem snúa að öryggi lyfja, gæðum og virkni. „Í sumum tilfellum felur markaðsleyfishafi umboðs- manni sínum hér á landi tilteknar skyldur til að uppfylla þessi skilyrði en slík ráðstöfun undanskilur þó aldrei markaðsleyfishafa undan ábyrgð sinni. Að tryggja framboð lyfja er ekki ein þessara krafna sam- kvæmt íslenskum lögum og reglum,“ segir í upplýsingum frá Lyfjastofn- un. Greip í tómt í apótekinu  Lyf sem er nauðsynlegt barni með barnaliðagigt ófáanlegt um tíma  Skapar óvissu að sögn móðurinnar  Tímabundinn skortur á einstaka lyfjum er algengur að sögn Lyfjastofnunar Morgunblaðið/Sverrir Lyf Tímabundinn skortur á lyfjum er algengur að sögn Lyfjastofnunar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.