Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 13

Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 13
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon efni í Finnlandi, Bandaríkjunum eða þar sem besta efnið býðst. Hönnunarferlið er mikil og tíma- frek vinna og maður er stöðugt með hugann við hvernig maður getur útfært hugmyndir sínar.“ Að þessu sögðu bætir hún við að sníðagerðin og saumaskapurinn sé heldur ekki bara leikur einn, vanda þurfi vel til verka frá upp- hafi til enda. „Ég sauma mest kjóla, yfirhafnir úr ull og silki- slæður; klassískar flíkur úr vönd- uðum efnum og reyni að nota sem mest íslenskt hráefni,“ segir Hulda Fríða. Draumur hennar er að geta hannað og framleitt tvær fatalínur á ári og selt bæði í verslunum hér heima og erlendis. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í vinnustofunni Hulda Fríða skartar sinni eigin hönnun á vinnustofu sinni; viskós-kjól og léttri og leikandi silkislæðu í sama stíl. Facebook: FRIDA Hönnun Þema útskriftarverkefnis Huldu Fríðu frá Margrethe-skólanum í Kaup- mannahöfn árið 2013 var japönsk bardaga-geisja og lífið í hafinu. Hún kallaði línuna Ocean Bugeisha og lýsti henni og tilurð hennar á sínum tíma á þessa leið: „Bugeisha var stríðsmaður sem tilheyrði japanskri efri stétt. Hún tók þátt í bardögum samhliða Samúræjum til að verja heimilið og fjölskyldu sína. Ég fékk einnig innblástur af mýkt og litbrigðum hafs- ins; andstæðunni við hvassar og geómetrískar línur sem einkenna gjarnan japanska tísku, en áhrifin eru m.a. frá origami-pappírslist- inni. Með Ocean Bugeisha línunni vildi ég sameina og finna jafn- vægið milli þessara tveggja ólíku heima.“ Japönsk bardaga-geisja OCEAN BUGEISHA DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 Dönsk hönnun SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 Sími 775 1832 | Happie furniture - húsgögn Sérsmíðuð húsgögn fyrir heimili og fyrirtæki Happie furniture Draumasmíði Sinfóníuhljómsveit áhugamanna heldur sína tónleika, þá fyrstu á þessu ári, í Seltjarnarneskirkju á sunnudaginn klukkan 17. Þar verður frumflutt verkið Átta lítil eyrnablik eftir hina norsku Birgit Djupedal, meistaranema í tónsmíðum í Listaháskóla Íslands. Flutningi á því verki stjórnar Ari Hróðmarsson. Öðrum flutningi á tónleikunum stýrir aðalhljómsveitarstjóri sveit- arinnar, Oliver Kentish, en á efnis- skránni eru sellókonsert í a-moll eftir Robert Schumann þar sem Ólöf Sigursveinsdóttir leikur einleik og svo sinfónía númer 88 eftir Jo- seph Haydn. Aðgangseyrir að tón- leikunum er 2.000 krónur, frítt er fyrir börn, afsláttarverð 1.000 krón- ur fyrir nemendur og eldri borgara. Jafnan eru á bilinu 40 til 60 manns í Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna sem var stofnuð haustið 1990 og hefur starfað óslitið síðan. Í sveitinni er fólk sem flest hefur atvinnu af öðru auk þess sem hún er vettvangur nemenda og tónlist- arkennara til að iðka tónlist og við- halda færni sinni. Haldnir hafa verið 5-7 tónleikar á ári, en auk þess hef- ur hljómsveitin komið fram við ýmis tækifæri svo sem við athafnir í Há- skóla Íslands, kirkjulistahátíðir og hátíðarguðsþjónustur. Þá hefur frumflutningur íslenskra verka ver- ið mikilvægur þáttur í starfinu og verk hafa verið samin fyrir hljóm- sveitina, sem er mikilvægur uppeld- isstaður fyrir ungt tónlistarfólk. Margir þeirra sem nú hafa atvinnu af tónlist hafa þar fengið mikilvæga þjálfun og oft senda kennarar nem- endur sína á þennan stað svo þeir öðlist góða þjálfun í hljómsveit- arleik. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í Seltjarnarneskirkju á sunnudaginn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Strengir Fiðla lögð að vanga á æfingu Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna í kirkjunni á Nesinu nú í vikunni. Átta lítil eyrnablik, Schumann og Joseph Haydn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.